Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 6
HANDKNATTLEIKUR
6 B MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HALLDÓR Ingólfsson, fyrirliði
Hauka, hafði hægt um sig lengstum
en skoraði þegar mest á reyndi í
framlengingunni.
„Þetta kom þegar á þurfti að
halda. Þetta var erfitt en hér er
alltaf gaman að spila, sérstaklega
þegar við vinnum. Við áttum harma
að hefna frá því í fyrra og klúðrið
síðan þá átti alls ekki að endurtaka
sig. Það er gaman að fá ÍR-ingana í
úrslitunum. Þeir eru ferskir og
skemmtilegir og við hlökkum til að
mæta þeim. “
Gátum unnið
Baldvin Þorsteinsson spilaði best
í liði KA. Hann skoraði 13 mörk og
hafði skorað úr sjö vítum þegar
hann lét Birki Ívar verja frá sér í
stöðunni 32:34. „Þetta var lélegt
víti. Mér leið vel eins og í öllum hin-
um vítunum og ég átti að skora en
klúðraði því. Svona er boltinn og ég
tel Haukana vera með meistaraliðið
í ár. Þeir eru mjög reyndir en við
áttum að geta unnið þá bæði hér og
eins í fyrri leiknum. Það má segja
að þeir hafi haft reynsluna umfram
okkur. Hvað mig varðar þá er ég að
klára menntaskólann og fer vænt-
anlega suður í háskólanám næsta
vetur.
Ég vil samt spila áfram með KA
og ef handboltadeildin stendur vel
að málum gæti ég vonandi verið
hér áfram,“ sagði Baldvin Þor-
steinsson, leikmaður KA.
„Við áttum harma
að hefna – gegn KA“
Þetta var hálffáránlegt skot. Égsneri baki í markið og ætlaði að
reyna að koma mér inn í teiginn. Það
gekk hins vegar ekki
og fyrst leiktíminn
var að renna út var
lítið annað að gera
en að skjóta. Líklega
hefur Roland ekki séð boltann og það
var æðislegt að sjá hann þenja út
netmöskvana. Nú er erum við komn-
ir í úrslitin sem er frábært fyrir fé-
lagið og stuðningsmennina. Margir
okkar hafa unnið Íslandsmeistaratit-
ilinn í yngri flokkunum. Við vitum
hvað það er gaman svo að sjálfsögðu
stefnum við á að fara alla leið,“ sagði
Ólafur Sigurjónsson, hetjan í liði
Breiðhyltinga, við Morgunblaðið eft-
ir leikinn.
Gríðarleg spenna var á lokamín-
útunum og litlu mátti muna að upp
úr syði, jafnt innan sem utan vallar.
Valsmönnum tókst með seiglu að
jafna metin, 25:25, þegar Hjalti
Gylfason skoraði með föstu skoti 20
sekúndum fyrir leikslok. ÍR-ingar
tóku strax leikhlé þar sem þeir lögðu
á ráðin hvernig þeir hugðust ljúka
síðustu sókn sinni. Leikkerfið sem
Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR-inga,
setti upp fór í vaskinn en boltinn
barst til hins smáa en knáa Ólafs sem
upp á von og óvon skaut að marki og
ÍR-ingum til óblandinnar gleði rat-
aði hann rétta boðleið. ÍR-ingar réðu
sér vart fyrir kæti en Valsmenn sátu
eðlilega hnípnir eftir og sjá mátti
sorgartár falla niður vanga margra
leikmanna Vals sem og stuðnings-
manna þeirra.
Valsmenn höfðu lengi vel undir-
tökin og með Markús Mána Mich-
aelsson í miklu stuði í fyrri hálfleik
náði Valur mest þriggja marka for-
skoti, 9:6. Markúsi héldu engin bönd
og þegar fyrri hálfleikur var úti
höfðu sjö þrumuskot hans hafnað í
netinu fyrir aftan Hallgrím Jónas-
son. ÍR-ingar náðu að laga stöðuna
fyrir leikhlé en tvö fyrstu mörkin í
síðari hálfleik voru frá Val og aftur
náði Hlíðarendaliðið þriggja marka
forskoti og teikn á lofti að Valsmenn
væru á leiðinni að tryggja sér odda-
leik. Í stöðunni 18:15, Valsmönnum í
vil, urðu hins vegar ákveðin kafla-
skil. Júlíus og félagar hans í ÍR-
vörninni fundu loks leið að halda aft-
ur af Markúsi Mána en það sem
skipti líklega sköpum var að Hall-
grímur Jónasson skellti ÍR-markinu
í lás. Hallgrímur, sem átti frábæran
leik að Hlíðarenda í síðustu viku,
varði hvað eftir annað meistaralega
og vítakast frá Snorra Steini og
hraðaupplaup skömmu síðari á ör-
lagaríkum augnablikum á lokakafl-
anum. Valsmenn misnotuðu átta
sóknir í röð og ÍR-ingar gengu á lag-
ið. Þeir skoruðu fjögur mörk í röð og
komust yfir, 19:18. Þar með náðu ÍR-
ingar undirtökunum sem þeir héldu
út leiktímann en eins og áður segir
var spennan mikil á lokamínútunum.
Valsmenn urðu fyrir áfalli sjö mín-
útum fyrir leikslok þegar Markús
Máni fékk að líta rauða spjaldið
vegna þriggja brottvísana í stöðunni
25:23, en með þrautseigju tókst þeim
rauðklæddu að jafna metin, 25:25,
áður en Ólafur skoraði markið sem
réð úrslitunum.
Hallgrímur Jónasson, Einar
Hólmgeirsson og Ólafur Sigurjóns-
son fóru fremstir í flokki í stemn-
ings- og baráttuglöðu liði ÍR-inga.
