Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR      <% ;9 <% ;9 8> 8> 8>= 7><           %8:  ?    <% :9 <% :9 %= %= 8= 7= = =    !            :>9  .  ?  ? 8  = ; 9 8 ;% ;9    " BAUGUR seldi í síðustu viku af hlut sínum í bresku barnafata- verslanakeðjunni Mothercare en Baugur átti sem kunnugt er 3,5% hlut í keðjunni sem félagið keypti á síðasta ári. Baugur á nú ekki lengur til- kynningaskyldan hlut í fyrir- tækinu, þ.e. minna en 3%, að því er Baugur staðfesti í sam- tali við Morgunblaðið. Baugur segir að fjárfestingin í Moth- ercare hafi komið ágætlega út og félagið sé að hugsa um aðra hluti þessa stundina. Mothercare rekur verslanir með barnaföt og fatnað fyrir barnshafandi konur. Félagið tapaði nær 25 milljónum punda á sl. rekstrarári sem lauk 29. mars sl. en ástæða taprekstrar er meðal annars aukinn dreif- ingarkostnaður. Félagið rekur hátt í 250 verslanir á Bretlandseyjum auk 166 sérleyfisverslana utan Bretlands. Velta keðjunnar nam rúmum 53 milljörðum króna í fyrra og hjá félaginu starfa liðlega þrjú þúsund manns. Baugur selur í Mothercare HAMLEYS var upphaflega stofnað árið 1760 af William Haml- ey og hét fyrst Noah’s Ark, eða Örkin hans Nóa. Verslunin flutti á hina frægu verslunargötu Regent Street í London árið 1906. Í þeirri búð, sem er flaggskip fyrirtæk- isins, er eitt mesta úrval leikfanga á einum stað sem þekkist í heim- inum, eða um 40.000 vörutegundir á fimm hæðum. Slagorð verslunar- innar er: „Besta leikfangabúð í heimi“. Hamleys rekur fimm verslanir undir Hamleys-vörumerkinu, 31 verslun undir vörumerkinu Bear Factory auk fjögurra annarra verslana. Hamleys rekur jafnframt verslanir á flugvöllum í London, Amsterdam og Singapúr auk þess að selja eigin leikföng til verslana víða um heim. Stofnað 1760 sem Örkin hans Nóa JOHN Watkinson, framkvæmda- stjóri Hamleys, segir Baugsmenn vera slynga fjárfesta. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að verðið sem hann, Baugur og þrír aðrir stjórnendur hjá Hamleys bjóði fyr- ir félagið sé mjög sanngjarnt, en kaupin muni með tímanum reynast mjög góð fjárfesting, enda sé um langtímafjárfestingu hjá tilboðs- gjöfum að ræða. Hann segir að tilboðið sé gott og besta leiðin til að átta sig á gæðum þess sé að bera það saman við verð- ið á bréfum félagsins daginn áður en tilkynnt var um að stjórn félags- ins hefði gefið honum og öðrum stjórnendum leyfi til að kanna möguleg uppkaup félagsins, en þá var verðið 62% lægra en það er í dag, eða 126,5 pens á hlut. Watkinson segir að upphaf alls þessa hafi verið í janúar sl. þegar stjórnin veitti stjórnendunum leyfi til að kanna möguleg uppkaup á fé- laginu og leitað hafi verið til nokk- urra fjárfesta í kjölfarið. Hann sagði að ráðvendni og styrkur Baugs auk viðhorfs félagsins til Hamleys og áhuga hafi ráðið úrslit- um í því að ákveðið var að ganga til samstarfs við þá. „Skilningur þeirra á smásölu almennt og skiln- ingur þeirra á möguleikum sem fel- ast í vörumerkjum Hamleys áttu stóran þátt í að við ákváðum að vinna saman, en þess má líka geta að við erum þegar að vinna saman í Svíþjóð þar sem Baugur hefur opn- að Bear Factory-búð með „franch- ise“-fyrirkomulagi, eina sex slíkra utan Bretlands,“ sagði Watkinson. Watkinson segir jafnframt að stjórnendur Baugs hafi sýnt mikla trú á stjórnendateymi Hamleys sem stendur að tilboðinu. Watk- inson sagði að sér hugnuðust vel vinnuaðferðir bæði Jóns Ásgeirs og Jóns Schevings og þær hentuðu stjórnendum Hamleys vel. „Þeir eru afdráttarlausir í viðskiptum, heiðarlegir og opnir og ég er mjög sáttur við öll okkar samskipti.