Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 B 7 NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF  tökutilboð sem hér á landi fela gan ávinning fyrir yfirleitt nærri því á markaði áður en helsti ávinningurinn a í sumum tilfellum sem bréf voru ill- miklu magni. kutilboðum í Kaup- dag, en það eru til- taka og Baug. ánaðar var birt til- ands um væntanlegt ehf. í hlutafé Baugs hafði þá þegar eign- Að Mundi standa Gaumur ehf. og mur er í eigu for- ldu hans, Kaupþing dsfélagið Vor ehf., P ehf. og Ingibjörg Pálmadóttir. Þeir sem standa að Mundi lögðu bréf sín í Baugi inn í það félag á genginu 10,85. Sama gengi er í boði til annarra hluthafa Baugs og í tilboðinu segir að þetta sé hæsta verð sem Mundur hefur greitt fyrir bréfin. Síðasta gengi bréfa Baugs áður en tilkynnt var um yfirtökutilboðið var 10,80 og tilboðið því einungis 1⁄2% yfir síðasta gengi bréfanna. Í tilkynningunni um yfirtökutilboðið kom einnig fram að stefnt væri að því að taka hlutabréf Baugs af skrá Kauphall- arinnar í kjölfar yfirtökunnar. Sama dag var tilkynnt um frestun aðalfundar sem halda átti 20. maí, en aðalfundurinn verður haldinn á morgun. Yfirtökutilboðið kom formlega fram 21. maí og þar var greint frá því að Mundur hefði tryggt sér 74,08% eignarhlut í Baugi. Það kom einnig fram að Kaupþing hefði umsjón með tilboðinu, hver framtíðar- áform tilboðsgjafa væru fyrir félagið, auk ýmissa annarra atriða. Sviptingar hjá olíufélögunum Miklar sviptingar hafa verið hjá olíufélög- unum þremur að undanförnu. Eitt þeirra hefur verið afskráð, annað bíður afskrán- ingar og eftir mikil átök um það þriðja er eignarhald þess orðið þrengra en reglur Kauphallarinnar gera ráð fyrir. Vörðuberg ehf. keypti 29,85% hlut í Keri hf. hinn 19. mars síðastliðinn, en Ker hét áður Olíufélagið hf. Eigendur Vörðu- bergs eru Kjalar ehf., sem á 11,39% hlut í Keri, Sund ehf., sem á 9,57% hlut, Vogun hf., sem á 4,84% hlut, J&K Eignarhalds- félag ehf., sem á 3,02% hlut, og Fiskveiða- hlutafélagið Venus hf., sem á 0,67% hlut. Í tilkynningu til Kauphallarinnar kom fram að hlutir eigendanna yrðu lagðir inn í Vörðuberg, sem ætti þar með 59,44% eign- arhlut í Keri. Þar sem eignarhluturinn var kominn yfir 50% hafði myndast yfirtöku- skylda og í tilkynningunni kom fram að í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar yrði öðrum hluthöfum gert yfirtökutilboð innan fjögurra vikna. Þeim lögum sem þarna er vísað til hefur verið breytt og frá og með byrjun næsta mánaðar verður yf- irtökuskylda miðuð við 40% eignarhlut en ekki 50% eins og nú er. Fyrrnefnd kaup Vörðubergs fóru fram á genginu 12,00 en í opinberu tilboðsyfirliti sem birt var hálfum mánuði síðar var öðr- um hluthöfum boðið gengið 12,30. Vörðu- berg hafði hæst greitt 12,00 fyrir bréf í Keri á síðustu sex mánuðum og tilboðið var því nokkru hærra en hæsta verð sem fé- lagið hafði greitt fyrir bréfin. Afar lítil við- skipti voru með bréf Kers fyrir yfirtökutil- boðið, en tilboðsverðið var um 5% yfir síðustu viðskiptum. Kaupþing sá um til- boðið fyrir hönd Vörðu- bergs og rann það út hinn 2. maí síðastliðinn. Greint var frá því í tilboðinu að ætlunin væri að taka Ker af skrá Kauphallarinnar og jafnframt minnt á ákvæði um að Vörðu- berg