Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 5
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 B 5 „EF ég á að vera hreinskilinn verð ég að lýsa þessu þannig að boltinn snerti kannski einn lokk af hári mínu áður en hann hrökk af höfði Martins Keowns og í markið hjá Arsenal,“ sagði Guðni Bergsson, fyrirliði Bolton, við Morgunblaðið í gær, þegar hann var spurður um jöfnunarmarkið sem Bolton gerði gegn Arsenal í ensku úrvalsdeild- inni, 2:2. „Við stukkum nokkrir upp þeg- ar boltinn kom fyrir markið og mér tókst greinilega að trufla Keown það mikið að hann stýrði boltanum í markið. Það var súrt fyrir hann en stigið getur orðið okkur ákaflega dýrmætt. Við leyfðum Arsenal að komast of létt í 2:0 og eftir það leit út fyrir að þetta yrði erfitt hjá okkur en markið sem Djorkaeff skoraði kveikti í okkur á ný og okkur tókst að setja mikla pressu á leik- menn Arsenal á lokakaflanum. En við getum ekki slakað neitt á ennþá en vonandi tekst okkur að forða okkur úr fallhættu þegar við mætum Southampton um næstu helgi og þurfum ekki að ganga í gegnum taugaspennu í síðustu umferðinni,“ sagði Guðni. „Boltinn snerti kannski einn lokk af hári mínu“ Guðni Bergsson átti þátt í jöfnunarmarki Bolton. ZINEDINE Zidane, franski snillingurinn hjá Real Madrid, segir að það verði erfitt fyrir David Beckham að hafna því að gerast leikmaður með spænska stórveldinu. Zidane sagði við breska blaðið Sunday Mirror í gær að það hefði verið nær útilokað fyrir sig að segja nei þegar Real vildi fá hann frá Juventus sumarið 2001. „Beck- ham verður í svipaðri stöðu. Þetta snerist ekki um peninga, nema að því leyti að fyrst Real vildi borga svona mikið var greinilegt að þeir vildu endilega fá mig. Ég átti frábær fimm ár með Juv- entus á Ítalíu en þegar stærsta félag heims vill fá þig í sitt lið er það mesta viðurkenning sem hægt er að fá í knattspyrnunni. Real tók neitun aldrei til greina, það var mér mikill heiður að þeir skyldu vilja fá mig í hina frægu hvítu treyju sína – ég gat ekki hafnað því,“ sagði Zidane, sem af mörgum er talinn besti knattspyrnumaður heims um þessar mundir. Erfitt fyrir Beck- ham að hafna DUNCAN Ferguson, leikmaður Everton, á yfir höfði sér að vera kallaður á teppið hjá aganefnd enska knattspyrnusambandsins eft- ir að hafa slegið Jóhannes Karl Guðjónsson viljandi með olnbog- anum í viðureign Everton og Aston Villa á laugardaginn. Ferguson kom inn á sem varamaður í leiknum sem Everton vann, 2:1. Atvikið þeg- ar hann sló Jóhannes fór framhjá Graham Poll dómara, enda var boltinn ekki í leik nærri þeim fé- lögum þegar atvikið átti sér stað. Forvígismenn Aston Villa sáu það hins vegar og lögðu inn kvörtun eftir að í ljós kom að upptaka frá leiknum leiðir í ljós að Ferguson sló Jóhannes Karl með olnboganum. Upptakan hefur þegar verið send aganefnd enska knattspyrnu- sambandsins til rannsóknar sem væntanlega tekur málið fyrir í vik- unni.  JENS Jeremies frá Bayern Münc- hen og Dietmar Hamann frá Liver- pool drógu sig í gær út úr þýska landsliðshópnum fyrir vináttuleik gegn Serbíu-Svartfjallalandi á mið- vikudag. Þeir eru báðir meiddir á ökkla. Þá er ólíklegt að Oliver Neu- ville frá Leverkusen verði með vegna tognunar.  NEWCASTLE er sagt hafa mik- inn áhuga á að fá hið 13 ára gamla undrabarn frá Bandaríkjunum, Freddy Adu, í sínar raðir. Adu, sem er frá Ghana en varð bandarískur ríkisborgari snemma á þessu ári, vakti gífurlega athygli í forkeppni HM drengjalandsliða en þar var hann hættulegasti sóknarmaður og helsti markaskorari bandaríska liðs- ins.  GEORGE Burley, knattspyrnu- stjóri Derby, segir að ítalski „silf- urrefurinn,“ Fabrizio Ravanelli, hafi skorað eitt fallegasta mark allra tíma þegar lið þeirra tapaði, 3:2, fyrir Walsall í ensku 1. deildinni á laugardaginn. Ravanelli skoraði markið beint úr aukaspyrnu. „Eng- inn markvörður í heiminum hefði varið þetta skot,“ sagði Burley, sem stýrir liði Derby út tímabilið og tek- ur væntanlega alfarið við því innan skamms.  RAVANELLI hefur boðist til að leika launalaust með Derby næsta vetur en félagið hefur átt í gífurleg- um fjárhagserfiðleikum eftir að það féll úr úrvalsdeildinni í fyrra og hef- ur losað sig við flesta sína sterkustu leikmenn.  HENRIK Larsson ætlar að hætta að leika knattspyrnu þegar samn- ingur hans við Celtic rennur út eftir rúmt ár. Brian Quinn, stjórnarfor- maður Celtic, segir það ekki koma til greina að „leyfa“ Larsson að hætta, allt verði lagt í sölurnar til að Larsson endurskoði ákvörðun sína.  