Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR VINNSLUSTÖÐIN hf. í Vest- mannaeyjum og eigendur 54,47% hlutar Hugins ehf. hafa náð sam- komulagi um að stefna að sameiningu félaganna. Samningurinn er með fyr- irvara um að samningar takist milli Vinnslustöðvarinnar og Síldarvinnsl- unnar hf. um kaup Vinnslustöðvar- innar á 45,53% hlut Síldarvinnslunn- ar í Hugin. Fyrirtækið Huginn er starfrækt í Vestmannaeyjum og á og rekur sam- nefnt uppsjávarfrystiskip sem er 1.136 brúttórúmlestir að stærð, smíð- að í Chile árið 2001. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar, segir að Huginn eigi tæp 2% loðnukvótans hér við land, um 5% kolmunnakvótans og nokkurn síldar- kvóta, þar með talið í norsk-íslensku síldinni. Ef af sameiningu félaganna verði muni bæði loðnu- og kolmunna- kvóti Vinnslustöðvarinnar verða um 7% heildarkvótans og hlutur fyrir- tækisins í norsk-íslensku síldinni verði um 6%. Greitt með hlutafé Sigurgeir segir að rætt hafi verið við Síldarvinnsluna, eiganda minnihluta í Hugin, en samningum sé ekki lokið. Því sé enn óvíst hvernig fari, en hann sé vongóður um niðurstöðuna. Hann segir að kaupverð sé ekki gefið upp, en eigendum Hugins verði greitt með hlutafé í Vinnslustöðinni, enda sé ætl- unin að sameina fyrirtækin. Félagið eigi töluvert af eigin hlutum sem lík- lega verði notaðir í þessu skyni. Vinnslustöðin á sex skip fyrir, en ekkert þeirra er frystiskip líkt og Huginn. Um 190 manns starfa að staðaldri hjá fyrirtækinu, en starfs- menn eru fleiri þegar vertíð stendur yfir. Morgunblaðið/Kristján Huginn VE-55. Vinnslustöðin kaupir Hugin „Það er líklegt að við munum óska eftir að taka þátt í viðræðun- um. Við vorum þátttak- endur þegar evrópska flugmarkaðssvæðið var útvíkkað til Austur- Evrópu. En það er ekki hægt að segja á þessu stigi nákvæmlega hver okkar aðkoma verður að þessum samningi. Við mundum væntan- lega taka þátt í viðræð- unum með sama hætti eins og gert var varð- andi samningana við Austur-Evrópu,“ segir Þorgeir. Hann segir hið sama gilda um Norðmenn og Íslendinga. Þar sem Norðmenn séu ekki aðilar að ESB sé heldur ekki enn ljóst hver þeirra staða í þessum samningum verður en hann segir þjóðirnar tvær oftast hafa verið samstiga í þessum efnum. Óljóst um framhaldið Hann segir erfitt að spá um hvað fengist út úr aðild að loftferðasamn- ingi ESB við Bandaríkin. „Við erum með mjög hagstæðan „open skies“- samning við Bandaríkin og ekki er ljóst ennþá hvaða aukin réttindi þessi nýi samningur gæti fært okkur enda viðræðurnar varla hafnar. Samningur okkar við Bandaríkin er tvíhliða og hið sama gildir um önnur Evrópuríki. Evrópusambandið hefur ekki samið við þriðja aðila fyrir hönd sinna aðild- Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fékk nýverið umboð frá öllum aðildarríkjum til að hefja viðræður við Bandaríkin um marg- hliða samninga um loft- ferðir milli Evrópu og Bandaríkjanna. Að sögn flugmálastjóra, Þorgeirs Pálssonar, er ekki enn ljóst hver aðkoma Ís- lands að viðræðunum verður. Ísland er nú þegar með tvíhliða loft- ferðasamning við Bandaríkin líkt og önnur Evrópulönd. Næðust samningar við Bandaríkin þýddi það til dæmis að íslenskt flugfélag fengi mögulega að fljúga beint frá megin- landi Evrópu til Bandaríkjanna, án viðkomu á Íslandi. Réttindi sem nú- gildandi loftferðasamningar veita byggjast hins vegar á því að flogið sé um Ísland. Takist samningar myndu þeir hafa það í för með sér að hvaða flugfélag sem er, evrópskt eða bandarískt, gæti flogið til og frá hvaða flugvelli sem er innan Bandaríkjanna eða Evrópu. Í grein WSJ um samningana kemur fram að flugumferð milli Evrópu og Bandaríkjanna nemur um 40% allrar flugumferðar í heiminum. Þar segir að með samningum við Bandaríkin