“ Um möguleg kaup annarra en Baugs á félaginu segir Watkinson að slíkt sé vissulega enn mögulegt, en aðrir tilboðsgjafar hafi nokkuð á brattann að sækja. Komið sé fram gott tilboð eftir ítarlega áreið- anleikakönnun, tilboðið sé stutt af stjórninni og leitt af núverandi stjórnendum. Vinnan við tilboðs- gerðina hafi gengið mjög vel og staðið hafi verið við öll tímamörk. „Ef ég væri í stöðu annarra tilboðs- gjafa myndi ég velta stöðunni vel fyrir mér. Baugur er líka mjög sannfærandi bakhjarl sem þekkir breska markaðinn mjög vel.“ Spurður að því hvort að hann hefði einhverjar áhyggjur af því sem nokkuð hefur verið talað um í bresku pressunni, að Baugur hafi lent í lögreglurannsókn í fyrra og hafi legið undir ámæli stjórnvalda um að misnota markaðsráðandi stöðu, sagði Watkinson það ekki skipta hann máli. „Ég hef hitt og talað við þá báða, Jón Ásgeir Jó- hannesson og Jón Scheving Thor- steinsson, og ég er fullviss um að þeir eru heiðarlegir í alla staði. Þeir eru góðir kaupmenn, með þekkingu á markaðnum og er um- hugað um starfsemi Hamleys.“ Um vaxtarmöguleika félagsins í framtíðinni sagði Watkinson að ásamt því að auka eigi enn veg og vanda verslunarinnar á Regent street, „bestu leikfangaverslun í heimi“, sem sé Hamleys-vörumerk- inu afar mikilvæg, verði vöxtur á oddinum. „Við höfum sett á mark- að leikföng með Hamleys- vörumerkinu og seljum þau í öðr- um verslunum en okkar. Það er góð aðferð við að koma hágæða- ímynd Hamleys til sem flestra.“ Watkinson segir að enn séu möguleikar á að opna nokkrar fleiri Bear Factory-verslanir í Bretlandi, en mikil tækifæri séu í opnun slíkra verslana erlendis, enda séu sex slíkar nú þegar til staðar og nokkrar til viðbótar í píp- unum. Mun reynast góð fjárfesting Ljósmynd/Robin Mayes John Watkinson, forstjóraefni tilboðs- gjafa í Hamleys-leikfangafyrirtækið. tilkynningu frá Baugi. Til gamans má geta þess að meðalaldur stjórnend- anna fjögurra er 42 ár og samanlögð reynsla þeirra í smásölu er tæp 100 ár. Í tilkynningunni kemur einnig fram að svo gæti farið að stjórnend- urnir fjórir geti eignast 15% til við- bótar náist ákveðin markmið í rekstri keðjunnar og verði því sameiginlega eigendur að 25% hlut á móti 75% hlut Baugs. Stjórnendur styðja tilboðið Í tilkynningunni kemur fram að til- boðið er stutt af stjórn félagsins sem hvetur hluthafa til að taka tilboðinu. „Við erum afar ánægð með að stjórn Hamleys skuli mæla með tilboði okk- ar við hluthafa. Kaup á Hamleys, ef af þeim verður, eru mikilvægt skref í vexti Baugs á erlendri grund og við hlökkum til að vinna með stjórnend- um að uppbyggingu félagsins. Ham- leys er einstakt félag sem ræður yfir mjög sterku vörumerki og þetta er mjög gott tækifæri til að styrkja starfsemi okkar í Bretlandi,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group hf., í tilkynningunni. Baugur hefur nú þegar skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup á 40,9% hlutabréfa Hamleys en þarf að tryggja sér 90% til að klára kaupin. Eftir að því er náð gerir félagið eft- irstandandi hluthöfum tilboð sem þeir geta ekki hafnað, eins og tíðkast al- mennt í slíkum viðskiptum, enda verða hluthafar í slíkum minnnihluta áhrifalausir og munu þar að auki eiga erfitt með að koma hlutum sínum í verð, þar sem félagið verður tekið af markaði í kjölfar yfirtökunnar. Að sögn Jóns Schevings Thor- steinssonar, framkvæmdastjóra Baugs ID, fjárfestingararms Baugs Group hf., eiga sex stærstu hluthaf- BAUGUR Group hefur gert yfirtöku- tilboð að upphæð 205 pens fyrir hvern hinna 439.741 útistandandi hluta í bresku leikfangakeðjunni Hamleys plc í gegnum nýstofnað félag sitt Soldier Limited, en það var stofnað sérstaklega utan um þessi viðskipti. Þetta er í annað skiptið sem Baug- ur reynir að taka breskt verslunarfyr- irtæki yfir, en eins og kunnugt er var Baugur þátttakandi í upphaflegu til- boði kaupsýslumannsins Philips