Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA 4 B MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ STOKE City náði ekki að koma sér úr fallhættu í ensku 1. deildinni á laugardaginn þegar liðið sótti Crystal Palace heim. Það stefndi þó lengi í markalaust jafntefli, sem hefði nægt Stoke og fellt Brighton, en Dale Adebola skoraði sigurmark Palace þegar 8 mínútur voru til leiksloka, 1:0. Brynjar Björn Gunn- arsson lék allan leikinn með Stoke en hvorki Pétur Marteinsson né Bjarni Guðjónsson voru í leik- mannahópnum. Á sama tíma fóru Ívar Ingimars- son og félagar í Brighton létt með Heiðars-laust lið Watford og unnu, 4:0. Ívar lék allan leikinn. Marka- talan er Brighton í hag og vinni lið- ið fallna Grimsby-menn í loka- umferðinni heldur það sér uppi ef Stoke tapar heima fyrir Reading, sem þegar hefur tryggt sér sæti í umspili um að komast í úrvalsdeild- ina. Reynir á taugarnar „Við lékum svipað og venjulega, unnum vel og reyndum að skapa okkur færi. Það eru mikil vonbrigði að hafa tapað þessum leik en mínir menn munu hrista það af sér. Leik- urinn við Reading á eftir að reyna á taugarnar, hann verður spennu- þrunginn, en örlög okkar eru í okk- ar eigin höndum og það er af því góða. Við munum leika til sigurs gegn Reading,“ sagði Tony Pulis, knattspyrnustjóri Stoke. Stoke átta mínútum frá örygginu ENSKU meistararnir Arsenal urðu fyrir enn frekari skakka- föllum á laugardaginn þegar þrír leikmenn fóru meiddir af velli í leiknum við Bolton. Það voru þeir Pascal Cygan, Laur- en og Freddie Ljungberg og óvíst er með framhaldið hjá þeim. „Þeir urðu fyrir slæm- um tæklingum og gætu verið frá í einhvern tíma. Við vitum meira eftir 1–2 daga,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, í gær. Ljungberg kvaðst hafa ótt- ast í fyrstu að hann væri fót- brotinn og er smeykur um að hann spili ekki lokaleiki tíma- bilsins vegna tognunar á ökkla. Sol Campbell lék á laugar- dag sinn síðasta leik á tíma- bilinu þar sem hann fer nú í fjögurra leikja bann. Patrick Vieira fyrirliði missir allavega af næstu tveimur leikjum og Edu er líka frá vegna meiðsla. Enn syrtir í álinn hjá Arsenal WBA, þar á meðal Lárus Orra Sig- urðsson, sem var í fríi heima á Ís- landi, en lið hans var þegar fallið úr úrvalsdeildinni. Versta heimatapið í 125 ára sögu WBA Þetta er versti ósigur WBA á heimavelli frá því félagið var stofnað fyrir 125 árum. „Við máttum búast við því að þetta gerðist í einhverjum leik tímabilsins og að þessu sinni voru okkar menn eins og skólastrák- ar í höndunum á fullorðnum mönn- um. Við réðum ekkert við Owen og þetta hefði getað endað með tveggja stafa tölu,“ sagði Gary Megson, stjóri WBA. Með mörkunum fjórum komstOwen í hóp þeirra sem hafa skorað 100 mörk í ensku úrvalsdeild- inni, þau eru nú 102, og hann er 11. leikmaðurinn í sögu Liverpool sem nær þeim áfanga í deildakeppninni. Gerard Houllier, knattspyrnu- stjóri Liverpool, var afar ánægður með sóknarmennina tvo. „Samvinn- an hjá Michael og Milan var stór- kostleg. Þeir sköpuðu fjölda mark- tækifæra hvor fyrir annan, þetta eru tveir ungir sóknarmenn sem frábært er að fylgjast með. Það er alltaf sér- stakt að skora fjögur mörk í úrvals- deildinni og Milan hefði hæglega get- að náð þrennunni,“ sagði Frakkinn. Þrjá lykilmenn vantaði í vörn Chelsea missti þriðja sætið í hend- ur Newcastle með jafntefli, 1:1, í ná- grannaslag gegn Fulham og er nú aðeins fyrir ofan Liverpool á hag- stæðari markatölu. „Eftir að leik- menn Fulham jöfnuðu metin áttu þeir jafnteflið skilið. Við lékum ekki vel en þeir vörðust vel á miðjunni og gerðu okkur erfitt fyrir. Ég geri ráð fyrir því að leikurinn okkar við Liv- erpool í síðustu umferðinni ráði úr- slitum um hvort liðið kemst í Meist- aradeildina,“ sagði Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður fyrir Jesper Grönkjær á 59. mínútu og litlu mun- aði að hann næði að tryggja Chelsea sigurinn á lokakafla leiksins. Newcastle náði loks að sigra á