væri Evrópusambandið að endur- skrifa reglur sem gilt hafa um milli- landaflug og stuðla að opnun markaða í flugheiminum. arríkja fyrr. Hvað Evrópusambandið kemst langt í slíkum viðræðum er al- gerlega óljóst. Bandaríkjamenn eru ekkert endilega áfjáðir í að veita evr- ópskum ríkjum einhver aukin réttindi á samevrópskum grundvelli,“ segir Þorgeir. Nú miðað við ríkisflugfélög Að sögn Þorgeirs eru flestir samn- ingar af þessu tagi milli ríkja um flug- umferð tvíhliða, það er fjallað einung- is um loftferðir milli samningsaðila. „Flugheimurinn hefur í gegnum tíð- ina búið við mjög takmarkandi leik- reglur sem á sínum tíma voru settar upp til að vernda hagsmuni ríkisflug- félaga og í seinni tíð vanþróaðra ríkja. Þetta er allt annað ástand en ríkir til að mynda í flutningum á sjó, þar sem menn geta nánast siglt milli hvaða staða sem er í heiminum. Við getum hins vegar ekki flutt farþega eða vörur frá Kaupmannahöfn til Balti- more án viðkomu svo dæmi sé nefnt. Við verðum að tengja þetta flug sam- an í gegnum Ísland.“ Þorgeir segir flug milli Evrópu og Bandaríkjanna vera langstærsta markaðinn í flugi á alþjóðavísu. „Ef vel tekst til hjá Evrópusambandinu þá myndu þetta verða tímamóta- samningar. Það væri mjög merkileg- ur áfangi ef tækist að gera samning við Bandaríkin sem gilti um öll lönd innan Evrópusambandsins eða jafn- vel evrópska efnahagssvæðisins. En slíkar viðræður geta auðveldlega tek- ið langan tíma, jafnvel nokkur ár,“ segir Þorgeir. Þorgeir Pálsson Óljóst um aðild Íslands að loftferðasamningi MICROSOFT hefur lagt fram kærur á hendur 15 fyrirtækjum og einstaklingum í Bretlandi og Banda- ríkjunum vegna meintra sendinga á svokölluðum ruslpósti. Hinir kærðu hafa að sögn Microsoft sent við- skiptavinum fyrirtækisins um tvo milljarða óvelkominna tölvupósta. The Wall Street Journal hefur eftir talsmanni Microsoft vegna málsins, að fyrirtækið leggi nú mjög aukna áherslu á baráttuna gegn ruslpósti. WSJ segir að sendingum rusl- pósts hafi farið mjög fjölgandi á þessu ári og valdi það notendum Netsins óþægindum auk þess sem sum tölvukerfi yfirfyllist af pósti. Ruslpóstur hafi um síðustu mán- aðamót verið 48% alls tölvupósts, en þetta hlutfall hafi verið 22% ári áð- ur. Í ljósi mikillar aukningar rusl- pósts hefur verið rætt um það í Bandaríkjunum að setja lög sem banna slíkar sendingar og frumvarp þess efnis hefur nú séð dagsins ljós í fulltrúadeild þingsins. Þá tilkynntu AOL Time Warner og Yahoo í apríl um samstillt átak til að berjast gegn ruslpósti með nýrri tækni. Microsoft kærir sendendur ruslpósts Morgunblaðið/Sigurður Jökull EKKERT lát virðist vera á hneykslismálum hjá bandarískum fyrirtækjum. Nýverið var sagt frá því að Guidant, eitt stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna í fram- leiðslu hjartagangráða, hefði ver- ið sektað um 92,4 milljónir doll- ara fyrir að tilkynna ekki yfirvöldum tólf dauðsföll vegna gallaðrar framleiðslu fyrirtækis- ins. Þessi sekt, sem samsvarar tæpum sjö milljörðum króna, er sú hæsta sem fyrirtæki hefur þurft að greiða fyrir að tilkynna ekki galla á vöru til bandaríska matvælaeftirlitsins, FDA. Guid- ant játaði fyrir rétti að hafa leynt 2.800 tilfellum þar sem umrædd vara hefði bilað, en hún var síðan afturkölluð. Haft var eftir sak- sóknurum að fyrirtækið hefði brugðist trausti sjúklinga og stofnað heilsu þeirra í voða. Gengi hlutabréfa Guidant féll um 6% í kjölfar þessara tíðinda. Lán dulbúið sem tekjur Þá hafa þrír fyrrum starfsmenn orkufyrirtækisins Dynergy verið ákærðir fyrir að hafa ýkt hagnað þess. Það eiga þeir að hafa gert með því að dulbúa lán frá Citi- bank, Deutsche Bank og Credit Suisse First Boston bankanum sem rekstrartekjur. Starfsmenn- irnir, Jamie