Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 8
AUÐLESIÐ EFNI 8 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÖLLUM starfsmönnum Jökuls ehf. á Raufarhöfn var sagt upp störfum fyrir viku. Samtals eru þetta 50 manns, en ráða á aftur 20 manns í störf hjá fyrirtækinu. Ástæðan fyrir uppsögnunum er sú að endur-skipuleggja á starfsemina. Fyrirtækið hefur verið rekið með halla að undanförnu. Framvegis verður megin-áhersla lögð á að framleiða létt-saltaðar þorsk-afurðir. Íbúar á Raufarhöfn sem Morgunblaðið ræddi við í vikunni voru margir mjög svartsýnir á ástandið. Töldu sumir jafnvel að byggðin myndi leggjast af. Pálína Auðbjörg Valsdóttir, formaður Verkalýðs-félags Raufarhafnar, sagði að fólks-fækkun á Raufarhöfn væri komin „niður að sársauka-mörkum“. Skipaður hefur verið starfs-hópur til að fjalla um atvinnu-vandann á Raufarhöfn. Þá hafa fulltrúar Byggða-stofnunar m.a. gert sér ferð og skoðað aðstæður á Raufarhöfn. Valgerður Sverrisdóttir, ráðherra byggða-mála og þingmaður í Norðaustur-kjördæmi, segir að engin einföld lausn sé til á þeim atvinnu-vandamálum sem blasi við íbúum Raufarhafnar. Sveitarstjóri Raufarhafnar hefur sagt að varanlegur kvóti sé hugsanlega það eina sem geti bjargað byggðarlaginu en einnig hefur komið fram að kvóti Raufarhafnar-báta er að miklu leyti leigður annað. Uppsagnir á Raufarhöfn Starfshópur skipaður til að fjalla um vandann Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Raufarhöfn hefur verið í fréttum undanfarið vegna erfiðs atvinnu-ástands. LEIÐTOGAR Palestínu-manna og Ísraela hétu á miðvikudag að vinna að friði í Mið-Austurlöndum. Þetta sögðu þeir Ariel Sharon, forsætis-ráðherra Ísraels, og Mahmun Abbas, forsætis-ráðherra Palestínu-manna, eftir að hafa rætt við George Bush Bandaríkja-forseta. Fundurinn fór fram í Jórdaníu sem liggur að Ísrael og Palestínu. Bush forseti sagðist vera bjartsýnn. Hann vonaðist til þess að Ísraelar og Palestínu-menn gætu samið um frið. Semja þyrfti um að Palestínu-menn fengju að stofna eigið ríki. Ísraelar yrðu að hætta að taka land af Palestínu-mönnum. En Palestínu-menn þyrftu að hætta árásum á Ísraela. Margir Ísraelar sögðust mjög óánægðir með loforð Sharons. Hópar Palestínu-manna sem ráðist hafa á Ísraela sögðu þá að árásum yrði ekki hætt. Vonir hafa engu að síður vaknað um að takast muni að koma á friði. En Ísraelar og Palestínu-menn hafa lengi barist um land í Mið-Austurlöndum og hefur fjöldi fólks týnt lífi. Vonir vakna um frið Reuters George W. Bush Bandaríkja-forseti, fyrir miðju, ásamt Ariel Sharon, forsætis-ráðherra Ísraels, til hægri, og Mahmoud Abbas, forsætis-ráðherra Palestínu. AMELIA Vega frá Dóminíska lýðveldinu er ungfrú alheimur árið 2003. Keppnin fór fram í Panama í vikunni. Vega er 18 ára og var ánægð með sigurinn. Hún hefur stundað söngnám og hefur áhuga á að gefa út geisladisk.Ungfrú Serbía og Svartfjalla-land, Sanja Papic, og ungfrú Japan, Miyako Miyazaki, komust einnig í úrslit. Fulltrúar frá 71 landi tóku þátt í keppninni, sem fram fór í nýrri ráðstefnu-miðstöð í Amador, fyrrum bandarískri herstöð Kyrrahafs-megin við Panamaskurðinn. Enginn keppandi var á staðnum fyrir Íslands hönd því Manuela Ósk Harðardóttir veiktist og gat ekki tekið þátt í keppninni. Hún hneig niður á sviðinu skömmu eftir að for-keppnin hófst og lá á sjúkrahúsi í þrjá daga. Þetta voru vonbrigði fyrir Manuelu. Hún hafði búið sig lengi undir keppnina og verið í Panama við æfingar í tvær vikur. Reuters Hin dóminíska Amelia Vega, nýkrýnd ungfrú alheimur árið 2003. Ungfrú al- heimur valin ÍSLENSKIR sundmenn hafa verið sigursælir á Smáþjóða-leikum Evrópu-ríkja, sem nú standa yfir á Möltu. Yngsta sund-konan sem hefur tryggt sér gull-pening er Erla Haraldsdóttir, 15 ára, grunnskóla-stúlka úr Njarðvík. Erla æfir sund og stundar lyftingar að meðaltali þrettán sinnum í viku. Grunnskóla-nám, tíu æfingar í sundlauginni og þrjár lyftinga-æfingar að auki á viku. Allar þessar æfingar hafa skilað sínu því Erla vann til gull-verðlauna í 200 m fjórsundi. En hún hefur aldrei tekið þátt í Smáþjóðaleikum áður. „Þetta var alveg frábært,“ sagði Erla um árangur sinn. „Ég fer á Evrópu-meistaramót unglinga seinna í sumar og hef lagt áherslu á að ná toppnum á því móti þannig að þessi árangur kom mér verulega á óvart.“ Erla bætti tímann sinn í greininni um tæpar þrjár sekúndur frá því í janúar á þessu ári en hún tekur þátt í fjórum greinum að þessu sinni. Það vekur athygli að Erla hefur aðeins æft sund undir stjórn landsliðs-þjálfarans Steindórs Gunnarssonar frá því að hún var ellefu ára gömul, eða í rúm fjögur ár. Áður stundaði hún fimleika í heimabæ sínum. Erla fékk ekki aðeins fyrstu gull-verðlaun sín á Smáþjóða-leikunum í gær, heldur fékk hún einnig að vita að meðal-einkunn hennar á vorprófunum í skólanum hefði skilað henni 9,1 í meðal-einkunn. „Ég hef yfir engu að kvarta, hér er gaman að vera, sundlaugin hentar mér vel og ég hlakka mikið til næstu daga,“ sagði Erla. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Erla Haraldsdóttir á verðlauna-pallinum. 15 ára Njarðvíkurmær með gull á Möltu Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.