Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar ÞEGAR komið er í glæsileg húsa- kynni B&L við Grjótháls er ljóst að hér er framsækið fyrirtæki, sem slær í takt við nýja tíma í alþjóðlegum við- skiptaháttum. Ný bifreiðaumboð hafa tekið við af hinum eldri, en B&L flytur nú inn BMW frá Þýskalandi, Renault frá Frakklandi, Hyundai frá Suður-Kóreu, eðalvagna frá Land Rover verksmiðjunum á Bretlandi og Arctic Cat vélsleða frá Bandaríkjun- um. Mikið vatn hefur því runnið til sjávar frá því „gerska ævintýrið“ í bílabransanum hófst með innflutn- ingi bíla frá Sovétríkjunum sálugu en segja má að viðskiptasaga Bifreiða og landbúnaðarvéla og samskipti fyrir- tækisins við Ráðstjórnarríkin hafi yf- ir sér ævintýralegan blæ. Sú saga hófst með viðskiptasamningi Íslands og Sovétríkjanna skömmu eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Ákvæð- inu um bílainnflutninginn var hins vegar „þvingað“ inn í samninginn af hálfu Sovétmanna, því upphaflega stóð aldrei til að fara að flytja inn bif- reiðar frá austantjaldsríki. Síðan hafa orðið stórstígar framfarir og við- skiptahættir og viðskiptaumhverfi hér á landi hefur tekið miklum breyt- ingum. Ódýrir og góðir brúkunarbílar „Gerður var mjög stór viðskipta- samningur við Sovétríkin, sem fól meðal annars í sér að Sovétmenn keyptu af okkur frosinn fisk og síld og síðan fylgdu iðnaðarvörur í kjölfarið, svo sem ullarvörur frá Sambandinu og Álafossi og gaffalbitar frá KJ á Akureyri, svo nokkuð sé nefnt,“ sagði Gísli Guðmundsson, starfandi stjórn- arformaður B&L, um upphaf við- skiptanna við Sovétríkin. „Í staðinn keyptum við Íslendingar af þeim alla okkar olíu og bensín, að undanskildu flugvélaeldsneyti. Enn- fremur keyptum við mikið að timbri og steypustyrktarjárni. Af hálfu Sov- étmanna var eindregið óskað eftir því að við keyptum ennfremur einhverj- ar iðnaðarvörur og hófst þá leit að einhverju nýtilegu á sviði iðnaðar, sem hægt væri að kaupa af Svoét- mönnum. Bergur Gíslason var meðal annarra í fyrstu sendinefndinni, sem fór til Moskvu til að reyna að finna einhverjar iðnaðarvörur, og sagði hann mér að Sovétmenn hefðu notað harla óvenjulegar aðferðir til að koma þessum vörum sínum á framfæri. Þeir reyndu til dæmis mikið til að pranga inn á okkur vatnspípum, sem þóttu ekki sérlega góð vara, og í stað þess að koma með sýnishorn af þeim í viðskiptaráðuneytið, þar sem við- skiptasendinefndin var, sturtuðu þeir heilu bílhlössunum fyrir utan ráðu- neytið, þar sem menn þurftu síðan að skoða þær í 30 gráða frosti. Íslend- ingar harðneituðu hins vegar að kaupa vatnspípurnar. Þá neituðu Sovétmenn að skrifa undir samning- inn nema íslenska ríkisstjórnin geng- ist inn á að að kaupa að minnsta kosti hundrað Pobeta-bíla, og það varð of- an á. Sovétmenn hrósuðu því sigri í þessu máli, enda þýðir nafn bílanna „sigur“. Þetta voru mjög sterkir og þungir bílar, öruggir og traustir að allri smíði, þótt ekki þættu þeir sér- lega liprir í akstri. Síðan þróuðust viðskiptin þannig að við fengum gamla Moskvich-bílinn B&L í takt við tímann Morgunblaðið/Árni Torfason Gísli Guðmundsson, stjórnarformaður B&L, við gamla Pobeta-bifreið frá Sovétríkjunum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar í íslensku viðskiptalífi frá því Bifreiðar og landbúnaðarvélar hófu innflutning á bílum frá gömlu Sovétríkjunum. Gísli Guðmundsson, stjórnarformaður B&L, segir Sveini Guðjónssyni söguna af sovésku bílaviðskipt- unum og framþróun fyrirtækisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.