Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 8
8 B FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR ÁHRIF verðmeiri krónu hafa skilað sér misjafnlega til neytenda að undanförnu. Á meðan innfluttar mat- og drykkjarvörur hafa lækkað í takt við lækkun á verði erlendra gjaldmiðla hefur verð á bifreiðum, fötum og skóm og fleiri vörum ekki breyst mikið, að því er fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka í gær. „Fjölgun lágverðsverslana, hag- ræðing í innkaupum, notkun geng- isvarna og fleiri þættir leiddu til þess að verð á fötum og skóm hækkaði ekki með lækkun á gengi krónunnar á árunum 2000 og 2001. Til að standa vörð um markaðs- hludeild sína við upphaf samdráttar leituðust fyrirtækin í greininni við að taka á sig gengisbreytingarnar og skerða þannig arðsemi og fram- legð. Nú á síðustu misserum, þegar krónan hefur verið að styrkjast, virðast fyrirtækin í greininni hafa leitast við að ná fyrri framlegð með því að breyta verði lítið. Það er þó ekki eina hugsanlega skýringin á því að verð hefur haldist uppi. Önnur skýring kann að vera sú að vaxandi kaupmáttur hvetur neytendur til að færa sig yfir í há- verðsverslanir en það þrýstir verði á fötum og skóm í vísitölu neyslu- verðs upp á við,“ að því er segir í Morgunkorni Íslandsbanka. Svipaða sögu má segja af fyr- irtækjum í innflutningi bifreiða, samkvæmt Íslandsbanka. Vöruvelta hefur áhrif „Á tímabili lækkandi krónu og mik- ils samdráttar í sölu tóku þau á sig talsvert af áhrifum hækkandi geng- is erlendra gjaldmiðla á innkaups- verð bifreiða mælt í krónum. Þetta hafa þau síðan verið að bæta sér upp á síðustu mánuðum, samhliða styrkingu krónunnar og því að markaðurinn er að taka við sér. Verð á innfluttum mat- og drykkjarvörum hefur hins vegar breyst mjög í takt við breytingar á gengi krónunnar. Líkleg skýring er m.a. sú að vöruvelta er mikil í sölu matvæla og ætla má að breytingar skili sér hratt í smásöluverð þar af leiðandi. Aðrir áhrifaþættir eru vafalaust til staðar en gengið virðist þó ráðandi þáttur í verðþróun síð- ustu ára. Af verðþróun á öðrum innfluttum vörum virðist vera um að ræða svipaða þróun og greina má í verðþróun á innfluttum bif- reiðum. Um er að ræða þætti á borð við heimilistæki og búsáhöld en einnig bensín og olíur. Geng- isbreytingar koma tiltölulega hægt fram í mörgum þessara liða og mun hægar en t.d. í matvörunni enda veltuhraðinn minni. Fyrirtækin virðast einnig draga úr áhrifum gengis á verðlagið með því að mæta gengisbreytingum með breytingum í framlegð. Ef verðþróun á bensíni og olíum er könnuð sérstaklega er ljóst að gengi krónunnar og verðþróun á erlendum mörkuðum eru afgerandi þættir í verðþróun á bensíni hér á landi. Þetta sést vel þegar sagan er skoðuð. Eflaust má greina tímabil þar sem framlegð eykst eða minnkar en fylgnin við tvo ofangreinda þætti er þó afger- andi. Heilt á litið virðist sem sú lækk- un sem orðið hefur á verði erlendra gjaldmiðla að undanförnu eigi eftir að skila sér að einhverju marki í verðlækkun innflutnings. Talað er um að tíminn sem það taki geng- isbreytingar að skila sér