Ingimundur Ingimundarson var eins
mjög drjúgur og ekki má gleyma
þætti Júlíusar Jónassonar sem
stjórnaði vörn sinna manna af festu
og reynsla hans í slag sem þessum
var ÍR-liðinu geysilega dýrmæt. ÍR-
ingar eru vel að því komnir að vera
komir í úrslit og þó að lið ÍR og Vals
séu álíka jöfn að getu mátti vel
merkja hungrið í leikmönnum ÍR
sem lögðu mikið á sig að komast í úr-
slit um Íslandsmeistaratitilinn.
Markús Máni Michaelsson var
besti maður Vals og það var skarð
fyrir skildi fyrir Val að leika án hans
á lokakaflanum. Hjalti Pálmason átti
einnig fínan leik en það munaði
miklu fyrir Hlíðarendaliðið að Snorri
Steinn Guðjónsson var talsvert langt
frá sínu besta og sömuleiðis Roland
Valur Eradze markvörður og það
var einfaldlega of stór biti fyrir Vals-
menn að kyngja þar sem breiddin
hjá ÍR-ingum var töluvert meiri.
Valsmenn, sem töpuðu fyrir KA í úr-
slitunum um Íslandsmeistaratitilinn
á síðustu leiktíð, eiga marga unga og
efnilega leikmenn og ef vel verður
haldið á spöðunum á Hlíðarenda er
engin ástæða til að ætla annað en að
Valur verði með lið í fremstu röð á
næstu leiktíð þó svo að liðið þurfi að
sjá á eftir fyrirliða sínum og besta
leikmanni, Snorra Steini Guðjóns-
syni, en hann er á leið í atvinnu-
mennsku með þýska liðinu Gross-
wallstadt.
VIGGÓ Sigurðsson, þjálfari Hauka, var
sáttur við sína menn í leikslok. „Ég er
rosalega stoltur af strákunum því þetta
var erfiður leikur. Við misstum aldrei
hausinn sama á hverju gekk. Við settum
leikinn upp þannig að 6/0 vörnin okkar
ætti að halda þeim í skefjun. Það gekk eft
ir en þeir voru náttúrlega mjög grimmir
og gáfust aldrei upp. Þetta voru tveir
hörkuleikir en við vorum klókari og
reyndari. Ég er hæstánægður. Næsta
verkefni er úrslitarimma gegn ÍR-ingum.
Þeir eru með hörkulið en við erum með
heimaleikjaréttinn og ætlum að nýta okk
ur hann.“
Viggó var mjög líflegur á bekknum all-
an leikinn og greinilega mátti sjá að hann
var ekki alltaf sáttur við ákvarðanir dóm
aranna. Í framlengingunni var hann hins
vegar tiltölulega rólegur.
„Dómgæslan var hneyksli og ég var
hættur að æsa mig yfir þessari vitleysu.
Ósamræmið var alveg rosalegt og alltaf
þegar við komumst í vænlega stöðu gripu
dómararnir í taumana og þeir unnu kerf-
isbundið að því að láta okkur tapa leikn-
um. Við vorum reknir út af í tíma og ótím
og svo komu vítin í kippum. Þessir dóm-
arar hafa verið áskrifendur að leikjum KA
hér fyrir norðan og það vantaði bara að
treyjurnar þeirra væru gular. Það væri
fróðlegt að skoða það hjá HSÍ hvað þessir
dómarar hafi dæmt oft hjá KA og hvað
þeir hafa fengið greitt fyrir það. Það er
synd að í svona mikilvægum baráttuleik
tveggja góðra liða skuli dómararnir hafa
verið óhæfir,“ sagði Viggó og meinti hver
orð.
„Stoltur en
hneykslaður“
Aron Kristjánsson, leikmað
ÍR-ingar fögnuðu
eftir lúmskt skot Ólafs
Morgunblaðið/Árni Torfason
Valsmenn áttu oft í erfiðleikum með sterkan varnarleik ÍR-inga. Hér ræðst Hjalti Pálmason ekki á
vegginn þar sem hann er lægstur – Ingimundur Ingimundarson og Júlíus Jónasson eru til varnar.
ÓLAFUR Sigurjónsson var hetja
ÍR-inga þegar þeir lögðu Vals-
menn að velli öðru sinni í und-
anúrslitum Íslandsmóts karla í
handknattleik í Austurbergi í
gærkvöld. ÍR-ingar höfðu betur,
26:25, í æsispennandi leik og
skoraði Ólafur sigurmarkið með
lúmsku skoti rétt í þann mund
sem leiktíminn rann út. ÍR-ingar
stigu villtan stríðsdans þegar
úrslitin lágu ljós fyrir enda ár og
dagar liðnir frá því Breiðhylt-
ingar áttu síðast lið í fremstu
röð.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
!
"
#
$%
JÓHANNES Bjarnason, þjálfari
KA, hafði þetta að segja, eftir tap-
ið fyrir Haukum: „Þetta var mögn-
uð viðureign en við gerðum of
margar skyssur. Við áttum okkar
séns en því miður þá gekk þetta
ekki hjá okkur. Við misnotuðum
víti og hraðaupphlaup í lokin og
því fór sem fór. Í heildina er ég
þokkalega ánægður með veturinn
en við vorum að tapa frá okkur Ís-
landsmeistaratitli og það er ekki
annað hægt en að vera fúll. Strák-
arnir eru sigurvegarar í eðli sínu
svo það er skiljanlegt að þeir séu
svekktir. Það má segja að okkur
hafi vantað eitt ár uppá meðalald-
urinn í vetur. Reynslan og klók-
indin riðu baggamunin í þessum
viðureignum.“
„Reynslan
og klókindi“