Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 14
Viðskiptavinurinn: Þjónn, það er fluga í súpunni minni. Þjónninn: Uss, ekki tala svona hátt, þá vilja allir fá flugu. ba rn @ m bl .is ÞAÐ ER aldeilis hvað margir kunna skemmtilega sumarsögu. Því skemmti dómnefndin sér stórvel við lestur allra sagnanna, og þakkar öllum kærlega fyrir þátttökuna. En bara sex höfundar hljóta sumarbol úr Moggabúðinni í vinning í þetta sinn, og það eru: ♥ Ásdís Halla Einarsdóttir, 7 ára ♥ Braga Stefaný Mileris, 12 ára ♥ Eydís Rán Birgisdóttir, 12 ára ♥ Dagbjört Aðalheiður 5 ára og Guðlaug 4 ára Magnúsdætur ♥ Marta María Árnadóttir, 9 ára Til hamingju stelpur! Komið sem fyrst að ná í bol- inn og vonandi verður sumarið skemmtilegt. Það var einu sinni stelpa sem hét Lára, hún bjó á Egilsstöðum í litlu gulu og hvítu húsi. Einn daginn fór mamma hennar með hana í Kaup- félagið að velja sumargjöf, þá sá Lára að það var hægt að kaupa uppblásna sundlaug í garðinn. Hún nauðaði og nauðaði í mömmu sinni og svo loks gafst hún upp og keypti sundlaugina fyrir hana. Þegar hún kom heim var sól og blíða og fallegt veður. Pabbi hennar blés í sundlaugina og fyllti hana af vatni og hún bauð tveim bestu vin- konum sínum að koma í sundlaugina. Þær gerðu það og það var rosalega gaman. Litli bróðir Láru var alltaf að henda grasi ofan í laugina, það var hinsvegar ekki gaman. Mamma fór í sólbað, hún vildi ekki koma ofan í. Við ákváðum að stríða henni og skvettum á hana vatni. Mömmu brá, en hún var ekki reið, hún skvetti á okkur, og það var allt í einu orðin einn stór heljarinnar vatnsslagur. Síðan byrjaði að rigna en það skipti svo sem ekki miklu máli því að við vorum öll orðin blaut. Allt í einu kallaði pabbi fram úr eldhúsinu: MATUR. Við þurrkuðum okkur og klæddum okkur. Kata og Kolla borðuðu hjá okkur. Við sofnuðum með bros á vör. Höfundur fyrstu sumarsögunnar sem birtist er: Ásdís Halla Einarsdóttir 7 ára, Sjávargrund 9b 210 Garðabær. Úrslit í sumarsögukeppni Sumarsagan mín NÚ STENDUR yfir meiriháttar fílasýning í Nor- ræna húsinu, og þar voru nýlega haldin tvö námskeið fyrir börn í dansi og frjálsri hreyfingu. Þessir kátu fílakrakkar komu fram á fílasýningunni og sýndu fín- an fíladans, þar sem þau líktu eftir þokkafullum hreyfingum fílsins. Og það var voða flott hjá þeim. Fíladans! Morgunblaðið/Golli Við erum ýkt að fíla okkur! Á HVERJU sumri fer hellingur af krökkum af öllu landinu til Vestmannaeyja til að keppa á fótboltamóti. Um seinustu helgi var haldið pæjumót, sem heitir nú Vöruvalsmót, og um þessa helgi keppa gæjarnir á Shell- mótinu. Okkur á barnablaðinu fannst við ekki geta misst af þessu og hittum fótboltakappa fyrir í Eyjum. Spenningur fyrir síðasta mótið mitt Jóna Sigrún Sigurðardóttir, 13 ára pæja frá Vestmannaeyjum og varnarmaður ÍBV, var að taka þátt í sínu sjöunda og síðasta Vöruvalsmóti og hennar flokkur „hafnaði í öðru sæti eftir að hafa í gegnum tíðina lent í 1.–3. sæti,“ segir Jóna Sigrún sigurreif, og bætir við að það sé alltaf mikið tilhlökkunar- efni að taka þátt í þessu mikla pæjumóti. „Við söfnum saman fyrir þátttökugjaldinu í Vöruvalsmótinu og líka Gull- og silfurmótinu í Kópavogi með því að vinna í sjoppunni á vellinum.