með þess- um hætti út í hagkerfið sé allt frá 12–24 mánuðum og að sá tími sé lengri í hagkerfum þar sem flot- gengiskerfi er við lýði en í hinum sem ekki búa við slíkt kerfi. Hækk- un á gengi krónunnar í upphafi þessa árs kann því að vera að skila sér inn í verðlagið eitthvað fram á næsta ár,“ segir í Morgunkorni Ís- landsbanka. Gengisbreytingar skila sér misvel til neytenda Á meðan innfluttar mat- og drykkjarvörur hafa lækkað í takt við lækkun á verði er- lendra gjaldmiðla hefur verð á bifreiðum, fötum og skóm ekki breyst mikið. FLUTNINGASTARFSEMI Eimskips í Rotterdam í Hollandi hefur vaxið fiskur um hrygg á síð- astliðnum 18 árum. Söluskrifstofa hf. Eimskipafélagsins í Rotterdam var sett á laggirnar árið 1985 og var fyrsta söluskrifstofa félagsins utan Íslands. Við stofnun voru starfs- menn níu en nú eru þeir nálægt 80 talsins. Í Rotterdam er stærsta höfn í Evrópu og ein sú stærsta í heimi en um hana fara í kringum 6,5 millj- ónir gámaeininga á ári hverju. Starfsfólk hjá Eimskip í Rotter- dam er af ólíku þjóðerni, enda mik- ilvægt vegna staðsetningarinnar að sem flest tungumál séu töluð. Í þessari annarri stærstu borg Hol- lands býr fólk af á annað hundrað þjóðernum. Flestir stærstu bankar heims eru með útibú í borginni og Eimskip getur flutt vörur um allan heim í gegnum Rotterdam. Að sögn Braga Þórs Marinósson- ar, yfirmanns starfsemi Eimskips í Hollandi og Belgíu, hefur þjónustu- stig hjá Eimskip smám saman verið að hækka og hann segir að nú sé unnt að bjóða alhliða flutningaþjón- ustu til og frá Rotterdam. Starf- semina segir hann snúast að miklu leyti um innkaup og að finna rétta þjónustuaðila fyrir viðskiptavini hverju sinni. Helgi Ingólfsson stýr- ir starfseminni í Rotterdam en Wim Lemmers er yfirmaður í Antwerp- en í Belgíu þar sem Eimskip rekur söluskrifstofu. Flutningar mikilvægir Segja má að lífæð Rotterdamborg- ar liggi um höfnina. Staflar af gám- um, gríðarstórir kranar og flutn- ingabílar eru algeng sjón þegar ekið er um. Skal engan undra að flutningastarfsemin er helsta at- vinnugreinin þar á bæ og borgin er í raun byggð upp í kring- um hina um- fangsmiklu hafnarstarf- semi. Höfnin í Rotterdam er sérstak- lega mikil- væg fyrir efnahag Hollands því flutninga- starfsemi í landinu skapar um 12% landsframleiðslu. Til samanburðar má nefna að hlutur sjávarútvegs nam rétt tæplega 12% af lands- framleiðslu á Íslandi á síðasta ári. Flutningarnir eru því álíka mikil- vægir fyrir Hollendinga og fiskur- inn í sjónum er fyrir Íslendinga. Til Rotterdam í 57 ár Í upphafi var starfsemi Eimskips nær einskorðuð við flutninga til og frá Íslandi og yfir Atlantshafið en nú nær tengslanetið um nær allan heim. Siglingar hf. Eimskipafélags Ís- lands til Rotterdam hófust árið 1946 með reglulegum hætti. Árið 1959 gerðist flutningafélagið Meij- er & Co’s Scheepvaartmij BV um- boðsaðili fyrir Eimskip í Hollandi. Það var svo árið 1985 sem söluskrif- stofa Eimskips í Rotterdam var stofnuð en hún var sú fyrsta sem fé- lagið stofnaði utan Íslands. Félag um rekstur starfseminnar, Eimskip Transport BV, var stofnað árið 1991 en