Greens í Arcadia í fyrra, en af þeim kaupum varð ekki. Green keypti 20% hlut Baugs í félaginu, ásamt öðrum hlutum. Alls er tilboð Baugs í Hamleys að upphæð 5,8 milljarðar króna, eða 47,4 milljónir sterlingspunda. Það er um 5,7% hærra en lokaverð á bréfum Hamleys daginn áður en tilboðið var gert, þegar það var 194 pens á hlut, og 62,1% hærra en lokagengi bréfa fé- lagsins 14. mars sl., daginn áður en tilkynning um mögulega yfirtöku stjórnenda félagsins var gefin út. Verðið á félaginu hefur ekki verið neitt í líkingu við tilboðsverðið síðan í júlí árið 1998, en viðskipti með bréf fé- lagsins hafa verið stopul síðustu miss- eri og verðmyndun ekki nægilega virk. Lokagengi bréfanna í Kauphöll- inni í London í gær var 201,5 pens. Hlutabréf Hamleys voru upphaf- lega skráð í Kauphöllinni í London ár- ið 1994. Ef yfirtökutilboðið nær fram að ganga mun Baugur Group eiga ráð- andi hlut félaginu, eða 90%, en stjórn- endur Hamleys, þau Ian Parker, fjár- málastjóri, John Watkinsson, framkvæmdastjóri, sem jafnframt mun verða forstjóri félagins verði yf- irtakan að veruleika, Adrian Wool- ford, markaðsstjóri, og Kathy Os- bourne, starfsmannastjóri, minni- hluta eða 10%, að því er fram kemur í arnir í Hamleys um 50% hlut sam- anlagt en þeir hafa flestir gefið út viljayfirlýsingu fyrir sölu sinna hluta. Hinir hluthafarnir eru ýmsir sjóðir og smærri hluthafar, t.d. gamlir stjórn- armenn í félaginu, að sögn Jóns. Tilboð Baugs til hluthafa stendur í þrjár vikur frá útgáfu en eftir það get- ur tilboðsgjafi framlengt tilboðið um tvær vikur nokkrum sinnum ef þörf er á. Verðið sem boðið er í félagið, 205 pens á hlut, er ákveðið eftir ítarlega kostgæfnisathugun að sögn Jóns Schevings, en hún var framkvæmd af KPMG Transactional Services í Birmingham. Um lánahlið tilboðsins sjá Íslands- banki og Royal Bank of Scotland, RBS, en fjármögnun tilboðsins hljóð- ar upp á 26 milljóna punda langtíma- lán frá RBS, 10 milljóna punda skammtímalán frá sama banka, milli- lagslán frá Íslandsbanka upp á 10 milljónir punda og eiginfjárframlag frá Baugi upp á 25 milljónir punda. Að lokum kemur til 97 þúsund punda eig- infjárframlag frá stjórnendum félags- ins. Spurður af hverju Baugur hafi áhuga á að kaupa breska leikfanga- keðju segir Jón að Hamleys passi vel inn í þá stefnu sem Baugur hefur ver- ið að vinna eftir. Baugur sé annars vegar í svokölluðum sjóðsfjárfesting- um og hins vegar stefnumótandi fjár- festingum, þar sem reynt er að hafa áhrif á rekstur og stefnu félags. Þessi fjárfesting er þeirrar gerðar, að sögn Jóns. Í breskum fjölmiðlum hefur verið látið að því liggja að þetta sé, ef af verður, aðeins fyrsta skrefið í röð uppkaupa sem Baugur ætlar sér að gera með sama hætti í Bretlandi, þ.e. að kaupa félög í samstarfi við stjórn- endur þeirra. Jón Scheving gefur ekkert út á það en segir að kaupmennska byggist að langmestu leyti á fólkinu sem er við stjórn og hjá Hamleys sé við að eiga mjög færa og góða aðila. „John Watkinsson er um fertugt, tveggja barna faðir og frábær kaup- maður,“ segir Jón. Enginn arður til hluthafa Á meðal annarra atriða sem sagt er frá í tilboðinu er að verði yfirtakan samþykkt skilyrðislaust verði enginn arður fyrir 52 vikna tímabilið sem lauk 29. mars sl. greiddur út til hlut- hafa í Hamleys. Þar kemur einnig fram að Simon Burke, fráfarandi forstjóri, sem ekki mun taka þátt í yfirtökunni, muni fá rúmlega 1,2 milljónir punda í starfs- lokagreiðslu, eða um 150 milljónir króna, verði af yfirtökunni. Baugur reynir yfir- töku öðru sinni Hamleys við Regent Street. „Besta dótabúð í heimi.“ Í Bear Factory-verslununum er hægt að fylgjast með því hvernig leikfangabirnir eru búnir til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.