Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 12
 '5D0DE '551E 5D*F G0'HG5I5E'5G " 2 * /5GA2'5G 122DE                     !" #$ ! % % &' ( % )*'+( #$%&? '(%)?')%*? '$%$? )%)?'(%+? /D0/" I E *5E5!6 ')%,? ')%&? #(%*? ')%+? -2/5GA2'5G 25"EJ NÝR loftferðasamningur á milli Evrópusambandsins og Banda- ríkjanna gæti orðið mikilvæg lyfti- stöng fyrir mörg flugfélög. Flugrekstur hefur átt undir högg að sækja á síðustu misserum og hefur hvert áfallið á fætur öðru dunið yfir. Verulega dró úr straumi farþega eftir hryðjuverkin í New York í september 2001 og síðar hafa áhyggjur fólks vegna styrjald- arinnar í Írak og bráðalungnabólg- unnar einnig orðið til að letja fólk til ferðalaga. Á það við jafnt um ferðir einkaaðila sem viðskipta- ferðir. Þannig tóku mörg banda- rísk fyrirtæki ákvörðun um það fyrr á árinu að draga eins og unnt væri úr ferðum starfsmanna sinna utan Bandaríkjanna af öryggis- ástæðum. Þá hefur bandarískum ferðamönnum til Evrópu fækkað mjög marktækt. Þar kemur þrennt til. Umræða í Bandaríkjunum um að Bandaríkjamenn séu ekki eins „velkomnir“ í Evrópu og þeir hafa verið. Er þá ekki síst vísað til póli- tískra deilna í tengslum við Írak. Í öðru lagi eru Bandaríkjamenn var- ir um sig vegna hættunnar á hryðjuverkum. Í þriðja lagi, sem er líklega ein mikilvægasta ástæðan, hefur hin veika staða dollarsins gert að verkum að það er hreinlega miklu ódýrara fyrir Bandaríkja- menn að ferðast á heimaslóðum en leggja land undir fót. Við þetta bætist veik staða efna- hagslífs heimsins síðustu misseri sem hefur haft veruleg áhrif á flug- rekstur. Mörg flugfélög berjast í bökkum og hafa orðið að draga mjög úr rekstri sínum. Flest af stærstu flugfélögum Bandaríkj- anna hafa átt í miklum rekstrarerf- iðleikum og er óvíst hvort þau munu öll lifa næstu árin af. Það er því ekki nema von að margir líti til nýs loftferðasamnings á milli Evr- ópu og Bandaríkjanna sem ljóss í myrkrinu. Hvergi er flugumferð meiri en yfir Norður-Atlantshafið. Samkeppnin hefur hins vegar tak- markast af því að tiltekin flugfélög hafa setið ein að ákveðnum leiðum. Nýr samningur gæti opnað leiðina fyrir því að flugfélög gætu flogið þaðan sem þau vildu og þangað sem vildu. Það myndi vissulega koma sér illa fyrir þau ríkisflug- félög (og þau fyrrum ríkisfélög sem eru nú að hluta eða öllu leyti í einkaeigu) sem hafa til þessa setið nær ein að ábatasömum flugleið- um. Væntanlega myndi ríkisflug- félögunum fækka ansi hratt og í Evrópu verða til risastór „evr- ópsk“ flugfélög rétt eins og United, Delta og American eru „banda- rísk“ flugfélög. Fyrir flugfarþega er líklegt að þetta leiði til þess að kostunum fjölgi og verðið lækki. Bandarískur flugrekstur hefur ekki síður verið „verndaður“ en sá evrópski var til skamms tíma. Sú vernd hefur hins vegar verið með öðrum hætti. The New York Times bendir réttilega á í forystugrein í gær að eitt af því sem stendur nú hvað helst í vegi fyrir nýjum loft- ferðasamningi séu reglur um eign- arhald á bandarískum flugfélög- um. Samkvæmt þeim mega erlendir eigendur ekki eiga meira en 25% af atkvæðabærum hluta- bréfum í bandarísku flugfélagi. Blaðið bendir hins vegar á að þessi „vernd“ hefur að mörgu leyti snú- ist upp í andhverfu sína. Þetta sé nú fyrst og fremst orðin vernd fyr- ir því að geta nýtt sér vel þegna