fjórum árum síðar keypti félagið Gelders Spetra Shipping BV sem var alþjóðlegt flutningafyrir- tæki. Nýjar höfuðstöðvar starfsem- innar í Hollandi og Belgíu voru vígðar fyrir tveimur árum en þær eru rétt utan við Rotterdam. Skrif- stofan í Antwerpen í Belgíu er sjálf- stæð eining en er einnig hluti af Eimskip Transport BV. Eimskip í stærstu höfn Evrópu Starfsemi Eimskips í Hollandi hefur þanist út á undanförnum tveimur áratugum. Siglingar til Rotterdam hófust árið 1946 en fyrsta söluskrifstofa Eimskips erlendis var opnuð þar 1985. JEAN-Claude Trichet, seðla-bankastjóri Frakklands, var í gær sýknaður af ákæru um að hafa aðstoðað Cred- it Lyonnais- bankann, sem var þá í rík- iseigu, við að falsa bókhalds- gögn. Sýknu- dómurinn ætti að greiða götu Trichets til að taka við starfi seðla- bankastjóra Evrópu þegar Wim Duisenberg lætur af störfum hinn 9. júlí en hann hefur gegnt því starfi frá stofnun Seðlabanka Evrópu árið 1998. Trichet var ásamt átta öðrum frönskum bankamönnum og fjár- málasérfræðingum ákærður fyrir að hafa átt aðild að meintri yf- irhylmingu yfir tap sem varð á háum fjárhæðum er franski rík- issjóðurinn hljóp undir bagga með Credit Lyonnais í byrjun tí- unda áratugarins, er bankinn átti í miklum rekstrarerfiðleikum. Á þeim tíma var Trichet einn af æðstu mönnum franska fjár- málaráðuneytisins, en hans deild bar m.a. ábyrgð á eftirliti með ríkisreknum fyrirtækjum. Trichet sýknaður Jean-Claude Trichet HAGNAÐUR Hennes & Mauritz, stærstu tískuvörukeðju Evrópu, jókst umtalsvert á öðrum ársfjórð- ungi og salan í Bandaríkjunum jókst að sama skapi. Sænska tískuvörukeðjan, sem rekur 893 verslanir í 17 löndum, jók hagnað sinn fyrir skatta á öðrum ársfjórðungi um 20% og jókst sala keðjunnar um 7%. Hagnaður fyrir skatta nam 2,57 milljörðum sænskra króna, um 24,5 milljörðum íslenskra króna, á tímabilinu mars til maí. Salan nam 14,39 milljörðum sænskra króna sem svarar til 136,7 milljarða króna. Í tilkynningu frá Hennes & Mauritz kemur fram að viðtökur á nýjum mörkuðum hafi verið framar vonum en keðjan hefur nýverið opn- að verslanir í Póllandi, Tékklandi og Portúgal. Á síðari hluta ársins eru áætlanir um að opna 60 nýjar verslanir. Flestar þeirra verða í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Bretlandi og Spáni. Aukinn hagnaður hjá H&M vefsíðuhönnun, gagnagrunnar, grafík- og skipulagsverkefni. Fyrirtækið hefur hannað heildstætt kerfi upplýsinga- og leiðbeiningaskilta fyrir vegagerðina, sem eru sérstaklega ætluð ferðamönnum. S amhliða því hefur verið hannað mikið af sambærilegum upplýs- ingaskiltum meðal annars fyrir Ferða- málaráð, Landsvirkjun og Þjóðminjasafnið. Teikn á lofti hefur unnið að ýmiskonar veflausnum og hefur það meðal annars unn- ið vefverkefni fyrir Vegagerðina, Kirkju- garðasamband Íslands, Dalvíkurbæ, Lands- virkjun og Þórshafnarhrepp. Fyrirtækið hannar og þróar gagnagrunnstengdar kortalausnir á Netinu. Á skipulagssviði hef- ur Teikn á lofti unnið að ýmsum verkefnum á liðnum árum, m.a. Deiliskipulagi svæðis Háskólans á Akureyri, Aðalskipulagi Þórs- hafnarhrepps og Deiliskipulagi