Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 6
DAGLEGT LÍF 6 C FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BALLETT hefur verið líf ogyndi Guðbjargar A.Skúladóttur allar göturfrá því hún var sex ára. Þá sá hún rússneska kvikmynd í Stjörnubíói, sem byggð var á ball- ettverkinu Svanavatninu, og þar með voru örlög hennar ráðin. Tveim- ur árum síðar var hún komin í ball- etttíma hjá Irmy Toft, danskættaðri ballerínu sem hélt einkaskóla uppi á fjórðu hæð í Tjarnargötu 4. Síðan lá leið Guðbjargar í balletttíma til Sig- ríðar Ármann og tíu ára var hún inn- rituð í Ballettskóla Þjóðleikhússins. En hvað er það við ballettinn sem heillar svona ungar stúlkur, fremur en stráka að því er virðist? „Það er örugglega hreyfingin og tjáningin sem heillar. Börn hafa mikla hreyfi- og tjáningarþörf og þessar mjúku hreyfingar í ballett- inum, þetta frjálsa tjáningarform með höndum og fótum og tónlistin höfðar því sterkt til barna og þá kannski sérstaklega til stúlkna. Mæður hringja gjarnan í skólann til mín og tjá mér að dætur þeirra séu út um alla íbúð að sveifla sér fram og til baka, tiplandi á tánum og mömmurnar spyrja mig þá hvort ekki sé bara best að senda þær í ball- ett? Ég mæli auðvitað með því enda tel ég að börn hafi mjög gott af því að dansa ballett. Ekki bara til að fá útrás fyrir hreyfi- og tjáningarþörf- ina heldur einnig til að læra að hlýða aga. Við byrjum með þau fimm ára og fyrstu mánuðirnir fara í að kenna þeim að standa í fallegri röð, bera virðingu hvert fyrir öðru og vera vinir. En það er synd hvað kemur lít- ið af strákum. Ég er viss um að drengir hefðu ekki síður gott af því að læra ballett og ég er viss um að þeir hafa líka þessa hreyfi- og tján- ingarþörf þótt þeir virðist einhverra hluta vegna bæla hana niður. Því miður, því það er fátt fallegra við ballettdans en einmitt góður karl- dansari. Hefðir og áhrif frá umhverfinu hafa þarna eflaust sitt að segja. Það er viðtekin skoðun að strákar eigi að fá útrás í fótbolta fremur en í ballett. Oft veigra foreldrar sér við því að senda strákana í ballett, jafnvel þótt þeir vilji það sjálfir, og ef strákar á annað borð láta sig hafa það að mæta forðast þeir að segja félögun- um frá því. Ég var með sjö ára strák í fyrra, mjög efnilegan, sem vildi sjálfur fara í ballett. Faðir hans var ákaflega ánægður með það því hann hafði sjálfan langað í ballett þegar hann var lítill, en þorði ekki. Þessi drengur hafði þvílíka hæfileika og tilburði til að dansa, góða hrynjandi, fallegar ristar og fallega framkomu í alla staði, að ég sá bara fyrir mér nýjan Helga Tómasson. En hann hætti eftir hálft ár og byrjaði að fara með strákunum í fótbolta. Synd, því þessi drengur hefði getað náð mjög langt sem ballettdansari.“ Dugleg en feimin „Ég bjó í blokk við Hjarðarhaga þegar ég var lítil stelpa og við fórum allar stelpurnar í blokkinni í ballett, um tíu stelpur sem byrjuðum saman. Smám saman heltist úr lestinni og við enduðum tvær saman, en hin hætti þegar ég fór til Noregs, sextán ára gömul. Það sem fleytti mér áfram í þessu var áhuginn og löng- unin til að verða ballerína. Ég var fljót að læra og fylgdist vel með. Kennarinn minn, Fay Werner, skrif- aði í umsögn um frammistöðu mína að ég væri dugleg, en alveg hrika- lega feimin, og það þyrfti ég að yfir- stíga. En ég held að maður yfirstígi slíkt aldrei. Maður verður bara að læra að lifa með því. Mér fannst ég aldrei nógu góð og sjálfsálitið hefði mátt vera meira. Ég var hins vegar alltaf sjálfstæð í skoðunum og ég held að það hafi hjálpað mér áfram á þessari braut.