Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 17
GARÐEIGENDURhafa ýmsa mögu-leika þegar kemur
að því að koma sér upp
garðhúsum og girðingum
í garðinn. BYKO selur
margvíslegar gerðir að
þessum vörum.
„Fyrirtækið framleiðir
mikið af þessum vörum í
Lettlandi í verksmiðju
sinni þar,“ segir Konráð
Vilhjálmsson hjá BYKO.
„Við erum einnig að
selja frá þessu sama fyr-
irtæki bekki, borð og
stóla og ýmsa aðra hluti
í garðinn.“
En hvað með garð-
hýsi?
„Þau koma frá Finn-
landi frá fyrirtæki sem
heitir Luoman Puuote og
þessi hús heita Lillevilla.
Við erum með sex mis-
munandi gerðir af þess-
um húsum, allt frá því að
vera lítil garðhýsi fyrir
skóflur og hrífur og þess
háttar og til þess að vera
gestahús við sumarhús.
Einnig erum við með sér-
stök barnahús. Húsin
eru frá þremur upp í 14
fermetra. Þau eru úr
timburbjálkum, furu eða
greni.“
Er auðvelt að setja
þessi hús upp?
„Já, þau koma til-
sniðin og seljast þannig
og með þeim fylgja leið-
beiningar um hvernig
eigi að setja þau saman.
Þau eru styrkt sér-
staklega fyrir íslenskar
aðstæður.“
Hvernig eru þau sett
niður?
„Þau eru sett niður á
steyptar súlur og undir
þeim er grind sem binst
niður á súlurnar. Þessa
aðferð þekkja þeir sem
byggt hafa sum-
arbústaði.“
Er mikill áhugi á þess-
um húsum?
„Já, við byrjuðum að
selja þau árið 2001 og
þau tóku strax að renna
út og gera enn.“
Kaupir fólk í ríkari
mæli tilbúnar girðingar
núna?
„Já, það er stígandi í
sölu á slíku. Mestur
áhugi er á lágum girð-
ingum sem ramma lóðir
af án þess að fólk sé
beinlínis að koma upp
miklu skjóli. Talsvert er
þó um að fólk kaupi
hærri einingar sem það
setur upp í kringum sól-
verandir.
Við höfum nýlega gef-
ið út handbókina Sumar í
garðinum. Þar eru leið-
beiningar fyrir garðeig-
endur um hvernig eigi að
skipuleggja garða. Leið-
beiningarnar vann Björn
Jóhannsson landslags-
arkitekt fyrir BYKO. Í
þessum bæklingi er tek-
ið á öllum helstu þáttum
sem varða uppbyggingu
á girðingum, sólpöllum,
málningu á timbri og lýs-
ingu í garðinum. Fólk
getur fengið þennan
bækling á öllum sölu-
stöðum BYKO eða hringt
í okkur og við sendum
hann heim til viðkom-
andi.
Garðhús
og girð-
ingarein-
ingar og
nýr garð-
bæklingur
Hús til að grilla í í garðinum er eitt af því sem boðið er
upp á í „húsaflórunni“ hjá BYKO.
Girðingareiningar og hlið setja mikinn svip á garðinn.
Oft er erfitt að finna geymslu fyrir garðverkfærin eða þá að börin
vilja fá lítið hús til að leika sér í. Þessu og fleiru segir Konráð Vil-
hjálmsson í BYKO frá – sem og frá bæklingnum vinsæla: Sumar í
garðinum eftir Björn Jóhannsson landslagsarkitekt.
und Evrópu, Glókollurinn, sem étur sitkalús.
Eftir því sem sá fugl breiðist út um land á
næstu árum á skaði af völdum sitkalúsar í
trjám í skógum og sumarbústaðalöndum að
verða minna vandamál. En vandamálið af
sitkalúsinni er fyrst og fremst sjónræns eðl-
is, trén verða ljót, einkum fyrsta árið. Það á
hins vegar eftir að vaxa út úr brumum trjánna
og þau klæða skemmdirnar af sér á þremur til
fimm árum. Ekki er því ástæða til að fella tré
sérstaklega út af sitkalúsinni. En ef þörf er á
að grisja hvort sem er þá er rétt að fella þau
brúnu fremur en þau grænu. Það sést mikill
einstaklingsmunur á grenitrjám gagnvart lús-
inni. Þess má geta að fyrstu árin eftir sitka-
lúsaár kemst meira ljós á skógarbotninn en
ella og undirgróður verður gróskumeiri í kjölfar-
ið.“
Þú nefndir áðan ösp, sumir segja að hún sé
vart garðatré, sé bara víðavangstré, hvert er
þitt álit á þessu?
„Fyrr á árum var talað um alaskaösp eins og
hún væri eingöngu garðtré af því hún væri svo
kröfuhörð á vatn og næringu. En sú speki
stenst ekki reynslu síðustu ára. Það er hægt
að rækta alaskaösp á tiltölulega rýru landi á
úrkomusömum svæðum, Suðurlandi, Vest-
urlandi og víðar, sé þess gætt að hún fái áburð
fyrstu ár uppvaxtarins. Alaskaösp er sú tegund
sem vex allra trjáa mest og hraðast á æsku-
skeiði sínu. Því er hún víða kjörinn skjólgjafi
fyrir sumarbústaðabyggðir. Svo ganga auðvit-
að ýmsar sögur af ýmsum eiginleikum sem
öspin eigi að hafa umfram aðrar trjátegundir,
svo sem að rætur hennar smeygi sér fremur í
klóakrör og sprengi undirstöður húsa. Þetta er
ekki rétt. Klóakrör sem lögð eru í dag eiga að
vera örugg gagnvart rótum trjáa en gömul rör
eru í hættu vegna allra róta. Fólk á því ekki að
fella aspir af slíkum orsökum heldur aðeins ef
þær eru orðnar of fyrirferðarmiklar í umhverf-
inu eða ef þær þarf að fella til að veita öðrum
tegundum meira vaxtarrými og birtu.“
ipulag skógræktar á sumarbústaðalöndum að varðveita útsýni frá t.d. stofugluggum.
yrirfram
Blandaður skógur á grjótholti.
Alaskasypris (Chamaecyparis nootkatens-
is) Annað dæmi um trjátegund sem mögu-
legt er að rækta í sumarbústaðalöndum
þegar skjól hefur myndast.