Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 0 . J Ú N Í 2 0 0 3 B L A Ð C  DANSAÐ VIÐ MJALLHVÍTI/2  BRENN- ANDI ÍÞRÓTTIR /2  ÞORSKASTRÍÐ OG ROKK/4  BALLETT ER LÍFSSTÍLL/6  KYNJAMÁL/7  AUÐLESIÐ /8  LITSKRÚÐUGT blómahaf setursvip sinn á náttúruna þessa dag-ana og er ekki síður blómlegt umað litast í tískuverslunum hér heima og erlendis, enda eru þeir ófáir tískuhönnuðirnir sem leita innblásturs í gróðri sumarsins og jafnvel naumhyggju- hönnuðir á borð við Yohji Yamamoto hafa heillast af rómantískum rósabreiðum. Rósin er líka það blóm sem reynst hefur hvað flestum hönnuðum innblástur, og nægir að nefna auk Yamamoto Banda- ríkjamennina Ralph Lauren og Betsey Johnson, enda er rósin fjölbreytileg og fell- ur jafn vel að rómantískri hönnun sem stíl- hreinni, framandlegri og frumlegri. Líkt og í görðum landsmanna er rósin þó langt í frá að vera eina blómið í tískuverslununum því hægt er að finna blómum skreytt klæði sem falla að smekk hvers og eins. Nægir að nefna hér hitabeltisblóm á borð við liljur, orkídeur og magnólíur, stílfærð lótus- og jasmín-blómamunstur sem eiga rætur sín- ar í brimbrettatískunni, kirsuberjablóm og tryggðarblóm í austurlenskum anda, sem og bláklukkur, fífla og körfublóm í hefð- bundnum rómantískum blómamynstrum. Að sögn Hilary Alexander, tískuritstjóra Daily Telegraph, verða blóma- munstrin líka verulega áberandi í sumar. Á þetta ekki hvað síst við um kjólatísku sumarsins sem gjarnan er undir áhrifum frá stífpressuðum bómullarkjólum sjötta og sjöunda áratug- arins. Klæðnaður tískudrósarinnar Carrie Bradshaw, sem Sarah Jessica Parker leikur í sjónvarpsþáttunum Beðmál í borginni, staðfestir þessa fullyrðingu Alexander. En Carrie sést gjarnan klædd kvenlegum blómum skrýddum kjólum í anda þess tíma. Blómlegir kjólar búa líka yfir þeirri breidd að geta verið kvenlegir, kynþokkafullir og fullorðinslegir á sama tíma og þeir geta verið hversdagslegir, rómantískir og um leið minnt á æskuna. Blómatískan er þá ekki ein- göngu bundin við kjóla og hægt að lífga upp á fataskápinn á margvíslegan annan máta. Blómum skreyttar töskur, bolir, bikiní, skór og jafnvel buxur með áprentuðu blómamunstri eru þannig víða að finna og ekki síð- ur tilvalin leið til að lífga upp á sumarið á íslensk- um rigningardögum. Sumarlegur kjóll í anda Pucci frá Oasis.Blómlegt um að litast Fínlegur shiffonbolur. Debenhams. Bleikar rósir frá Centrum. Silkikjóll með sam- tvinnuðu blóma og hring- munstri. Deben- hams. Blómlegur hattur frá Monsoon. Grænn blómakjóll frá Sisley. Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.