Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 2
DAGLEGT LÍF 2 C FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HVERSU oft hefur maðurekki heitið sjálfum sérþví, eftir vel heppnaða Spánarferð, að fara nú að gera eitthvað í því að ná tökum á spænskunni? Læra undurstöðuat- riðin og lykilorðin til að geta bjargað sér. En svo verður aldrei neitt úr neinu, kannski vegna þess að það er dálítið átak að setja sig í þær stellingar að fara að læra nýtt tungumál. Einar Trausti Óskarsson, kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, hef- ur nú komið fram með nýstárlega aðferð til að læra lykilorðin í spænsku, aðferð sem kalla má „gagn og gaman“ eða öllu heldur „það er leikur að læra“. Sjálfur kallar hann aðferðina „tungumál strax“, en hún felst í því að menn fara inn á samnefnda vefsíðu: tungumalstrax.com og smella á þau orð sem þeir vilja læra. Þar heyra menn framburðinn um leið og þeir skoða hreyfi- myndir og tengingar til að festa orðið í minni. „Hugmyndin er sú að menn hafi gaman af þessu og jafnvel gleymi sér við tölvuna á meðan þeir eru að læra orðin. Námið verður því eins og skemmtilegur tölvu- leikur,“ sagði Einar Trausti um hugmyndina að baki vefsíðunni. Tengiorðatæknin „Tildrög þess að ég setti upp þessa vefsíðu eru að ég hafði í nokkur ár verið að vinna með að búa til efni í spænsku fyrir byrj- endur sem auðveldaði þeim að læra orðaforða. Til þess notaði ég svokölluð tengiorð sem hjálpa til við að læra spænsku orðin. Grunnaðferðin sjálf, það er tengi- orðatæknin, er þekkt erlendis, en ég var búinn að þróa hana á nýtt stig með því að búa til teikningar til að gera það enn auðveldara og skemmtilegra að læra orðin. Ég var búinn að átta mig á því að þó að teiknaðar myndir í bók væru skemmtilegar, þá væri magnað- asta aðferðin náttúrlega sú að setja þetta efni fram á Netinu, sem teiknimyndir með hreyf- ingum, hljóðum og gagnvirkni. Ég hafði fylgst vel með þróun Netsins síðastliðin ár, og sá að það hafði orðið mikil breyting á möguleikum þess að búa til svona efni. Flestir notendur eru komnir með góðan tengihraða og forrit til þess að búa til mynd- og hljóð- efni fyrir Netið eru orðin mjög góð. Þetta þýddi að það var orðið mögulegt að setja á Netið gott mynd- og hljóðefni, á þann hátt sem ég væri ánægður með. Ég fór því síðasta vor að þróa efni og opnaði síðan síðuna um haustið,“ sagði Ein- ar Trausti. Gagn og gaman „Grunnhugmyndin sem ég er að vinna með er að búa til svokallað „infotainment“, eins og Bandaríkjamenn kalla það, það er efni sem fólk skemmtir sér við að skoða og njóta og lærir síðan eitthvað um leið. Vefsíðan er hönn- uð með allan almenning í huga, fólk á öllum aldri. Hún er byggð upp þannig að öllum þyki hún aðgengileg. Pælingin er að notand- inn skemmti sér á síð- unni, sjái hluti sem honum finnst fyndnir, smellnir, skrýtnir, skemmtilegir. Það að hann læri ný spænsk orð kemur síðan eiginlega sem einhvers konar hliðarverkun. Þetta er lyk- ilhugmyndin. Efnið er afþreying- arefni sem maður lærir af án þess að vera sérstaklega meðvit- aður um það.“ Einar Trausti sagði að vefsíðan væri eins konar tilraunaverkefni sem væri í stöðugri þróun enda hefðu breytingar og framþróun á Netinu orðið mjög örar á síðustu Einar Trausti Óskarsson við tölvuskjáinn þar sem sjá má forsíðuna á vefsíðu hans: tungumalstrax.com. Það er leikur að læra spænsku Morgunblaðið/Kristinn Þ EGAR Jón Valgeir frændi minn tilkynnti mér þá ákvörðun sína að fara að keppa í aflraun- um, svelgdist mér á af skelfingu. Ég lagði mig alla fram um að telja hann ofan af þessari bölvaðri vitleysu, þetta væri stórhættulegt, menn hlytu að stórslasa sig að minnsta kosti einu sinni í viku. Bauðst meira að segja til að kenna honum að prjóna. Dugði ekkert. Þá greip ég til þess ráðs að útskýra fyr- ir honum að þetta væri mjög óráð- legt út frá genetísku sjónarmiði. Það væri ekki og hefði aldrei verið einn einasti íþróttamaður í fjölskyldunni. Sá sem kæmist næst því væri bróðir minn sem hefði einu sinni verið í lúðrasveit og ráfað um í skrúðgöng- um. Eins og að skvetta vatni á gæs. Þetta unga fólk ber enga virðingu fyrir hefðum. Þegar Jón byrjaði að keppa sat ég heima og nagaði á mér neglurnar upp að olnbogum. Hringdi á korters fresti til að fullvissa mig um að hann væri ekki slasaður, ekki kalt og gá hvort það væru ekki allir alveg örugglega góðir við hann. Hann tók þessu af þolinmæði til að byrja með, en endaði með því að segja mér að ég yrði barin