Olis, Gene Foster og Helen Sharkey, héldu þessum brellum leyndum fyrir stjórnar- mönnum og endurskoðendum. Saksóknarar segja að fleiri séu flæktir í málið og að vænta megi frekari aðgerða. Þriðja hneykslið var þegar fyrrum aðstoðarfjármálastjóri Network Associates játaði á sig brot á lögum um verðbréf. Hann viðurkenndi að hafa beitt brögð- um til að láta tekjur fyrirtækisins sýnast vera meiri en þær voru á þriggja ára tímabili. Eins kom í ljós að bandaríska fjármálaeftilitið, SEC, íhugar að höfða mál á hendur tveimur fyrr- um yfirmönnum Lucent fyrirtæk- isins, fyrir að hafa átt þátt í bók- haldsbrellum. Að sögn voru tekjur bókfærðar of snemma og því gaf bókhaldið ranga mynd af stöðu fyrirtækisins. Enn fleiri hneyksli vestra MEÐ sölu á 21 risabreiðþotu af gerðinni A380 til flugfélagsins Em- irates í Dubai náði Airbus stærsta sölusamningi um slíkar þotur sem gerður hefur verið. Aldrei hafa jafnmargar þotur af þessari stærð- argráðu verið seldar á einu bretti. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Virði samningsins eru 12,5 millj- arðar Bandaríkjadala eða yfir 1.000 milljarðar íslenskra króna. Ætla má að upphæðin sem Em- irates greiðir fyrir sé nokkru lægri þar sem flugvélaframleiðendur gefa jafnan afslátt þegar mikið magn er keypt. Emirates keypti alls 41 flugvél af Airbus; 18 A340-600 og tvær A340-500 en þessar gerðir eru mun minni en A380 þotan. Boeing og Airbus berjast hart um samninga við flugfélögin. Á Parísarflugsýningunni sem nú stendur yfir sakaði Boeing Airbus um að stunda „óáreiðanlega“ við- skiptahætti með því að auka fram- leiðslu í stað þess að skera niður. „Þegar eftirspurn minnkaði, dróg- um við verulega úr okkar fram- leiðslu til að styðja við okkar við- skiptavini,“ er haft eftir Alan Mulally, forstjóra Boeing. Hann telur Airbus vera að seinka „bata“ á flugmarkaði með því að draga ekki úr framleiðslu og ganga á eig- ið fé. Boeing hefur verið að draga saman seglin allt frá því 11. sept- ember 2001. Síðan þá hefur störf- um hjá fyrirtækinu fækkað um 35.000 eða meira en þriðjung. Að sölunni til Emirates meðtal- inni hefur Airbus selt 197 flugvélar á árinu en Boeing aðeins 36 vélar. Airbus selur fimmfalt á við Boeing Reuters YFIRMENN olíufélaganna Shell og BP standa nú frammi fyrir ásökunum um að þeir með óbeinum hætti hjálpi spilltum ríkisstjórnum í þróunarlöndun- um að skjóta undan olíugróða á meðan þegnar viðkomandi landa lifa í fátækt, en yfirmenn- irnir þurfa nú að svara fyrir þessar ásakanir hjá Evrópu- þinginu. Á meðal þeirra sem þrýst hafa á olíufyrirtækin að gera hreint fyrir sínum dyrum er Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Milljarður dollara týnist Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áætlar að í Angóla einu týnist eins milljarðs Bandaríkjadala virði af olíutekjum á hverju ári, á sama tíma og þrír fjórðu hlut- ar þjóðarinnar búa við algjöra fátækt. Á fundinum með forráða- mönnum olíufélaganna verður BP ásakað um að hafa ekki haldið heit sitt um bætta upp- lýsingagjöf um umsvif sín í Angóla. BP segir ekkert til í slíkum ásökunum. Í yfirlýsingu sem send var BBC sagðist félagið hafa birt í smáatriðum upplýs- ingar um skattgreiðslur sem það hefði reitt af hendi, sem og upplýsingar um bónusgreiðslur sem ætlaðar voru til að tryggja starfsleyfi til olíuvinnslu í land- inu. Gagnrýnendur segja að þörf sé á alþjóðlegri og bindandi lagasetningu um málefnið. Í frétt BBC segir að aðild- arþjóðir Evrópuþingsins komi til með að þrýsta á olíufélög- inBP og Shell um að styðja lagasetningu Evrópusam- bandsins um aukið gagnsæi í fyrirtækjarekstri og meiri ábyrgð félaganna. Greiðslur olíufyrir- tækja undir smásjá ESB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.