Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 7
HANDKNATTLEIKUR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 B 7
RÚNAR Sigtryggsson og samherjar hans í spænska lið-
inu Ciudad Real lögðu sænska liðið Redbergslid, 33:27,
í fyrri úrslitaleik liðanna í Evrópukeppni bikarhafa, en
leikurinn fór fram á Spáni á laugardaginn. Rúnar skor-
aði eitt marka Ciudad. Síðari viðureign liðanna fer
fram í Gautaborg nk. sunnudag.
Leikmenn Ciudad byrjuðu leikinn afar vel og komust
m.a. níu mörkum yfir, 16:7, en Svíarnir gáfust ekki upp
og á lokspretti fyrri hálfleiks tókst þeim heldur betur
að klóra í bakkann þannig að ekki munaði nema fjórum
mörkum í hálfleik, 17:13.
Leikmenn Ciudad náðu mest sjö marka forskoti í síð-
ari hálfleik, 29:22, en lengra komust þeir ekki og ljóst
að þeir verða að leika vel í Svíþjóð til þess að þessi mun-
ur nægi þeim til sigurs í keppninni.
Hinn síungi Magnus Wislander skoraði tvö marka
Redbergslid.
Góður sigur hjá
Rúnari og sam-
herjum á SpániSPÆNSKA liðið Portland San Antonio stendur vel aðvígi eftir fyrri úrslitaleikinn við Montpellier í Meist-
aradeild Evrópu í handknattleik. Portland vann fyrri
viðureignina sem fram fór í Pamplona á Spáni á laug-
ardaginn, 27:19. Í hálfleik munaði aðeins tveimur
mörkum á liðunum, 11:9.
Stefán og Gunnar stóðu sig vel
Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson dæmdu leik-
inn og þóttu standa sig vel.
Mikhal Jakimovitch skoraði 10 mörk fyrir Portland,
þar af tvö úr vítakasti, og Frakkinn litríki, handknatt-
leiksmaðurinn Jackson Richardsson, kom næstur með
sex mörk.
Karabatic gerði 11 mörk fyrir Montpellier.
Síðari leikur Portland og Montpellier fer fram í
Montpellier í Frakklandi næsta sunnudag og stendur
Portland óneitanlega vel að vígi og má segja leikmenn
liðsins séu komnir með aðra höndina á Evrópubikarinn
sem „Íslendingaliðið“ Magdeburg vann fyrir ári.
Portland stendur
vel að vígi
Egidius Petkevicius, KA, 5 (þar af 2 til
mótherja); 4 (1) langskot, 1 (1) eftir gegn-
umbrot.
Hans Hreinsson, KA, 6 (þar af 1 til mót-
herja); 4 (1) langskot, 1 vítakast, 1 úr horni.
Birkir Ívar Guðmundsson, Haukum, 13
(þar af 3 til mótherja); 7 (3) langskot, 3 úr
horni, 1 eftir hraðaupphlaup, 1 vítakast, 1
af línu.
Bjarni Frostason, Haukum, 6 (þar af 5 til
mótherja); 2 (2) langskot, 2 (2) úr horni, 1
(1) eftir gegnumbrot, 1 hraðaupphlaup.
Hallgrímur Jónasson, ÍR 19 (þar af 7 til
mótherja), 8 (2) langskot, 2 (1) horn, 4 (1)
hraðaupphlaup, 4 (3), gegnumbrot, 1 víti.
Roland Eradze, Val, 6 (þar af 2 til mót-
herja), 4 (2) langskot, 2 horn.
Pálmar Pétursson, Val, 5 (þar af 1 til mót-
herja), 3 langskot, 1 hraðaupphlaup, 1 (1)
lína.
t-
.
-
-
n
-
u
-
ma
A
r
rt
Fyrri hálfleikur var bráðskemmti-legur og skiptust liðin á að hafa
forystuna. Haukarnir byrjuðu betur
og komust í 2:4 en
eftir fimm varin skot
Egidiusar Petkevi-
cius var KA-liðið
komið í 6:4. Reyndar
varði Egidius ekki fleiri skot í leikn-
um en Birkir Ívar varði eitt og eitt í
hinu markinu. KA komst í 11:10 en
þá komu fjögur Haukamörk í röð og
virtust þeir gulklæddu ekki geta
fundið smugu á óárennilegum varn-
armúr Haukanna. KA tók leikhlé og í
kjölfarið fylgdu þrjú mörk. Staðan
var því jöfn en Þorkell Magnússon
skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks
og sendi Haukana með mark í nesti
inn í búningsklefa.
KA-strákarnir komu grimmir til
leiks eftir hlé og komust fljótlega yf-
ir. Liðin skiptust svo á að leiða en líkt
og í fyrri hálfleiknum komu fjögur
Haukamörk í röð og breyttu stöðunni
úr 23:22 í 23:26 þegar sex mínútur
voru eftir. KA gafst ekki upp og jafn-
aði leikinn þegar tvær og hálf mínúta
var eftir. Þeir fengu svo boltann
skömmu síðar. Eftir óvenjulanga
sókn átti Arnór Atlason skot í þverslá
og Haukarnir fengu tuttugu sekúnd-
ur til að gera út um leikinn. Það tókst
hins vegar ekki og því þurftu liðin að
berjast áfram í tíu mínútur í viðbót.