PORTSMOUTH tryggði sér í gær meistaratitilinn í ensku 1. deildinni með því að vinna Rotherham, 3:2. Svetoslav Todorov skoraði tvö markanna og Paul Merson eitt.  FÆREYINGAR sigruðu Kas- akhstan, 3:2, í vináttulandsleik í knattspyrnu sem fram fór í Fær- eyjum í gær. Jákup á Borg, John Petersen, fyrrum Leiftursmaður, og Heðin á Lakjuni komu færeyska liðinu í 3:0 en Evghéniy Lunöv og Daniyár Mukánov minnkuðu mun- inn fyrir Kasakhstan, fyrrum lýð- veldi Sovétríkjanna, sem fluttist yf- ir til Evrópu frá asíska knattspyrnusambandinu á síðasta ári.  BRAGI Bergmann dæmdi leikinn í Þórshöfn í gær. Kristinn Jakobs- son, sem var fjórði dómari leiksins, dæmir síðari viðureign þjóðanna sem fram fer annað kvöld. FÓLK Það var ekki fyrr en um miðjansíðari hálfleik sem Manchester United náði að brjóta ísinn, þrátt fyrir mörg ágæt færi fram að því. Þá skoraði Paul Scholes gott skalla- mark og á lokamínútunni innsiglaði Ruud van Nistelrooy sigurinn. Þar með hefur þessi magnaði Hollend- ingur skorað í 10 leikjum í röð fyrir Manchester United. „Það er engin hætta á að við slök- um á þótt forystan sé fimm stig í augnablikinu. Við höfum alla trú á sjálfa okkur en vitum að það er mikið eftir enn. Aðalmálið er að fara ekki á taugum, við höfum reynsluna og þekkjum þennan heim. Reynslan hefur gífurlega mikið að segja á þessum tíma. Arsenal er topplið og við verðum að halda fullri einbeit- ingu,“ sagði Roy Keane, fyrirliði Manchester United, eftir leikinn. Arsenal missti tvö stig úr höndum sér Arsenal virtist með þrjú örugg stig í höndunum eftir að Sylvain Wiltord og Robert Pires skoruðu á fyrstu 11 mínútum síðari hálfleiksins á Reebok Stadium, 2:0. En stuðn- ingsmenn liðsins fögnuðu of snemma og Bolton sýndi hvað í liðið er spunn- ið á lokakaflanum. Með hinn snjalla Jay Jay Okocha í aðalhlutverki náði Bolton að jafna metin og krækja sér í dýrmætt stig í fallbaráttunni. Youri Djorkaeff minnkaði muninn og jöfn- unarmarkið kom eftir aukaspyrnu hans, Guðni Bergsson stökk upp með Martin Keown sem skallaði boltann í eigið mark, 2:2. Guðni lék allan leik- inn með Bolton og stóð vel fyrir sínu í vörninni auk þess sem hann var jafn- an ágengur upp við mark Arsenal í hornspyrnum og aukaspyrnum. Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, var ævareiður í garð sinna manna fyrir kraftleysið á loka- kafla leiksins en sagði að þeir gætu enn skákað Manchester United og haldið meistaratitlinum í sínum her- búðum. „Við áttum ekki að fá þessi mörk á okkur, úrslitin áttu að vera ráðin í stöðunni 2:0. En við munum jafna okkur á þessu, í fótboltanum breyt- ast hlutirnir hratt. Stundum ríkir svartnætti en daginn eftir birtir til. Þetta er ekki lengur í okkar höndum og við þurfum á hagstæðum úrslitum að halda en við einbeitum okkur að því að vinna okkar leiki,“ sagði Wen- ger sem aldrei þessu vant mætti ekki á fréttamannafund eftir leikinn – hafði í nógu að snúast við að ræða málin við sína menn. Fallhætta Bolton jókst á ný Þrátt fyrir góð úrslit gegn Arsenal jókst fallhætta Bolton um helgina þar sem West Ham náði að knýja fram sigur gegn Manchester City á Maine Road í gær, 1:0. Frederic Ka- noute skoraði sigurmarkið tíu mín- útum fyrir leikslok. West Ham er áfram í fallsæti en er nú aðeins tveimur stigum á eftir Bolton og það þýðir að Leeds, Fulham og Aston Villa eru öll ennþá í fallhættu. West Ham fær Chelsea í heim- sókn um næstu helgi og endar á úti- leik gegn Birmingham en Bolton fer til Southampton næsta laugardag og endar á heimaleik gegn Middles- brough. Manchester United með pálmann í höndunum í Englandi „Það er engin hætta á að við slökum á“ Reuters Paul Scholes hefur leikið þýðingarmikið hlutverk hjá Manchester United að undanförnu og skor- að mikið af mörkum. Hér skorar hann mark sitt gegn Tottenham og það tuttugasta á leiktíðinni. MANCHESTER United steig í gær stórt skref í áttina að enska meistaratitlinum með því að sigra Tottenham, 2:0, á White Hart Lane í London. Þar með eru lærisveinar Alex Fergusons með örlögin í eigin höndum því þeir ná titlinum úr greipum Ars- enal, takist þeim að vinna tvo síðustu leiki sína, sem eru gegn Charlton á heimavelli og Ever- ton á útivelli. Arsenal, sem gerði jafntefli við Bolton á laug- ardaginn, 2:2, á hinsvegar þrjá leiki eftir, gegn Leeds, South- ampton og Sunderland, en er nú fimm stigum á eftir og þarf að treysta á að United misstígi sig. Ferguson sló Jóhannes Karl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.