Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 2003 B 3 KR-INGAR hefja þátttöku í undan- keppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á miðvikudag er liðið mætir Mka Pyunik frá Armeníu á útivelli í 1. umferð forkeppni Meist- aradeildar Evrópu. Vesturbæing- arnir héldu út í morgun án margra lykilmanna. Tvíburarnir, Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir fóru ekki, þeir eru meiddir, og sömu sögu er að segja um Sigþór Júlíusson, Sig- urvin Ólafsson, Kjartan Finn- bogason og Davíð Inga Daníelsson. Þá er Þórhallur Hinriksson veikur. Áætlað er að KR-ingar verði á 19 klukkutíma ferðalagi í dag. Fyrst fljúga þeir frá Keflavík til Parísar og þaðan til Jerevan, höfuðborgar Armeníu. Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, var brattur í samtali við Morgunblaðið í gær og sagði að sitt lið ætlaði sér sigur úr viður- eignum sínum við Mka Pyunik og að tryggja sér farseðilinn í aðra umferð undankeppninnar. KR-ingar héldu til Jerevan í morgun Willum Þór Þórsson, þjálfari KR. ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem ís- lenskir kylfingar leika á mörgum höggum undir pari á íslenskum golf- völlum en á Akranesi á laugardag á sumarmóti Bylgjunnar léku margir af bestu kylfingum landsins ótrúlegt golf. Leikið var með „texas- scramble“-fyrirkomulagi þar sem tveir leika saman í liði og geta valið „betri“ boltann eftir hvert högg og leika síðan báðir á ný frá þeim stað. Slíkt fyrirkomulag gefur kylfingum að taka mikla áhættu í leik sínum og á Garðavelli léku þeir Birgir Leifur Hafþórsson og Willy Blumestein sam- an í liði og léku þeir á 62 höggum eða 10 undir pari vallar. Þeir félagar fengu 9 fugla (-1), einn örn (-2) og einn skolla (+1) og sjö pör. Í öðru sæti urðu þeir Heiðar Davíð Bragason og Ingi Rúnar Gíslason á níu höggum undir pari, 63 höggum og í þriðja sæti á 64 höggum voru þeir Stefán Orri Ólafsson og Hróðmar Halldórsson. Birgir Leifur og Willy léku sér að Garðavelli Birgir Leifur Hafþórsson ÞRÍR nýir leikmenn hafa gengið til liðs við kvennalið Víkings í handbolta. Natasa Lovic frá Serbíu mun verja mark Víkings í vetur. Hún er reyndur markvörður og er fyrrum markmaður í landsliði Júgóslavíu. Natasa lék með Víkingi hluta úr tímabilinu 2001–2002. Auk hennar hafa þær Katr- ín Tómasdóttir og Guðrún Þóra Hálfdánardóttir skipt yf- ir í Víking úr Fram. Katrín er rétthent skytta en Guðrún Þóra er örvhentur hornamað- ur. Lovic kemur í stað Helgu Torfadóttur sem leikur með danska liðinu Tvis/Holstebro á næsta vetri. Liðstyrkur til Víkinga  SKÓRINN sem sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester Unit- ed, sparkaði í og hafnaði í andliti David Beckhams var í eigu Ola Gunnars Solskjær. Solskjær sagði frá þessu í knattspyrnuskóla sem hann rekur í heimabæ sínum, Krist- jánssundi í Noregi.  TIM Howard, markvörður New York MetroStars gengur til liðs við Englandsmeistara Manchester Unit- ed í dag því um helgina fékk mark- vörðurinn atvinnuleyfi á Bretlandi.  PETER Kenyon stjórnarformaður Manchester United er staddur í Sev- illa á Spáni og greina spænskir fjöl- miðlar frá því í gær að þar sé hann í þeim erindagjörðum að kaupa spænska landsliðsmanninn Joaquin sem leikur með Real Betis. Rætt er um að United þurfi að greiða 12 millj- ónir punda fyrir leikmanninn en þá er einnig talað um að Úrugvæinn Diego Forlan verði látinn fara til Real Betis sem hluti af kaupverðinu.  PIERRE van Hooijdonk er geng- inn til liðs við tyrkneska liðið Fenerb- ahce. Leikmaðurinn gerði tveggja ára samning við liðið. Van Hooijdonk lék með Feyenoord í Hollandi síðust tvær leiktíðir og gerði 52 mörk í 61 deildaleik.  PAUL Ince, leikmaður Wolves, ætlar að snúa sér að þjálfun að lok- inni næstu sparktíð. „Ég hef leikið undir stjórn sir Alex Ferguson, Kev- in Keegan, Glenn Hoddle og Roy Hodgson og lært mikið af þeim. Ég tel mig hafa mikið fram að færa í þjálfun.