Morgunblaðið - 26.05.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.05.2003, Blaðsíða 8
KNATTSPYRNA 8 B MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ GUÐJÓN Þórðarson sagði í sam- tali við enska blaðið Birmingham Post í gær að framtíð sonar síns, Jóhannesar Karls Guðjónssonar, væri í mikilli óvissu eftir að David O’ Leary var ráðinn knattspyrnu- stjóri Aston Villa. Jóhannes var á leigu hjá félaginu frá Real Betis á Spáni frá því í janúar og Graham Taylor, sem á dögunum hætti störfum hjá Villa, hafði mikinn hug á að kaupa hann þaðan. „Jóhannes er heima á Íslandi og veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Graham er farinn og þar með eru hans mál í lausu lofti. Það er óvíst að hann spili meira með Villa. Honum líkaði geysi- lega vel þar og var ekki aðeins ánægður með félagið og leik- mennina, heldur einnig með stuðningsmennina sem tóku hon- um vel,“ sagði Guðjón. Jóhannes Karl sagði hins vegar sjálfur við Morgunblaðið fyrir helgina að hann óttaðist ekki um framtíð sína hjá Aston Villa þar sem forráðamenn félagsins. „For- ráðamenn Aston Villa hafa sagt við mig að þeir vilji halda mér svo ég hef engar áhyggjur,“ sagði Jó- hannes Karl í laugardagsblaðinu. Guðjón segir framtíð Jóhannes- ar Karls í óvissu Morgunblaðið/Brynjar Gauti Jóhannes Karl Guðjónsson HJÁ enska knattspyrnufélaginu WBA hafa menn samúð með ís- lenska varnarmanninum Lárusi Orra Sigurðssyni, a.m.k. ef marka má umfjöllun um hann á heimasíðu félagsins. Þar er sagt að á meðan aðrir leikmenn félagsins baði sig í sólinni á Krít, Kýpur eða Kanarí- eyjum, að loknu tímabilinu í úrvals- deildinni, hafi Lárus Orri hlaupið um í skóglendi Stafford-sýslu til að halda sér í æfingu fyrir landsleiki Ís- lands í næsta mánuði. Lárus Orri segir í samtali við heimasíðuna að vegna þess hve enska deildin sé búin snemma, sé biðin eftir landsleikjunum löng. „Ég hafði ekki neinn til að æfa með svo ég skokkaði einn um nágrennið. Nú er ég kominn til Íslands en þar er staðan sú sama því landsliðshóp- urinn kemur ekki saman fyrr en 2. júní. Það er erfitt að koma sér á fæt- ur á hverjum morgni til að fara út að hlaupa, en ég er tilbúinn til að gera hvað sem er til að leika fyrir Íslands hönd. Hugsunin um það heldur mér gangandi. Við eigum tvo mjög mik- ilvæga leiki fyrir höndum og ég verð að halda mér í æfingu. Það er mér mjög dýrmætt að spila fyrir hönd minnar þjóðar og það geri ég svo lengi sem ég verð valinn. Þegar ég klæðist íslensku landsliðstreyjunni, er ég fulltrúi minnar fjölskyldu, minnar heimabyggðar, og minnar þjóðar, og ég er gífurlega stoltur af því. Ég hef sungið þjóðsönginn nærri því 40 sinnum og það kemst aldrei upp í vana. Það er sama upp- lifunin í hvert skipti,“ segir Lárus Orri Sigurðsson. Lárus Orri hleypur með- an félagarnir sóla sig  KR-INGAR fengu Eddu Garðars- dóttur sérstaklega til landsins til að taka þátt í leiknum gegn Val. Hún er ekki væntanleg aftur til landsins fyrr en 10. júní.  BJÖRG Ásta Þórðardóttir lék fyrsta leik sinn með aðalliði Breiða- bliks eftir þrálát meiðsli sem hún varð fyrir um áramót. Þá sneri hún sig illa á ökkla og eftir um 40 mín- útna leik gegn FH varð hún fyrir því óhappi að snúa sig aftur og verður frá keppni í nokkrar vikur til viðbótar. Er þetta mikil blóðtaka fyrir Breiðablik en Björg hefur ver- ið einn sterkasti varnarmaður liðs- ins undanfarin ár.  