fyrir Öskju- svæðið. Á sviði þrívíddarhönnunar hefur fyrirtækið meðal annars unnið að jarð- gangaverkefni fyrir Vegagerðina. Halldór Jóhannson, framkvæmdastjóri HÖNNUNAR- og skipulagsstofan Teikn á lofti á Akureyri varð nýlega hlutskörpust í keppni um bestu markaðsáætlunina í verk- efninu Útflutningsaukning og hagvöxtur sem Útflutningsráð stóð fyrir, í nánu sam- starfi við Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, Bakkavör, Byggðastofnun og Samtök iðn- aðarins. Þetta er í þrettánda sinn sem keppnin er haldin og í ár voru 10 fyrirtæki sem tóku þátt. Þetta er þróunarverkefni fyrir stjórn- endur í litlum eða meðalstórum fyr- irtækjum sem eru með viðskiptahugmynd er varðar útflutning á vöru eða þjónustu. Verkefnið stendur yfir í 10 mánuði og sam- anstendur af vinnufundum, ráðgjöf, mark- aðsrannsóknum, kynnisferðum á markaði og stefnumótandi markaðsáætlunum. Teikn á lofti var stofnað árið 1997 á grundvelli HJ Teiknistofu sem stofnuð var 1984. Fyrirtækið er alhliða skipulags og hönn- unarstofa og meðal verkefna eru lands- lags-, mannvirkja-, skilta-, þrívíddar- og fyrirtækisins, sagði að þetta væri mjög góð viðurkenning á því að þeir væru á réttri braut og að jafnframt væri þetta góð kynn- ing innanlands gagnvart aðilum í viðskipta- lífinu á því að fyrirtækið vinni með fagleg- um hætti. „Við höfum alltaf haft það að leiðarljósi að vinna faglega og vanda okkar verk og þetta er góð staðfesting á því. Hóp- urinn sem tók þátt í keppninni í ár var mjög góður og mikið af hæfu fólki þar á meðal. Ég er því mjög stoltur yfir því að okkar áætlun hafi verið valin sú besta, þetta er gott klapp á bakið á okkur og hvatning til að vinna áfram í okkar mál- um.“ Teikn á lofti er að undirbúa erlenda markaðssókn með upplýsingakerfi fyrir einstaka kirkjugarða, en fyrir þá hugmynd fékk fyrirtækið verðlaun Útflutningsráðs. „Við erum að undirbúa erlenda markaðs- sókn með kerfi og aðferðafræði sem við höfum hannað. Þetta er kerfi fyrir einstaka kirkjugarða en við höfum mikið verið að vinna í kortakerfum og höfum meðal ann- ars unnið slík kerfi fyrir vegagerðina og Garðabæ en þetta er byggt á þeirri tækni.“ Stefnt að helmingsfjölgun Starfsmenn fyrirtækisins eru 10 en ef allar áætlanir ganga eftir er gert ráð fyrir að þurfi að fjölga starfsfólki um helming. „Við erum búnir að fá stuðning frá Nýsköp- unarsjóði til að vinna að þessu verkefni en það verður að segjast eins og er að sjóða- kerfið á Íslandi er afar slakt – við erum búnir að reyna frá því í nóvember að fá við- brögð frá framtakssjóðum en ekkert hefur enn komið út úr því. Fjárfestingarsjóðurinn Tækifæri hf. hér á Akureyri er að vinna í þessum málum með okkur og það kemur í ljós á næstu vikum hvernig það fer. Hug- myndin er sú að nýta þetta tækifæri til sóknar. Það gildir sama um þessa hugmynd og aðrar nýstárlegar hugmyndir að þær þola ekki að vera geymdar í skúffum svo mánuðum skiptir, því þá verða þær ekki lengur nýstárlegar þegar þær loksins koma upp aftur,“ segir Halldór. Hannar upplýsingakerfi fyrir kirkjugarða ◆

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.