Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 4
DAGLEGT LÍF 4 C FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ GAMLA stofan heima á Nes-vegi, tæpri hálfri öld síðar.Sófasettið er ekki einastasömu gerðar, heldur er áklæðið nákvæmlega eins og í sama lit. Minnir að það hafi verið framleitt hjá Guðmundi blinda. Málverkið frá Þingvöllum, sem hangir fyrir ofan sófann, er sláandi líkt Þingvallaverk- inu sem hékk yfir sófanum heima. Standlampi með sveigjanlegum örm- um er þarna líka og sambyggt út- varpstæki með plötuspilara. Í útvarp- inu er verið að spila lagið „Við gengum tvö“ með Öddu Örnólfs, – eða var það kannski Erla Þorsteins- dóttir? Yfirþyrmandi nostalgía Fortíðarþráin, eða „nostalgían“, sem svo er kölluð, hellist yfir mann með yfirþyrmandi þunga og minning- arnar hrannast upp. Sá sem hér held- ur á penna var tíu ára árið 1957 og var að vakna til umhugsunar um lífið og tilveruna. Og það voru miklar hrær- ingar og gerjun á ýmsum sviðum á þessum árum. Kalda stríðið, Kefla- víkurgöngur, Akranes-KR, útfærsla landhelginnar í 12 mílur og unga fólk- ið hafði tekið ástfóstri við rokktónlist- ina. Í ganginum er gamall svartur sími og símaskrá frá 1957. Og auðvitað er flett upp á gamla símanúmerinu heima. Í barnaherberginu er ruggu- hestur úr tré og skopparakringla ásamt öðrum leikföngum sem algeng voru hér á landi á sjötta áratug síð- ustu aldar. Eldhúsið kemur líka kunnuglega fyrir sjónir, borðið og stólarnir, vaskurinn og borðbúnaður og á eldhúsbekknum er gamalt út- varpstæki, ekki ósvipað því sem var heima. Á borðinu liggur gamalt Morgunblað frá 2. september 1958, þar sem á forsíðu er greint frá ofbeld- isverkum breskra herskipa í íslenskri landhelgi. Baksíðan er líka helguð landhelgisdeilunni. Það ár geisaði nefnilega þorskastríð á Íslandsmið- um. Í dagbókinni má meðal annars sjá að þessa dagana hefur staðið yfir sýning á verkum Hafsteins Aust- manns í Listamannaskálanum og myndasagan um Ferdinand er á sín- um stað. Dagur í lífi Reykvíkinga Sýningin Dagur í lífi Reykvíkinga – sjötti áratugurinn, sem haldin er í Kornhúsinu í Árbæjarsafni, býður vissulega upp á nostalgíukast, að minnsta kosti fyrir þá sem komnir voru til vits og ára um og eftir miðja síðustu öld. Sýningin er sett upp af nemendum í sagnfræðiskor Háskóla Íslands, undir leiðsögn umsjónar- manns námskeiðsins „Miðlun sögu“, Eggerts Þórs Bernharðssonar, í sam- vinnu við Minjasafn Reykjavíkur – Árbæjarsafn. Af hálfu safnsins var Gerði Róbertsdóttur, sagnfræðingi og deildarstjóra sýningar- og fræðsludeildar safnsins, falið að sjá um málið. Gerður sagði að ætlunin væri að hafa sýninguna opna fram á fyrstu mánuði næsta skólaárs, og ef til vill lengur. Með því gæfist skólafólki tækifæri til að kynnast tíðarandanum í Reykjavík á síðustu öld. „Það getur stundum verið erfitt að vekja áhuga unglinga á fortíðinni því þeim finnst gamla bændasamfélagið dálítið „lummó“ og það höfðar ekki til þeirra. Það er kannski frekar að rokktímabil- ið sé spennandi í þeirra huga og þess vegna var ákveðið að umfjöllunarefn- ið yrði daglegt líf í Reykjavík á ár- unum 1950 til 1960,“ sagði Gerður þegar hún gekk með blaðamanni og ljósmyndara um sýninguna. Sýningin skiptist í þrjá megin- hluta: Í fyrsta lagi er heimili frá árinu 1958 og miðað er við þriðjudaginn 2. september, það er daginn sem land- helgin var færð út í tólf mílur. Hér er um að ræða sex manna fjölskyldu, hjónin Ingólf Guðmundsson flugvél- stjóra (f. 1916) og Ástu Þorsteinsdótt- ur húsmóður (f. 1926) sem eiga fjóra drengi á aldrinum 5 til 12 ára. Fjöl- skyldan leggur til persónulega muni, sem gefur heimilinu ákveðinn heild- arblæ, en ekki var hægt að endur- skapa heimilið í sinni upphaflegu mynd heldur var farin sú leið að reyna að smíða dæmigert