innspýtingu af erlendu fjármagni í formi fjárfestinga. Í Evrópu eru svo ríki sem kjósa fremur tvíhliða samninga við Bandaríkin og önnur ríki þar sem þannig er hægt að standa vörð um forréttindi ríkisflugfélaganna. Frakkar gerðu þannig tvíhliða loft- ferðasamning við Kína fyrr á árinu þrátt fyrir að Evrópudómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu í fyrra að ríkjum væri óheimilt að gera tví- hiða samninga við Bandaríkin. Náist samkomulag um loftferða- samning gætu áhrifin orðið mikil og leitt til uppstokkunar á flug- rekstri austan hafs sem vestan. Opnun og uppstokkun Innherji skrifar Innherji@mbl.is LANDSBANKINN tilkynnti í gær að hann hefði lokið skuldabréfa- útboði að fjárhæð 200 milljónir evra, til tveggja ára. Í tilkynningu frá bankanum segir að annars vegar hafi tilgangur útboðsins verið endur- fjármögnun á eldri lánum og hins vegar fjármögnun vegna kaupa á Búnaðarbankanum International í Lúxemborg. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, segir að útboð- ið hafi gengið afar vel og viðtökur hafi verið mjög góðar. „Það er ánægjulegt að kjörin sem bankinn fær á þessum lánum eru með þeim bestu sem hann hefur fengið á síð- astliðnum árum,“ segir hann. Þá segir Halldór að bankinn hafi sett sér það markmið að landfræði- leg dreifing skuldabréfaútgáfunnar yrði sem mest. „Landsbankinn hefur staðið fyrir miklu markaðsátaki í sunnanverðri Evrópu og það skilaði sér í þessu útboði. Fram að þessu hafa þátttakendur verið að stórum meirihluta norðurevrópskir, en nú fór rúmur þriðjungur útgáfunnar til Ítalíu, auk þess sem umtalsvert fór inn í Frakkland, Benelux-löndin og Þýskaland. Þá fór einnig hluti útgáf- unnar til Spánar og Japans,“ segir Halldór. „Landfræðileg dreifing eykur öryggi fjármögnunar fyrir ís- lenska banka,“ bætir hann við. Útboðið fór fram undir EMTN- fjármögnunarramma bankans. Banca IMI og CDC IXIS Capital Markets höfðu umsjón með skulda- bréfaútgáfunni, auk Banco Santand- er Central Hispano. Önnur útgáfa á árinu „Þessi útgáfa var önnur stóra skuldabréfaútgáfa Landsbankans undir EMTN-fjármögnunarramm- anum á þessu ári en alls hefur bank- inn gefið út skuldabréf fyrir 592 milljónir evra undir fjármögnunar- rammanum á þessu ári. Allar þessar útgáfur hafa verið einstaklega vel heppnaðar, áhugi fjárfesta á skulda- bréfum Landsbankans hefur verið mikill, lánakjör einstaklega hagstæð og landfræðileg dreifing mjög góð,“ segir í fréttatilkynningu frá Lands- bankanum. LÍ gefur út skuldabréf á erlendum markaði AÐEINS tvær konur eru stjórnarformenn í skráðu hlutafélagi á Íslandi og engin kona er aðalmaður í bankaráði. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja sem skráð eru hjá Kaup- höll Íslands er tæp 7%. Konur koma saman á námstefnunni Hamhleypur í dag og nýverið var komið á fót kvennagagnabanka til að vekja athygli á kvensérfræðingum og gera krafta kvenna í atvinnulífi sýnilegri. Þegar kemur að eignarhaldi minni fyrir- tækja og frumkvöðlastarfsemi virðast konur standa höllum fæti að sögn Höllu Tómasdótt- ur, lektors við Háskólann í Reykjavík. „Það er margt að gerast en alveg ótrúlegt hvað það gerist hægt.