Morgunblaðið - 25.06.2003, Side 7

Morgunblaðið - 25.06.2003, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 B 7 bílar Vagnhöfða 6 - 110 Reykjavík Sími 577 6090 - Fax 577 6095 Eigum til vatnskassa/bensíntanka og miðstöðvar, ásamt aukamiðstöðvum ætluðum bifreiðum/bátum og vinnuvélum. Einnig intercoolera í vörubíla og vinnuvélar. Varahlutir — hagstætt verð Gabriel höggdeyfar, drifliðir, drifliðshosur, vatnsdælur, vatnslásar, stýrisendar, spindilkúlur, tímareimar, sætaáklæði, ökuljós o.fl. Bíldshöfða 14 • sími 567 6744 Alternatorar – Startarar í allflesta fólksbíla, vörubíla, vinnuvélar, bátavélar á lager og hraðpantanir. Trumatic gasmiðstöðvar í bíla, báta o.fl. Bílaraf Auðbrekku 20, s. 564 0400, f. 564 0404, n.bilaraf@isl.is umboðið umboðið Bílskúrs og Iðnaðarhurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir í öllum stærðum og gerðum. Fjölbreytt litaúrval. Stuttur afgreiðslufrestur Gluggasmiðjan hf Viðarhöfða 3 Sími 577-5050 Pústþjónusta BJB ehf. Flatahraun 7 - 220 HAFNARFIRÐI - Sími 565 1090 Sala, smíði og ísetning á pústkerfum Tjónaskoðun Tákn um gæði Fitjum • Njarðvík • sími 421 5488 og 421 4888 EVRÓPSKIR bílaframleiðend- ur, sem hafa dregið sig út af Bandaríkjamarkaði á síðustu tveimur áratugum, líta nú aftur hýru auga til Bandaríkjanna. Margir þeirra, t.a.m. Alfa Rom- eo, Fiat, Citroën, Renault og Peugeot, hafa nú þegar á prjón- unum eða eru að íhuga að snúa aftur. Renna enn á ný hýru auga til Bandaríkjanna ALCOA framleiddi álfelgur undir Jeep Wrangler Rubicon jeppann fyrir Chrysler-samstæðuna en bíllinn verður í kvikmyndinni Tom Raider þar sem Lara Croft fer með eitt aðalhlutverkið. Um er að ræða einstaka útfærslu af fjölda- framleiðslubílnum Wrangler Rubicon og til þess að falla í kramið í kvikmyndinni þurfti bíllinn að sjálfsögðu sér- stakar felgur. Chrysler fór þess á leit við Alcoa, sem er að reisa álver á Reyðarfirði, eins og mönnum er kunnugt, að fyrirtækið framleiddi og hannaði felgur undir bílinn. Það var felgudeild Alcoa í Cleveland sem annaðist verk- ið. Alls var um að ræða 5.000 felgur sem Chrysler kaupir á næstu þremur mánuðum. Felgurnar eiga að standast mikið álag eða svipaða með- Alcoa smíðar felgur á Wrangler ferð og Wrangler Rubicon Löru Croft fær í kvikmyndinni. Ljóst þykir að þessi sérstaka útfærsla af jeppanum verði söfnunargripur og því sérstakur heiður að því að tengjast framleiðslu hans. FÁIR bílar vöktu jafnmikla athygli og ánægju og Alfa Romeo 156 þegar hann kom á markað árið 1997. Nú eru lið- in sex ár sem er nokkuð lang- ur líftími bíls án umtals- verðra breytinga. Nú stendur fyrir dyrum að breyta 156 í 157 og setja hann splunku- nýjan á markaðinn í ársbyrj- un 2005. 157 verður stærri en núverandi 156. Grillið verður stærra og nær lengra upp á vélarhlífina ekki ósvipað og á Spid- er- og GTV-bílunum frá Fiat. Bíllinn verður hannaður af Giugiaro, hinum heimsþekkta ítalska bílhönnuði hjá Italdesign. Undirvagn 157 er hins vegar hannaður í Svíþjóð í sam- starfi við Saab, en fyrirtækin eru nú bæði hluti af GM- keðjunni. Saab valdi hins vegar ekki að nýta sér þenn- an nýja undirvagn sem er þróaður á þann veg að bæði er unnt að hafa í honum framhjóladrif og fjórhjóla- drif. Líklegt þykir því að Alfa Romeo muni nýta undirvagn- inn seinna meir til þess að þróa sinn fyrsta jeppling. Einnig þykir líklegt að arftaki 166 verði seinna meira smíðaður á þenn- an sama undirvagn. Alfa Romeo 157 verður stærri en núverandi 156. Nýr undirvagn var hannaður í samvinnu við Saab. Nýr 157 í ársbyrjun 2005 Ekki eru sjáanlegar miklar breytingar að aftan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.