Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 B 3 AÐSPURÐUR segir Einar að at-vinnuástand sé þokkalegt íBolungarvík. Þaðan eru nú gerðir út um 50 bátar og hefur verið að fjölga. Mest eru þetta smábátar, allt upp í 15 tonn. „Sjávarútvegur er og verður aðalatvinnugreinin hér í Bolungarvík. En við viljum byggja upp fleira til að taka við fólki sem hefur aflað sér menntunar á öðrum sviðum,“ segir Einar. Í Bolungarvík er ekki mikið um erlent vinnuafl. „Þeir [útlendingar] sem eru hér hafa verið mjög lengi og lagað sig vel að samfélaginu. Þetta er fólk sem kom til að vera og hefur keypt sér hér hús.“ Nóg íbúðarhúsnæði er í boði í Bol- ungarvík, að sögn Einars. „Félagslega húsnæðiskerfið hefur verið baggi á sveitarfélögum. Fólk hefur sóst eftir að komast í stærra húsnæði og félagslegu blokkirnar staðið auðar að einhverju leyti. Hér bjuggu um 1.300 manns á meðan EG var í fullu fjöri, fram undir 1990. Nú eru hér innan við þúsund manns.“ Einar segir að íbúafjöldinn hafi staðið í stað undanfarin tvö ár. Hann segist vona að línuívilnunin skapi fleiri störf og stuðli að fjölgun íbúa. Í bæjarstjórn Bolungarvíkur sitja fjór- ir fulltrúar Sjálfstæðisflokks og þrír fulltrúar Bæjarmálafélags Bolung- arvíkur. Samkomulag þykir einstaklega gott í bæjarstjórninni. Einar segist ekki hafa orðið var við neina flokkadrætti í bæjarstjórn né bæjarráði. „Það starfa allir að því einhuga að bæta bæjarlífið og hér er sérstaklega góð samstaða.“ Þegar spurt er um atvinnu í landi nefnir Einar fyrst stórglæsilegt há- tæknifrystihús Bakkavíkur hf. Auk þess eru smærri fiskvinnslur og nýsköp- unarfyrirtækið Fiskbitar. „Þetta fyrirtæki er einstakt þar sem það nýtir úrgang frá fiskvinnslunni til að skapa enn meiri verðmæti úr aflanum,“ segir Einar. „Svo er hér fiskimjölsverk- smiðja og komu á land um 30 þúsund tonn af loðnu í fyrra. Því miður fengum við enga loðnu í vetur en nú þegar hafa skip komið til okkar eftir að sumarvertíð hófst, svo það lítur betur út með þessa vertíð. Verksmiðjan vinnur líka úr bein- um og rækjuskel víða að af Vest- fjörðum. Þetta er mjög fullkomin mjöl- verksmiðja.“ Meðal nýlegra sprota í atvinnulífi Bol- víkinga er Náttúrustofa Vestfjarða. „Við vonum að ríkið beini hingað verkefnum sem augljóslega er hægt að vinna úti á landi. Þar vil ég til dæmis nefna vöktun á landsvæðum og fornleifarannsóknir. Náttúrustofan getur einnig verið tengi- liður í samstarfi við innlendar og erlend- ar rannsóknastofnanir. Hún hefur m.a. verið unnið að rannsóknum á Horn- ströndum og gert rannsókn á útrásum sveitarfélaga hér á norðanverðum Vestfjörðum. Þeir sýndu fram á að hér þyrfti ekki að byggja rándýra skólp- hreinsistöð. Þessi rannsókn gæti skilað þjóðarbúinu gríðarlegum sparnaði.“ Bolvíkingar eru að fikra sig áfram í ferðaþjónustu. „Við eigum stórglæsi- legt sjóminjasafn í Ósvör um árabáta- tímann. Það er orðið mjög vel þekkt víða um lönd. Þúsundir ferðamanna koma á hverju ári að heimsækja það.“ Ferðamannaíbúðir Einar segir að skortur á gistiaðstöðu hamli ferðaþjónustunni. Hann sér möguleika á að nýta ónotaðar íbúðir í félagslega íbúðakerfinu og bjóða upp á íbúðagistingu. „Við hefðum helst viljað selja þær einhverjum sem vildi setja upp svona fyrirtæki, eða leigja þær rekstraraðila. Það er veruleg eftirspurn eftir gistiplássi. Hér er stórglæsileg íþróttaaðstaða og sundlaug, ágætt skíðasvæði og knattspyrnuvöllur með stóru og góðu æfingasvæði. Svo er hér eini 18 holu golfvöllurinn á Vestfjörðum. Ég hef hitt menn sem segjast vilja koma hingað til að spila golf ef hægt væri að leigja íbúðir. Svo er hér mjög gott nátt- úrugripasafn þar sem m.a. er ísbjörn veiddur af Bolvíkingum eins og frægt varð. Menningarlíf er í miklum blóma, félagsstarf, kórar og mikið af hæfileika- ríku tónlistarfólki sem stendur fyrir skemmtilegum uppákomum.