Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 2
DAGLEGT LÍF 2 C FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ RONALD Eyjolfson býr á meðal annarraellilífeyrisþega á Betilstöðum við Sarg-ent Avenue í Winnipeg, en hann er langtþví frá sestur í helgan stein, þótt hann sé orðinn 94 ára gamall. Íbúðin hans er um leið vinnustaðurinn því þar býr hann til brauð, skyr, mysuost og rúllupylsu sem er meðal annars til sölu í versluninni Tip Top í Gimli. Matur og kvikmyndir „Það er alltaf markaður fyrir gott íslenskt brauð, skyr og góða rúllupylsu,“ segir hann og vísar til þess að Norræna húsið í Winnipeg sé í föstum viðskiptum við sig auk þess sem eldhúsið á Betilstöðum fái sinn skammt. „Stundum hef ég bakað um 30 brún brauð á dag og mysuosturinn passar vel við brauðið, en ég baka ekki á hverjum degi. En þetta er líka áhugamál mitt og ég vil leggja mitt af mörkum til að viðhalda íslenskri menn- ingararfleifð hérna. Mér finnst þetta skemmtilegt og fólk kann vel að meta að geta fengið íslenskan mat. Brúna brauðið mitt er öðruvísi en þeir baka í bakaríunum, aðeins þyngra. Mér vit- anlega býr enginn ann- ar til íslenskt skyr í Winnipeg, en ég þekki vel til verka, vann í mjólk- urbúi frá því ég var 17 ára og Ron Eyjolfsson, 94 ára, er með eigin atvinnurekstur í Winnipeg í Kanada; bakar brauð og býr m.a. til skyr og rúllupylsu. Svo gefur hann sér líka tíma fyrir kvik- myndaleik. Hann sagði Steinþóri Guðbjartssyni frá viðfangsefnum sínum og rifjaði upp vináttu sína og Kristínar Sölvadóttur, sem var fyrirmyndin að Mjall- hvíti Charles Thorsons fyrir Walt Disney. þar til ég fór á eftirlaun fyrir tæplega 30 árum. Ég lærði handtökin á nám- skeiði við Manitobaháskóla en svo fór ég aftur á námskeið fyrir nokkrum árum til að fá framleiðsluréttindi. Handtökin við rúllupylsuna eru líka sérstök en það er nauðsynlegt til að fá rétta bragðið.“ Ron segist alltaf hafa haft eitthvað fyrir stafni en hann hafi ekki byrjað á fjöldaframleiðslunni fyrr en 1994. „Ég var frekar eirðarlaus eftir að seinni eiginkonan dó, en þegar ég var spurður hvort ég vildi ekki búa til rúllupylsu, skyr og brauð með sölu í huga ákvað ég að slá til, skellti mér í háskólann á ný, fékk réttindi og hef verið í framleiðslunni síðan.“ Ron er ekki aðeins í matarfram- leiðslu heldur gefur sér tíma til að leika í kvikmyndum. „Guy Madden kvikmyndagerðarmaður er frændi minn og hann hefur fengið mig til að Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Ron Eyjolfson á góðar minningar frá tímanum með Kristínu Sölvadóttur og fékk nýlega bókina um Mjallhvíti á íslensku. Charles Thorson á biðilsbuxunum. Kristín Sölvadóttir jallhvíti Dansað við HVAÐA hreyfing er best tilað þjálfa sem mest af lík-amanum og komast sem fyrst í gott form? Í vefútgáfu breska blaðsins Evening Stand- ard eru margs konar íþróttum og hreyfingu gerð skil og raðað í erfiðleikaröð. Niðurstaðan er að róður er erfiðasta íþróttin og krefst mests allra íþrótta af lík- amanum. Jákvæðar hliðar eru að róður æfir alla helstu vöðva- hópa og með róðri brennir maður 450 kaloríum á klukkustund en þær nei- kvæðu eru að erfitt getur reynst að halda lengi áfram – og það getur verið leiðinlegt að róa. Skíðaganga fær næst- hæstu einkunn, en þetta er ein af erfiðustu íþróttunum. Já- kvæðu hliðarnar eru að skíða- ganga hefur ekki slæm áhrif á hnén og á gönguskíðum brennir maður 400 kaloríum á klukku- stund. Neikvæðu hliðarnar eru að þeir sem búa utan Alpanna þurfa að æfa skíðagöngu í þar til gerðri vél, a.m.k. hluta ársins. Á hlaupum brennum við um 490 kaloríum á klukkustund en hlaup verður því erfiðara, þeim mun hraðar og lengra við hlaup- um. Í 4. sæti eru hlaup sem styrkja beinin en eru ekki góð fyrir liðamótin. Skvass og sipp er heldur ekki talið gott fyrir viðkvæm liðamót en þessar íþróttir eru í 8. og 9. sæti listans. Hjólreiðar eru í sjötta sæti og hjólreiðatúr er sagður betri fyrir liðamótin en hlaup. Í þriðja sæti er íþrótt lítt þekkt á Íslandi, þ.e. sundknattleikur eða water polo, íþróttin sem breski prinsinn Vilhjálmur stund- ar. Það er krefjandi íþrótt þar sem iðkendur þurfa stöðugt að troða marvaðann. Fleiri íþróttir eru Íslendingum frekar framandi, eins og t.d. ruðningur eða rugby sem lendir í 11. sæti. Ruðnings- iðkendur brenna um 380 kalor- íum á klukkustund en á móti kemur að þeir eru í frekar mikilli meiðslahættu. Hnefaleikar eru ný í þrótt hér á landi en neikvæð- ar hliðar hennar eru helst taldar hætta á alvarlegum meiðslum. Hnefaleikar eru íþróttin í 7. sæti og með henni er hægt að æfa alla helstu vöðvahópa og á æfingu í eina klukkustund í boxi með sippi er brennt um 450 kaloríum. Hér á landi stunda margir sund að staðaldri en sund er í fimmta sæti listans hjá Evening Stand- ard. Vatn veitir tólf sinnum meiri mótstöðu en loft og þ.a.l. er sund erfitt. Á skriðsundi getur maður brennt allt að 465 kaloríum á klukkustund. Í fótbolta er hægt að brenna um 360 kaloríum á klukkustund en þessi þekkta íþrótt er í 10. sæti listans. Nei- kvæðar hliðar fótboltaiðkunar eru helstar að maður notar hand- leggina ekki neitt. Fyrir utan skíðagönguna eru vetraríþróttirnar snjóbretti í 13. sæti og skautar í 14. sæti nefnd- ar. Það er þó ekki talin með áhrifaríkustu æfingum að renna Brennandi íþróttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.