EVA Sóley Guðbjörnsdóttir og Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir mark- vörður léku ekki með Breiðabliki gegn FH en þær eiga báðar við hné- meiðsli að stríða.  MARGRÉT Rannveig Ólafsdóttir lék að nýju með Breiðabliki gegn FH. Hún hefur ekkert æft með lið- inu frá því síðasta haust og hafði gefið út yfirlýsingu um að hún væri hætt knattspyrnuiðkun. Hún hefur endurskoðað þá ákvörðun, mætt á nokkrar æfingar og kom inná í byrj- un síðari hálfleiks.  AUÐUR Skúladóttir var ekki í leikmannahópi Stjörnunnar gegn Þór/KA/KS en hún hefur verið veik og var ekki búin að jafna sig af þeim veikindum fyrir leikinn á laug- ardag.  MARGRÉT Lára Viðarsdóttir lék ekki með ÍBV gegn Þrótti/Haukum á laugardag. Hún lenti í miklu sam- stuði við félaga sinn á æfingu og var óttast að hún hefði brotið kinnbein. Svo reyndist ekki vera en hana prýða nú tvö myndarleg glóðaraugu auk mikillar bólgu á hægra kinn- beini.  TÆPT var með Ásthildi Helga- dóttir fyrir leik KR gegn Val. Hún tognaði á nára fyrir nokkru og var tvísýnt með hana fyrir leikinn. Hún lauk hinsvegar leiknum og virðist vera komin í samt lag.  ELÍN Jóna Þorsteinsdóttir, leik- maður KR og landsliðsins, fór í upp- skurð á vinstra hné á föstudag þar sem krossbönd voru löguð. Hún verður því frá í allt sumar en hún var meðal áhorfenda í Frostaskjóli á laugardag.  CHRISTINA Cini, 33 ára ítölsk stúlka, skráði nafn sitt í sögubæk- urnar þar í landi á laugardaginn þegar hún varð fyrst kvenna til að gegna hlutverki aðstoðardómara í efstu deildinni á Ítalíu.  CINI var með flaggið á línunni í leik Juventus og Chievo og þótti standa sig vel. Hún hafði fyrr í vet- ur verið fjórði dómari á leik í deild- inni en á laugardaginn steig hún skrefið til fulls. FÓLK Valsstúlkur fóru mjög varlegainn í leikinn, þær lágu fullaft- arlega á vellinum og vörðust sókn- armönnum KR-inga lipurlega. En Vals- menn hafa mjög fljóta leikmenn inn- an sinna raða og skyndisóknir þeirra reyndu mjög á varnarlínu KR-inga, og á 34. mín- útu uppskáru þær mark. Kristín Ýr Bjarnadóttir fór illa með varnar- menn KR út við hornfána vinstra megin, sendi góðan bolta fyrir þar sem Laufey Ólafsdóttir var ein og óvölduð, og sendi hann viðstöðu- laust í markhornið fjær með vinstrifótarskoti. KR-liðið kom mjög ákveðið til síðari hálfleiks og eftir aðeins fimm mínútur hafði Ásthildur Helgadótt- ir, sem komin var af miðjunni í framlínuna, jafnað metin. Edda Garðarsdóttir tók aukaspyrnu rétt framan við miðlínu og sendi boltann beint á kollinn á Ásthildi sem skall- aði boltann í autt markið. KR-ingar sóttu miklu meira eftir markið og sköpuðu sér nokkur ákjósanleg færi en það voru Valsstúlkur sem skor- uðu næsta mark. Kristín Ýr Bjarnadóttir fékk þá boltann utan vítateigs, skaut í varnarmann, fékk boltann aftur og skilaði honum yfir Þóru, markvörð KR, og í netið. Ást- hildur var fljót að jafna, 2:2. Hún skaut að marki, fékk boltann aftur frá varnarmanni, rétt innan víta- teigs, þaðan sem hún skoraði í autt markið eftir misheppnað úthlaup Guðbjargar markvarðar. „Ég get ekki verið annað en ánægð með tvö mörk gegn KR, tvö- földum meisturum síðasta árs, og það hefði verði stórkostlegt að fara héðan með öll stigin. Jafntefli er næstbesti kostur. Mér fannst við bakka fullmikið eftir fyrsta markið en það er kannski eðlilegt í stöð- unni. Fyrri hálfleikurinn var betri af okkar hálfu heldur en sá síðari þar sem við fengum á okkur tvö ódýr mörk. Þetta eru tvö góð lið og