með Húsafellshellunni ef ég yrði ekki til friðs. Þá fór mig að gruna að hugsanlega fyndist honum ég kannski dálítið þreytandi. Nú átti ég ekki annars úrkosta en mæta á keppni og reyna að halda mig á mottunni. Fyrst mætti ég með sjúkrakassa, nesti, trefil og vettlinga (fyrir Jón) og birgðir af róandi (fyrir mig). Móðurleg umhyggja fauk út í veður og vind Þegar ég hafði mætt nokkrum sinnum gerðust þau undur og stór- merki að öll mín móðurlega um- hyggja fauk út í veður og vind. Mér var slétt sama hvort hann slasaði sig eða ekki. Þetta var bara spurning um að vinna og engan helv… aum- ingjaskap. Eftir það varð ekki aftur snúið. Ég var orðin miðaldra krafta- grúppía. Hápunkturinn á ferli mínum sem áhangandi var þegar ég dröslaði 9 ára syni mínum með mér á Vest- fjarðavíkinginn síðastliðið sumar, þvílík upplifun. Vitanlega tókst mér að snúa mig illa á ökkla rétt fyrir keppni en ákvað að láta það ekkert aftra mér. Aumingja Jóni til sárrar hrelling- ar sem sá fram á að hans erfiðasta grein á mótinu yrði að öllum líkind- um frænkuburður. Jens Andri Fylkisson kraftlyft- ingamaður aumkaði sig yfir mig og keyrði mig vestur og heim aftur, GrúppíaáVestfjarðavíkingnum Hvernig verða miðaldra konur helteknar af kraftadellu? Helga Magnúsdóttir veit allt um það og það mun þurfa mikið til að hún mæti ekki á næsta Vestfjarðavíking. góður drengur Jens. Hann er falleg- ur, vel gefinn og skemmtilegur. (Þetta er alveg satt, en samt óþarfi að taka mann hálstaki til að fá það á prent.) Keppnin hófst á því að haldið var út í Vigur þar sem keppa átti í steina- tökum á tunnur. Ég var alveg andaktug í bátnum, öll goðin innan seil- ingar. Þessa tilfinningu hafði ég ekki fundið síðan ég hitti með- limi Led Zeppelin niðri í bæ þegar ég var 16. Að þessu sinni voru fimm ís- lenskir keppendur, Grétar Guð- mundsson, Guðmundur Otri Sig- urðsson, Jón Valgeir Williams, Magnús Magnússon og síðast en ekki síst sjálfur Magnús Ver Magn- ússon. Svo voru þrír litlir Banda- ríkjamenn af vellinum, Jim Kelley, Steve Stockton og Terry D. Walsh. Þeir höfðu lagt af stað með þann misskilning í huga að þetta væri amatörakeppni, en hinn hræðilegi sannleikur kom fljótlega í ljós. Þeir stóðu sig samt með prýði og voru verulega indælir. Lá við að ég fengi móral út af öllum Keflavíkurgöng- unum. Jón Valgeir hóf keppnina, hann fór feikilega vel af stað, en fór svo að möndla með þyngsta steininn og missti dýrmætan tíma. Hinir fengu þarna ágætis sýnikennslu í því hvað átti ekki að gera og Jón lenti í fjórða sæti. Magnús Ver vann, héðan í frá verður bara tekið fram þegar hann vinnur ekki. Magnús Magnússon varð í öðru og Grétar í þriðja. Næst var ferðinni heitið á Flateyri í bóndagönguna. Sonur minn hálf- sofnaði í bílnum og þegar hann rank- aði við sér á Flateyri og sá að bíllinn stóð við kirkjuna varð hann alveg kjaftbit. „Hva? Er legsteinalyfta?“ Hræðileg pyndingagrein Bóndagangan er hræðileg pynd- ingagrein þar sem menn ganga með 125 kg í hvorri hendi eins langt og þeir komast. Nú sigraði Magnús yngri. Hann bara labbaði og labbaði og labbaði, menn voru farnir að halda að hann endaði sem Aust- fjarðatröllið. Jón Valgeir varð í öðru sæti og Magnús Ver í þriðja. Þá var það Ísafjörður. Þar fór fram keppni sem kallast hönd yfir hönd og í þetta sinn fólst hún í því að hífa níðþungan poka upp í krana. Magnús Magnússon í öðru og Jón í þriðja. Þá var fyrsta keppnisdegi lokið og spennan í hámarki. Magn- úsarnir tveir hnífjafnir í fyrsta til öðru sæti og Jón Valgeir í þriðja. Daginn eftir var ferðinni heitið á Hrafnseyri við Arnarfjörð í dásam- legu veðri. Nú átti að lyfta steinum upp fyrir haus. Ég verð víst að taka það fram að Magnús Ver vann, því hann lyfti 113 kg, Jón Valgeir í öðru sæti með 96 kg og Grétar í þriðja með sömu þyngd og Jón en í fleiri til- raunum. Magnúsi yngri og Otra brást eitthvað bogalistin, því einn Kaninn, Terry, lenti í fjórða sæti. Næstu tvær greinar, kast yfir vegg og dekkjalyfta, fóru svo fram á Þingeyri. Brotið var blað í sögunni því Magnús yngri sló Íslandsmet nafna síns, sem hafði verið 5,10 m, og kastaði 5,25 metra. Jón Valgeir og Otri jöfnuðu gamla metið, en Magn- ús Ver lenti í fjórða sæti með aðeins 4,80 m, öllum til mikillar undrunar og ekki síst honum sjálfum. Hann góndi á kútinn og hefði ekki orðið meira hissa þótt hann hefði breyst í dúfu og flogið burt. Verið afrekaði það þó að láta kútinn standa dágóða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.