Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 7
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 C 7 angri í við- skiptum, að eiga heimili og fjölskyldu og að gera allt vel. Út frá þessu hef ég nálgast við- fangsefnið í öll þessi ár.“ Í erindinu í gær fjallaði dr. Strother um muninn á konum og körlum og á því hvernig kynin tjá sig en hún hefur leitað orsaka á mis- muninum. „Kynin alast upp í mis- munandi menningu, karlamenningu og kvennamenningu,“ segir hún. „Við höfum skoðað muninn sem byrjar að myndast í bernsku þegar börn eru alin upp á mismunandi hátt eftir því af hvoru kyninu þau eru.“ Hún bendir á að kynin alist upp í mismunandi menningu líkt og fólk í tveimur löndum alist upp í mismun- andi menningu. Hún tekur fram að ástæðu fyrir kynjamuninum megi rekja bæði til líf- fræðilegra þátta og uppeldis og mótunar. Að koma í veg fyrir misskilning Dr. Strother beinir sjónum einnig að sam- ræðum og misskilningi sem skapast vegna þess á hversu ólíkan máta kynin tjá sig. „Ég hef skoðað þennan mun, sérstaklega fyrir konur í viðskiptalífinu, og kem í erindinu með til- lögur um hvað ætti að gera á vinnu- stöðum til að koma í veg fyrir mis- skilning í samskiptum.“ Hún segir að nauðsynlegt sé fyrir bæði kynin að huga að breytingum og aðlögun til að bæta samskipti og koma í veg fyrir misskilning. „Skilaboð mín eru að hvor hópur fyrir sig þurfi virki- lega að skilja hinn betur og ef mað- ur skilur allt sem liggur á bak við það sem sagt er verður auðveldara að viðurkenna eitthvað af mismun- inum.“ Þessar leiðir taka bæði til mál- notkunar og líkamstjáningar. Dr. Strother ráðleggur konum t.d. að reyna að láta röddina hljóma sterka og aðgreinandi, forðast að nota kraftlaus lýsingarorð eins og indælt eða yndislegt, spyrja ekki óþarfa spurninga, forðast að blóta og forð- ast að vera óljós í orðalagi eins og „ég held“ eða „kannski myndi þetta virka“. Það síðastnefnda telur hún mikinn galla á því hvernig margar konur tjá sig og virka eins og þær vilji koma sér hjá að taka afstöðu, þótt það sé ekki það sem þær ætli sér, en veldur oft misskilningi. Dr. Strother fjallar einnig um lík- amstjáningu og hvernig hún getur leitt til misskilnings og mistúlkunar. „Konur eru þar mun verr staddar vegna þess hvernig okkur hefur verið innrætt að nota líkamstján- ingu. Þar getum við breytt ýmsu.“ Sem dæmi nefnir hún að konur myndi oftar sterkt augnsamband og kinki kolli og brosi þegar aðrir tala. „Skilaboðin sem við viljum gefa með því að brosa og kinka kolli eru „já, ég er að hlusta og ég skil hvað þú ert að segja, haltu áfram“. Karl- maður sem hefði þessa líkamstján- ingu myndi vilja senda skilaboðin: „Já, ég er alveg sammála því sem þú segir.“ Karlmaður les svona líkams- tjáningu þannig, en þetta eru tvær gjörólíkar túlkanir.“ Með því að vera sér meðvit- andi um þennan mis- mun, geta karlar og konur skilið hvert annað betur, hvort sem er heima eða á vinnustað, að sögn dr. Strother. Hún bendir á að orðanotkun sé oft ómeðvituð en að tungumálið sé spegill samfélagsins. Í erindi sínu varpaði hún fram þeirri spurningu hvort munurinn á samskiptamáta kynjanna og túlkunum þeirra, gæti átt sinn þátt í því að konur væru enn svo fáar í stjórnunarstöðum. Almennar staðhæfingar til að auka skilning Dr. Strother er spurð hvað hún segi þeim sem mótmæla því að kyn- in séu aðgreind á þennan hátt, þau séu ekki svo ólík eftir allt saman? „Auðvitað á þetta ekki við um allar konur eða alla karla, frekar en mað- ur getur alhæft um alla Íslendinga eða alla Japani. En til að auka skiln- ing þarf að setja fram almennar staðhæfingar.