öðlaðist rétt til að leysa til sín hluti annarra ef það eignaðist meira en 9⁄10 hluta í Keri. Þegar frestur til að taka tilboðinu rann út hafði Vörðuberg eignast 74,58% í Keri. Í lok maí hafði Vörðuberg aukið lít- illega við hlut sinn og gerði hluthöfum þá aftur tilboð á sömu kjörum og áður, en Vörðuberg hefur aukið hlut sinn síðan og á nú yfir 76% hlut. Sama dag var skýrt frá því í Kauphöllinni að fallist hefði verið á ósk stjórnar Kers um afskráningu á bréf- um félagsins. Stærsti hluthafi Kers fyrir utan Vörðuberg er Gerðir ehf., sem er í eigu félags sem aftur er í eigu móðurfélags Byko, Norvikur, og á 22,5% í Keri. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort Vörðu- berg mun eignast allt hlutafé í Keri. Olís að kveðja Kauphöllina Olíuverzlun Íslands hf., Olís, mun innan skamms fylgja á eftir Keri út úr Kauphöll- inni. Upp úr miðjum síðasta mánuði keypti FAD 1830 ehf. hlutabréf Hydro Texaco A/S og Kers hf. í Olís. Seljendurnir áttu jafnan hlut, samtals 70,93%. Eigendur eignarhaldsfélagsins FAD 1830 eru forstjóri og stjórnarformaður Ol- ís, auk þriggja framkvæmdastjóra félags- ins. Fyrirtækjaþróun Landsbankans er ráðgjafi kaupenda og sér jafnframt um fjármögnun kaupanna. Um leið og kaupin voru tilkynnt var skýrt frá því að stefnt væri að afskráningu Olís úr Kauphöllinni. Tíunda þessa mánaðar var eignarhlutur FAD 1830 í Olís kom- inn upp í 92,27% og tveimur dögum síðar gerði félagið öðrum hluthöfum yfirtöku- tilboð á genginu 10, sem var hæsta verð sem FAD 1830 hafði greitt fyrir bréf í félaginu og sama verð og Hydro Texaco og Ker höfðu fengið fyrir bréf sín. Lítil viðskipti voru með bréf Olís fyrir yfirtökutilboðið, en síð- ustu viðskipti fyrir tilboðið áttu sér stað nokkrum dögum áður en tilkynnt var um það og þau fóru fram á genginu 10,20. Yfirtökutilboðið er því heldur lægra en síðasta við- skiptaverð bréfanna, sem er sérstakt í ljósi þess sem menn eiga að venjast um yfirtökutilboð. Þar sem eignarhlutur FAD 1830 er kominn yfir 90% getur félagið leyst til sín þau bréf sem eru í eigu annarra. Fyr- irtækjaþróun Landsbankans sér um til- boðið, sem lýkur 10. júlí. Þröngt eignarhald Þegar síðasta ársuppgjör Skeljungs hf. var birt voru hluthafar félagsins 305, en samkvæmt reglum um skráningu verð- bréfa í Kauphöll Íslands skal fjöldi hlut- hafa í félögum á Aðallista vera að minnsta kosti 300. Hluthafahópurinn er því fá- mennur, en hann er líka þröngur í þeim skilningi að fáir eignaraðilar eiga nánast allt hlutaféð. Þannig eru rúmlega 85% hlutafjár í eigu fimm stærstu hluthafanna sem allir eiga yfir 1⁄10 hlutafjárins. Þannig getur þetta ekki verið til lengdar, því sam- kvæmt kauphallarreglum um skráningu á Aðallista verða að minnsta kosti 75% hlutafjárins að vera í eigu almennra hlut- hafa, en hluthafar með stærri eignarhlut en 1⁄10 teljast ekki til almennra hluthafa. Það er þess vegna spurning hvað verður um Skeljung, hvort eignarhaldið breytist, hvort félagið verður fært yfir á Vaxtarlista eða hvort félagið verður tekið af skrá Kauphallarinnar, ef til vill í kjölfar yfir- tökutilboðs. Unnið að nýjum reglum Skeljungur er þó ekki eina dæmið um fé- lag á Aðallista með þröngt eignarhald. Fé- lögin eru nokkur samkvæmt núgildandi