Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 4
AUDI langbakurinn kallast Avant, annað hvort A4 Avant eða A6 Av- ant. Og það merkilega er að Audi hannaði langbakinn áður en hönn- un á stallbaknum hófst enda selst meira af bílnum í Avant-gerðinni á heimamarkaði. Þýska vandvirknin Útlitslega séð er hönnun bílsins sportleg. Há hliðarlínan og lítill afturgluggi ásamt stórum hjól- börðum á 15 tommu álfelgum gera bílinn í senn sportlegan og krafta- legan og ýmis smáatriði, eins og króm í kringum allar rúður og krómlisti á afturhleranum ásamt krómuðum þakbogum, gera bílinn ennþá fallegri. Hönnunin er samt engan veginn djörf eða róttæk heldur í anda þýskrar nákvæmni og samsvörunar. Sama á við um innanrýmið. Þar er engu ofaukið og allt skýrt af- markað. Efnisval og frágangur eins og hann gerist bestur og bara dempað hljóðið þegar hurðum er lokað gefur hugmynd um mikil smíðagæði og góðan frágang. Prófaður var Audi Avant með fjögurra strokka, 2ja lítra vélinni. Ökumaður situr fremur lágt í bíln- um í stinnum og sportlegum sæt- um sem styðja vel við hliðar og veita góðan lærastuðning. Bíl- stjórasætið er með sveif sem gerir kleift að hækka sætið en undirrit- aður saknaði þess að hafa ekki stillanlegan mjóbaksstuðning. Áklæðið er dökkt og í sama tón og mælaborðið en hurðarhúnar og gírstöng er úr áli. Stýrið er leð- urklætt og mælar fremur smáir en aksturstölvan sýnir upplýsingar með rauðum stöfum. Milli sætanna er armpúði með geymsluhirslu. Þröngt aftur í Staðalbúnaður er tvívirk og sjálfvirk miðstöð með kælingu og skriðstillir var einnig á prófunar- bílnum. Hljómtækin eru innbyggð í mælaborðið og fjórir hátalarar fylgja. Það er rúmt um ökumann og farþega í framsæti. Sama verður ekki sagt um aft- ursætisfarþega þar sem talsverð fótaþrengsli eru, sérstaklega fyrir hávaxna. Varla er hægt að bjóða þremur fullorðnum sæti í aftur- sætum vegna þess hve drifstokk- urinn gengur mikið á fótarýmið. Ekki venjulegur langbakur Það eru ekki sömu áherslurnar á farangursrými í A4 Avant og öðrum langbökum í stærri milli- stærðarflokki. Fyrir það fyrsta er farangursrýmið eitt hið minnsta í þessum flokki bíla en það er snot- urlega frá öllu gengið. Galdurinn er tvöfalt gólf í farangursrýminu. Í grunnum kjallarann er hægt að geyma smáhluti sem annars væru á fullri ferð í farangursrýminu og þar undir er líka varadekk í fullri stærð geymt. Án kjallarans er far- angursrýmið einungis 377 lítrar en 442 lítrar með kjallara. Til sam- anburðar má nefna að farangurs- rými Mondeo langbaksins er 98 lítrum meira og Passat langbaks- ins 53 lítrum meira, en um leið verður að geta þess að Audi Avant er stystur þessara bíla, 4,54 cm, og er hann jafnlangur stallbaksgerð- inni. Fágaður akstur Sé útlit Audi Avant sportlegt þá eru aksturseiginleikarnir það ekki síður. Það væri þó full mikið í lagt að segja að bíllinn sé sprækur með 2ja lítra vélinni en millihröðunin er meira en ásættanleg og fyrir vikið er bíllinn það sem sletta mætti sem góður „krúsari“. Togið er í góðu lagi í þessari vél, 195 Nm við 3.000 snúninga á mínútu, og bíllinn vinnur vel í þjóðvegaakstri og þeg- ar þörf er á smásparki, t.d. við framúrakstur. Vélin er með tveim- ur yfirliggjandi knastásum og fimm ventlum á hvern strokk. Morgunblaðið/Kristinn Þýskur andi í einfaldleika og frágangi. Sportlegi langbakur- inn frá Audi Snyrtilegur frágangur um 2ja l, 130 hestafla vélina. Litlir mælar og aksturstölva. Audi A4 Avant er fágaður akstursbíll. REYNSLUAKSTUR AUDI A4 Avant Guðjón Guðmundsson Farangursrýmið er fremur lítið miðað við langbaka. 4 B MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Lexus RX 300 Luxury, 12/01, ek. 32 þ. km, sjálfskiptur, leðuráklæði, 16“ álfelgur, ABS, öryggispúðar, loftkæling, geislaspilari, kastarar í framstuðara, dökkar rúður. Verð kr. 4.390.000 Sportlegar línur eru í langbaknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.