Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 C 5                                                  !          "   "        #   $  %        &      %      '%         "         ( )   *  "   +   ,(,(+ &    %              - %. /         %            0            Leikskólinn Norðurberg Glæsilegur leikskóli í norðurbæ Hafnarfjarðar. Megináhersla leikskólans er um- hverfismennt og hefur leikskólinn hlotið viðurkenningar í þágu umhverfismála. Leikskólakennari: Staða leikskólakennara er laus til umsóknar nú þegar. Upplýsingar um störfin gefur Anna Borg Harðardóttir, leikskólastjóri, í síma 555 3484 eða 664 5851. Ennfremur gefur leikskólafulltrúi eða leik- skólaráðgjafi upplýsingar um störfin í síma 585 5800. Fræðslustjórinn í Hafnarfirði Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Hjá aðalskrifstofu Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) í Genf eru eftirtaldar stöður lausar til um- sóknar: Sérfræðingur í deild sem sér um samskipti við þriðju lönd (laus staða númer 05/2003) Viðkomandi mun bera ábyrgð á samningaviðræð- um varðandi nýja fríverslunarsamninga og stjórn- un eldri samninga, sérstaklega hvað varðar málefni á sviði fjárfestinga en einnig þjónustu og viðskipti almennt. Umsækjendur skulu hafa háskólagráðu, helst í lög- um eða hagfræði og umfangsmikla reynslu af alþjóðasamningum á sviði fjárfestinga og WTO samningum. Einnig er nauðsynlegt að viðkomandi hafi starfsreynslu á sviði viðskipta (helst frá ríkis- stofnun, úr opinberri stjórnsýslu eða frá alþjóða- stofnun), góða skipulagshæfileika og frumkvæði. Fullkomins valds á ensku, bæði í ræðu og riti, er einnig krafist. Nánari upplýsingar um starfið er að finna á vefsíðu EFTA, http://secretariat.efta.int. Umsóknir skulu sendar á þar til gerðum eyðublöðum, sem hægt er að nálgast á vefsíðunni, í tölvupósti til rmo@efta.int eigi síðar en 25. júlí 2003. Nánari upplýsingar um þessa stöðu veitir Philippe Metzger, deildarstjóri, sími +41 22 332 26 30. Yfirlögfræðingur á skrifstofu framkvæmdastjóra (laus staða númer 06/2003) Viðkomandi mun veita lögfræðilega ráðgjöf varð- andi EFTA sáttmálann sem starfsemi stofnunarinn- ar byggir á, málefni stofnunarinnar, þ.m.t. stjórn- sýslu- og starfsmannamál. Einnig ráðgjöf um mál- efni á sviði fríverslunar. Í starfinu felst einnig aðstoð við yfirstjórn EFTA og sendinefndir EFTA ríkjanna varðandi ofangreind málefni, þ.m.t. sam- ningagerð og stjórnun fríverslunarsamninga. Umsækjendur skulu hafa háskólagráðu í lögum og a.m.k. 5—10 ára starfsreynslu á viðkomandi sviði, auk góðrar þekkingar á alþjóðlegum lögum um viðskipti, þjóðarrétti og starfsmannamálum alþjóð- astofnana. Nauðsynlegt er að viðkomandi geti, oft með stuttum fyrirvara, skrifað stuttar og ítarlegar skýrslur og lagalega texta. Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður í vinnubrögðum en jafnframt hafa hæfileika til að vinna í hópi. Fullkomins valds á ensku, bæði í ræðu og riti, er einnig krafist. Nánari upplýsingar um starfið er að finna á vefsíðu EFTA, http://secretariat.efta.int. Umsóknir skulu sendar á þar til gerðum eyðublöðum, sem hægt er að nálgast á vefsíðunni, í tölvupósti til rmo@efta.int eigi síðar en 25. júlí 2003. Nánari upplýsingar um þessa stöðu veitir Guðmundur Einarsson, deildarstjóri, sími +41 22 332 26 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.