“ Guðbjörg stundaði ballettnám í Þjóðleikhússkólanum frá tíu ára aldri og þar til hún var orðin sextán ára. „Ég kláraði verslunardeild í Hagaskóla og viku síðar fór ég til Noregs. Einn af kennurum mínum í Þjóðleikhúsinu, Collin Russel, hvatti mig til að fara. Hann var í miklu uppáhaldi hjá mér, var svo hvetj- andi, fjölhæfur og kraftmikill að mig langaði að verða eins og hann, góður ballettkennari, enda hafði ég á þess- um tíma ekki trú á að ég gæti orðið góð ballerína. En ég taldi mig hafa ýmsa kosti til að bera til að verða góður kennari og þess vegna fór ég til Osló og hóf kennaranám í ball- ettskóla norsku Óperunnar.“ Á réttum stað á réttum tíma Guðbjörg telur það mikið happ að hafa farið til Noregs á þessum tíma. „Ég er stundum á réttum stað á rétt- um tíma. Einn af kennurunum þarna var Breti og hann hvatti mig til að fara til Englands. Hann sagði að ég ætti að láta á það reyna hvort ég gæti ekki orðið góð ballerína, áður en ég færi út í kennsluna. Hann sagði mér að einbeita mér að sjálfri mér og freista þess að verða góður dansari. Ég lét slag standa og fór, samkvæmt ábendingu frá breska kennaranum mínum, í nám hjá Madam De Vos. Hún var með mik- inn og stóran skóla og margir þekktustu dans- arar Evrópu höfðu ein- hvern tíma verið hjá henni. Ég var síðasti nemandinn sem hún út- skrifaði sem atvinnu- dansara. Þarna var ég tekin í einkakennslu, sautján ára gömul, og síðar sagði De Vos að hún sæi eftir að hafa ekki tek- ið mynd af mér þegar ég kom fyrst. Það varð svo mikil breyting á mér í vexti og þroska sem dansara á þess- um tíma. Með réttri vinnu formaðist líkaminn og það er einmitt það sem hægt er að gera í ballettnámi, með réttum vinnubrögðum. Þú breytir ekki beinalengdinni, en þú getur formað vöðvana á réttan hátt, og það var það sem De Vos gerði fyrir mig.“ Auk þess að vera í einkakennslu hjá De Vos stundaði Guðbjörg nám í Andrew Hardy School of Dancing og lauk þaðan öllum stigsprófum í ball- ettdansi, svokölluðu Royal Academy of Dancing. Æviráðning í Gautaborg Að loknu ballettnáminu í London fór Guðbjörg heim til Íslands, en gerði stuttan stans og var aftur kom- in út í hinn stóra heim fyrr en varði. „Ég keypti mér langan farseðil og ætlaði að hoppa á milli borga í Evr- ópu og leita að tækifærum sem dans- ari. Ég byrjaði í Osló, en það var ekkert sérstakt í gangi þar svo að ég fór yfir til Gautaborgar. Þar fékk ég vinnu við balletthóp Óperunnar og kunni strax ákaflega vel við mig. Þarna var hópur fjörutíu góðra dansara og góð stjórn á hlutunum. Eftir að hafa starfað þarna í hálft ár fékk ég lífstíðarsamning, sem sam- kvæmt sænskum reglum fól í sér að ég gæti dansað þarna við óperuna þar til ég yrði 45 ára gömul og þá farið á eftirlaun. Þetta var auðvitað mikil viðurkenning og ákaflega spennandi tilboð fyir unga ballerínu, ekki síst þar sem tilboðið var að und- irlagi Ulfs Gadd, stjórnanda Óper- unnar, og Elsu Mariann Von Rosen, sem var einn virtasti ballettdansari Evrópu. Svo skemmtilega vildi til að árið sem ég fæddist höfðu foreldrar mínir séð hana dansa í Kaupmanna- höfn og orðið mjög snortin. Þetta kom sér líka ákaflega vel því kærast- inn minn og tilvonandi eiginmaður, Þórarinn Kjartansson, var þá kom- inn til Gautaborgar í framhaldsnám í rekstrarhagfræði.