“ Einar segir Bolvíkinga horfa björtum augum til framtíðar. „Við ætlum ekki að láta þá erfiðleika sem bitið hafa lands- byggðina ýta okkur niður; ætlum ekki að leggja árar í bát. Bolvíkingar eru ein- huga um að berjast áfram.“ Einar Pétursson tók við starfi bæjarstjóra í Bolungarvík um síð- ustu áramót. Hann nam rekstrarfræði á Bifröst og er að skrifa lokaritgerð til BS-prófs í viðskiptafræði. Einar Pétursson TENGLAR ..................................................... www.bolungarvik.is Baráttuhugur í Bolvíkingum sögunnar Þorbjörn hf. í Grindavík og var gert samkomulag um samein- ingu Þorbjarnar og Bakka hf. í júlí 1997. „Þorbjörn sagðist ætla að halda hér uppi vinnslu áfram,“ segir Guð- mundur. „Það urðu bara nokkrir mánuðir sem hann hélt uppi vinnslu. Hann keypti líka togara sem nefndur var Hrafnseyri með heimahöfn í Bol- ungarvík. Skipið kom fyrsta daginn sem hann tók við rekstrinum, en ég held það hafi aldrei landað hér. Svo segja þeir, alveg eins og ÚA á Ak- ureyri um Raufarhöfn, að þeir hafi tapað á rekstrinum og þetta gangi ekki upp.“ Þorbjörn hætti bolfiskvinnslu í Bolungarvík haustið 1998, vegna taprekstrar og hráefnisskorts að því er sagt var. Eins dró úr rækjuvinnsl- unni vegna þess að erfitt var að út- vega hráefni. Guðmundur segir að þetta hafi verið erfiðir tímar. „Það varð hrun á fasteignamarkaðinum í Bolungarvík, það féllu öll hús í verði á einum degi.“ Þorbjörn fór í samstarf við NASCO um rekstur rækjuvinnsl- unnar í Bolungarvík. Þorbjörn hafði stofnað dótturfélagið Bakka hf. um reksturinn í Bolungarvík og eignað- ist NASCO meirihluta og síðar allt fyrirtækið, en skipin og kvótinn voru áfram í eigu Þorbjörns. „Þegar NASCO var búið að kaupa hreinsaði það allar fiskvinnsluvél- arnar út úr fyrirtækinu og breytti því í rækjuverksmiðju. Setur þar sex rækjuvinnsluvélar, sem er afar stór verksmiðja. Bolvíkingar sáu að við gátum ekki lifað af rækjuvinnslu einni saman. NASCO var með mikið af skipum á Flæmska hattinum und- ir erlendum fánum. Á sama tíma og NASCO kaupir verksmiðjuna fóru Bolvíkingar að byggja upp smábáta- flotann. Þó var lítill kvóti eftir í byggðarlaginu. Það sem eftir var af kvóta átti útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtækið Jakob Valgeir hf., en þeir áttu og ráku mjög lítið frystihús.“ Smábátarnir komu til bjargar Guðmundur velkist ekki í vafa um að smábátarnir hafi bjargað Bolung- arvík eftir að mestallur bolfiskkvót- inn var horfinn úr plássinu. Hann segir að styrkur Bolvíkinga hafi fal- ist í mjög sterkum sparisjóði þeirra sem lánaði mönnum til að kaupa smábáta og aflaheimildir. „Sparisjóðurinn lánaði í heild milljarð í smábátakaup. Tækifærin lágu í svokölluðu þorskaflahámarki. Við höfðum frelsi til að sækja í ýsuna og steinbítinn. Með þessu duglega fólki sem var hér vorum við strax farin að reka þessa smábáta með glæsibrag.“ Guðmundur segir að deilt hafi ver- ið á Bolvíkinga fyrir að vinna ekki fiskinn á staðnum, en mikið var flutt í burt til vinnslu annars staðar. „Það var rétt, en hér var ekkert fisk- vinnsluhús nema þetta litla hús hjá Jakobi Valgeir. Það var búið að taka stóra húsið okkar undir rækju- vinnslu.