Morgunblaðið - 04.05.2003, Síða 24
Þ
að færist í vöxt að
fólk prófi nýjar og
sjaldgæfar tegundir
af runnum og trjám
í görðum sínum.
Helga Hauksdóttir hjá
Garðaheimum hefur fylgst
mjög vel með nýjungum á
þessu sviði.
„Ég vil byrja á að nefna
hvinvið (Ulex europaus).
Þetta er lágvaxinn runni,
þyrnóttur og fær áberandi
gul blóm í blaðöxlunum
svipað og sópur. Blómin
eru líka svipuð að sjá. Ég
veit ekki til að þessi runni
hafi verið reyndur hér en
hann ætti að þrífast ef
hann fær vetrarskýlingu.
Þessi runni er nú til sölu
hjá okkur í Garðheimum.
Gulllyngrós
Þá vil ég nefna gulllyngrós,
þetta er hávaxin og lauf-
fellandi lyngrós sem verð-
ur allt að tveir metrar á
hæð. Hún er með áber-
andi gullgul og nett blóm.
Hún þarf eins og aðrar
lyngrósir súran jarðveg
þ.e. sýrustigið er 4,5 til 5.
Hægt er að kaupa sér-
staka mold með þessu
sýrustigi og setja niður í
holu fyrir rósina. Henni er
haldið súrri með súrum
áburði sem einnig fæst og
heitir Súr blómakraftur.
Ný klifurplanta
Einnig er vert nefna nýja
klifurplöntu sem er toppur,
blendingur af Lonicera
sempervirens x Lonicera
tragophylla. Ég veit ekki til
að þessi toppur hafi verið
reyndur hér en hann fær
dökkgul toppablóm, mjög
falleg.
Ný yrki af hornviði
Þá eru skemmtilegir runn-
ar sem eru ný yrki af horn-
viði. Þeir eru fyrst og
fremst eftirsóknarverðir
fyrir litinn á greinunum.
Þeir taka sig mjög vel út
t.d. með sígrænum gróðri
fyrir framan hús á veturna.
Sá nýjasti heitir dreyra-
hyrnir (Cornus sanguiena,
Winter Beauty), þessi
runni er með appel-
sínugular greinar og þær
njóta sín sérstaklega vel á
veturna þegar laufið er fall-
ið. Í fyrra vorum við með
mjallarhyrni og erum líka
með hann í ár. Hann varð
mjög vinsæll. Hið latneska
nafn hans er Cornus alba,
Sibirica.
Nýjar
berjategundir
Mig langar til að segja hér
frá tveimur nýjum berjateg-
undum, önnur er kölluð
jostaber (Ribes x, Josta),
þetta er blendingur sól-
berja og stikilsberja og
hann fær dökkvínrauð ber
sem líkjast sólberjum og
eru notuð á sama hátt og
eru svipuð á bragðið. Hinn
berjarunninn er tayber (Ru-
bus x, Tayberry), þetta er
blendingur brómberja og
hindberja. Hann fær rauð
ber sem líkjast hindberjum
en eru drekkri. Jostaber er
ræktaður úti á sama hátt
og rifs- eða sólberjarunni,
þarf fyrst og fremst sól-
ríkan stað til að fá góð
ber. Tayberin eru viðkvæm-
ari en ættu að þrífast á
bestu stöðum í görðum
eða þá í köldum garð-
skála.
Ný tré
Mig langar líka að nefna til
sögunnar rauðan brodd-
hlyn (Acer platanoides, Ro-
yal Red). Við fluttum hann
inn stóran, tveggja til
þriggja metra háan. Hann
er til í einstaka görðum í
Reykjavík á besta stað.
Nefna má ýmsar spenn-
andi reynitegundir. Alveg
nýr er hengireynir. Hann er
græddur á tveggja metra
háan reynistofn og slútir
niður, mjög sérkennilega.
Við eigum líka skrautreyni,
fallega klóna af ilmreyni
og dvergreyni sem fær
bleika haustliti og bleik
ber.
Runnar á stofni
Loks má nefna runnamuru
sem er látin mynda stofn
og hann hreinsaður af
blöðum upp í um það bil
80 sentimetra hæð og
myndar þar kúlu. Runnam-
uran er algeng og harðger
og verður alþakin litlum
gulum blómum, þetta er
skemmtilegt vaxtarlag, –
góð hugmynd. Sólber og
hvítt rifs erum við líka að
prófa að bjóða á stofni.
Sólber er mjög sniðugt að
vera með á stofni vegna
þess að greinar vilja leggj-
ast til hliðanna í venjulegri
ræktun.
Að síðustu mætti nefna
spennandi og sjaldgæfa
runna sem hafa verið
reyndir hér en mismikið.
Sjaldgæfir runnar sem
reynst hafa vel
Töfratré er einn þeirra
(Daphne mezerum), þetta
er runni, rúmlega metra
hár og verður hann 1 til 2
metrar á breidd. Hann fær
rauðfjólublá og sterkt ilm-
andi blóm fyrir laufgun.
Þessi runni er afskaplega
fallegur en þarf góðan
stað í garðinum – þarf sól
og skjól og fremur kalkrík-
an jarðveg.
Logalauf er annar runni
sem hefur reynst vel og
fær frábæra haustliti.
Hann heitir á latínu Aronia
melanocarpha.
Hlíðaramall (Amel-
anchier alnifolia) er sá
þriðji sem hefur verið
reyndur með góðum ár-
angri en er sjaldgæfur.
Hann fær hvít ilmandi
blóm í breiðum sveipum.
og verður rúmlega 1 metri
á breidd og hæð. Hann
þarf sólríkan stað í þurrara
lagi og gjarnan kalkríkan
jarðveg.
Hafþyrni (Hippophae
rhamnoides) nefni ég í
fjórða lagi. Hann hefur
margt við sig, hann er
harðgerður, seltuþolinn og
sérkennilega litur, blöðin
silfurgrá.
Ef plantað er bæði karl-
og kvenplöntu þá fá kven-
plönturnar dökkgul ber á
haustin sem eru mjög súr
og C-vítamínrík. Þessi
runni hefur reynst vel víða.
Hjartatré
Hjartatré er fíngert lítið tré
eða runni. Ný blöð eru
rauðbrún og sérstaklega
falleg. Þetta tré þrífst á
hlýjum og skjólgóðum
stöðum í görðum. Best
þrífst það í jarðvegi sem er
djúpur og rakur. Latneska
nafn hjartatrésins er Cerci-
diphyllum japonicum, það
er ættað frá Japan. Þetta
tré er mjög fallegt og hefur
verið reynt í fáeinum görð-
um og vex ágætlega.“
Nýjar
runna- og
trjátegundir
Helga Hauksdóttir. Hlíðaramall, Amelanchier alnifolia.Ribes nigrum.
Gulllyngrós, Rhododendron
luteum.
Jostaber, Ribes x, Josta.
Logalauf, Aroniamelanocarpha.