Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 5
Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is 480 8000 480 8000 SELFOSSI Nissan Terrano ll SE 2,4, bensín, árg. 2001, 5 gíra, ekinn 47 þús. 33" breyttur. Verð 2.630 þús. Toyota Rav 4 2,0, árg. 2000, sjálfsk., ekinn 84 þús. Verð 1.890 þús. Toyota Landcr. 80 VX dísel turbo, árg. 1997. Sjálfsk. Ekinn 156 þús. 33" breyttur m/leðri o.fl. Verð 3.990 þús. AC Fire Cat F7 Sno Pro., árg. 2003. Ekinn 900 mph. Neglt belti o.fl. Geggj- uð græja. Sumartilboð 900 þús. stgr. Ath.: Ekkert prútt, engin skipti. Vantar bíla á skrá og staðinn! Brjálað að gera í „sveitinni“ Vantar t.d. Bmw X5! Diesel 90-100 Cruisera o.fl. Við hana er tengd multitronic- reimskiptingin, sem menn þekkja einnig úr A6, með handskiptivali í gírstönginni. Saman býður þessi eining upp á fágaðan akstur frem- ur en spennandi. En það er fyrst og fremst und- irvagn Audi A4 Avant sem heillar. Fjöðrunin er stinn og veggripið aðdáunarvert. Auðvelt er að stjórna bílnum á mikilli ferð í beygjum og hann lætur vel að stjórn. Hann er útbúinn ESP-stöð- ugleikastýringu sem þrælvirkar án þess að vera um of afskiptasöm. Vilji menn láta tæknina um lönd og leið er einfalt að aftengja ESP- ið með einum hnappi í mælaborð- inu. Bíllinn er vel einangraður og lít- ið sem ekkert veghljóð berst inn í hann og aðeins þægilegt murr frá vélinni þegar hún er sett á háan snúning í handskiptivalinu. Einu hnökrarnir við undirvagninn er stýringin sem mætti vera nákvæm- ari. Bíllinn hefur tilhneigingu til að rása á sundurskornu vormalbikinu og leita í rásirnar en þarna getur verið um að kenna hjólbörðum. Audi A4 Avant er virkilega vel smíðaður og fágaður aksturbíll. Nokkrir keppinautar eru á mark- aðnum, eins og t.d. BMW 318 To- uring, sem kostar í grunnútfærslu 3.528.000 kr. sjálfskiptur og Lexus IS 300 Sportcross sem kostar frá 3.100.000 kr. beinskiptur og Mercedes-Benz C180 Kompressor, sem kostar sjálfskiptur 3.875.000 kr. gugu@mbl.is                                      !   " !  "! #  $%  &'    ( !  )  ! $ )*+  !         & '!  , - ! .!/!! 0"! 234 5%*!                          467  !8 9) )* / :                        3       #$""% "% &'"! ()"% MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 B 5 bílar MMC Galant GLS 2500 V6, f.skr.d. 22.11.2000, ek. 32 þús. km., 4 dyra, sjálfskiptur, 17“ álfelgur, sóllúga, leðurinnrétting, vindskeið o.fl. Verð 2.490.000. YFIR 200 keppendur eru skráðir til leiks, þar á meðal mjög góðir ökumenn frá Bretlandi og Svíþjóð. Ekið er samfleytt í 6 klukkustundir og keppa menn ýmist í ein- staklingsflokki eða í tveggja manna liðakeppni. Erlendir ökumenn í toppbaráttunni 2nd Transatlantic Offroad Challenge, eins og keppnin heitir, er nú haldin í annað sinn. Í fyrra mættu rúmlega 100 keppendur og létu mjög vel af keppninni. Einar Sigurð- arson og Helgi Valur Georgsson unnu í liðakeppninni í fyrra og mæta saman á ný til að verja titilinn. Titilvörnin verður þó ekki þrautalaus því Ragnar Ingi Stefánsson sem vann í síðustu þolaksturskeppni í Íslandsmótinu hefur fengið hinn öfluga Breta, Tony Marshall, til liðs við sig og ætla þér sér stóra hluti á þessu móti. Annar mjög góður ökumaður frá Bretlandi að nafni James Marsh er á leið- inni. Marsh hefur bæði keppt á breskum meistaramótum og í heimsmeistarakeppninni með góðum árangri. Hann mun keppa með Viggó Viggóssyni sem hafnaði í þriðja sæti í fyrra. Þeir munu því eflaust gera atlögu að toppnum. Einn fremsti ökumaður Evrópu þátttakandi Karl Gunnlaugsson var einn af okkar bestu þolakst- ursmönnum síðustu aldar, en hefur síðustu misseri mest einbeitt sér að brekkuklifri. Hann mun keppa á Klaustri með einum fremsta ökumanni Evrópu, Per Gunnar Lund- mark. Per Gunnar keppti til að mynda í Paris Dakar- rallinu nú í vetur og hafnaði í 6. sæti í vélhjólaflokki og vann á 2 sérleiðum. „Ætli hann keyri ekki 13 hringi og ég 1 hring,“ sagði Karl er hann var spurður út í keppnisáætlun helgarinnar. „Hann mun aka KTM-hjólinu mínu og ég fæ kannski að taka 1 hring til að prófa brautina. Lið þeirra Karls og Pers Gunnars gæti því orðið spútnik-lið keppn- innar og komið mjög á óvart í baráttunni. Lyftistöng fyrir ferðaþjónustu á Kirkjubæjarklaustri Kjartan Kjartansson á Kirkjubæjarklaustri er skipu- leggjandi keppninnar. Aðspurður sagði Kjartan að mark- miðið væri að gera góða keppnisbraut, skemmtilega keppni fyrir keppendur og að koma Kirkjubæjarklaustri á heimskortið í þolakstri. Ferðaþjónustuaðilar á svæðinu njóta einnig góðs af keppninni en um 500 manns munu dvelja þessa helgi á Kirkjubæjarklaustri vegna keppninn- ar. Unglingar og ein stúlka verða með Mótið er haldið í landi Efri-Víkur. Samhliða keppninni verður keppt í unglingaflokki og kvennaflokki. Þónokkrir unglingar hafa skráð sig en aðeins er vitað um eina stúlku sem leggur í keppnina. Að móti loknu verður slegið upp mikilli grillveislu í hlöðu Efri-Víkur og að verðlauna- afhendingu lokinni hefst dansleikur fyrir hópinn. Dirt Bike Rider og Morgunblaðið á svæðinu Hið heimsþekkta torfæruhjólatímarit Dirt Bike Rider mun enn á ný senda blaðamenn til að fylgjast með keppn- inni og taka þátt í henni. Morgunblaðið verður að sjálf- sögðu á staðnum, bæði með fulltrúa á bakvið linsuna og ökumann í keppninni og mun gera úrslitum keppninnar skil í næstu viku. Alþjóðleg þol- aksturskeppni á Kirkjubæjar- klaustri Stærsta íslenska akstursíþróttakeppni ársins fer fram næstkomandi laugardag þegar haldin verður alþjóðleg þolaksturskeppni á Kirkjubæj- arklaustri. Bjarni Bærings segir hér frá keppninni. Þolakstur er stærsta akstursíþróttakeppni á Íslandi. Valdimar Þórðarson mun keppa í liði með heimsþekktum ökumanni. DILBERT mbl.is Hámarkshraði: 202 km klst. Drif: Framdrif með stöð- ugleikastýringu. Gírkassi: Multitronic- sjálfskipting. Hjólhaf: 2.650 mm. Verð: 3.400.000 kr. Umboð: Hekla hf. Audi A4 Avant 2.0 Multitronic

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.