skilgreiningu, en þetta getur verið spurn- ing um hvernig eignarhaldið er skilgreint, ekki síst þegar farið er að skoða tengsl milli eigenda. Þetta getur líka orðið álitaefni þegar kemur að yfirtökuskyldu, sérstaklega þeg- ar mörk yfirtökuskyldunnar færast úr 50% niður í 40% um næstu mánaðamót. Fyrirhugað er að í haust hefjist vinna við að endurskoða þær reglur sem gilda um yf- irtöku hér á landi og þá er gert ráð fyrir að meðal þess sem kemur til skoðunar séu tengsl milli eigenda og mörk yfirtökuskyldu, en þessi mörk eru víða lægri en hér á landi. Þau eru til að mynda 30% í Bretlandi. Búast má við að nýjar reglur líti dagsins ljós hér á landi eftir eitt til tvö ár og þær munu ef til vill mótast af fyrirhugaðri tilskipun Evrópusambands- ins um yfirtökur. Vinna við hana stendur yfir og stefnt er að því að ljúka henni á næsta ári, en ekki er útséð með hvort hún nær fram að ganga. Núgildandi reglur Þær reglur sem nú gilda um yfirtökur skráðra fyrirtækja hér á landi er að finna í V. kafla laga nr. 34/1998 um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða og í reglugerð nr. 423/1999 um yfirtöku- tilboð, sem styðst við ákvæði þeirra laga. Þessar reglur eru heldur rýrari í roðinu en reglur flestra þeirra landa sem við berum okkur helst saman við. Íslensku reglurnar byggja á dönsku reglunum en eru þó um- fangsminni. Sænsku reglurnar, sem sóttar eru til Englands, eru hins vegar mun ýt- arlegri og gera má ráð fyrir að þessar reglur verði hafðar til hliðsjónar þegar ís- lensku reglurnar verða endurskoðaðar. Meðal ákvæða sem gilda til að mynda í Svíþjóð en ekki hér á landi er að ef yf- irtökuskylda hefur myndast verður að gefa hluthöfum kost á að fá peninga fyrir hlutabréf sín. Hér á landi er hægt að nota hlutabréf sem greiðslu, en hlutabréf eru almennt ekki jafngild peningum, sér í lagi ef bréfin sem greitt er með eru ekki mjög seljanleg og keypti hluturinn er tiltölulega stór. Hlutlaust álit stjórnar Eitt af því sem ekki hefur þekkst hér á landi en tíðkast víða erlendis er að stjórn, eða valinn hluti stjórnar, í hlutafélagi sem gert er yfirtökutilboð í gefi álit á tilboðinu eða fái til þess hlutlausan aðila. Dæmi um slíkt vinnulag var nefnt hér að framan í dæminu um tilboð Soldier í Hamleys. Þetta var einnig gert þegar Kaupþing gerði yfirtökutilboð í JP Nordiska, en þá var Enskilda-bankinn fenginn til að leggja mat á tilboðið. Sömu sögu eru að segja frá Bandaríkjunum. Þar er hefð fyrir því að stjórnir skipi sérstaka nefnd úr sínum röð- um til að leggja mat á framkomið tilboð. Einnig er algengt að þær fái fjármálafyr- irtæki til að gefa álit sitt á tilboðinu. Álit stjórnar á yfirtökutilboðum skipta yfirleitt miklu máli og í Bretlandi er til að mynda sjaldgæft að yfirtökur nái fram að ganga án þess að stjórnin leggi blessun sína yfir þær. Sé yfirtaka reynd í trássi við vilja stjórnar er um fjandsamlega yfir- tökutilraun að ræða. Hagur minni hluthafa er vissulega ekki tryggður þótt reglum verði breytt, til að mynda með því að stjórnir gefi álit sitt á yfirtökutilboðum. Þó er ekki óeðlilegt að stjórnir taki að sér slíkt hlutverk eða fái til þess óháða aðila ef stjórnarmenn tengjast tilboðinu, því stjórnum ber að gæta hags- muna allra hluthafa, stórra