Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 C 9 Hrafnista í Reykjavík Hjúkrunarfræðinga vantar á dag,- kvöld- og helgarvaktir. Starfshlutfall samkomulag. Hjúkrunarfræðinga vantar á nætur- vaktir. Starfshlutfall samkomulag. Sjúkraliða vantar á allar vaktir. Starfshlutfall samkomulag. Upplýsingar veitir Ragnheiður Step- hensen í síma 585 9500 eða 585 9400. Einnig er hægt að sækja um störf á heimasíðu Hrafnistu www.hrafnista.is . Staða skólastjóra Tónlistarskólans í Reykjavík Staða skólastjóra Tónlistarskólans í Reykjavík er auglýst laus til umsóknar. Skólastjóri ber ábyrgð á og hefur umsjón með daglegum rekstri skólans og mótar faglega og listræna stefnu hans í samvinnu við skólastjórn. Hann kemur fram fyrir hönd skólans út á við og annast samskipti við opinbera aðila. Tónlist- arskólinn í Reykjavík stendur á ákveðnum tíma- mótum og því spennandi og krefjandi stefnu- mótunarvinna framundan. Umsækjandi hafi háskólamenntun á sviði tón- listar. Mikilvægt er að viðkomandi hafi reynslu af að vinna með fólki, hafi innsýn inn í skóla- starf og eigi gott með að stýra hópvinnu. Nánari upplýsingar veitir Halldór Haraldsson, skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík, í síma 553 0625. Umsókn skal skila til Tónlistarskólans í Reykj- avík, Skipholti 33, 105 Reykjavík, merkt „Starfsumsókn“ fyrir 22. maí nk. Stjórnin. Verkstjóri Brimborg ehf. vill ráða verkstjóra á atvinnu- tækjaverkstæði Brimborgar á Akureyri. Starfið felst í að sjá um verkstjórn á atvinnu- tækjaverkstæði sem sinnir viðgerðum á vöru- bílum, bílkrönum, vinnuvélum, bátavélum, landbúnaðartækjum o.fl. Hæfniskröfur umsækjanda:  Meistararéttindi í bifvélavirkjun.  Gilt bílpróf.  Almenna tækniþekkingu og reynslu af við- gerðum á bifreiðum.  Starfsreynsla sem bifvélavirki.  Góða samskiptahæfileika.  Töluglöggur.  Góða þjónustulund.  Heiðarlegur og áreiðanlegur.  Geta sýnt frumkvæði í starfi.  Hafa áhuga á bifreiðum.  Almenn tölvuþekking.  Góða íslensku- og enskukunnáttu. Nánari upplýsingar veitir: Jón Á. Þorvalds- son, rekstrarstjóri Brimborgar Akureyri, sími 462 2700. Kennarar — kennarar — kennarar Auglýsing frá Seljalandsskóla Í Rangárþingi eystra eru hin fögru Eyjafjöll með fossum og fljótum, klettum, jöklum og þar blása líka vindar um skörð. Þar byrjar sumarið fyrr en annars staðar á landinu. Og þar er Selja- landsskóli með sína 20—25 nemendur í 1.—7. bekk. Nú vill svo til að þar hafa losnað kennarastöður sem e.t.v. bíða akkúrat eftir þér. Væri ekki ráð að kynna sér hlutina og hringja nú eða koma og líta á aðstæður. Við félagsheimilið Heima- land stendur skólinn og þar eru einnig íbúðir fyrir kennara sem leigðar hafa verið á einstak- lega góðum kjörum. Við í Seljalandsskóla erum einkum að leita eftir kennurum fyrir almenna kennslu í yngri deild, sérkennslu, ensku, hand- og myndmennt. Þá mætti heimilisfræðin gjarnan fylgja. Upplýsingar gefa Guðjón Árnason skólastjóri í síma 898 1129 og 487 8915 eða Elvar Eyvinds- son formaður skólanefndar í síma 487 8720 eða í síma 899 1776. „Au pair“ Manchester Óskum eftir ábyrgri, reyklausri „au pair“ til að gæta 2ja ára tvíbura og aðstoða við heimil- isstörf. Ekki yngri en 18 