Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÁTTÚRUSTOFA Vestfjarða hóf starfsemií byrjun árs 1997, en stjórnin var skipuðhaustið áður. Dr. Þorleifur Eiríksson dýrafræðingur var ráðinn forstöðumaður og flutti vestur í Bolungarvík um leið og starfsemin hófst. Stofnun Náttúrustofunnar er sérstakur þáttur í þeirri endurnýjun sem orðið hefur í at- vinnulífinu í Bolungarvík. Í sumar eru ellefu starfsmenn við stofuna, ýmist í fullu starfi eða að hluta. Þeir búa á ýmsum stöðum á Vestfjörðum. Undanfarna vetur hafa verið 4–5 föst stöðugildi. Háskólamenn á heimaslóð „Í fyrra og hitteðfyrra voru erfið ár, en nú er allt komið á fullt. Ég tel algert lágmark að hér séu fjórir fastráðnir sérfræðingar, einfaldlega til þess að stofan virki,“ segir Þorleifur. Í sumar vinna nokkrir háskólastúdentar, ættaðir frá Vestfjörð- um, að rannsóknum hjá Náttúrustofunni. Rann- veig Sigurðardóttir líffræðinemi frá Þingeyri er t.d. að kanna leiðir til aukinnar nýtingar á bláberj- um á Vestfjörðum. Verkefnið er unnið í samvinnu við Skjólskóga, Búnaðarsamband Vesturlands og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. Tveir ungir Ís- firðingar, Sigurður Markússon efnafræðinemi og Jóhann Sigurjónsson verkfræðinemi, vinna að mengunarverkefnum þar sem sérþekking þeirra nýtist. „Það er vinsælt af stúdentum og nýútskrifuð- um háskólanemum að fá vinnu á náttúrustofun- um, því verkefnin eru svo fjölbreytt,“ sagði Þor- leifur. „Þetta opnar líka möguleika á að fólk geti snúið heim að námi loknu og fengið störf við hæfi. Ég tel mikilvægt að t.d. Vestfirðingar geri sér ljóst að það er ekki nauðsynlegt að fá alltaf sérfræð- inga úr Reykjavík. Svona stofa hefur mikil sam- legðaráhrif, hér er keypt margt til starfseminnar og starfsfólkið býr hér.“ Náttúrustofan tekur þátt í rannsóknasam- starfi, bæði við aðrar náttúrustofur og innlendar og erlendar stofnanir og rannsóknahópa. Þá tek- ur stofan að sér verkefni fyrir aðila víða að af landinu. Náttúrustofurnar um landið eiga gott samstarf, að sögn Þorleifs. „Á þessum stofum vinna sérfræðingar á ýmsum sviðum og við styðj- um hver annan og hjálpumst að. Þannig erum við t.d. að hjálpa náttúrustofunni á Sauðárkróki með rannsókn á botndýrum í Hrútafirði, því hér er sér- fræðiþekking á því sviði. Á Sauðárkróki er sér- fræðiþekking í jarðfræði sem við nýtum okkur í öðrum rannsóknum. Ég tel að hægt væri að vinna mun fleiri rannsóknir úti á landi en nú er gert.“ Rannsókn á skólpmengun Náttúrustofa Vestfjarða hefur t.d. verið að rannsaka mögulega mengun af völdum fiskeldis. „Það má segja að verkefnið hafi komið í framhaldi af rannsókn sem við gerðum á fráveitumálum og mengun af völdum skólps í sjónum. Fyrr á þessu ári birtum við skýrslu um fráveitumál sem vakti talsverða athygli. Við mældum mengun í sjó við sjö þéttbýlisstaði á landinu og það kom á óvart að mengun frá skólpi reyndist minni en sumir höfðu ætlað. Minni uppsöfnun lífrænna efna á sjávar- botninum og örari dreifing, eða þynning, gerla í sjónum en talið hafði verið. Ef til vill hefur gleymst að gera ráð fyrir áhrifum sjávarstrauma á dreif- ingu skólps. Þetta vekur spurningar um hve langt þarf að ganga í að hreinsa skólp áður en því er veitt í sjó við þessar aðstæður. Í sumum tilvikum gæti grófhreinsun verið nægileg. Ef þetta verður viðurkennt verður ekki þörf á að byggja dýr hreinsunarmannvirki, sem reynst gætu litlum sveitarfélögum þung í skauti. Hvað varðar úrgang frá fiskvinnsluhúsum er ef til vill eðlilegra að hreinsa frárennslið við húsvegginn en að veita því öllu í frárennsliskerfi byggðarinnar. Það á að vera löngu liðin tíð að henda afskurði og öðrum fisk- úrgangi í sjóinn.