Morgunblaðið - 04.05.2003, Page 23

Morgunblaðið - 04.05.2003, Page 23
M jög margir reyna að koma sér upp timb- urverönd við hús sitt eða sumarhús. Í Húsasmiðjunni fást marg- víslegar tegundir af viði í slíka smíði en allt er þetta háð tískustraumum að hluta eins og annað í okkar umhverfi. Einar Sveinsson hefur með fleirum með þessi mál að gera hjá fyrirtækinu og var hann spurður um hvað helst væri nýtt að frétta af þessum vett- vangi. „Harðviður er nú það nýjasta í þessu máli,“ svarar Einar. „Við erum að flytja inn harð- við til þessara nota sem heitir bangkirai og er frá Indonesíu og Malasíu. Þetta er mjög harður viður, rauðbrúnn í ætt við tekk og mahóní. Hann er mikið notaður víða í Mið- Evrópu þar sem vatnselgur er mikill í kringum sundlaugar og brýr.“ Er erfitt að smíða úr þessu? „Nei, það er ekki erfitt en það þarf að bora fyrir öllum skrúfum. Þetta efni er þannig að búið er að fræsa í það rákir sem gerir það að verkum að það er ekki eins hált og þetta gefur ákveðið sérkennilegt út- lit.“ Er þetta sterkt efni? „Já, þetta er mjög sterkur viður, milli 1.000 og 1.100 kg hver rúmmetri. Þessi viður fún- ar nær ekki og er viðhaldsfrír, það þarf ekki að lakka hann eða bera á hann viðarvörn en þá verður hann silfurgrár með tímanum. Það má hins vegar olíubera hann og þá helst þessi fallegi rauðbrúni litur á honum. Við flytjum þennan við inn í þremur stærðum. Hann er dýrari en fura en líka endingar- betri. Gagnfúavarin fura hefur mest verið notuð í smíði ver- anda hingað til.“ Hefur smekkur manna á skipulagi veranda breyst mik- ið? „Nei, ekki mikið en meira er þó sífellt lagt í skjólveggi og menn nota æ meira tilbúnar einingar sem auðveldar alla smíði fyrir óvana.“ Seljið þið sólstofur? „Já, en það er sérpöntun á hverri stofu eftir teikningum.“ Nýjungar í efniviði í verandir Harðviður er mjög vinsæll í verandir núna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.