Morgunblaðið - 04.05.2003, Page 16
F
ólk hefur í auknum mæli áhuga á að
koma upp skógarlundum við sum-
arhús.
„Mér finnst það orðið eins og fólk
líti á það sem siðferðilega skyldu sína að
koma upp slíkum lundum, því það heyrir orð-
ið til reglu að fólk rækti skógarlundi á sum-
arbústaðalöndum sínum. En auðvitað er
raunveruleg ástæða fyrir þessari ræktun sú
að fólk vill skjól við bústaðina og fegra um-
hverfi þeirra,“ sagði dr. Aðalsteinn Sig-
urgeirsson, sem er forstöðumaður á Rann-
sóknarstöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá.
En hvaða tegundir er fólk þá að setja niður
í þessa lundi við sumarhúsin?
„Það eru nákvæmlega sömu tegundir og
geta þrifist í görðum fólks á tilteknu svæði
sem hægt er að rækta í svona skóg-
arlundum. Það þarf ekki að vera vanda-
samara að fá tré til að vaxa þar en í garðinum
heima. Að því skilyrði fullnægðu, að minnsta
kosti í vindasömum héruðum, að búið sé að
koma upp fyrsta skjólinu sem væri þá skjól-
girðingar eða víðibelti svo dæmi séu nefnd,
ef um er að ræða ræktun á nöktu landi.
Algengt að skipuleggja
sumarhúsabyggð í kjarrlendi
Algengast er að sjá sumarhúsabyggð skipu-
lagða í kjarrlendi þar sem fyrir er birkikjarr.
Frá sjónarhóli ræktunarfólks er skemmtilegt
að takast á við það viðfangsefni að rækta
upp skóga á áður skóglausu landi, en til að
geta verið með ræktun þarf oft að koma fyrst
upp skjóli sem fyrr sagði.
Ég hef séð mörg dæmi víða um land þar
sem sumarbústaðir hafa verið reistir á ógrón-
um melum og auðnum og vel hefur tekist að
rækta fallega trjálundi á tiltölulega fáum ár-
um.“
Gott að byrja með harðgerða
klóna af jörfavíði eða alaskavíði
Hvaða tegundir er best að byrja með?
„Það sem fyrst kemur upp í hugann til að
mynda hratt skjól eru harðgerðir klónar af
jörfavíði og alaskavíði. Þessar tegundir geta
myndað allt að tveggja metra hátt skjól á
þremur til fjórum árum ef þeim er sinnt með
viðeigandi undirbúningi og áburðargjöf. Þótt
smekkur fólks sé margvíslegur er óþarfi að
láta víðibelti vera vandlega klippt limgerði í
beinum línum eða í kössum umhverfis sum-
arbústaðalandið. Láta þau fremur vera hálf-
villt og falla vel að landslaginu. Auka má fjöl-
breytnina og setja niður birki, reynivið og
alaskaösp og fljótlega upp úr því að bæta við
sígrænum barrtrjám eins og t.d. sitkagreni,
stafafuru eða blágreni. Víða inn til lands á
Norður- eða Austurlandi er í rauninni hægt að
sleppa þessu víðiskjólbeltastigi og fara beint
í ræktun birkis eða lerkis. Lerki er þeirrar
náttúru að á slíkum stöðum er hægt með því
að græða upp algerlega ógróið og næring-
arsnautt land.
Að öðru leyti fyrir hinar tegundirnar er for-
senda fyrir hröðum og góðum vexti að bæta
rýran jarðveg með áburðargjöf, þá sér-
staklega köfnunarefni og fosfór.“
Þegar skjólið er fengið má fjölga tegundum
Þarf að skipuleggja svona reiti frá upphafi?