“ Þorleifur segir að Náttúrustofan vinni að rann- sókn með Norðmönnum og Færeyingum þar sem skilgreina á „minna viðkvæm svæði“ með tilliti til mengunar. Þorleifur segir að á slíkum svæðum gæti nægt grófhreinsun á skólpi. Hornstrandir standa Náttúrustofunni nærri og þar er verið að skoða friðlandið og lífríki þess frá mörgum sjónarhornum. Náttúrustofan á rann- sóknabátinn Orm ÍS sem notaður er m.a. til rann- sókna þar. Eins hefur stofan fengist við rannsókn- ir í tengslum við umhverfismat, t.d. fyrir Vegagerðina vegna hugmynda um þverun Mjóa- fjarðar í Ísafjarðardjúpi. Nú er að hefjast rann- sóknavinna vegna hugmynda um ný vegstæði í Djúpafirði og Gufufirði. Náttúrugripasafn í sama húsi Náttúrugripasafn Bolungarvíkur er í sama húsi og Náttúrustofan. Safnið er opið alla virka daga og um helgar á sumrin. Höfuðprýði og kveikjan að stofnun safnsins er uppstoppaður ísbjörn sem veiddur var af áhöfn Guðnýjar frá Bolungarvík sumarið 1993. Þorleifur telur að óvíða hér á landi séu fleiri fuglategundir til sýnis en í safninu, en það á gott úrval uppstoppaðra fugla sem allir hafa fundist hér á landi. Merkilegasti gripurinn er þó líklega gríðarstórt surtarbrandsstykki úr gam- alli námu á Vestfjörðum. Þetta er samanpress- aður rauðviðartrjábolur sem talinn er vera um 14 milljón ára gamall. Á safninu stendur nú yfir sýning á ljósmyndum sjómanna frá Bolungarvík og Ísafirði, sem sett var upp í tilefni af sjómannadegi. Fjölbreytt rannsóknarverkefni Náttúrustofa Vestfjarða sinnir margs konar rannsóknum og sérhæfðri þjón- ustu. Dr. Þorleifur Eiríksson veitir stof- unni forstöðu. Dr. Þorleifur Eiríksson forstöðumaður. TENGLAR ........................................................... www.nave.is UM MITT síðasta ár samein-aðist Bakkavík hf. Fiskverk-uninni Vík ehf. í Bolungarvík. Vík var tengd tveimur útgerð- arfélögum, Kálfavík ehf. og Útgerð- arfélaginu Voninni ehf.. Í fyrstu var fiskvinnslu haldið áfram í húsi Víkur þar til í maí sl. að starfsemin var flutt í elsta hluta hússins sem Bakkavík er í. Það er gamla frystihús Einars Guð- finnssonar hf.. Húsnæðið var end- urnýjað og öll tæki bolfiskvinnslunnar. Vinnsla hófst í nýja frystihúsinu um 12. maí. „Við settum upp nýja slæging- araðstöðu þar sem hægt er að flokka fiskinn eftir slægingu,“ segir Agnar Ebeneserson, framkvæmdastjóri Bakkavíkur hf. „Þá var sett upp flæði- lína frá Skaganum, ný lína þar sem skorið er úr flökunum á færibandi. Það er því ekkert hreyft við flakinu eftir að það kemur úr flökunarvélinni, aðeins snyrt. Við þetta sparast um 65% af vinnunni sem áður fór í að handfjatla flakið. Við teljum okkur spara töluvert mannafl með þessum búnaði. Það er verið að ganga frá gæðavottun á húsið og ferlið hefur gengið mjög vel fram að þessu. Við erum með EFSIS samþykki í rækjunni og erum að sækja um gæðavottun hjá öðrum. Sama vottun verður á fiskvinnslunni,“ segir Agnar. Agnar segir að rækjan vegi þyngra en bolfiskur í framleiðslu Bakkavíkur hf. „Á síðasta ári vorum við að velta 1.200 milljónum króna og þar af 900 milljónum í rækjunni. Við gerum ráð fyrir að á þessu ári verði veltan 1.500 til 1.600 milljónir króna og þar af 1.100 milljónir í rækju.