Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 20
Ræktun á spínati hefur veru-
lega minnkað á Íslandi,
sennilega vegna þess hve
fjölbreytileiki matjurta er
mikill og geymsluhæfni spí-
nats er takmörkuð. Spínat
er þó mjög hollt og auðugt
að A-, B- og C-vítamíni,
einnig er í því járn og kalk.
Allir vita hvað Stjáni blái
þreifst vel á þessu káli.
Það er því ástæða til að
hvetja fólk til þess að huga
betur að spínatræktun.Spínat er meinhollt.
Spínat er
vítamínríkt
Það er ekki allsstaðar sem hægter að koma því við
að hafa vatnsklósett í
sumarhúsum og því síð-
ur eru þau til í fellihýs-
um. En til er á mark-
aðinum ferðaklósett
sem henta vel, m.a. í
sumarhús þar sem enn
eru ekki komnar rot-
þrær.
„Ferðaklósettin sem
við flytjum inn frá Hol-
landi eru til í þremur
stærðum,“ sagði Helgi
Berg Halldórsson hjá
fyrirtækinu Evró í Skeif-
unni.
„Þessi klósett virka
þannig að sett eru nið-
urbrotsefni í neðri helm-
inginn á þeim og síðan
er ilmefni blandað vatni
sett í efri helminginn og
svo er þetta notað eins
og venjulegst salerni.
Þegar sturtað er niður
kemur bleika efnið og
blandast við og þrífur
salerið og fer svo niður í
neðri helminginn. Þar
brotnar allur úrgangur
niður og mælir segir til
um hvenær þarf að
tæma klósettið. Við
seljum bæði niðurbrots-
efnið, ilmefnið og sér-
stakan pappír í klósett-
ið.“
Hvar má tæma þessi
klósett?
„Ef fólk er með sum-
arhúsalóðir hefur það
venjulega sérstakan
stað þar sem tæmt er úr
klósettinu en það væri
æskilegt að hafa skýr-
ari reglur um hvar tæma
megi, t.d. á tjald-
stæðum sem mörg eru
raunar komin með sér-
staka staði til þess
arna.“
Ferðakló-
sett er
stundum
lausnin
Ferðaklósett geta leyst
málið í sumarhúsinu.
Á
hverju ári koma fram
nýjar línur í stein-
flísum og garð-
steinum sem lands-
menn nota til þess að gera
gangastíga í görðum sínum
eða gólf í sólskálum, svo
ekki sé talað um verand-
irnar sem eru margar hverj-
ar hellulagðar.
„Í ár höfum við lagt aukna
áherslu á svokallaðar stein-
flísar sem hafa þann kost-
inn að þær hafa fíngerðara
mynstur í yfirborði heldur en
hefðbundnar hellur,“ segir
Þorsteinn Víglundsson
framkvæmdastjóri hjá BM
Vallá.
„Þessar flísar henta sér-
lega vel á t.d. verandir eða í
garðskála. Þær hafa þann
kostinn að vera til í fjöl-
breyttu litaúrvali og með
mismunandi áferð. Þessar
flísar eru framleiddar hér
hjá okkur. Þess má geta að
hefðbundnar hellur eru
framleiddar úr þurrsteypu
en flísarnar eru framleiddar
úr hefðbundinni steypu sem
eykur möguleikana í mótun
þeirra.
Gott frostþol mikilvægt
Flísar úr hefðbundinni
steypu hafa mjög gott frost-
þol sem er sérlega mik-
ilvægt hér á landi. Álag á
flísar sem notaðar eru utan-
húss er mest vegna tíðra
sveiflna í hitastigi milli
frosts og þíðu yfir vetrartím-
ann. Þeim hættir þá til að
flagna og því er þýðing-
armikið að flísar hafi gott
frostþol.“
Hvaða litir eru mest í
tísku í flísum núna?
„Það sem hefur verið
mest tekið hjá okkur núna
er svokallaður jarðbrúnn lit-
ur og svo patína sem er grá-
grænn litur. Við eigum til á
lager patínu, jarðbrúnan og
hnetubrúnan lit en getum
framleitt flísar með sérpönt-
uðum litum ef vill.“
Hleðslusteinar til
að mæta halla í görðum
En hvað um hellurnar?
„Þar erum við líka að
leggja áherslu á að breikka
framboð í garðinn. Mig lang-
ar að nefna tvær nýjungar,
þ.e. veróna- og pisa-hellur,
þær hafa báðar þann eig-
inleika að bjóða upp á
skemmtilega möguleika í
samspili forms og lita. Um
er að ræða eina meginhellu
sem lögð er í mynstri með
smærri hellum, með þetta
er hægt að leika sér á ýmsa
vegu.
Það sem hefur verið
mest í tísku undanfarin ár
er að nota hleðslusteina til
að mæta halla í görðum.
Þar höfum við aukið fram-
boðið talsvert. Vinsælasta
lausnin þar hefur verið óð-
alshleðslusteinninn okkar.
En jafnframt má nefna
lausnir á borð við forn-
hleðslustein og virkis-
stein.“
Er eftirspurn eftir brennd-
um flísum eins og notaðar
eru t.d. mikið í gangstéttir á
Ítalíu?
„Það hefur ekki verið leit-
að til okkar mikið eftir slíku
enn sem komið er. Mikið af
því sem fólk sér af flísum í
götulögnum erlendis eru
hellur sem eru steyptar en
fylliefnin eru ljós og gefa
annan blæ.“
Hvar takið þið helst stein-
tegundir í ykkar fram-
leiðslu?
„Héðan af suð-vestur-
horninu, bæði land- og sjáv-
arefni.“
Patínugræn og brún flísalögn úr flísum frá BM Vallá.
Ótal möguleikar eru fyrir hendi í lagningu gólfhellna.
Grágrænt og
brúnt tísku-
litur í gólf-
hellum í ár
Gólfhellur setja svip á garðinn, veröndina og sólstofuna. Tískan í þeim efnum breytist eins og annað – Þorsteinn Víglundsson kveður BM Vallá leggja
áherslu á að mæta þörfum og tísku í helluframleiðslu sinni.
Dúnlyfjurt er skuggþolin planta.
Hún er mjög snemmblómstrandi og
gamalreynd planta í görðum þótt
hún sé ekki mjög algeng. Dúnlyfjurt
er ákaflega harðgerð planta og þol-
ir næturfrost þótt hún sé komin
áleiðis í vöxt. Þessi fallega planta
á heimkynni sín að rekja til Mið- og
Suðaustur-Evrópu.
Dúnlyfjurt