“ Hún segir að mark- miðið sé ekki að fólk breytist heldur að það fái betri skilning á því sem er að gerast. Hún segist nálgast við- fangsefnið á allt annan hátt en bók- in víðlesna um konur frá Venus og karla frá Mars, sem hún telur frekar öfgafulla og bendir á að það sem hún hefur skoðað byggist á mun traustari rannsóknum. Hún hefur sjálf gert rannsóknir á þessu sviði auk þess að safna rannsóknar- gögnum frá fjölda annarra fræði- manna, einkum innan félagslegra málvísinda. „Við getum auðveldlega séð kynjamuninn út frá öllum þeim upp- lýsingum og þá er auðveldara að finna leið til að brúa bilið og skilja muninn. Við höfum leitað leiða til að eiga samskipti með meira sjálfs- trausti og ganga úr skugga um að skilaboðin séu skilin af hinum að- ilanum,“ segir dr. Strother. Hún nefnir dæmi um mismunandi orðalag karla og kvenna. „Karl- maður segir: „Mér líkar þessi hug- mynd, þetta er mjög góð hugmynd, gerum þetta.“ Kona myndi oftar segja: „Ég held að það sé ágætt að gera þetta, ertu ekki sammála?“ Eða: „Þetta myndi líklega virka, heldurðu það ekki?“ Þannig getur orðanotkunin látið líta svo út að það sem konan segir sé óljóst og hún sé óákveðin. Konur nota svona orðalag miklu oftar en karlar. Það er eins og við leitum að samþykki og afleið- ingin er að við hljómum ekki mjög sjálfsöruggar, þrátt fyrir að við séum það í raun. Konur og karlar á viðskiptafundi eru öll jafnklár og hafa sömu hæfileika, en tjáningar- mátinn verður svo kannski það sem skilur á milli og veldur misskiln- ingi,“ segir hún. Að mati dr. Strother er grund- vallarmunurinn á körlum og konum fólginn í því að fyrir körlum er lífið samkeppni en fyrir konum er lífið samfélag. „Þetta er grunnur þess sem ég fjalla um. Karlar eru að berj- ast og það eru alltaf sigurvegarar og þeir sem tapa. Karlar forðast að missa stöðu sína. Hins vegar virðist markmið kvenna vera að allir séu ánægðir og við viljum viðhalda sam- böndum. Að sigra er okkur yfirleitt ekki eins mikilvægt og körlum,“ segir dr. Judith Strother að lokum. samfélag kvenna VERTU metin af því sem þúsegir frekar en að veraekki metin fyrir þaðhvernig þú segir það. Þetta eru orð bandarísku málvís- indakonunnar dr. Judith Strother, sem hún beindi að íslenskum konum á kvenréttindadaginn 19. júní. Hún fjallaði um muninn á því hvernig karlar og konur tjá sig í erindi sínu, „Using Lang- uage to Bridge the Gender Gap“ eða „Tungumálið notað til að brúa kynjabilið“, á námstefnunni Ham- hleypur, konur í at- vinnulífinu, en nám- stefnan var haldin á vegum IMG og Endur- menntunar Háskóla Íslands. Dr. Strother er menntuð í viðskiptum og stjórnun og hefur m.a. MBA- próf. Eftir það beindist áhugi henn- ar meira að málvísindum og hún lauk meistara- og doktorsprófi á sviði hagnýtra málvísinda. Aðspurð segist hún hafa fengið áhuga á