Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 12
 THIERRY Henry, framherji Arsenal, var í gær valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinn- ar á yfirstandandi leiktíð í vali leik- manna deildarinnar. Henry hefur farið á kostum með Arsenal á leik- tíðinni og m.a. skorað 34 mörk í leikjum liðsins. „Þessi útnefning er mér afar kær vegna þess það eru félagar mínir í deildinni sem velja mig úr hópi margra góðra leik- manna,“ sagði Henry þegar hann tók við viðurkenningunni.  JERMAINE Jenas, miðvallarleik- maður Newcastle, var kjörinn efni- legasti leikmaður ensku úrvals- deildarinnar í kjöri leikmanna sjálfra. Kom valið nokkuð á óvart þrátt fyrir að Jenas hafi staðið sig vel á leiktíðinni því reiknað hafði verið með að nafnbótin félli ung- stirninu Wayne Rooney hjá Ever- ton í skaut.  ALAN Shearer, leikmaður New- castle, var í gærkvöldi útnefndur besti leikmaður ensku úrvalsdeild- arinnar á fyrsta áratug hennar. Shearer hafði áður verið valinn besti enski leikmaður deildarinnar fyrir sama tímabil.  AUÐUN Helgason lék allan leik- inn með Landskrona sem tapaði á heimavelli, 0:1, fyrir Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í gær.  SANDEFJORD varð í gær norskur meistari í handknattleik karla þegar liðið vann Stavanger, 32:31, í öðrum og síðari úrslitaleik liðanna þegar þau mættust í Stav- angri.  JÖRN-Uwe Lommel hefur verið ráðinn þjálfari þýska 1. deildar liðsins Tus N-Lübbecke. Tekur hann við af Svíanum Robert Hedin sem ráðinn var til liðsins síðasta sumar þegar Lommel var sagt upp. Lommel stýrði liðinu til sig- urs í 2. deildinni en lenti upp á kant við stjórnendur liðsins og fékk að taka pokann sinn í kjölfar- ið. Hann er sem sagt kominn til starfa á nýjan leik. Lübbecke er nærri fallið úr þýsku 1. deildinni í handknattleik. FÓLK Düssel- dorf vill fá Pet- ersons ÞJÁLFARI þýska hand- knattleiksliðsins, HSG Düsseldorf, Richard Ratka, segir á heimsíðu fé- lagsins að hann hafi mik- inn áhuga á að fá Alex- anders Petersons til liðs við Düsseldorf fyrir næstu leiktíð. Málið sé nú í hönd- um Petersons sjálfs, hvað hann vilji gera, það snúist orðið einfaldlega um það hvort Petersons nái samn- ingum við Düsseldorf eða ekki og það sé ekki í höndum þjálfarans að semja við leikmenn um laun. Auk Petersons hafa tveir örvhentir leikmenn verið til reynslu hjá félag- inu upp á síðkastið og seg- ir Ratka að af þeim þrem- ur vilji hann helst fá Petersons. ANDRI Sigþórsson knatt- spyrnumaður er enn á ný í vand- ræðum. Hann var frá keppni í fjóra mánuði á síðasta ári vegna meiðsla í hné og spilaði aðeins 11 leiki með Molde í norsku úrvalsdeildinni, og nú virðast þau hafa tekið sig upp að nýju. Andri spilaði fyrsta leik liðs- ins í deildinni fyrir skömmu en hef- ur misst af þeim tveimur sem síðan hafa farið fram. Andri sagði í samtali við dag- blaðið Romsdals Budstikke um helgina að hann vissi ekki nákvæm- lega hvað hefði gerst. „Ég fann bara fyrir þessum gömlu hnjá- meiðslum eftir æfingu og nú er hnéð aumt og bólgið og ég get ekki spilað knattspyrnu. Ég er hræddur um að þetta hafi tekið sig upp að nýju,“ sagði Andri. Hann fór til Gautaborgar síðasta fimmtudag og gekkst þar undir rannsókn hjá Leif Svärd, sem er læknir enska landsliðsins. Hann skar einmitt Andra upp í fyrra. „Ég veit ekki hvað tekur við ann- að en að ég verð aftur í sambandi við Svärd eftir helgina,“ sagði Andri en hann var kominn í mjög góða æfingu áður en hann varð fyr- ir þessu nýja áfalli. Gunnar Bengtsson, þjálfari Molde, sagði við norska blaðið að hann vonaðist eftir því að Andri gæti sem fyrst farið að sýna stuðn- ingsmönnum Molde ástæðuna fyrir því að hann var fenginn til félagsins haustið 2001 frá Salzburg í Aust- urríki. „Andri lék mjög vel í fyrra- vor en svo meiddist hann og virðist ekki ætla að losna út úr því. Það eina sem ég veit er að hvorki lið- bandið né krossbandið er skaddað,“ sagði Bengtsson. Andri meiddur enn á ný Gestirnir frá Færeyjum sýndustrax að þeir voru sýnd veiði en ekki gefin og þó að KR-ingar héldu boltanum gekk þeim