“ Hún segir það land t.d. vera vandfundið sem hefur færri konur sem eig- endur fyrirtækja en Ísland. Tölur um eign- arhald í óskráðum einkahlutafélögum bendi til þess að 13% eigenda séu konur. Að sögn Höllu eru þessar tölur með ólíkindum þegar litið er til annarra landa. Í Japan er sama hlutfall til að mynda 25%, í Mexíkó 16% og í löndum innan Evrópusambandsins 25–33% en Halla segir að hæst sé hlutfallið í Bandaríkj- unum, um 38%. Fáar konur eru í stjórnum fyrirtækja sem skráð eru á opnum hlutabréfamarkaði. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem Bryndís Ís- fold Hlöðversdóttir, nemi í viðskiptafræði og stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, vinnur nú að undir yfirskriftinni Tengsl, eðli og völd nefnda, ráða og stjórna á vegum hins op- inbera og stjórna fyrirtækja á opnum hluta- bréfamarkaði. Samkvæmt hennar tölum eru konur innan við 7% af stjórnarmönnum í 86 skráðum fyrirtækjum hjá Kauphöll Íslands. Alls sitjar 393 karlar í þessum 86 stjórnum og 29 konur. Það þýðir að kona situr í stjórn þriðja hvers fyrirtækis að meðaltali. Í nið- urstöðu Bryndísar kemur fram að tvær konur eru stjórnarformenn í fyrirtækjum en engin kona stýrir bankaráði. „Ég spái því að eftir nokkur ár verðum við farin að sjá allt önnur hlutföll í þessu. Ég held að það sé ekkert óraunhæft að ætla að á næstu fimm árum sjáum við mikla breytingu. En konur verða þá líka að gefa kost á sér og taka þátt í þessum breytingum,“ segir Katrín S. Óladóttir, formaður Félags kvenna í at- vinnurekstri. Félagið var stofnað árið 1999 og segir Katrín að markmiðið frá upphafi hafi verið að gera konur í fyrirtækjarekstri sýni- legri. „Konur eru að gera góða hluti og eru að reka mjög öflug fyrirtæki. Þessi fyrirtæki skila drjúgum tekjum inn í þjóðarbúið,“ segir Katrín. Konur ekki komnar alla leið Að mati Elínar Sigfúsdóttur, forstöðumanns fyrirtækjasviðs Landsbankans, er ekki erfitt að vera kona í bankakerfinu. Elín heldur er- indi í dag á námstefnunni Hamhleypur sem IMG og Endurmenntun Háskóla Íslands standa að. Í samtali við Morgunblaðið sagðist hún ætla að fjalla um það hvar raunveruleg völd liggja. „Við ætlum að velta fyrir okkur hversu mikil völd fylgja peningum og taka sérstaklega fyrir konur og aðgengi þeirra að fjármálaheiminum,“ segir Elín. Konur í stjórnunarstöðum í bönkum eru ekki margar. „Stjórnendur í fjámálakerfinu eru flestir á miðjum aldri þó það sé kannski aðeins verið að yngja upp bankastjórahóp- inn,“ segir Elín sem er viðskiptafræðingur að mennt. „Þegar ég var í háskólanum voru örfá- ar konur í viðskiptafræði og lögfræði og nær engar í verkfræði. Þetta eru þær greinar sem hafa verið að skila stjórnendum inn til fjár- málafyrirtækjanna. Konur eru einfaldlega ekki komnar alla leið,“ segir Elín. Kvennaslodir.is Nýlega var kynntur kvennagagnabankinn www.kvennaslodir.is sem er hugsaður til að auðvelda fjölmiðlum, stjórnendum og öðrum leit að hæfum konum. Í gagnabankann verða skráðir kvensérfræðingar. „Við könnumst öll við þá klisju að það sé erfitt að finna konur til ábyrgðarstarfa og konur sem hafa sérþekk- ingu á ákveðnu sviði. Kvennagagnabankinn Kvennaslóðir er fyrst og fremst svar við þessu. Það hallar á konur víða í atvinnulífinu. Við vonumst til að þessi gagnabanki komi til með að rétta hlutfallið eitthvað af,“ segir Birna Þórarinsdóttir, starfsmaður Kvenna- slóða. Hún segir að þegar séu skráðar hátt í 200 konur. „Miðað við þau viðbrögð sem við höfum fengið þá vantar alls ekki konur