heimili og reyna að fanga tíðarandann innan veggja þess, ekki aðeins með munum heldur einnig hljóði svo sem tónlist og útvarpsefni tengdu landhelgismálinu. Ekki verður annað sagt en þetta hafi tekist prýðilega, sem marka má af fortíðarþránni sem helltist yfir undir- ritaðan þegar hann gekk inn á heim- ilið. Gamlar hetjur Á öðru sýningarsvæðinu er fylgst með sex einstaklingum á mismunandi aldri á tilteknum tímum áratugarins. Valinn var ákveðinn dagur í lífi þeirra, sem ekki er endilega sá sami. Þarna er fylgst með Jóhönnu Þuríði Jónsdóttur (f. 1925) og leitast við að draga upp mynd af lífi húsmóður í Reykjavík miðvikudaginn 2. apríl 1958. Einnig er fylgst með fjölskyldu- föðurnum frá áðurnefndu heimili, Ingólfi, og dvalist við sunnudaginn 28. desember og fylgst með störfum hans á Reykjavíkurflugvelli og við smíði íbúðarhúss síns. Fylgst er með Birgi Scheving (f. 1941) fimmtudag- inn 29. maí 1958 og sérstök áhersla lögð á skemmtanalíf og afþreyingu, en Birgir var mjög áhugasamur um þá nýju tónlist sem var að festa rætur á Íslandi – rokkið. Fylgst er með Sig- ríði Jóhannesdóttur (f. 1943) þriðju- daginn 5. mars 1957 með áherslu á kvikmyndaáhuga, dans og félagslíf í skóla. Þá er fylgst með Guðfinnu S. Svavarsdóttur (f. 1950), þriðjudaginn 8. október 1957 þar sem hún er að hefja skólagöngu í Austurbæjar- skólanum. Loks er svo fylgst með Ólafi Sigurðssyni (f. 1951) við há- tíðahöld í miðbænum á sumar- daginn fyrsta árið 1956. Þetta sýningarsvæði vek- ur ekki síður upp fortíð- arþrá og skemmtilegar minningar en heimilið sem áður er getið. Þarna er dæmigerð skólastofa í reykvísk- um barnaskóla, miða- salan í Stjörnubíói og sjá má glefsur úr rokkmynd sem varð upphaf rokkæðis á Íslandi. Úr glymskratta hljómar lag með Fats Domino og í einu horninu er reimaður bolti og knattspyrnuskór. Fyrir ofan er mynd af KR-ingum, sem urðu Reykjavíkurmeistarar árið 1958. Þetta er allt eins og það á að vera. Á myndinni er Nunni fyrirliði með bik- arinn og allar gömlu hetjurnar. Þór- ólfur Beck er kominn í hópinn, upp- rennandi knattspyrnustjarna í Vesturbænum. Þarna eru líka skelli- naðra og gítar, og á veggjum hanga myndir af rokk- og kvikmyndastjörn- um þessa tíma. Við þetta má svo bæta að á efri hæð Kornhússins er myndbandssýning þar sem rætt er við það fólk sem fjallað er um annars staðar á sýning- unni. Auk þess eru sýndar ljósmyndir eftir Hans Malmberg, sem fengnar voru hjá Þjóðminjasafni Íslands, en þær eru aðallega frá árinu 1951 og teknar í Reykjavík. Sýningarskráin er unnin í samvinnu við Morgunblað- ið og umbrotið og leturgerð eins og í blaðinu á þessum tíma. Ennfremur er hægt að taka með sér blaðið Tíðar- andann, þar sem birtar eru áhuga- verðar blaðaúrklippur frá sjötta ára- tugnum. Þar er meðal annars greint frá rokkæði við Stjörnubíó, Man- chester United-slysinu og í einni fyr- irsögninni segir: „Landsspítalinn, Kleppur og fávitahælin yfirfull“. Svo eru líka auglýsingar sem sýna fata- tískuna á þessum tíma og þar á meðal er mynd af Ragnari Bjarnasyni, sem þá var að hasla sér völl sem einn vin- sælasti dægurlagasöngvari landsins, þar sem hann er að auglýsa svokall- aðar Cha-Cha-peysur. Sýningin vekur vissulega margar gamlar minningar og ánægjulegt að sjá hversu vel hefur tekist til með að ná fram þeim tíðaranda sem ríkjandi var í íslensku þjóðlífi á þessum árum. rokkog Í Árbæjarsafni hefur verið sett upp sýning þar sem reynt er að fanga tíðarandann í Reykjavík á sjötta áratug síðustu aldar. Sveinn Guðjóns- son skoðaði sýninguna og fortíðarþráin helltist yfir hann af miklum þunga. Arnaldur Halldórsson festi sýninguna á filmu. svg@mbl.is Fortíðarþrá í Árbæjarsafni 1 2 3 4 7 8 14 15 16 Þorskastríð, reimaður bolti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.