“ Bolfiskvinnslan eykst á ný NASCO lenti í rekstrarerfiðleik- um og var úrskurðað gjaldþrota í árslok 2000. Stofnað var nýtt hluta- félag, Bakkavík hf., að mestu í eigu heimamanna, og keypti það eignir þrotabúsins. Rekstur rækjuverk- smiðjunnar var þannig tryggður. Guðmundur segir að auk fiskvinnslu Jakobs Valgeirs hafi verið stofnaðar tvær aðrar í Bolungarvík, Vík og vinnsla í eigu Björgvins Bjarnason- ar. Þær hafi allar unnið afla smábáta. „Við höfum verið að feta okkur lengra og lengra í að vinna aflann hér heima. Vík, sem var stofnuð af trillukörlum og gekk ágætlega, var nýlega sameinuð Bakkavík. Þar með fluttu þeir í EG-húsið og tóku elsta hlutann af því aftur í notkun. Þar er nú komið hátæknifrystihús við hlið- ina á rækjuvinnslunni. Á sama tíma er Jakob Valgeir búinn að tvöfalda sitt frystihús. Björgvin er líka að bæta við sig. Við erum búnir að snúa þessu algjörlega við.“ Bolvíkingar hafa aftur eignast veiðiheimildir í bolfiski. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu var út- hlutað aflamarki, á grundvelli afla- hlutdeilda til skipa og báta með skráða heimahöfn á Bolungarvík, í upphafi yfirstandandi fiskveiðiárs sem nemur 4.424 tonnum í þorsk- ígildum. Að teknu tilliti til sérstakra bóta og jöfnunarúthlutana nema heildaraflaheimildir til Bolvíkinga um 4.900 tonnum. Guðmundur segir að þessar aflaheimildir séu að lang- mestu leyti í bolfiski. „Rækjuflotinn hér hefur verið að hverfa, rækjustofninn í Ísafjarðar- djúpi er hruninn líkt og innfjarða- rækjan um landið. Það eru eftir einn eða tveir rækjubátar.“ Hann segir að enginn „rússafiskur“, það er heil- frystur innfluttur fiskur, sé nú unn- inn í byggðarlaginu, það sé engin þörf á honum. Smábátaflotinn hefur eflst ár frá ári og nú eru að bætast við allt að 15 tonna hraðfiskibátar. ,,Á síðasta ári hafa komið hingað sex öflugir bátar. Það er búið að breyta lögunum og gefa rúm fyrir stærri báta. Þetta eru afskaplega vel búnir bátar, strákarnir á þeim voru m.a. á Guðbjörginni og segja að tækin um borð í þessum bátum séu betri en voru í henni nýrri.“ Guðmundur segir að það hafi verið mikið áfall þegar Alþingi afnam þorskaflahámarkið. „Það kostaði okkur á félagssvæði Eldingar, þetta litla hagkerfi frá Súðavík til Þing- eyrar, 600 milljónir króna upp úr sjó fyrsta árið eftir gildistöku þessara laga. Þá átti virðisaukinn í vinnsl- unni eftir að koma. Á öllum Vest- fjörðum voru þetta milli 900 milljónir og milljarður sem hurfu með því að aflinn minnkaði. Ýsan og steinbítur- inn voru kvótasett og þeir fóru að út- hluta byggðakvótum til að koma eitt- hvað á móti þessu. Byggðakvótarnir hafa valdið miklum deilum bæði milli manna, skipa og byggðarlaga. Vest- fjarðaaðstoðin og byggðakvótinn hafa verið miklir bjarnargreiðar. Við höfum aldrei beðið um byggðakvóta heldur almennar aðgerðir.“ Línuívilnunin hafðist í gegn Á síðasta landsfundi Sjálfstæðis- flokksins lagði Guðmundur fram til- lögu um að flokkurinn styddi ívilnun í aflaheimildum til línubáta sem stunduðu dagróðra. Með harðfylgi kom hann málinu í gegn og línuíviln- unin endaði í stjórnarsáttmála nýrr- ar ríkisstjórnar. Guðmundur þakkar það „grasrótinni“ í Sjálfstæðis- flokknum – almennum flokksmönn- um – að línuívilnunin hafðist í gegn. Hann segir að ýmsir þungaviktar- menn hafi beitt sér gegn tillögunni. „Svo þú sjáir nú hvað gamli mað- urinn er mikill refur,“ segir Guð- vík Morgunblaðið/Guðni Einarsson 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.