Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 C 3 Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu Auglýst er laus til umsóknar staða skipulags- fulltrúa uppsveita Árnessýslu. Starfssvæði hans er Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafn- ingshreppur, Hrunamannahreppurog Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Skipulagsfulltrúinn fer með umsjón skipulagsmála í sveitarfélögunum í samræmi við skipulagslög og á grundvelli erindisbréfs sem honum verður sett, hann starfar í nánum tengslum við byggingarfulltrúa uppsveitanna. Lögð er áhersla á að viðkom- andi hafi reynslu af skipulagsmálum og starf- semi sveitarfélaga. Frekari upplýsingar veita Gunnar Þorgeirsson, oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps, sími 892 7309, og Ingunn Guðmundsdóttir, sveitar- stjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, sími 895 8432. Umsóknum skal skilað til skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps í síðasta lagi 11. júlí nk. Sjá nánar um ofangreind störf á www.hi.is/page/storf og www.starfatorg.is/ Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans. Háskóli Íslands v/Suðurgötu, 101 Reykjavík, s. 525 4000 FÉLAGSVÍSINDADEILD VERKEFNISSTJÓRI FJÖLMIÐLANÁMS Félagsvísindadeild óskar að ráða verkefnis- stjóra fjölmiðlanáms í 50% starf. HELSTU VERKEFNI: • Að vinna með starfshópi að endurskoðun náms í hagnýtri fjölmiðlun. • Upplýsingaöflun um fjölmiðlanám hérlendis og erlendis. • Samskipti við hagsmunaaðila og tillögugerð. • Umsjón með rekstri náms í hagnýtri fjölmiðlun háskólaárið 2003-2004. HÆFNISKRÖFUR: • Háskólapróf. • Reynsla af blaðamennsku. • Frumkvæði, sjálfstæði og samstarfshæfni. Umsóknarfrestur er til 13. júlí 2003 HAGFRÆÐISTOFNUN Hagfræðistofnun er sjálfstæð og óháð rannsóknastofnun innan Háskóla Íslands, sem hefur það að markmiði að efla hagfræði- rannsóknir á Íslandi. Við stofnunina eru laus til umsóknar eftirtalin störf sérfræðinga: Í ORKU- OG UMHVERFISHAGFRÆÐI Í ALÞJÓÐAVIÐSKIPTUM Umsækjendur skulu hafa lokið doktorsprófi í hagfræði. Um hæfi umsækjenda og meðferð umsókna fer eftir ákvæðum laga um Háskóla Íslands nr. 41/1999 og reglugerðar um Háskóla Íslands nr.458 /2000. Ráðið verður í störfin sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 28. júlí 2003 LÆKNADEILD DÓSENT Laust er til umsóknar 37% starf dósents í líffræðilegum geðlækningum, sem tengist rannsóknum og kennslu í sameindalíffræði geðsjúkdóma, klínískri geðlyfjafræði og taugageðlækningum. Umsóknarfrestur er til og með 28. júlí 2003 LAUS STÖRF • Leikskólasérkennara eða annan upp- eldismenntaðan starfsmann í leikskól- ann Efstahjalla • Starfsmanns við kerfisumsjón í Upp- lýsingadeild • Umsjónarkennara á unglingastig Snæ- landsskóla • Leikskólakennara á leikskóla í bænum • Félagsráðgjafa til Félagsþjónustu Nánari upplýsingar á: www.kopavogur.is og www.job.is KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is „Au pair“ í London Íslensk fjölskylda með 18 mánaða dóttur óskar eftir að ráða „au pair“ í eitt ár, frá og með 24. júlí nk. Áhugasamir sendi umsóknir á islendingar@aol.com sem fyrst. Frekari upplýsingar í síma 00 44 1895 633 4487.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.