“ Jóna Sigrún segir að skemmtilegast við Vöruvalsmótið sé að hitta allar stelpurnar ofan af landi, kvöldvakan sé æðisleg og alltaf gaman á diskótekinu. „Það er líka gaman að fara með óvana aðkomukrakka í sprönguna og kenna þeim töfrabrögð Eyjamanna við sprang. Svo er farið í golf og ýmsa aðra leiki til að gera mótið sem skemmtilegast, en auð- vitað er fótboltinn aðalatriðið og hann viljum við alltaf vinna,“ segir Jóna Sig- rún en hún spilar sem aftari varn- armaður og flest- ar sóknarbylgjur andstæðinganna brotna því á henni. Stefnir að þriðja titlinum Að þessu sinni fannst Jónu Sig- rúnu opnunar- leikur mótsins milli þjálfara og fararstjóra mjög skemmtilegur, en hann unnu þjálfararnir, „mjög tæpt 11-1“, segir hún kímin. „Mér fannst Hreimur söngvari frábær á opnuninni, en það var einnig „frístæl“-keppni og svo fengum við öll ís á eftir,“ sagði hún. Knattspyrnuvertíðin er rétt að byrja hjá Jónu Sigrúnu því allt Íslandsmótið er eftir og það ætlar hún að vinna, en hún þekkir vel þá sælutilfinningu að verða meistari því hún hef- ur tvisvar orðið Íslandsmeistari með ÍBV og stefnir því að þriðja titlinum í sumar. Jóna Sigrún telur að þær eigi alla möguleika, „við höfum góðan hóp og mjög góðan þjálfara Stefaníu Guðjónsdóttur,“ segir þessi knái og ákveðni varnarmaður ÍBV-liðsins í fjórða flokki að lokum. Æfum 5 sinnum í viku Guðni Freyr Sigurðsson tekur nú þátt í sínu öðru Shellmóti, en hann er 9 ára fram- herji í 6. flokki eldri ÍBV. Guðni Freyr segir undirbúninginn vera hefðbundinn. „Við æfum fimm sinnum í viku undir leiðsögn þjálfara okkar sem heitir Smári Jökull og er góður þjálfari. Þá tökum við sameiginlega þátt í ýmsum fjáröfl- unum, seljum kló- settpappír og eld- húsrúllur ásamt ýmsu fleiru og hefur það gengið vel.“ Guðni Freyr tók þátt í Shell- mótinu fyrir ári og varð þá Shell- mótsmeistari í flokki C-liða inni og fékk silfur- verðlaun úti. „Þá var ég svo heppinn að setja nokkur mörk og á þessu móti ætla ég að bæta um betur,“ segir þessi kampakáti framherji. Eins konar fjölskylduskemmtun Guðni Freyr á ekki langt að sækja knatt- spyrnuáhuga sinn eða kunnáttu því að bróðir hans er hinn eitilharði varnarmaður meist- araflokks ÍBV Einar Hlöðver. „Hann er líka uppáhaldsleikmaðurinn minn á Íslandi,“ sagði Guðni Freyr stoltur af stóra bróður, en uppáhaldið hans á Englandi er að sjálfsögðu David Beckham hjá Manchester United. Skemmtilegast við Shell-mótin finnst Guðna Frey að hitta alla aðkomukrakkana, borða með þeim og fara í hina ýmsu leiki, bátsferðir og rútuferðir, spranga og allt sem gert er þá daga sem mótið stendur yfir. „Svo vinna margir foreldrar okkar við mótið svo þetta er eins konar fjölskylduskemmtun, þó að fótboltinn skipti auðvitað mestu máli og að við í ÍBV vinnum,“ sagði framherjinn knái. „Annars er aðalatriðið að vera með og vera jákvæður, þá er tilganginum líka náð,“ segir Guðni Freyr að lokum. Brjálað fótboltafjör í Vestmannaeyjum Fótboltinn skiptir mestu máli Morgunblaðið/Sigurgeir Glæsilegt mark, stelpur! Þessi litla heldur sko með ÍBV. Jónu Sigrúnu finnst skemmtilegast að hitta allar stelpurnar ofan af landi. Guðni Freyr er mjög já- kvæður og segist ætla að skora fullt af mörkum á Shell-mótinu. Vestmannaneyjum. Morgunblaðið. GETURÐU fundið leiðina frá röndótta liðinu til svarta liðsins? Ekkert mál. En ef þú þarft að sparka í hvern einasta fótbolta á leiðinni? Þá vandast málið … Reyndu! Lausn á næstu síðu. Sparkað í bolta Krakkakrossgáta – sem hittir beint í mark! JÆJA, þá er það kross- gátan sem nú er helguð fótboltanum. Nú þýðir ekkert að nota fæturna, heldur er það heilinn sem þarf að finna út hvaða orð kemur hvar. Til að auðvelda leikinn örlítið er ágætt að finna réttu orðin í gulu reit- ina, svo þá rauðu, grænu og bláu, og síðan áfram og áfram. ♦ fótboltamót ♦ mark ♦ meistarar ♦ sigur ♦ sparka ♦ sókn ♦ titill ♦ verðlaun ♦ völlur ♦ vörn ♦ þjálfa ♦ æfing

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.