Morgunblaðið - 04.05.2003, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 04.05.2003, Qupperneq 30
E iturefni af ýmsum gerðum eru sífellt notuð við hvers kyns ræktun hér á landi. „Mikilvægt er að fólk lesi allar leiðbeiningar á um- búðum áður en það hefst handa við að nota eitur við ræktun,“ segir Guðbjörg Kristjánsdóttir hjá Garð- heimum, en hún hefur afl- að sér undirstöðugóðrar þekkingar á þessum efn- um. „Ég hef í 14 ár leiðbeint fólki um eiturefnanotkun við garðrækt og á þessum tíma hafa mörg ný efni komið fram og önnur dottið út. Yfirleitt eru efni núna minna eitruð, ef svo má segja, en var á árum áður. Ef við byrjum á trjábeð- um, er algengast að nota Casaron sem er langvirkt eitur og það er notað þann- ig að beðin eru hreinsuð og svo er efninu stráð á úr staukum. Bestu skilyrði eru að jörðin sé rök en trén þurr og logn. Annað efni er notað sem heitir Roundup, það drepur allt grænt sem það lendir á og þornar á. Það vinnur þannig að það er sett á það grænt sem fólk vill drepa en þess gætt að það fari ekki á neitt grænt sem það vill ekki drepa. Þetta eitur fer kerf- isbundið niður í ræturnar og drepur plöntuna, bæði blóm, gras og tré, það er bæði tilbúið til notkunar og líka blandað í vatn. Það er oft illgresi í grasi, svo sem fíflar og sóleyjar og annað. Það efni sem best hefur reynst heitir Herbamix, það drepur ekki einkímblöðunga sem eru gras heldur tvíkímblöðunga sem eru fíflar og sóleyjar en fólk verður að athuga það að tvíkímblöðungar eru líka tré og blóm. Í grænmetisgarða er not- að efni sem heitir Afalon og það er notað áður en kart- öflur og gulrætur koma upp. Það má líka nota það í ganga í görðum þar sem er kál og annað, en aðallega er þetta efni notað áður en kartöflur og gulrætur koma upp. Þessum tveimur síð- arnefndu er blandað í vatn og úðað. Næst skulum við snúa okkur að maðki og lús sem sækja í tré og blóm. Þá má nefna efni sem heitir Permasect, það er blandað í vatn og því er úð- að á tré, runna og blóm og drepur jafnt maðka sem lús. Nýtt efni sem heitir Flor- ina er umhverfisvænt og er nýkomið á markaðinn. Það kemur í veg fyrir súrefn- isflutning til sveppa og skordýra og þá drepast dýr- in. Við eigum líka skor- dýrasápu og annað efni sem heitir Trounce. Þetta er efni sem er umhverf- isvænt, virku efnin eru mest kalíumsalt af fitusýr- um. Sniglaeitur er líka til og mun ekki af veita í sumar, eftir þennan góða vetur má búast við sniglaplágu. Það eitur heitir Slugit extra. Við erum líka með sniglagildrur sem settur er bjór í, sniglar sækja í bjór og drukkna í gildrunum. Mikið er af grenilús á grenitrjám um þessar mundir og þau eru mörg brún að sjá vegna þess. Hægt er að drepa grenilús- ina með eitrinu Florina og Permasect. Það er líka eitt efni enn sem ástæða er að tala um í þessu sambandi. Það heitir Koniferen- balsam og hjálpar greninál- unum nýju að koma fram. Gljávíðirinn hefur verið ofurseldur sveppum und- anfarin ár. Mest er gert af því að klippa hann niður og úða hann með Plantvax. Ranabjalla étur blöð af plöntum og lirfan hennar étur ræturnar. Þar sem plöntur eru illa farnar af þessum sökum er vökvað með Basudin sem er efni leyst upp í vatni, það drep- ur bæði bjölluna og lirfuna. Til stendur að við fáum efni til þess að svíða niður mosa af stéttum en ekki er alveg á hreinu hvaða efni það er sem kemur, ann- aðhvort verður það Topgun eða Demoss. Ef eitthvað er annað sem vandræðum veldur í garðinum þá er ráð að leita upplýsinga, kannski má eyða meinvaldinum.“ Eiturefni í garðyrkju orðin um- hverfisvænni Hóffífill er fíngerðari en túnfífill og enn erfiðari viðureignar. Allskyns illgresi er fólki til vandræða. Elfting minnir á líltið barrtré en er illskeytt boðflenna í görðum. Guðbjörg Kristjánsdóttir. Aldrei er nógsamlega brýntfyrir fólki að gera allt semþað getur til að koma í veg fyrir slys. Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands hefur iðu- lega staðið fyrir námskeiðum fyrir sumarhúsa- og hjólhýsa- eigendur. „Þegar menn planta trjám við sumarhús ættu þeir að gæta þess að skilja eftir svæði þar sem hægt er að athafna sig ef slys eða bruna ber að hönd- um, eða ef aurskriður, snjóflóð eða jarðhræringar gera nauð- synlegt að björgunarsveitir komi að húsinu,“ sagði Stein- grímur Sigurjónsson, sem ásamt Guðlaugi Leóssyni hefur kennt á fyrrnefndum nám- skeiðum. „Ég hef 35 ára reynslu sem björgunarsveitarmaður og er tæknimenntaður og hef oft þurft að koma að ýmiskonar björgunarstörfum við sumarhús og hjólhýsi. Á námskeiðunum er fólki kennt hvernig það eigi að bregðast við ef slys eða óhapp verður í bústað, hvernig eigi að meta ástand sjúklings með t.d. hjartaáfall, höfuðáverka, bruna- sár, krampa, beinbrot eða lost. Jafnframt er á námskeiðunum farið yfir skipulag umhverfis, aðkomu og fleira.“ Slysavarnir og öryggi í sumarhúsum Steingrímur Sigurjónsson. Skynsamlegt er að hafa auð svæði í nágrenni sumarhúsa sem björgunarsveitir geta athafnað sig á ef slys, bruna eða aðra vá ber að höndum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.