Morgunblaðið - 25.06.2003, Síða 12

Morgunblaðið - 25.06.2003, Síða 12
12 B MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Jeep Cherokke Grand Limited. árg.1999. Ekinn 70 þús. km, ssk. ABS. álfelgur, topplúga, leður, CD magasín, rafmagn í öllu. Verð 3.550.000 Lán. 2.200 þús. ATH öll skipti. Verð kr. 3.550.000 B RAUTIN hefur tekið breyt- ingum í ár síðan í fyrra, en hún liggur við jaðar forn- frægrar brautar með sama nafni og jafnan var nefnd Græna hel- vítið. Formúlu-1 kappakstri var hætt um skeið í Nürburgring eftir slysið hrika- lega árið 1976 þar sem Niki Lauda slapp naumlega en illa meiddur úr eldhafi. Brautin var upphaflega 22,5 km og byggð í atvinnubótavinnu 1925 fyrir bílprófanir þýskra bílaframleið- enda. Fyrsti kappaksturinn fór þar fram tveimur árum seinna. Jackie Stewart sagði 1976, rétt eftir Lauda- slysið, að á löngum köflum í brautinni væru ökuþórarnir eins og farþegar í bílunum því þeir hefðu ekkert að gera annað en stíga bensíngjöfina í botn. Brautin var endurgerð og keppni í Formúlu-1 hafin þar á ný 1984, annar Evrópukappaksturinn, sem Alain Prost vann á McLaren-bíl. Keppnis- liðunum fannst brautin með endem- um illa hönnuð og einhæf svo að eftir keppnina 1985 leið áratugur þar til þar var keppt á ný. Brautinni var breytt og er hún mjög frábrugðin því sem var, en þó var beina upphafs- og lokakaflanum haldið. Tímarnir breytast því 1995 töldu keppnisliðin brautina eina þá bestu sem keppt væri á. Þar eru 12 beygjur og áhorfendur njóta víðast hvar frá- bærs útsýnis yfir brautina. Í fyrra var bætt við hlykk með þremur beygjum strax eftir beinan upphafskafla henn- ar og hún er því 5,2 km á lengd. Lítils- háttar hefur verið átt við hana einnig í ár. Ferrari sigraði þrjú síðustu ár Evrópukappaksturinn hefur verið háður á fjórum brautum í þremur löndum frá 1984 og fer nú í níunda sinni fram í þýsku brautinni. Fyrsta mótið fór fram í Brands Hatch í Eng- landi 1983 og vann Nelson Piquet á Brabham-bíl. Ferrari hefur hins vegar hrósað sigri þrjú síðustu árin í mótinu, Mich- ael Schumacher fyrri tvö en Rubens Barrichello í fyrra. Schumacher vann í mótinu 1994 og 1995, en þá á Benett- on, og hefur því hrósað sigri fjórum sinnum. Englendingurinn Johnny Herbert vann sinn þriðja sigur á ferlinum og fyrsta og eina sigur Stewart-liðsins í afar tíðindasömum kappakstri í Nürburgring árið 1999. Var liðið árið eftir selt Ford sem nefnt hefur það Jagúar síðan. Einungis einn annar breskur ökuþór hefur unnið í Evr- ópukappakstrinum en það gerði Nig- el Mansell á Williams-bíl á heimavelli í Brands Hatch árið 1985. Jacques Villeneuve vann jómfrúr- sigur sinn í Nürburgring árið 1996 á Williams-bíl, í aðeins sínu fjórða móti. Hann var krýndur heimsmeistari í Evrópukappakstrinum árið eftir, sem fram fór í Jerez á Spáni, eftir að hafa lifað af tilraun Michaels Schumachers til að keyra hann út af brautinni. Mika Häkkinen vann mótið og þar með sinn fyrsta mótssigur í Form- úlu-1. Aðeins þrír ökuþórar hafa ekki unnið stig í keppni á árinu, Antonio Pizzonia hjá Jagúar og Minardi-þór- arnir Jos Verstappen og Justin Wil- son. Spurningin er hvort breyting verði þar á um helgina. 13. Evrópukappakstur- inn við hlið Grænhelju Evrópukappaksturinn fer fram í 13. sinn um komandi helgi og að þessu sinni er Nürburgring í Eifel-fjöllum í vestanverðu Þýskalandi vettvangur hans. Ágúst Ásgeirsson segir frá mótinu.                                                         ! "##"         !"#$  %&'( )#*#+#,'+ -  #./.#00- 1!,#*2#$ "++#,0 3"44%.+"#$ 3"44%.5-,/ #" 55-,/ "'5('+%6! "'5('"7$5-. 8%9'5/5/200   $ %&' %( %( )*+,-  %( "- "00',5-"'+:.#/0/). ;%6-:,<#,'+%.)#="'+:<#,'+51023/ 4-5 4-  6( 7((- 89 :8 6( $6( ; - 6(< =-6( 4- 89 >8:-( :  '  >#,'+,#? >#,'+,# ? 