Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 B 3 bílar UNGUR maður, Björgvin Steinars- son, hefur rekið eðalvagnaþjónustu kennda við sig frá árinu 2000. „Það er reytingur í þessu. Aðallega eru það skólaböllin og á sumrin eru það erlendu ferðamennirnir. Þetta er svo þekkt erlendis. Þar nota efnaðir menn eðalvagnaþjónustu eins og leigubíla og svo þegar þeir koma hingað vilja þeir sömu þjónustu. Oft- ast er það þessi sami hringur sem menn vilja fara, þ.e.a.s. Gullfoss og Geysir og síðan rúntur um borgina,“ segir Björgvin. Með Björgvini í rekstri fyrirtæk- isins er fjölskylda hans. Þau eiga einn eðalvagn en samtals eru tveir langir bílar í rekstri og einn Merced- es-Benz E og til stendur að bæta við einum hópferðabíl í flotann. „Á hvern bíl fyrir sig þarf svokall- að eðalvagnaleyfi og hver og einn bíl- stjóri verður að hafa leigubílapróf sem er innifalið í meiraprófinu.“ Björgvin segir að samkeppnin sé alltaf að aukast í þessari þjónustu og nú séu rekin samtals fimm fyrirtæki á þessu sviði. „Það eru til mjög margar límúsín- ur hér á Íslandi, en margar þeirra standa óhreyfðar inni í bílskúrum. Ég veit að það er til ein límúsína á Flatey í Breiðafirði. Sá er með Lin- coln sem var lengdur hérna upp úr 1980,“ segir Björgvin. Sjálfur er hann á Cadillac DeVille árgerð 1983. Hann var fluttur inn til landsins 1990 og hafði verið í eigu einkaaðila. „Við erum að vinna í því að taka hann í gegn og betrumbæta hann á allan hátt. Hann tekur fimm manns aftur í og síðan megum við taka einn í framsæti. Bíllinn er með öllum þægindum eins og sjónvarpi og myndbandstæki, hljómflutnings- tækjum, bar, kæli og kampavíns- stand,“ segir Björgvin. Og hvað kostar svo þjónustan ef menn vilja gera vel við sig í sam- göngum? Akstur í eina klukkustund kostar 6.500 krónur. Akstur út á Keflavíkurflugvöll kostar 8.000 krónur. Rekur eð- alvagna- þjónustu Morgunblaðið/Arnaldur Björgvin Steinarsson við Cadillac-eðalvagninn. HÆSTIRÉTTUR hefur kveðið upp þann dóm að Landssamband íslenskra akstursíþróttafélaga, LÍA, hafi verið óheimilt að banna Gunnari Egilssyni keppni í tor- færukeppnum á vegum sambands- ins með yfirlýsingu 7. júlí 2000. Hæstiréttur sýknaði LÍA af fjár- kröfum Gunnars vegna tjóns sem hann taldi sig hafa orðið vegna keppnisbannsins. Í héraðsdómi hafði LÍA verið dæmt til að greiða Gunnari 950.000 kr. LÍA er hins vegar dæmt til að greiða máls- kostnað bæði fyrir héraðsdómi og Hæstarétti, samtals 600.000 kr. Gunnar, sem er eigandi sérsmíð- aðrar torfærubifreiðar, stefndi LÍA vegna keppnisbanns sem sam- bandið setti hann í eftir að hann hafði tekið þátt í torfærukeppni sem var skipulögð af Torfærusam- bandi Íslands. Torfærusambandið er aðili að LÍA en síðarnefnda sam- bandið taldi að keppnishald Tor- færusambandsins væri ólögleg samkvæmt reglum LÍA og alþjóða- sambandsins FIA, sem sambandið starfar eftir. Á þetta féllst Hæsti- réttur ekki. Fram kemur í dómn- um að einkaréttur LÍA á keppn- ishaldi féll niður með reglugerð sem var gefin út árið 2000, áður en umrædd keppni á vegum Torfæru- sambandsins fór fram. LÍA óheimilt að setja Gunnar í keppnisbann KT Tölvur - Neðstutröð 8 - Kópavogi S. 554 2187 - www.bilasport.com - kt@kt.is Icon-TV - Margverðlaunuð hljómtæki og skjáir frá USA DVD spilari. Spilar DVD, CD, CDR, MP3, VCD og SVCD Fjarstýring fylgir. Mjög nettur. 7“ rafdrifinn skjár. Þráðlaus sendir. Spilar bæði NTSC og PAL. Inniljós innbyggð í skjáfestingu. Fjarstýring og þráðlaus heyrnartól fylgja. Verð 35.699 Verð 89.900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.