ára. Þarf að byrja í sept. Nánari uppl. gefur Guðrún í síma 587 7747. Reynslumiklir sölumenn Alþjóðlegu ráðgjafafyrirtæki vantar reynslumikla sölumenn með góð tengsl innan íslenskra fyrir- tækja. Metnaður, áræði, lífsgleði og dugnaður skilyrði. Mjög góð laun. Svar sendist til: petur@img-global.com, fyrir 9. maí. Grunnskólinn á Hellu auglýsir! Aðstoðarskólastjóri — kennarar Aðstoðarskólastjóra vantar að Grunnskólanum á Hellu. Einnig vantar áhugasama kennara til starfa á næsta skólaári. Meðal kennslugreina: Íþróttir, raungreinar, kennsla yngri barna, smíðar, hannyrðir, tón- mennt og almenn kennsla. Ath. Grunnskólinn á Hellu er einsetinn 160 nemenda skóli, sem starfar í 10 fámennum bekkjardeildum. Í skólanum er frábær vinnuaðstaða fyrir kennara í nýju og glæsilegu skóla- húsnæði. Ódýrt íbúðarhúsnæði er fyrir hendi. Á Hellu er m.a. góð aðstaða til íþróttaiðkana, leikskóli og tónlistarskóli. Einnig er á Hellu góð aðstaða til að iðka hin ýmsu áhugamál s.s. hestamennsku, golf og fjallamennsku. Á svæðinu starfa öflugir kórar, leikfélag og björgunarsveit. Nánari upplýsingar má einnig nálgast á heima- síðu skólans http://hella.ismennt.is/ Vinsamlegast hafið samband við undirrituð og fáið upplýsingar um kjör og aðstöðu. Sigurgeir Guðmundsson skólastjóri í síma 487 5441/894 8422 og Pálína Jónsdóttir í síma 487 5442/487 5891. Atvinna í boði Kerfi ehf. er ungt og framsækið fyrirtæki sem býður upp á vatnskæla, kaffivélar og ýmsar aðrar rekstrarvörur í fyrirtækjaþjónustu. Við leitum að hressu starfsfólki sem er til í að vinna með okkur í fyrirtæki sem er í örum vexti. Við óskum eftir bílstjórum í útkeyrslu á ýmsum rekstrarvörum (drykkjarvatni) til fyrirtækja, ásamt lagerstörfum. Helstu kröfur:  Aldur 20-35.  Eigi auðvelt með samskipti við fólk og hafi eigið frumkvæði.  Glaðleiki og jákvæðni.  Snyrtimennska og heiðarleiki. Lögð er mikil áhersla að fólk eigi auðvelt með mannleg samskipti. Við bjóðum uppá góðan starfsanda í góðu fyrirtæki. Umsóknir skulu sendar til augl. deildar Mbl. eða á box@mbl.is fyrir 12. maí. Endurskoðandi — Viðskiptafræðingur Framsækið þjónustufyrirtæki á Sauðárkróki óskar eftir endurskoðanda eða viðskiptafræð- ingi til starfa. Gott vinnuumhverfi. Umsóknir ásamt upplýsingum og meðmæ- lendum sendist til auglýsingadeildar Mbl. merktar: „E — 13634“ eða í box@mbl.is . Sauðárkrókur er í sveitarfélaginu Skagafirði, þar búa 4400 manns, fjölbreytt atvinnulíf og öll þjónusta á staðnum. Hefur flú áhuga! ... á a› starfa í fyrirtæki flar sem starfsfólki› hefur mikinn metna› til a› standa sig vel. Ef svo er flarft flú a› uppfylla eftirfarandi skilyr›i: - Gó›a fljónustulund - Sölumannshæfileika - Vera á aldrinum 35+ - Reyklaus - Geta hafi› störf strax Vi› leitum a› starfskrafti í sölu- og fljónustustarf eftir hádegi virka daga og annan hvern laugardag. Áhugasamir hafi› samband í verslunina a› Hamraborg 3. Kópavogi. Tónlistarskóli Bessastaðahrepps auglýsir eftir fiðlukennara helst Suzuki-kennara fyrir næsta skólaár í hluta- starf. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 565 2526 eða 565 4459. Umsóknir berist fyrir 15. maí nk. Skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.