„Já, það er gott að skipuleggja þetta, setja
ekki hávaxnar trjátegundir fyrir útsýni en ein-
beita skógræktinni að svæðum þar sem
skýla þarf húsinu fyrir veðri og vindum. Þegar
þessu stigi er náð, að komið er upp gott
skjól, er hægt að fara að safna blómstrandi
runnum og auka fjölbreytni gróðurs á ýmsan
hátt. Sem dæmi um góðar tegundir þarna má
nefna lyngrósir sem áður voru kallaðar alpa-
rósir, þeir runnar eru bæði sígrænir og
blómstrandi. Nú hin síðari ár er til meira úrval
af lyngrósum sem eru harðgerar við flestar ís-
lenskar aðstæður, ef þessu skilyrði um gott
skjól er fullnægt.“
Hvernig undirbýr fólk vel jarðveginn fyrir
skógræktina?
„Fyrir venjulega sumarhúsarækt þarf að-
eins að sjá til þess að trén fái nægilegan
tilbúinn áburð eða húsdýraáburð eins og ger-
ist í görðum við hús í bæjum og þorpum. Þó
þarf að gæta þess að ungar trjáplöntur fari
ekki á kaf í gras sem kemur í kjölfar þess að
borið er á. Einfaldasta aðferðin og ódýrasta
er að bæla niður grasið sem er að byrja að
vaxa trjánum yfir „höfuð“, þetta þarf ekki að
útheimta mikla vinnu – það er verra að reyta í
kringum plönturnar en að bæla grasið.
Fólk þarf að vera óragt við
að grisja þar sem þörf er á
En svo kemur að því að skógarlundurinn eða
trén í görðunum hafa vaxið heil býsn og jafn-
vel svo að vaxtarrými þeirra er orðið lítið –
hvað á þá að gera?
„Þá þarf fólk að vera grimmt að fella og
grisja, vera óragt að fella þau tré sem eru
ekki lengur til prýði en leyfa þeim að standa
sem fólki finnst falleg. Kjörið er að nota allan
viðinn sem til fellur í arin eða kamínu sem
fólk er oft með í sumarbústöðum sínum.“
Glókollurinn étur sitkalús og er sestur hér að
En stundum ber á sjúkdómum í trjám, t.d. eru
barrtrén núna ekki sem fallegust, á þá að
fella þau?
„Fyrst vildi ég segja almennt að það á að
öðru jöfnu að vera óþarft að úða fyrir skordýr í
skógarlundum við sumarbústaði. Það er yf-
irleitt mun meira þar um fuglalíf, sem heldur
slíkum kvikindum í skefjum, en við þekkjum í
líflítilli borgarfirringunni. Þess vegna eru svo-
kölluð maðkaár í sumarbústaðalöndum fá-
tíð. En eitt er það kvikindi sem er á ferli allan
veturinn þegar árar eins og nú á mildum vetri,
það er sitkalúsin. Svo heppilega vill til að hér
á landi er nýlega sest að minnsta fuglateg-
Lyngrós. Þegar búið er að koma upp skjóli er hægt að hefja söfnun fágætra sígrænna og
blómstrandi trjáa og runna.
Blandaður skógur barrtrjáa og lauftrjáa í sumarbústaðalandi í Ölfusi.
Mikilvægt er við ski
Gott að skipuleggja skógarreiti fy
Morgunblaðið/Sverrir
Dr. Aðalsteinn Sigurgeirsson skógerfðafræð-
ingur.
Skógrækt á ógrónu bersvæði. Með þolinmæði og heppilegu tegundavali er hægt að koma á fót skógi jafnvel í ógrónu grjóti.
Her er að vaxa upp blandaður skógur víðitegunda og stafafuru, sjö árum eftir gróðursetningu.
Sumarhúsaeigendur vilja gjarnan
hafa skjól í kringum bústaði sína og
þá er kjörið að setja niður tré. Dr.
Aðalsteinn Sigurgeirsson skógerfða-
fræðingur var spurður út í þetta efni
og ýmislegt fleira sem lýtur að
ræktun trjáa í lundum og görðum.