sam- skiptum og mismunandi samskipta- máta kynjanna m.a. vegna bak- grunnsins innan viðskipta og stjórnunar. Hún segist alltaf hafa haft áhuga á muninum á kynjunum og því sem hún fjallar um í fyrir- lestrinum. „Á þessu sviði get ég lesið og gert rannsóknir mér til gamans og í hreinskilni sagt byrjaði þessi áhugi þegar ég var að læra viðskipti og stjórnun,“ segir dr. Strother á lín- unni frá Flórída í Bandaríkjunum þar sem hún býr og sinnir starfi sínu sem deildarforseti framhaldsnáms í tækni- og stjórnunarboðskiptum við Florida Institute of Technology í Melbourne í Flórída, ásamt því að kenna við málvísindadeild sama skóla. Karlamenning og kvennamenning Það var á sjöunda og áttunda ára- tugnum sem Judith Strother var í viðskiptanámi og það voru aðeins þrjár konur í náminu með henni. „Þegar einn af stóru forstjórunum í Bandaríkjunum kom til að halda ræðu í skólanum okkar sagði hann hreint út að það myndu verða meiri fordómar gagnvart konum í stjórn- unarstöðum en gagnvart svörtum eða öðrum hópum í stjórnunar- stöðum. „Þið ættuð að skipta um skoðun og sérhæfa ykkur á öðru sviði,“ sagði hann,“ segir dr. Stroth- er hlæjandi. „En þú veist hvaða áhrif svona hefur á konur,“ bætir hún við og hlær hjartanlega. „Ég var og er mjög áhugasöm um stöðu kvenna og málefni kvenna. Hvernig við getum látið fara saman að ná ár- Tungumálið notað til að brúa kynjabilið Mismunandi orðnotkun og tjáningarmáti veldur oft tómum misskilningi í samræðum og sam- skiptum kynjanna. Steingerður Ólafsdóttir og dr. Judith Strother skildu hvor aðra í sím- tali þar sem sú síð- arnefnda útskýrði mun- inn. Dr. Judith Strother Samkeppni karlaog steingerdur@mbl.is Cargolux í Bandaríkjunum, með bú- setu á Miami í Flórída, og þangað flutti fjölskyldan. Guðbjörg kveðst hafa verið „bara“ heimavinnandi húsmóðir í Bandaríkjunum og ein- beitt sér að uppeldi sonanna. „Við vorum átta góð ár í Bandaríkjunum og undum hag okkar hið besta, en ákváðum svo að flytja heim til Ís- lands árið 1990. Við vildum að drengirnir yrðu Íslendingar og það var annaðhvort að hrökkva eða stökkva. Þá hafði ég búið erlendis frá því ég var sextán ára þannig að það voru talsverð viðbrigði að koma hingað aftur eftir öll þessi ár.“ Eftir heimkomuna kenndi Guð- björg um skeið við Listdansskóla Ís- lands, en ákvað svo að láta gamlan draum rætast og stofnaði Klassíska listdansskólann árið 1993. Ári síðar rættist annar draumur er hún gerði sjónvarpskvikmynd við söguna Lötu stelpuna, sem hafði verið uppáhalds- bókin hennar þegar hún var krakki. „Þetta hafði blundað lengi í mér og sagan um Lötu stelpuna hafði gerjast í mér árum saman. Upphaf- lega ætlaði ég að gera ballettverk úr sögunni, en þetta þróaðist upp í kvikmynd í dansformi. Þetta var af- ar skemmtilegt verkefni, en gallinn var sá að það þekkti mig enginn hér heima og því reyndist stundum erfitt að fá stuðning. En þegar vandamálin komu upp voru þau leyst á staðnum. Með samstilltu átaki allra sem unnu með mér að þessu verkefni hafðist þetta allt saman og maðurinn minn tók virkan þátt í þessu með mér og lék meira að segja stóran bala í myndinni til að spara pening. Aðal- hlutverkin voru í höndum Þóru Guð- johnsen og Ástrósar Gunnarsdóttur, en auk þess notaðist ég við dansara sem styttra voru komnir í danslist- inni, og meðal þeirra voru nokkrir nemendur mínir úr Klassíska list- dansskólanum. Vonandi á ég eftir að vinna að öðrum svipuðum verkefn- um, ég útiloka ekkert í þeim efnum því áhuginn er vissulega fyrir hendi.