lítið að skapa sér færi, frekar að frændur okkar frá Færeyjum fengju færin því eftir tíu mínútur höfðu þeir fengið þrjár horn- spyrnur og átt tvö ágæt skot en KR ekki neitt. Það virtist herða á heima- mönnum en einhverrar óþreyju gætti þegar þeir reyndu stundum að þruma boltanum upp völlinn í stað þess að sækja af yfirvegun. Engu að síður þyngdust sóknir þeirra og Veigar Páll Gunnarsson átti gott færi á 26. mín- útu þegar hann lék vörn Færeyinga grátt en varnarmaður þeirra náði að kasta sér fyrir skot Veigars Páls. Á 28 mínútum slæmdi varnarmaður HB hendi í boltann og uppskar fyrir það gult spjald en KR vítaspyrnu. Arnar Gunnlaugsson gekk rakleiðis að víta- punktinum og skoraði af öryggi hægra megin í markið en markvörð- urinn kastaði sér til vinstri. Eftir markið náðu Vesturbæingar endan- lega undirtökunum þó að gestirnir ættu góða spretti. Þegar fimmtán mínútur voru liðnar af síðari hálfleik sendi Bjarki boltann upp hægri kant- inn á Veigar Pál, sem gaf fyrir. Bolt- inn skoppaði í gegnum þvögu á mark- teignum yfir til Sigurvins Ólafssonar, sem skoraði af öryggi. Heldur var dregið af Færeyingum og eftir sem áður hafði KR góð tök á leiknum en tókst ekki að bæta við, besta færið fékk Veigar Páll á 84. mínútu en Bárður Johannesen markvörður HB varði með glæsibrag. „Ég er ánægður með margt í þess- um leik og það er í sjálfu sér ekkert til að vera svekktur yfir því þessi leikur var fyrst og fremst til að hafa gaman af,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálf- ari KR, eftir leikinn. „Færeyingarnir spila vel og voru mjög skipulagðir og það er gaman að sjá hvað þeir hafa tekið miklum framförum á skömmum tíma. Við höfum spilað einhverja leiki á grasi en þurfum fleiri til að slípa þetta betur saman hjá okkur. Menn vilja helst vera af mikið með boltann. Við erum með marga hæfileikaríka leikmenn sem eru góðir með boltann en þurfum að spila betur saman.“ Vesturbæingar hafa þegar unnið þrjá bikara í vor, urðu meistarar meistar- anna, unnu Canela Cup á Spáni og nú Atlantic-bikarinn. „Það telur ekkert þegar komið er út í baráttuna. Öll lið- in í deildinni hafa verið styrkja sig og deildin verður jöfn í sumar, hver leik- ur verður bardagi. Það er gaman fyrir íslenska knattspyrnu að tvíburarnir séu komnir hingað því þeir eru virki- lega góðir knattspyrnumenn,“ bætti Willum Þór við. Morgunblaðið/Sverrir Kristján Finnbogason, fyrirliði KR, með bikarinn. TVÍBURARNIR Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir kunnu vel við sig á iðjagrænu grasinu í Vesturbænum og lögðu grunninn að 2:0 sigri á færeysku meisturunum HB þegar keppt var um Atlantic-bikarinn í gær. Ef Vesturbæingar verða dæmdir af þessum leik má segja að liðin í deildinni verði að leggja hart að sér til að slíta af þeim stig í sumar, sérstaklega ef tvíburarnir ná að halda sínu striki. Arnar gerði reyndar gott betur og skoraði sitt fyrsta mark fyrir KR. Tvíburarnir góðir á grasinu Stefán Stefánsson skrifar „ÉG tek bara vítin og er ekkert að spyrja að því,“ sagði Arnar léttur í bragði eftir leikinn við HB í gær en hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir KR eftir fjóra leiki. „Það var kominn tími til en maður fer að skora þegar farið er að spila á grasi. Það er ákveðinn léttir að skora og gefur vonandi tóninn fyrir sumrið. Það var nokkur vor- bragur á leiknum en við áttum góðar sóknir inn á milli og menn eru í góðri æfingu. Sumarið leggst vel í mig. Við gerðum góða ferð til Spánar og stilltum saman strengina auk þess að við eigum enn eftir að fá menn svo að það vantar ekki mannskap. Svo erum við með góðan þjálfara og þetta verður í lagi,“ bætti Arnar við og taldi sigurinn öruggan. „Við viss- um ekkert um HB en vitum þó að það hafa verið miklar framfarir í Færeyjum. Ég held að ég halli samt ekki á neinn með því að segja að það hafi verið ákveðinn styrkleikamunur á liðunum og við hefðum getað farið í annan gír ef þess hefði þurft svo að við áttum sigurinn skilinn.“ Fyrsta mark Arnars fyrir KR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.