sem smárra. dur Baugs .................. E r l e n d i s e r þ e k k t a ð s t j ó r n e ð a f j á r m á l a - f y r i r t æ k i g e f i h l u t - l a u s t á l i t á y f i r - t ö k u t i l b o ð i . .................. haraldurj@mbl.is ur hér á g erlendis runabylgjunni náðu ákveðin rðastöðu á tilteknum mörk- arri bylgjunni, sem stóð frá l markaðurinn hrundi í októ- u fyrirtækin ekki jafn sterkri kum mörkuðum og á fyrsta ðru tímabilinu urðu til sam- kja á ólíkum sviðum og á urðu skuldsettar yfirtökur íkt og á fjórða tímabilinu. rbankar réðu miklu um þró- tveimur tímabilunum, enda nuppspretta fjármagns, þeir mkeppni milli þeirra var minni rfræðingar linu, frá 1965–1969, var afar una og þá fóru, ólíkt því sem tímabilunum tveimur, minni ækjast eftir kaupum á stærri þessu tímabili urðu til stærri fyrirtækjasamsteypur en áður að hluta til vegna framþróun- æða og þeirrar sannfæringar mið höfðu slík fræði að þeir risafyrirtækjum í ólíkum greinum viðskiptalífsins. Um 25.000 fyr- irtæki hurfu af sjónarsviðinu í kjölfar sam- runa á þessu tímabili, en samkeppnisstaðan breyttist þó lítið þar sem samrunarnir fólust í gerð fyrirtækjasamsteypa en ekki í lárétt- um eða lóðréttum samrunum. Markaðurinn fór smám saman að efast um gildi þess að slá fyrirtækjum saman með þeim hætti sem gert var á þriðja tímabilinu og það ásamt lækkun hlutabréfamarkaðarins árið 1969 markaði endalok þessa tímabils. Fyrirtækjaskelfar Fjórða bylgjan var á árunum 1981–1989 og það sem einkenndi hana öðru fremur voru óvinveittar yfirtökur, en það eru þær yfirtök- ur kallaðar sem gerðar eru í óþökk stjórnar fyrirtækisins. Annað sem skildi þessa bylgju frá fyrri bylgjum var stærð samrunanna eða yfirtakanna, en á fjórða tímabilinu voru risa- fyrirtæki orðin veiðibráð fyrirtækjakaup- enda, eða ef til vill fyrirtækjaskelfa. Fyr- irtækjaskelfarnir högnuðust oft á því einu að reyna að taka yfir fyrirtæki, jafnvel þótt yfirtakan heppnaðist ekki. Þá var þáttur fjárfestingarbanka einkennandi, en fjárfest- ingarbankar ýttu undir samruna og fengu háa þóknun hvort sem var fyrir aðstoð við yf- irtöku eða við að verjast henni. Fullkomnari aðferðum var beitt en áður höfðu þekkst, bæði til að sækja að fyrirtækjum og eins til að verjast yfirtöku. Þá var ný fjármögn- unarleið við yfirtöku kynnt til sögunnar svo eftir var tekið; skuldabréf með hárri ávöxt- unarkröfu, svokölluð junk bonds. Skuldsett yfirtaka varð algeng og oft notuð til að kaupa skráð fyrirtæki af markaði og henni beittu bæði stjórnendur og utanaðkomandi fjárfestar. Fimmta tímabilið hófst upp úr 1990 og líklega má segja að það hafi staðið út þann áratug, en dregið hefur úr samrunum og yf- irtökum í niðursveiflunni á markaðnum á síðustu misserum. Frá 1990 hefur verið minna um óvinveittar og skuldsettar yfirtök- ur og meira um að fyrirtæki sameinist og noti hlutabréfaútgáfu til fjármögnunar. Samrunarnir hafa yfirleitt verið milli fyr- irtækja sem starfa á svipuðum sviðum og gerðir í þeim tilgangi að ná fram hagræð- ingu og styrkja markaðsstöðuna. Sumir þeirra hafa verið gríðarlega stórir, eins og til dæmis samruni America Online og Time Warner fyrir um þremur árum. menningshlutafélög

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.