8 @   =   3 A#*#+#,'+ :( TÍMAMÓT verða á ferli þriggja ökuþóra í Evrópukappakstrinum í Nürburgring um helgina. Verð- ur það 150. kappakstur Heinz- Haralds Frentzens hjá Sauber og Davids Coulthards hjá McLa- ren í Formúlu-1 og 100. mót Jos Verstappens hjá Minardi. Frentzen segir tímamótin enga þýðingu hafa í huga sér, þótt skemmtilegt sé að ná þess- um áfanga í heimamóti sínu, á braut sem hann þekki einkar vel – þótt breytingum hafi tekið í seinni tíð – enda oft ekið þar bæði í Formúlu-1 og í keppni í öðrum bílaflokkum. Er Nürburgring eigi fjarri æsku- stöðvum Frentzen í Mönchengl- adbach. Með þessum áfanga kemst Frentzen í hóp 20 ökuþóra sem keppt hafa 150 sinnum eða oftar í Formúlu-1 mótum. Til saman- burðar keppti Ayrton Senna 161 sinni, Mika Häkkinen 162 sinn- um, Niki Lauda 171 sinni og mótið verður 181. kappakstur Michaels Schumachers og 166. mót Rubens Barrichellos en þeir eru í 9. og 13. sæti á lista yfir reynslumestu ökuþórana. Oftast hefur Ítalinn Ricardo Patrese keppt eða 256 sinnum, en fimm ökuþórar eiga 200 mót eða fleiri að baki. Coulthard og Frentzen keppa í 150. sinn um helgina skýrt frá því að Jean Todt, liðsstjóri Ferrari, hafi varað Jordan við að knýja málið til úr- lausnar fyrir dómi því Ferrari-liðið myndi í stað- inn beita neit- unarvaldi gegn tillögum um sérstaka fyr- irgreiðslu við fátækari lið Form- úlu-1, þ.e. 8 milljóna dollara greiðslu til annars vegar Jordans og hins vegar Minardis. Í bréfi til Jordans, sem blaðið vitnar til, skrifar Todt: „Framan af vorum við reiðubúnir að finna lausn þar sem við hefðum afsalað nokkru af okkar réttindum til þín ... Við rituðum [Bernie Eccle- stone] 26. febrúar þar sem við lýstum stuðningi við nýju lausn- ina, að því tilteknu að þú drægir til baka kröfur á hendur Voda- fone.“ Þessa framkomu af hálfu Ferr- ari segir Eddie Jordan jafngilda „bolabrögðum“ sem „beri keim af hótunum og kúgun“. Hann segir ennfremur í blaðinu: „Sauber, Minardi og við erum einu liðin sem stórir bílafram- leiðendur standa ekki á bak við. Þau njóta góðs af tilveru okkar, en er andsk... sama hvort hvort við lifum af.“ Um málið hafa hvorki Ferrari né Vodafone viljað tjá sig. EDDIE Jordan á nú í málaferl- um á hendur símafyrirtækinu Vodafone sem hann segir hafa ekki uppfyllt samningsskuldbind- ingar. Sakar hann Ferrari-liðið um tilraunir til að kúga sig til að láta mál, sem rekið er fyrir rétti í London, niður falla. Jordan heldur því fram að eft- ir viðræður hafi verið kominn á munnlegur samningur milli liðs hans og Vodafone er hafi gildi. Félagið hafi hins vegar kippt að sér höndum á síðustu stundu. Þessu vísar símafélagið á bug og segir viðræður aldrei hafa kom- ist á það stig að samningur hafi nánast legið á borðinu. Fjallað er um málið í breska blaðinu The Sunday Times síð- astliðinn sunnudag og þar er Jordan sakar Ferrari um kúgun Eddie Jordan MICHAEL Schumacher hjá Ferrari getur náð áfanga sem engum öðrum hefur tekist í Formúlu-1 með því að ljúka keppni í stigasæti í Nürburgring um helgina. Schumacher hefur það sem af er ferlinum, frá því hann hóf keppni með Jordan-liðinu í Spa Francorch- amps í Belgíu í ágústmánuði 1991, unnið 999 stig og gæti því rofið þús- und stiga múrinn á sunnudag. Sömuleiðis yrðu tímamót í starfi Schumachers hjá Ferrari færi hann með sigur af hólmi í Nürburgring því það yrði 50. mótssigur hans fyrir lið sitt. Hefur hann unnið í 68 mótum, þar af 49 á Ferrari-fáki. Næstir Schumacher að stigum eru fjórir ökuþórar sem allir unnu heimsmeistaratign einu sinni eða oftar; Frakkinn Alain Prost með 798, Brasilíumaðurinn Ayrton Senna 614, Brasilíumaðurinn Nelson Piquet 485 og Bretinn Nigel Mansell 482. Tveir aðrir fyrrverandi meistarar, Austurríkismaðurinn Niki Lauda og Finninn Mika Häkkinen, unnu 420 stig hvor. Í sjötta sæti yfir stigahæstu öku- þóra er David Coulthard hjá McLaren með 426 stig og af ökuþórum sem enn eru að hefur Rubens Barrichello hjá Ferrari unnið 293, Jacques Ville- neuve hjá BAR 214, Ralf Schumach- er hjá Williams 210, Heinz-Harald Frentzen hjá Sauber 167, Juan Pablo Montoya hjá Williams 120, Giancarlo Fisichella hjá Jordan 91, Kimi Rä- ikkönen hjá McLaren 90, Olivier Panis hjá Toyota 66 og Jarno Trulli hjá Renault 55, en hann er í 51. sæti á listanum yfir stigahæstu ökuþóra. Rýfur Schumacher 1.000 stiga múrinn? Reuters Michael Schumacher getur brotið blað í sögu Formúlu 1.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.