“ Guðbjörg kveðst hafa haft mikla ánægju af starfi sínu við Gautaborg- aróperuna þótt það hafi vissulega verið erfitt og krefjandi. „Verkefnin voru óþrjótandi, góður og samhent- ur hópur. Við vorum á sviði fimm sinnum í viku öll þrjú árin sem ég dansaði þarna. Við tókum þátt í flestum óperum og óperettum auk þess sem mikið af klassískum ball- ettverkum var sett á svið. Og þessar sýningar gengu kannski í tuttugu til þrjátíu skipti, sem er mikill munur frá því sem tíðkast hér á Íslandi þar sem sýningar ganga mun skemur. Það er erfitt að halda sér í formi við slíkar aðstæður, en því miður býður markaðurinn hér ekki upp á meira. Ulf Gadd setti upp margar glæsileg- ar uppfærslur þarna, sem gaman var að taka þátt í. Hann var einstakur maður og mikill húmoristi. Hér heima er höfuðáhersla lögð á nú- tímaballett og ef ég á að vera alveg hreinskilin finnst mér að það mætti blanda þetta meira og taka klassísk ballettverk inn á milli. Það myndi ef- laust breikka áhorfendahópinn.“ Erfið ákvörðun Eftir að hafa dansað við Óperuna í Gautaborg í þrjú ár bauðst Guð- björgu samningur við hinn þekkta ballettflokk Óperunnar í Frankfurt og fékk hún þá leyfi frá Gautaborg- aróperunni, án þess þó að segja upp ævisamningnum. „Þetta var meirihátt- ar tækifæri, enda hafði mig lengi langað til að dansa í Þýskalandi. Frankfurtballettinn var einn virtasti ballett- flokkur heimsins á þess- um tíma og við dönsuð- um fjölmörg verk, bæði klassísk og nútímaverk. Meðal annars voru mörg verk eftir Bal- anchine og svo auðvitað verk gömlu meistar- anna. Að dansa í sextíu manna dans- flokki er einstök upplifun. Já, nánast forréttindi sem fáir atvinnudansarar verða aðnjótandi á sínum ferli. Flokkurinn ferðaðist einnig víða um Þýskaland og nokkrar sýningar voru teknar upp fyrir þýsku sjónvarps- stöðvarnar. Þarna var ég í tæp tvö ár en þá var ég orðin ófrísk að eldri syni mínum og fór í fæðingarorlof, en hélt þó samningunum, bæði í Gautaborg og Frankfurt. Þegar strákurinn var orðinn rúmlega eins árs tók ég þá ákvörðun að hætta al- veg að dansa. Ég fann innst inni að ég myndi ekki fara aftur á svið og þar spilaði inn í þessi meðfædda full- komnunarárátta, sem kemur meðal annars fram í því að vera annaðhvort heill og óskiptur í því sem maður er að gera eða sleppa því alveg. Þetta var erfið ákvörðun því segja má að ég hafi þarna verið á hátindi ferils míns sem dansari. Og fyrir mér var ballettinn ekki bara vinna heldur eins konar ástríða, eða öllu heldur lífsstíll. Ég valdi hins vegar móður- hlutverkið og vissi fyrir víst að ekki yrði aftur snúið á svið og sagði því upp báðum samningunum. Tveimur árum síðar fæddist svo yngri sonur minn.“ Þegar hér var komið sögu hafði Þórarinn, eiginmaður Guðbjargar, tekið við starfi framkvæmdastjóra Guðbjörg á sviðinu í Óperunni í Frankfurt, í balletverkinu Divertimento eftir Balanchine. Guðbjörg, lengst til vinstri, í hópi meðdansara við Óperuna í Gautaborg. Í Óperunni í Gautaborg. Nemendur í Klassíska listdansskólanum á nemendasýningu. Guðbjörg A. Skúladóttir lítur á það sem forréttindi að fá að starfa við ballettkennslu og sameina þann- ig áhugamál sitt og atvinnu. Hún segir Sveini Guð- jónssyni frá lífinu í heimi ballettsins, dansferlinum erlendis og starfinu í Klassíska listdansskólanum. Ballett er lífsstíll M or gu nb la ði ð/ G ol li

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.