Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 8
AUÐLESIÐ EFNI
8 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ANNELI Jäätteenmäki,
forsætis-ráðherra Finnlands,
sagði af sér embætti
síðast-liðinn miðvikudag. En
afsögn hennar kemur aðeins
tveimur mánuðum eftir að
hún varð fyrsta konan til að
gegna embættinu. Ástæðan
fyrir afsögninni var sú að hún
var staðin að því að hafa sagt
þingi og þjóð ósatt er hún
skýrði út hvernig leyni-skjöl
hefðu komist í hendur henni
fyrir þing-kosningarnar í
mars.
Búist er við að
samsteypu-stjórn
Miðflokksins, Sænska
þjóðar-flokksins og
Jafnaðarmanna-flokksins
muni sitja áfram. En líklegast
þykir að Matti Vanhanen
varnarmála-ráðherra og
vara-formaður Miðflokksins,
flokks Jäätteenmäki, tæki við
forsætisráðherra-embættinu.
Jäätteenmäki hélt því
fram, að hún hefði ekki
óskað eftir leyni-skjölunum.
En skölin notaði hún til að
klekkja á Paavo Lipponen,
þáverandi forsætis-ráðherra
og leiðtoga jafnaðarmanna.
Kvaðst hún hafa orðið mjög
hissa er henni bárust þau.
Sá, sem sendi henni þau,
Martti Manninen, skýrði hins
vegar frá því, að hún hefði
beðið um skjölin og gefið
honum upp óskráð faxnúmer
sitt.
Finnskir lögfræðingar
segja, að hugsanlega verði
Jäätteenmäki saksótt. Þá
geti hún átt yfir höfði sér allt
að tveggja ára fangelsi.
Reuters
Anneli Jäätteenmäki, forsætis-ráðherra Finnlands, sagði af
sér embætti á miðvikudag.
Talin hafa logið að þingi og þjóð
Finnski forsætis-
ráðherrann
sagði af sér Á MORGUN munu 779 mannsútskrifast frá Háskóla Íslands.
Er þetta stærsti hópur sem
hefur útskrifast frá skólanum
til þessa.
Mun fleiri konur en karlar
útskrifast frá skólanum í ár.
Þær eru 497, eða 64% allra
útskriftar-nema, en þeir
aðeins 282, eða 36%
útskriftar-nema. Munurinn á
milli kynjanna hefur aldrei
verið jafn-mikill.
Úr hjúkrunarfræði-deild
útskrifast 77 konur en enginn
karl. Í verkfræði-deild eru
karlarnir þó fleiri en konurnar.
Þeir eru 87 en þær aðeins 26.
Fleiri konur
en karlar
útskrifast
frá HÍ
Netfang: auefni@mbl.is
ÍSLENSKA lands-liðið í
knattspyrnu kvenna fór vel af
stað í undan-keppni
Evrópumóts lands-liða þegar
það lagði Ungverja, 4:1, á
Laugardals-velli. Þetta var
jafnframt fyrsti leikur liðsins
á stórmóti undir stjórn
Helenu Ólafsdóttur, sem tók
við þjálfun lands-liðsins
snemma árs.
Þá voru einnig margir
leikmenn íslenska liðsins að
stíga sín fyrstu skref með
lands-liðinu, m.a. Margrét
Lára Viðarsdóttir, 16 ára
stúlka frá Vestmanna-eyjum.
Hún skoraði fjórða mark
íslenska liðsins. Hin þrjú
mörk íslenska liðsins
skoruðu þær Ásthildur
Helgadóttir, Erla
Hendriksdóttir og Olga
Færseth. Ásthildur lék sinn
52. landsleik að þessu sinni
og hefur engin íslensk kona
leikið fleiri A-landsleiki.
„Ég er mjög ánægð með
sigurinn og gott að byrja
mótið með sigri. Það var
samt tauga-titringur hjá
okkur, sérstaklega í fyrri
hálfleik, og við þurfum að
slípa liðið betur saman,“
sagði Ásthildur, fyrirliði
liðsins, í leikslok.
Auk Ungverja eru Rússar,
Frakkar og Pólverjar í riðli
með íslenska lands-liðinu í
undankeppni EM. Næst
leikur íslenska liðið við
Rússa. Sá leikur fer fram ytra
9. ágúst.
Morgunblaðið/Golli
Íslenska liðið sigraði Ungverja með fjórum mörkum gegn einu.
Stórsigur á Ungverjum
KEPPNINNI Sterkasti maður
Íslands lauk á
þjóðhátíðar-daginn, 17. júní,
en sigurvegarinn var
Benedikt Magnússon.
Benedikt er aðeins 20 ára
og æfir kraft-lyftingar. Hann
sagðist þakka krafta sína
góðum mat og miklum
æfingum.
Keppnin um sterkasta
manninn stóð í þrjá daga.
Meðal keppnis-greina var
drumba-lyfta. Þar lyfta
keppendur 100 kílóa
tré-drumbi yfir höfuð sér og
sigrar sá sem lyftir
drumbinum oftast.
Keppendur þurftu líka að
draga 18 tonna trukk sem
þeir festu við sig með beisli
og drógu áfram. Síðasti
keppnis-liðurinn var svo
burður Húsafells-hellunnar.
En þessi stóri steinn, sem er
186 kíló að þyngd, er þá
borinn eins langt og menn
geta. Sá sem bar steininn
lengst komst 68 metra áður
en hann gafst upp.
Sterkasti
Íslendingurinn
Hérna heldur Benedikt á
Húsafellshellunni. En hellan
er 186 kíló að þyngd.
ÞÝSKUR smygl-hringur
smyglaði 15 kílóum af hassi
til Íslands í fyrra-sumar.
Hassinu var smyglað með
ferjunni Norrænu en
smyglararnir földu það í
húsbíl um borð í ferjunni.
Þeir ætluðu að smygla 50
kílóum af hassi til viðbótar
nokkrum mánuðum seinna.
Sú sending átti einnig að fara
með skipi, en þó ekki
Norrænu. Það tókst ekki þar
sem lögreglu-yfirvöld fundu
hassið áður. Það fannst í bíl
á landa-mærum Spánar og
Frakklands.
Tíu manns hafa verið
handteknir vegna þessa
máls, á Íslandi, í Þýskalandi
og á Spáni. Tveir sitja í
gæslu-varðhaldi hér á landi
og bíða dóms.
Hassi var smyglað með Norrænu síðasta sumar.
Smygluðu hassi með Norrænu
LAUNABIL milli karla og
kvenna er meira á Íslandi en á
hinum Norður-löndunum.
Þetta kemur fram í skýrslu frá
Norrænu ráðherra-nefndinni.
Á öllum Norður-löndunum
voru laun kvenna lægri en
laun karla árið 2000. Á Íslandi
höfðu konur í laun 79% af því
sem karlar höfðu. Í Noregi
höfðu konur í laun 80% af því
sem karlar höfðu. Sænskar
og finnskar konur höfðu í laun
82% af því sem karlar höfðu.
Á Norður-löndunum hefur
munur á launum karla og
kvenna lítið breyst frá 1990.
Laun íslenskra kvenna hafa
þó hækkað lítillega miðað við
laun karla á þessu tímabili.
Árið 1990 voru þau 76,1% af
launum karla, en 79% 2000.
Laun
kvenna
mun lægri