sem eru tilbúnar til að fara í ábyrgðarstöður og koma sinni þekkingu á framfæri,“ segir Birna. Hallar á konur í viðskiptalífinu Hlutfall kvenna sem eru eigendur fyrirtækja er lægra á Íslandi en í Mexíkó. Um 7% stjórnarmanna fyrirtækja eru konur. EKKERT lát er á vinsældum galdrastráksins Harrys Potters. Kvikmyndirnar tvær sem þegar hafa verið gerðar um stráksa slógu jafnrækilega í gegn og bækurnar fjórar sem þegar hafa verið gefnar út. Í Hollywood eru nú uppi miklar vangaveltur um næstu myndir sem gerðar verða um Harry Potter og fé- laga hans, ef marka má frétt Reut- ers. Vitað er að myndirnar og sala á ýmsum vörum þeim tengdum hefur verið drjúg tekjulind fyrir AOL Time Warner-fjölmiðla- og afþrey- ingarveldið, en enginn veit hversu lengi er hægt að ganga á lagið. Eins og aðdáendur Harrys vita tekur skólaganga í Hogwarths- galdraskólanum sjö ár. J.K. Rowling hefur gefið það út að bækurnar verði alls sjö talsins. Ætla má að kvikmyndirnar verði jafnmargar. Vandinn er að leikaraliðið gæti ver- ið orðið of gamalt til að henta í nú- verandi hlutverk sín eftir nokkrar myndir til viðbótar. Miðar á tvær fyrstu myndirnar, Harry Potter og viskusteininn og Harry Potter og leyniklefann, seldust fyrir yfir 1,8 milljarða dala eða um 150 milljarða króna samanlagt. Fyrri myndin er önnur söluhæsta mynd allra tíma á eftir Titanic og síðari myndin er númer sex á sama lista. Talið er lík- legt að þriðja myndin, sem bera mun heitið Fanginn frá Azkaban, ryðji Jurassic Park úr þriðja sæti listans. Myndin kemur út sumarið 2004 en sú fjórða kemur út ári síðar. Áætlað er að hefja sýningar á fimmtu mynd- inni, sem gerð er eftir bókinni sem nú er beðið með óþreyju, 18 mán- uðum á eftir þeirri fjórðu, líklega í kringum áramótin 2006–7. Aðalleik- ararnir Daniel Radcliffe, sem leikur Harry sjálfan, Rupert Grint og Emma Watson, sem túlka hlutverk bestu vina hans; Rons Weasleys og Hermione Granger, eru á aldrinum 13–15 ára núna. Þegar gerð mynd- anna fimm verður lokið verða þau því orðin 17, 18 og 19 ára gömul. Og þá verða líklega tvær myndir eftir. Áhugi á bókunum virðist ekkert vera að dvína. Áhyggjur markaðs- sérfræðinga lúta frekar að alls kyns fylgivörum sem einnig hafa selst. Að sögn eiganda The Beanstalk Group, sem er einkaleyfisstofa vestra, gætu þessar vörur hætt að seljast ef aðal- leikararnir verða of gamlir. Hann segir að eftir því sem leikararnir eldist missi þeir fleiri áhorfendur úr yngsta aldurshópnum. Börn vilji síð- ur eignast Harry-vörur ef Harry er kominn með skeggrót. Úr vöndu er að ráða fyrir fram- leiðendur myndanna. Samningar við aðalleikarana þrjá renna út þegar gerð þriðju myndarinnar lýkur. Þá þarf að taka ákvörðun um hvort leikararnir eru orðnir of „gamlir“ til að leika niður fyrir sig í aldri og hvort það borgar sig fyrir AOL Time Warner, sem nýtur góðs af sölu ýmissa fylgihluta í tengslum við galdraæðið, að halda þessum þekktu andlitum eða sleppa þeim. Reuters Emma Watson, 13 ára, Daniel Radcliffe, 14 ára og Rupert Grant, 15 ára, eru aðalleik- arar galdramyndanna. Þau eldast eins og aðrir og af því hafa markaðsmenn áhyggjur. Harry Potter og fylgihlutirnir Hár aldur leikenda gæti minnkað sölu á ýmsum fylgihlutum merktum Harry Potter og dregið úr tekjum næstu mynda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.