“ Aðspurður segir Agnar að 95% af rækjunni sé flutt inn og mest keypt á heimsmark- aði. Vaxandi útgerð Bakkavík hf. gerir út einn krókabát. Bátar Útgerðarfélagsins Óss, Guð- mundur Einarsson ÍS og Hrólfur Ein- arsson ÍS, hafa undanfarin ár landað stórum hluta aflans hjá fyrirtækinu. Bakkavík kaupir einnig afla af öðrum krókabátum í Bolungarvík. „Í dag vinna hér um 80 starfsmenn og við höfum haft næga atvinnu. Höfum ekki stoppað einn dag í rækjuvinnslunni vegna hráefnisskorts frá því að við byrjuðum,“ segir Agnar. En hverjar eru horfurnar? „Þær eru þokkalegar varðandi hrá- efnisöflun í rækjunni. Ég held það megi segja það sama í bolfiskinum. Línuívilnunin mun koma okkur til góða. Bátum sem leggja hér upp hef- ur fjölgað og er stefnt að enn meiri fjölgun. Það er óákveðið hvort við för- um í frekari útgerð. Við höfum eytt mikilli orku og tíma í uppbyggingu fiskvinnslunnar. Ef vinnslan gengur eftir, eins og við vonum, þá munum við fara út í frekari útgerð.“ Vantar starfsfólk Agnar segir að starfsfólki hafi fjölg- að um 20 frá í fyrra þegar um 60 manns voru á launum. Á árinu 2001 voru starfsmennirnir 40 talsins, svo fjölgunin hefur verið um 20 á ári. Agnar segir að starfsmönnum hafi fjölgað í réttu hlutfalli við aukna veltu. Fjölgunin nú varð í vor þegar náms- fólk kom til sumarstarfa. „Við ætlum að reyna að halda sama krafti í vinnslunni og þurfum að fá inn nýtt fólk í haust þegar námsfólkið fer. Það þarf að koma hér inn um miðjan ágúst. Það vantar fleira fólk á stað- inn.“ Bakkavík vex fiskur um hrygg Bakkavík hf. er stærsti vinnu- veitandinn í Bolungarvík og rekur tæknivædda rækju- og bolfiskvinnslu. Agnar Ebenesersson TENGLAR .............................................. www.bakkavik.is mundur og brosir í kampinn. „Þegar ég var að berjast fyrir þessu á lands- fundinum þá var ég í stuði, eins og maður sagði til sjós, og gerði alla hluti rétt. Ég fer inn á flokksþingið með þessar tillögur um línuíviln- unina einn míns liðs. Menn voru að benda mér á að fá með mér málsmet- andi menn til að styrkja mig, en því neitaði ég alfarið. Mig vantaði enga til að útþynna þetta á neinn hátt eða breyta þessu til að ég strandaði til- lögunni. Þetta kom LÍÚ-mönnum og stórútgerðinni í opna skjöldu. Þeir áttu ekki von á þessu.“ Tillagan var felld naumlega í starfshópi lands- fundarins um sjávarútvegsmál og þá fór Guðmundur með málið fyrir allan landsfundinn. Þar var tillagan sam- þykkt. Guðmundur segir að línuívilnunin verði bundin því skilyrði að bátarnir verði að landa daglega sem þýði að þeir landi í þeim byggðum sem eru næstar miðunum. „Svo eru líka stór rök að þarna er tekið bara á línu því hún er eina veiðarfærið sem er full vissa fyrir að er vistvæn og hand- færin eru það líka. Í þessari umferð er engin ívilnun fyrir handfæra- báta.“ Betri umgengni um auðlindina – Nú má ætla að með línuívilnun verði aflinn meiri en fiskveiðistjórnin gerir ráð fyrir. Hvar kemur þessi aukning niður? „Hún kemur niður á betri um- gengni um hafið. Færeyingar eru búnir að sanna þetta. Þeir fiska 60% af sínum þorski og ýsu á króka og leyfa ekki stærstu frystitogarana í sinni lögsögu. Þeir banna netabáta og snurvoðina, leyfa reyndar grálúðuveiðar í net á miklu dýpi en það mega ekki vera nema örfáir þorskar í netunum.