Morgunblaðið - 20.06.2003, Síða 3

Morgunblaðið - 20.06.2003, Síða 3
leika smáhlutverk í fimm myndum, meðal annars prest í myndinni Tales of the Gimli Hospital.“ Æskuvinkonan heimsfræg Það er ekki svo langt síðan að Ron fékk að vita að æskuvinkonan, Krist- ín Sölvadóttir, var fyrirmynd að Mjallhvíti, en hann hafði ekki séð bókina á íslensku fyrr en undirritaður færði honum hana fyrir skömmu. Kristín fór vest- ur sem barnfóstra hjá læknishjónum 1928 og bjó hjá ættingjum vestra í um fjögur ár. Síðan hélt hún aftur til Íslands, gekk í hjónaband 1939 og eign- aðist fimm börn, en hún dó 1981. Sig- rún Kristín Skúladóttir, dótturdóttir hennar, fór til Winnipeg með Grad- ualekór Langholtskirkju 1999 og heimsótti þá Ron en það voru fyrstu samskipti hans við fjölskylduna í nær 70 ár. „Við Kristín vorum mikið sam- an, einkum sumar- ið 1930,“ segir Ron. „Um 60 árum síðar kom Gene Walz, prófessor við Manitobaháskóla, til mín og sagðist vera að gera bók um Charles Thor- son, sem hefði skapað Mjallhvíti. Hann sagðist hafa heyrt að ég ætti mynd af mér með fyrirmyndinni og óskaði eftir að fá hana lánaða í bók- ina.“ Bókin Cart- oon Charlie, The Life and Art of Animation Pioneer var síðan gefin út í Winnipeg 1998. Charles Thorson var ættaður úr Árnessýslu, en foreldrar hans, Stef- án Þórðarson og Sigríður Þórarins- dóttir, fluttu þaðan til Kanada 1887. Hann fór aldrei dult með það að hann var hrifinn af Kristínu, sem var um tveggja ára skeið þjón- ustustúlka á Wevel Café við Sargent, en áður en hún fór til Íslands vann hún í grennd við Niagara- fossa. Charles sat löngum stundum á kaffihúsinu við Sargent og teiknaði af henni myndir en hafði ekki erindi sem erfiði. „Hann var 42 ára en ég var á sama aldri og Kristín eða um tvítugt og hún vildi frekar vera með mér,“ segir Ron og dregur fram mynd eftir Charles þar sem listamað- urinn úr Árnessýslu er á biðilsbux- unum fyrir framan Kristínu. Í þessu sambandi er rétt að geta þess að svo virðist sem samband Kristínar og Charles hafi síðar verið heldur nán- ara, því í bréfi frá Fríðu frænku hennar í Winnipeg kemur fram að hún og Hjálmur, maður hennar, vilji aðstoða Kristínu í fyrirhuguðu brúð- kaupi hennar og Charles og Hjálmur vilji vera svaramaður hennar. „Krist- ín var indæl stúlka og ég var hreyk- inn þegar ég frétti að hún var í raun og veru Mjallhvít, og það var ánægju- legt að geta veitt Walz aðstoð við gerð bókarinnar.“ Ron segir að þótt hann hafi átt gott samband við Kristínu hafi verið ljóst frá byrjun að leiðir þeirra myndu skilja á ný. „Hún kom hingað til að læra ensku og ætlaði aðeins að vera í tvö ár og þeirri ákvörðun varð ekki breytt þótt dvöl hennar í heildina hafi verið eitthvað lengri. Ég var reglu- legur gestur á Wevel Café, en þar mátti fá kaffi og eplaköku fyrir 35 sent á þessum árum. Við náðum fljót- lega saman og byrjuðum að fara sam- an í bíó og svoleiðis en hún lagði alltaf áherslu á að hún ætlaði aftur til Ís- lands. Þess vegna héldum við að okk- ur höndum, en við vorum mjög góðir vinir. Það var gaman að vera með Kristínu og hún var alltaf vel til höfð. Naut þess að vera vel klædd. Það var auðvelt að kynnast henni og það er gaman að eiga loks bókina um Mjall- hvíti á íslensku.“ Dansinn dunar Ron, sem hefur búið á Betilstöðum í 15 ár eða síðan húsið var reist, segist hafa tekið ófá danssporin í faðmi Mjallhvítar fyrir meira en 70 árum en hann dansi ekki lengur. „Ég var í skipulagsnefnd hússins og kom með- al annars í veg fyrir að arkitektinn fengi því framgengt að hafa teppi á öllum salnum. „Hvar eigum við að dansa?“ spurði ég, og fékk dansgólf- ið. Við Kristín dönsuðum saman og mér þótti gaman að dansa en ég hætti að dansa fyrir ári og afsökun mín er sú að ég á enga dansskó.“ „Kristín var indæl stúlka og ég var hreykinn þegar ég frétti að hún var í raun og veru Mjallhvít.“ steg@mbl.is Brian Arnason í versluninni Tip Top í Gimli selur afurðirnar frá Ron Eyjolfson. Ron Eyjolfson býr til íslenskt skyr, brauð og rúllu- pylsu í eldhúsinu sínu. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Charles Thorson teiknaði þessa mynd í minningabók hjá Sigrúnu, dóttur Kristínar Sölvadóttur. DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 C 3 sér á snjóbretti og skauta- ferð á Tjörnina teldist ekki til mikils afreks. Í 16. og síð- asta sæti á þessum lista eru útreiðar en á hestbaki getur maður brennt 285 kaloríum á klukkustund. Tennis og golf teljast lík- lega til tískuíþrótta um þess- ar mundir. Tennis er í tólfta sæti listans og í einliðaleik er hægt að brenna um 400 kal- oríum ef færni hef- ur verið náð. Golf krefst ekki mikils lík- amlega þó að langan tíma geti tekið að ná tækninni. Gönguferðin á golfvell- inum er þó nokkurs virði þar sem hægt er að brenna 300 kaloríum á klukkustund. Neikvæðar hliðar á golfiðkun eru þær að önnur hlið líkamans er ofnotuð en frægir golf- leikarar eins og Seve Ballesteros þjást af bak- verkjum eftir að hafa sveiflað kylfunni í sömu átt í mörg ár. hreinsiklútar fjarlægja andlits- og augnfarða á augabragði Í hreinsiklútunum er andlitsvatn og kamilla, sem hefur róandi og nærandi áhrif á húðina og viðheldur réttu rakastigi hennar. Fást í apótekum og stórmörkuðum. Dr. Fisher hreinsiklútarnir eru ofnæmisprófaðir og henta öllum húðgerðum. COLOUR DYNAMITE M ag g iG NYTT! COLOUR DYNAMITE Aðeins ein umferð sem þornar á svipstundu með hámarks lit. ´ Tassara notar Colour Dynamite Rosa Fuchsia nr.705. Mögnuð útkoma: Örsmá litarefni mynda vel þekjandi liti. Algjör litasprengja. Acidophilus H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Fyrir meltingu og maga FRÁ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.