Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 10
10 C SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sölumaður fasteigna Húsakaup er framsækin fasteignasala og hefur á að skipa starfsfólki sem hefur víðtæka menntum og reynslu á sviði fasteignaviðskipta. Vegna aukinna verkefna vantar okkur sölumann hið fyrsta. Við leitum að kraftmiklum einstaklingi, sem býr yfir metnaði og frumkvæði. Viðkomandi þarf að hafa jákvæða og vandaða framkomu og vera lipur í samskiptum  Viðskipta-/lögfræðimenntun eða lög- gilding í fasteignasölu skilyrði.  Þekking á skjalagerð í fasteignavið- skiptum kostur.  Æskilegur aldur 30-40 ára. Umsjón með starfinu hefur Hanna B. Vilhjálmsdóttir hanna@lidsauki.is hjá Liðsauka, sími 562 1355. Umsóknum skal skilað á www.lidsauki.is. Umsóknarfrestur rennur út 4. júlí nk. Lögfræðistofa Reykjavíkur er ein af stærstu lögmannsstofum landsins en þar starfa nú átta lögmenn. Samtals starfa nú 12 manns hjá stof- unni. Vegna aukinna verkefna leitar nú Lögfræðistofa Reykjavíkur eftir bókara í 50-75% starf. Bókari Starfssvið:  Vinna við almenn bókhaldsstörf.  Uppgjör.  Reikningagerð. Menntunar- og hæfniskröfur:  Reynsla af bókhaldsstörfum.  Þekking á TOK + bókhaldsforritinu.  Góð tölvukunnátta.  Traust og fáguð framkoma.  Góð færni í mannlegum samskiptum. Í boði er áhugavert framtíðarstarf hjá öflugri lögmannsstofu. Starfið hentar metnaðarfullum og dugmiklum einstaklingi. Vinsamlegast sendið umsókn til Lögfræðistofu Reykjavíkur ehf., Vegmúla 2, 4. hæð, 108 Reykjavík, merkt starfsumsókn eða á net- fang steinar@icelaw.is, fyrir kl. 12.00 föstudag- inn 4. júlí nk. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri, Steinar Þór Guðgeirsson hdl. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðar- mál. Menntaskólinn í Reykjavík Kennarar Menntaskólinn í Reykjavík auglýsir eftir framhaldsskólakennurum (sbr. lög nr. 86/1998) næsta skólaár til kennslu í eftirtöldum náms- greinum:  Íþróttum pilta (8—12 stundir)  Sögu (8—12 stundir) Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- ráðherra og Kennarasambands Íslands. Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 5. ágúst 2003. Ekki þarf að sækja um á sérstökum um- sóknareyðublöðum, en í umsókn þarf að greina frá menntun, fyrri störfum og öðru því sem umsækjandi telur máli skipta. Umsóknir, ásamt staðfestu ljósriti af prófskírteini, skal senda Yngva Péturssyni, rektor Menntaskólans í Reykjavík. Nánari upplýsingar fást hjá rektor og konrektor í síma 545 1900. Rektor. Menntaskólinn í Reykjavík www.mr.is Lækjargötu 7, 101 Reykjavík, sími 545 1900 — fax 545 1901. Starfsfólk óskast í afgreiðslu í verslunum okkar á Grensásvegi 26 og Reykjavíkurvegi 62. Upplýsingar í síma 698 9542 og 699 3677. Getum bætt við okkur starfsfólki eftir hádegi og um helgar. Upplýsingar gefnar í síma 553 9977. Umsóknir berist til Fataland Fákafen 9 fyrir 7. júlí Grunnskóli Vesturbyggðar Kennara vantar í: Bíldudalsskóla, almenn kennsla á yngra stigi og íþróttir. Birkimelsskóla, almenn kennsla. Upplýsingar gefur Nanna Sjöfn Pétursdóttir, skólastjóri, í síma 456 1257 og 864 1424. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Suðurlandi Óskum eftir að ráða forstöðumann á sambýli að Vallholti 9 á Selfossi. Æskilegt er að um- sækjendur séu þroskaþjálfar eða hafi sambæri- lega menntun. Mikilvægt er að umsækjendur hafi reynslu af stjórnun og starfi með fólki með fötlun. Hjá Svæðisskrifstofu Suðurlands er boðið upp á handleiðslu og ráðgjöf og áhersla lögð á markvisst samstarf milli þjónustueininga. Starfið er laust frá 1. ágúst nk. Umsóknarfrestur er til 14. júlí nk. Um kjör fer skv. kjarasamningum fjármála- ráðuneytis og ÞÍ eða SFR. Nánari upplýsingar veita Sandra D. Gunnars- dóttir, sviðsstjóri, netfang sandra@smfs.is og Anna Kolbrún Þórmundsdóttir, skrifstofustjóri, anna.kolla@smfs.is, í síma 482 1922. Umsóknir skulu sendar á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Suðurlandi, Gagnheiði 40, 800 Selfossi. Meiraprófsbílstjóri Vantar „trailer“-bílstjóra við gerð Kárahnjúka- vegar. Upplýsingar í síma 472 9805 eða 893 9505.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.