Í framlengingunni voru Haukarnir
mun grimmari og þeir byrjuðu mað
látum. Tvö mörk á fyrstu mínútunni
komu þeim í góða stöðu en KA átti í
miklu strögli með að finna glufur á
Haukavörninni. Þeir treystu á Bald-
vin Þorsteinsson í horninu sem var
sjóðandi heitur og Andrius Stelmo-
kas á línunni. Þeim tókst þrívegis að
minnka muninn í eitt mark en Hauk-
arnir svöruðu jafnharðan. Í lok fyrri
hálfleiks skoraði Robertas Pauzuolis
úr aukakasti en boltinn lak inn eftir
viðkomu í varnarveggnum. Staðan
var þá 30:32. KA hélt áfram baráttu
sinni og minnkaði muninn tvisvar í
viðbót niður í eitt mark. Haukar
misstu mann af velli og allt gat gerst
en þá skoraði Aron Kristjánsson
beint úr aukakasti og kom Haukum í
32:34. KA fékk síðan víti og Haukar
misstu annan mann útaf. Birkir Ívar
Guðmundsson gerði sér lítið fyrir og
varði og nokkrum augnablikum síðar
varði Bjarni Frostason skot Stelmo-
kas sem var í hraðaupplaupi. Þar
með var síðasti vonarneisti KA
slökktur. Aron bætti síðan við marki
undir lokin og Haukar fögnuðu sann-
gjörnum sigri.
Haukaliðið var mjög jafnt í þessum
leik og allir leikmenn stóðu fyrir sínu.
Varnarleikurinn var mjög öflugur og
skoruðu KA menn t.a.m. aðeins tvö
mörk með langskotum. Þorkell
Magnússon átti góðar rispur ásamt
þeim Pauzuolis og Aroni. Birkir Ívar
varði ágætlega og Bjarni kom seint
inná og varði einnig ágætlega. Mark-
verðir KA voru langt frá sínu besta
en baráttan í vörninni var til fyrir-
myndar og fyrir hana fá allir prik. Í
sókninni var Baldvin Þorsteinsson
langbestur en Arnór og Stelmokas
stóðu einnig fyrir sínu.
ður Hauka, tekinn föstum tökum af Arnóri Atlasyni KA-manni.
Morgunblaðið/Kristján
Haukar fagna glæstum sigri á KA á Akureyri í gær.
Allt gekk upp í fram-
lengingu hjá Haukum
HANN var magnaður leikur KA og Hauka í undanúrslitum karla-
handboltans sem fram fór á Akureyri í gær. Á endanum voru það
Haukarnir sem fögnuðu sigri eftir framlengingu. Leikurinn sem var
hnífjafn og spennandi allan tímann endaði 35:32 og með sigrinum
komust Haukar í úrslitaleikina um Íslandsmeistaratitilinn og leika
þar gegn ÍR. KA náði sér í gálgafrest með því að skora þrjú síðustu
mörkin í venjulegum leiktíma og jafna, 27:27, en í framlengingunni
gekk allt upp hjá Haukum og þeir skoruðu úr öllum sóknum sínum
nema einni á meðan KA klúðraði upplögðum færum.
Einar
Sigtryggsson
skrifar
&
#
&
&
&
'"
&
!
"
&
#
&
Þannig vörðu þeir
FYRSTI úrslitaleikur Hauka og
ÍR um Íslandsmeistaratitilinn í
handknattleik karla fer fram á Ás-
völlum í Hafnarfirði þriðjudaginn 6.
maí kl. 19.15.
GUÐMUNDUR Hrafnkelsson lék
ekki með Conversano þegar liðið
vann Merano, 30:23, í fyrsta undan-
úrslitaleik liðanna um ítalska meist-
aratitilinn í handknattleik á laugar-
daginn. Liðin eigast öðru sinni við á
heimavelli Merano um næstu helgi.
Vinni Conversano þann leik leikur
liðið til úrslita um ítalska meistara-
titilinn. Annars kemur til oddaleiks á
heimavelli Conversano annan mið-
vikudag.
HRAFNHILDUR Skúladóttir
varð sjötti markahæsti leikmaður
dönsku úrvalsdeildarinnar í hand-
knattleik kvenna. Hún skoraði 166
mörk í 22 leikjum með Tvis/Holste-
bro. Það kom þó ekki í veg fyrir að
liðið félli úr úrvalsdeildinni.
PATREKUR Jóhannesson skoraði
3 mörk og Guðjón Valur Sigurðsson
2 mörk þegar lið þeirra, Essen, vann
Wallau Massenheim, 31:16, á heima-
velli í þýsku 1. deildinni í handknatt-
leik í gær. Essen heldur þar með
fjórða sæti deildarinnar.
EINAR Örn Jónsson var ekki á
meðal markaskorara Wallau Mass-
enheim í leiknum við Essen. Wallau
er í 9. sæti af 18 liðum með 28 stig.
MINDEN, lið Gústafs Bjarnason-
ar, vann mikilvægan sigur í botns-
baráttu þýsku 1. deildarinnar þegar
liðið lagði Pfullingen, 29:26, á heima-
velli. Gústaf er meiddur á öxl og lék
ekki með liðinu og leikur ekki meira
með því á leiktíðinni.
HALLDÓR Sigfússon skoraði 4
mörk þegar lið hans Frisenheim
vann Obernburg, 28:20, í suðurhluta
þýsku 2. deildarinnar í handknatt-
leik um helgina. Frisenheim er í
þriðja sæti deildarinnar.
HALLDÓR staðfestir í pistli á
heimasíðu síns gamla félags, KA, að
hann hyggist halda áfram að leika
með Frisenheim á næstu leiktíð
þrátt fyrir að Atli Hilmarsson hætti
þjálfun liðsins á næstu vikum. Hall-
dór hefur verið undir stjórn Atla
undanfarin sex ár, fyrsta hjá KA og
síðan nú hjá Frisenheim.
FÓLK