“ Spennandi verkefni Guðbjörg segir að á hverju ári séu haldnar tvær nemendasýningar í Klassíska listdansskólanum þar sem tekið er fyrir ákveðið „þema“, sem stundum er byggt á barnasögum sem Guðbjörg hafði dálæti á í bernsku, eða þá hreinlega að hún býr sögurnar til sjálf. „Stundum bý ég til einhverja sögu í kringum ákveðið „þema“, enda er það nú svo að nemendum, sérstak- lega þeim yngri, finnst alltaf ákaf- lega spennandi að vera í einhverju hlutverki. Hver og einn fær þá ákveðið hlutverk til að túlka í dans- inum og oftast sauma ég búningana sjálf þannig að það er heilmikil vinna á bak við þessar nemendasýningar.“ Guðbjörg kveðst leggja áherslu á að sækja námskeið í tengslum við ballettkennsluna eins oft og því verður við komið, yfirleitt einu sinni á ári. „Ég fór til dæmis eitt sinn til San Francisco og fékk að fylgjast með kennslu í ballettskólanum hjá Helga Tómassyni. Einnig fór ég á ákaflega athyglisvert námskeið í Kanada og annað í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, en þangað koma um 800 stúlkur á hverju ári, hvaðan- æva úr heiminum, bara til að sækja kennslu á sumarnámskeiðum. Ég fór með tvær stelpur úr mínum skóla þangað í fyrrasumar, í fimm vikur, og þetta var mikil reynsla, bæði fyrir mig og þær. Einnig hef ég kynnt mér svokallað Dance Medicine, sem eru samtök sem hafa starfað í tólf ár og samanstanda af læknum, hjúkr- unarfólki, endurhæfingarfólki, ball- ettkennurum og fleira áhugafólki um listdans og heilbrigði, en starf- semin gengur út á að finna aðferðir við ballettkennslu sem fyrirbyggja líkamsskaða og ennfremur að lag- færa það í ballettkennslunni sem gæti valdið slíkum skaða á líkaman- um.“ Klassíski listdansskólinn fagnar tíu ára afmæli á þessu ári og af því tilefni efnir hann til sumarnám- skeiðs, sem er nýjung í ballett- kennslu hér á landi. Námskeiðið hefst næstkomandi mánudag og stendur til 5. júlí og boðið verður upp á kennslu í klassískum ballett og nútímadansi fyrir nemendur tíu ára og eldri og fjórtán ára og eldri. „Þetta er ákaflega spennandi verkefni því hingað kemur ballett- kennari frá Brussel, Luce Francois, sem ég kynntist á námskeiði sem ég fór á í sambandi við kennsluaðferðir í ballettt. Auk mín og hennar kenna á námskeiðinu Lauren Hauser í klassíska ballettinum, Katla Þórar- insdóttir í Zena Rommer-tækni og Cameron Corbett og Ólöf Ingólfs- dóttir í nútímadansi. Þær Katla og Ólöf eru fastir kennarar við skól- ann.“ Af þessu má ráða að ballettinn á ennþá hug og hjarta Guðbjargar enda sjálfsagt ekki hlaupið að því að segja algerlega skilið við ástríðu sína og lífsstíl. Enda hefur það aldrei staðið til, því Guðbjörg er þeirrar skoðunar að það séu ákveðin forrétt- indi að hafa með þessum hætti átt kost á að sameina vinnu og áhuga- mál. Morgunblaðið/Sverrir Guðbjörg A. Skúladóttir á heimili sínu, ásamt hundinum Sófusi. svg@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.