Morgunblaðið - 04.05.2003, Qupperneq 4
R
ósin er enn í dag
kölluð drottning
blómanna. Síðari
ár hafa afskornar
rósir verið til sölu bæði í
blómabúðum og líka í stór-
mörkuðum en eigi að síður
eru þeir fjölmargir sem
hafa áhuga á að rækta
sínar eigin rósir sjálfir, ým-
ist í garðinum sínum eða í
heimilisgróðurhúsum.
Ingibjörg Sigmundsdóttir
í Garðyrkjustöð Ingibjargar
í Hveragerði hefur til fjölda
ára selt rósir.
„Ég sel ýmsar gerðir af
rósum, t.d. bæði rósa-
runna og eðalrósir,“ segir
Ingibjörg.
„Það eru alltaf ákveðnar
rósir sem eru vinsælli en
aðrar og eru harðgerðar,
þar má nefna t.d. runna-
rósirnar hansarós og dorn-
rós. Við höfum verið að
rækta fleiri afbrigði af
runnarósum undanfarið
sem hafa reynst vel hér en
eru á eigin rót, t.d. dart
defender og Red Nelly,
sem og þokkarós svo eitt-
hvað sé nefnt. Þetta eru
sterkir rósarunnar.
Eðalrósir
Í eðalrósunum hafa verið
vinsælastar Queen El-
isabeth, sem er bleik og
Hanna, sem er rauð, þetta
eru stórblómstrandi rósir
sem þurfa gott skjól og
góða birtu. Þá má nefna
gular rósir eins og Pétur
Gaut og peace og hvítar
rósir eins og pascali og
virgo.
Einnig er ég með ýmsar
„búkketrósir“, þar er ein
afar ilmsterk og vinsæl
sem heitir friesia og er gul
og önnur sem heitir ekkert
minna en Lili Marleen. Svo
er önnur sem heitir Pern-
ille Poulsen.
Klifurrósir
Klifurrósir er ég einnig
með og nefni þar t.d.
„golden showers“ sem er
gul og Heidelberg sem er
rauð. Flammentanz er líka
mjög vinsæl, hún er einnig
rauð.
Rósir græddar á háan stilk
Síðast en ekki síst er vin-
sælt núna að kaupa rósir
sem eru ágræddar á háan
stilk þannig að rósin er
eins og lítið tré með stórri
rósakrónu. Þessar rósir
eru mikið notaðar í potta
núna úti við, t.d. á ver-
andir – og einnig aðrar rós-
ir.“
Saga rósanna
„Það var gríska skáldkon-
an Sapphó sem uppi var á
6. öld fyrir Krist sem kall-
aði rósina drottningu
blómanna,“ segir m.a. í
umfjöllun Ingólfs Davíðs-
sonar um sögu rósanna í
Garðyrkjuritinu 1977.
Nafnið Rose eða Rosa
er sameiginlegt í flestum
Evrópumálum. Fyrstu frá-
sagnir um ræktaðar rósir
eru frá þriðja árþúsundi
fyrir Krist. Þá sendi Bab-
ýlóníukonungur rósatré
heim í höfuðborgina og í
höll Nebúkadnesars, sem
kunnur er úr Biblíunni,
voru rósir málaðar sem
þakskraut. Persar fram-
leiddu rósavatn þannig að
þeir suðu rósablómin í lok-
uðu keri og leiddu gufuna í
annað ker sem var kælt
með rennandi vatni. Hinn
þéttaði raki fékk sterkan
rósailm.
Á 5. öld f. Krist lýsir Her-
odótus rósategund sem
ilmi sérlega vel og beri 60
krónublöð og á 4. öld f. Kr.
kunnu menn að skera til
rósir og fjölga þeim með
græðlingum.
Rósin var snemma vígð
ástargyðjunni Afrodite og í
garðveislum skreyttu
menn sig með rósum
henni til dýrðar. Rómverjar
áttu einskonar gróðurhús
og komu þar rósarunnum í
blóm í desember. Á vorin
voru haldar miklar rósahá-
tíðir en rósin var veislu-
tákn með Rómverjum, -
borðin voru þá skreytt ilm-
andi rósablöðum. Sagt er
að Neró keisari hafi keypt
rósir fyrir óvafé til einnar
stórveislu. - Margir kann-
ast við máltækið að segja
eitthvað „undir rós“. Tíðk-
ast það síðan Rómverjar
voru vanir að hafa mynd af
rós í loftinu á matsölum
sínum sem merki um þag-
mælsku um það sem fram
fór undir borðum.
Til er sögn um að Cup-
idó hafi gefið guði þag-
mælskunnar fagra rós til
þess að hann þegði yfir
léttúðarævintýrum Ven-
usar.
Rósir hafa allar götur
notið mikilla vinsælda og
virðingar. Karl mikli keisari
mælti t.d. svo fyrir að rósir
skyldi rækta í görðum ridd-
araborganna og utan hring-
múra borganna. Líklegt er
talið að Evrópumenn hafi
lært rósarækt af Persum
enda er nafnið persneskt
að uppruna. Á 13. og 14.
öld jókst rósarækt mjög í
Evrópu, einkum á Ítalíu. Í
hinu fræga ritverki „Deca-
meron“ er talað um áfeng-
an ilm suðrænna rósa. Í
París lifðu allmargir á því
að binda rósasveiga. Í ró-
sastríðunum ensku voru
hvítar og rauðar rósir ein-
kenni hinna stríðandi kon-
ungsætta. Tyrkir ræktuðu
gular rósir um aldamótin
1600 og frá þeim breidd-
ust þær út um Evrópu á
17. öld. Um 1800 fluttu
Englendingar inn austræn-
ar rósir en Frakkar urðu
einkum til að kynbæta
þær. Danir hafa sennilega
fyrst flutt ræktaðar rósa-
tegundir til Íslands, potta-
blóm í fyrstu en síðar garð-
rósir og gróðurhúsarósir.
Rósin –
drottning
blómanna
Ingibjörg Sigmundsdóttir.
Lili Marleen.
Queen Elisabeth.
Pétur Gautur.
Pascali.