ný, enda voru mótherjarnir slakasta lið deildarinnar, nágrannar þeirra í Sunderland. Það þurfti þó víta- spyrnu frá Nolberto Solano undir lok fyrri hálfleiks til að tryggja New- castle öll stigin á Stadium of Light, heimavelli botnliðsins, 1:0. Þá var Al- an Shearer horfinn af velli vegna meiðsla. Reuters Michael Owen var heldur betur á skotskónum gegn WBA – skoraði fjögur mörk. Hér fagnar hann (t.h.) einu marka sinna ásamt Tékkanum Milan Baros sem skoraði tvö mörk í leiknum. Markaveisla hjá Michael Owen MICHAEL Owen fór hamförum á The Hawthorns, heimavelli WBA, á laugardaginn. Hann skoraði fjögur mörk í yfirburðasigri Liverpool á heimamönnum, 6:0, og hinn tékkneski félagi hans í framlínunni, Milan Baros, sá um hin tvö. Liverpool er áfram í fimmta sætinu en hefur nú náð Chelsea að stigum og er stigi á eftir Newcastle. Liðin þrjú heyja harða baráttu um þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar á lokasprettinum en það gefur þátttökurétt í riðlakeppni Meistara- deildar Evrópu næsta vetur. ■ Úrslit/B10 ■ Staðan/B10  RYAN Giggs sagði við enska fjöl- miðla í gær að hann hefði allan hug á að leika áfram með Manchester United en í marga mánuði hafa verið vangaveltur um að hann fari frá fé- laginu. „Ég tel mig enn eiga framtíð hér og er sannfærður um að hvergi er betra að vera,“ sagði Giggs.  SAM Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, ætlar að óska eftir því við enska knattspyrnusambandið að rauða spjaldið sem varnarmaðurinn Florent Laville fékk gegn Arsenal á laugardaginn verði fellt niður. „Flor- ent braut tvisvar af sér allan leikinn, í hvorugt skiptið var um gróft brot að ræða en samt fær hann tvö gul spjöld. Eflaust verð ég sektaður fyr- ir ummæli mín en þá mun ég óska eftir því að D’Urso dómari borgi sektina fyrir mig,“ sagði Allardyce.  DAVID Moyes, knattspyrnustjóri Everton, ætlaði að skipta táningnum Wayne Rooney af velli rétt áður en hann skoraði sigurmarkið gegn Aston Villa, 2:1, á síðustu mínútu. „Hann var orðinn þreyttur, er búinn að spila marga leiki í röð, og hefði verið á bekknum ef Radzinski hefði verið heill,“ sagði Moyes.  JÓHANNES Karl Guðjónsson lék allan leikinn með Aston Villa sem er enn í fallhættu eftir ósigurinn. Markus Ällback kom Villa þó yfir í síðari hálfleiknum en það dugði ekki til.  JÓHANNES Karl varð í 2.–3. sæti í kjöri á bestu nýliðum Aston Villa í vetur á heimasíðu stuðningsmanna félagsins. Ronny Johnsen vann yf- irburðasigur í kjörinu en Jóhannes Karl og Rob Edwards urðu jafnir á eftir honum.  BIRMINGHAM tryggði sæti sitt í deildinni með öruggum sigri, 3:0, á Middlesbrough og Steve Bruce, knattspyrnustjóri félagsins, sagði að það væri stærsti áfanginn á sínum ferli. „Þetta hefur verið erfiðasta tímabil sem ég hef upplifað en jafn- framt veitt mér mesta ánægju,“ sagði Bruce, sem um árabil stóð vaktina í vörn Manchester United.  MARK Viduka, ástralski sóknar- maðurinn sem á laugardag skoraði sitt 12. mark í síðustu 8 leikjum Leeds þegar liðið tapaði, 2:3, fyrir Blackburn, skorar á landa sinn, Harry Kewell, að leika áfram með Leeds. Mörg félög falast eftir Kew- ell, þar á meðal Manchester United. „Ég vona að Harry verði um kyrrt. Við getum ásamt Alan Smith gert góða hluti fyrir Leeds á næstu ár- um,“ sagði Viduka.  VRATISLAV Gresko, slóvakíski bakvörðurinn hjá Blackburn, fót- brotnaði í návígi við Danny Mills í leiknum í Leeds. Atvikið skyggði á fyrsta sigur Blackburn á Elland Road frá árinu 1959. FÓLK CELTIC heldur enn í vonina um að verja skoska meistaratitilinn í knattspyrnu eftir sætan útisigur, 2:1, á erkifjendunum í Rangers í gær. Alan Thompson og John Hart- son komu Celtic í 2:0 í fyrri hálfleik en Ronald de Boer minnkaði mun- inn fyrir Rangers í þeim síðari. Rangers er þó með fimm stiga for- ystu í skosku úrvalsdeildinni en Celtic á leik til góða. Rangers á eft- ir að spila fjóra leiki en Celtic fimm. Sætur sigur Celtic á Rangers

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.