“ Guðmundur segist vera þeirrar skoðunar að við séum að hamla vexti fiskistofna með því að fiska á allt of stór skip, með allt of stór veiðarfæri, sem umhverf- ið þolir ekki. Hvað á hann við? „Þessi stóru flottrollsskip. Þegar þeir voru að loka á línubátana á grunnslóðinni út af of smáum fiski, spurði ég fiskifræðing hvort þeir hefðu ekki skoðað flottrollsskipin sem voru á síld og kolmunna. Jú, hann sagði að þeir hefðu tekið prufur og nefndi eitt skip. Þeir uppreiknuðu prufuna í allan farminn og sagði að út úr því hefðu komið 400 þúsund bolfiskseiði sem fóru í bræðslu. Bol- fiskseiðin eru í sama ætinu og síldin og kolmunninn. Það sem ég segi er að betri umgengni um miðin gefur okkur meiri afla. Við getum veitt meira með þessum vistvænu veiðar- færum en þessum stóru sem vinna gegn náttúrunni. Þannig erum við ekki að taka af neinum heldur að skapa þjóðarbúinu auknar tekjur.“ – Á þá ekki að banna veiðar á upp- sjávarfiski í flottroll? „Ég held að það eigi að beita bönn- um sem minnst. Það sem ég vildi gera er að fylgjast nákvæmlega með löndunum hjá öllum þessum skipum. Ef þeir eru að landa miklu af seiðum þá verði þau uppreiknuð og þeir verði bara að láta kvóta á móti. Þeir eru líka að landa upp í 20 tonnum í bræðslu af þorski. Þetta vita þessar stofnanir, Hafrannsóknastofnun og Fiskistofa, og ekkert gert í málun- um.“ Allan afla í land Guðmundur segist hafa deilt á það að frystiskipin séu að kasta allt að 60% af aflanum. „Þessi vinnsluskip hirða bara flökin. Það var sett í lög 1990 að það ætti að koma með allan afla að landi. Menn fengu aðlögunar- tíma í fjögur ár, til 1994. Þá var lög- unum frestað til 1996 og það ár voru þau afnumin.“ Hvernig væri hægt að nýta þessi 60%, sem eru m.a. hausar, bein og úrkast? „Sumir hirða hausa og fá hátt verð. Tækninni er alltaf að fleygja fram og alltaf verið að gera meiri verðmæti úr aflanum. Landvinnslan hefur sýnt það að ýmsar aukaafurðir eru að skapa okkur gífurlega fjár- muni.“ Guðmundur segist telja að bæta þurfi umgengnina við hafið. Ef stjórna eigi fiskveiðum með peninga- sjónarmið ein að leiðarljósi þá fari fer illa. „Ég kom með tillögu um það á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að rannsakað yrði hvaða áhrif veiðar- færin hefðu á lífríkið. Árni Mathie- sen sjávarútvegsráðherra fékk mig til að draga hana til baka því hann ætlaði að beita sér fyrir því sjálfur. Við höfum alveg tækni til að gera þetta í dag. Það eru mannlausir rannsóknakafbátar sem geta sýnt hvað lifir eftir að sleppa í gegnum möskva, smáfiskaskiljur og fleira. Trollin ausa upp leir og drullu og fiskurinn drepst þegar fyllast á hon- um tálknin af aur. Við vitum ekki hvað veiðarfærin eru að drepa mikið af fiski sem aldrei kemur um borð. Ég fullyrði að þessi skip eru að drepa langt umfram þann kvóta sem þau hafa. Ég spyr, af hverjum taka þeir þennan fisk?“ Guðmundur segist nærri viss um að línuívilnunin fari í gegn á næsta þingi. „Ég er bjartsýnn á það en það er hægt að eyðileggja þetta með alls- konar annmörkum svo það komi ekki að því gagni sem vonir standa til. Þessi höfuðatriði sem ég tala um eru að ná árangri í stjórn fiskveiða og að réttur byggðanna verði virtur. Ef stjórninni tekst þetta ekki þá ganga þeir sjálfir frá kvótakerfinu,“ sagði baráttuglaða kempan í Bolungarvík að lokum. gudni@mbl.is Guðbjörg Sigurðardóttir er 12 ára gömul, ættuð úr Bolungarvík en býr á Kjalarnesi. Hún var í heimsókn fyrir vestan og hjálpaði til í beituskúrnum við að skera beitu. Hún sagðist kunna að beita, en var ekki viss um að hún vildi vinna við það. Henni þætti skemmtilegra að skera sílið og smokkfiskinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.