kannski var jafntefli sanngjörn nið- urstaða,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þjálfari Vals. Valsliðið lék á köflum ágætlega. Leikmenn liðsins eru léttleikandi og baráttuglaðir en það sem liðið skortir helst er reynsla og þá fyrst og fremst meistarareynsla. Í leikn- um í gær sást reynsluleysið best þegar liðið skoraði fyrsta markið. Í stað þess að halda áfram eins og það hóf leikinn bakkaði liðið og hugðist halda fengnum hlut. Gegn KR er það ekki viturleg ákvörðun en þar fer einmitt reyndasta lið deildarinnar á þessu sviði. Kristín Ýr Bjarnadóttir og Laufey Ólafs- dóttir léku best í liði Vals. „Leikur okkar var ekki nægilega góður í fyrri hálfleik, við vorum undirmannaðar á miðjunni en eftir að við breyttum leikskipulaginu fór þetta að ganga betur hjá okkur,“ sagði Ásthildur Helgadóttir og var ekki sátt við að ná ekki að hirða öll stigin á lokakafla leiksins. KR-ingar kölluðu á Eddu Garð- arsdóttur sérstaklega í þennan leik, en hún stundar nám í Bandaríkj- unum og var ekki væntanleg til landsins fyrr en í byrjun júní. Það var skynsamleg ákvörðun því hún réð lögum og lofum á miðjunni í þessum leik og mataði samherja sína á frábærum sendingum. Sér- staklega var gaman að sjá sam- vinnu Eddu og Ásthildar, eftir að Ásthildur var færð framar á völlinn, enda gjörþekkja þær hvor aðra eft- ir margra ára samvinnu og voru bestu leikmenn liðsins. Stórskotahríð Eyjastúlkna ÍBV-stúlkur fylgdu eftir sigri áStjörnunni í fyrstu umferð með stórsigri á nýliðum Þróttar/Hauka í Vestmannaeyjum á laugardaginn. Leik- urinn endaði 9:1 og hefði sigurinn hæg- lega getað orðið mun stærri. Olga Færseth og Mhairi Gilmour skoruðu þrjú mörk hvor og þær Karen Burke, Thelma Sigurðardóttir og Lára Dögg Kon- ráðsdóttir eitt hver. Eyjastúlkur sýndu það í þessum leik að þær eru til alls líklegar í sumar, Karen Burke átti stórgóðan leik á hægri kantinum og fóru flest- ar sóknir ÍBV í gegnum hana. Olga var ógnandi frammi en hefði auð- veldlega getað skorað helmingi fleiri mörk miðað við færin sem hún fékk. Annars átti Eyjaliðið í heild sinni góðan dag. Hjá gestunum var, þótt tölurnar gefi það ekki til kynna, Ingibjörg Jóhannsdóttir markvörður besti leikmaðurinn. Hún varði oft á tíðum stórglæsilega og kom í veg fyrir enn stærri sigur ÍBV. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var að sjálfsögðu sáttur við sínar stúlkur að leikslokum. „Að- stæðurnar buðu bara upp á frábær- an leik hérna í dag og nú náðu stelpurnar að halda hraðanum allan leikinn,“ sagði Heimir og bætti við að þau hefðu verið að vinna í ákveðnum hlutum sem skiluðu sér vel í dag. „Markvörðurinn hjá þeim kom í veg fyrir miklu stærri sigur, frábær markvörður, og sorglegt fyrir hana að vera besti maður liðsins en fá samt á sig níu mörk,“ sagði Heimir. Reynsluleysið Vals- stúlkum fjötur um fót Morgunblaðið/Sverrir Dóra Stefánsdóttir úr Val og fyrrverandi samherji hennar, Erna Erlendsdóttir, sem nú leikur með KR, eigast við í leiknum á KR-vellinum á laugardaginn. Liðin skildu jöfn, 2:2. STÓRLEIKUR helgarinnar í úr- valsdeild kvenna í knattspyrnu var háður vestur í Frostaskjóli á laugardaginn. Þar tóku Íslands- og bikarmeistarar KR á móti Valsstúlkum, sem spáð hefur verið sigri í deildinni í sumar. Liðin gerðu stórmeistarajafn- tefli, 2:2. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Sigursveinn Þórðarson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.