“  LIVERPOOL mun ekki kaupa fleiri leikmenn í sumar. Gerard Houllier, knattspyrnustjóri liðsins, greindi frá þessu á vefsíðu félagsins á laugardag. Í sumar hefur liði keypt þá Harry Kewell, Steve Finnan, Florent-Sinama Pongolle og Anth- ony Le Tallec.  KNATTSPYRNUMAÐURINN Ahmed Mido Hossam eða Mido frá Egyptalandi hefur gengið til liðs við Marseille í Frakklandi frá Ajax í Hollandi. Mido var í láni frá Ajax síð- ari hluta síðasta leiktímabils hjá Celta Vigo.  CHELSEA er komið með enn einn leikmanninn á óskalista sinn og nú er það Argentínumaðurinn Juan Seb- astian Veron sem Lundúnaliðið vill fá í sínar raðir. Veron er á mála hjá Manchester United og undanfarnar vikur hafa komið fregnir um að fram- tíð hans hjá meisturunum sé óljós. Breska blaðið Observer greindi frá því að í gær að United myndi selja Veron til Chelsea fyrir 14 milljónir punda um leið og samingurinn við Ronaldinho yrði í höfn en United keypti Veron á 7 milljónir punda frá Lazio fyrir tveimur árum. FÓLK Jón keppti á þessu sama móti ífyrra og varð þriðji með 8.390 stig sem var besti árangur hans í þraut í fjögur ár en Íslandsmet hans í greininni er 8.573 stig sem hann setti árið 1998. Jón Arnar stóð lengi vel í Sebrle en varð að gefa eftir í lokin enda Jón þá orðinn slappur vegna flens- unnar. Sebrle sigraði örugglega, hlaut eins og áður segir 8.606 stig en heimsmet hans í greininni er 9.026 stig. Aðeins sex tugþrautar- menn náðu að ljúka keppni en fimm heltust úr lestinni og fyrir mótið varð Tékkinn Tomás Dvorák að draga sig út úr mótinu vegna kvefs og hálsbólgu. Drulluslappur og kraftlaus „Það var hálf ömurlegt að þurfa að keppa við þessar aðstæður enda var var ég drulluslappur alla helgina og kraftlaus. Ég var með hita og höfuðverk og eins og gefur að skilja var árangurinn eftir því. Ég var nánast hálfur maður en það jákvæðasta við þetta allt saman var að ég náði að ljúka keppni. Ég var orðinn mjög slæptur undir lok þrautarinnar og eins og sést á tím- anum í 1.500 metrunum þá var þetta hálfgerð ganga hjá mér. Mig var farið að sundla en ég var stað- ráðinn í að ljúka hlaupinu,“ sagði Jón Arnar við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Þrátt fyrir slappleika Jóns þá var hann nálægt sínum besta árangri í þremur greinum. Hann stökk 2,03metra í hástökki en á best 2,07 m, stökk 4,90 m í stangarstökki en á best 5,20 m og kastaði spjótinu 62,51 metra en besti árangur hans í greininni er 64,20 metrar. „Fyrri dagurinn var þokkalegur hjá mér og þrátt fyrir heilsuleysið voru sumar greinar sem voru allt í lagi hjá mér. Spjótkastið er síga inn aftur og hástökkið og stangarstökk- ið gekk þokkalega fyrir sig. Mér hefur tekist að ná betri tökum tæknilega í stangarstökkinu og það munaði ekki miklu að ég færi vel yf- ir 5 metrana,“ sagði Jón Arnar. Árangurs Jóns Arnars í ein- stökum greinum varð þessi: 100 metra hlaup – 10,93 sek. langstökk – 7,45 m kúluvarp – 15,24 m hástökk – 2,03 m 400 m hlaup – 49,27 110 m grindahlaup – 14,64 sek. kringlukast – 42,56 m stangarstökk – 4,90 m spjótkast – 62,51 m 1.500 m hlaup – 5.15,47 mín. Jón Arnar segir að nú taki við stífar og strangar æfingar fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í París í næsta mánuði en þar verður Jón á meðal keppenda. Áður en að heimsmeistaramótinu kemur keppir Jón tvisvar sinnum hér heima með félögum sínum í Breiðabliki, á Meistaramóti Íslands og í Bikarkeppni Frjálsíþróttasam- bandsins. Jón reiknar ekki með að keppa aftur í tugþraut fyrr en á heimsmeistaramótinu. Síðasta þraut sumarsins verður síðan í Talence í Frakklandi í lok september. Flensan gerði Jóni grikk Morgunblaðið/Ásdís Flensa setti strik í reikning Jóns Arnars Magnússonar tug- þrautarmanns á móti í Þýskalandi um helgina. Meðal annars var hann hálfan annan metra frá sínu besta í kúluvarpi. JÓN Arnar Magnússon varð annar á tugþrautarmótinu sem lauk í Ratingen í Þýskalandi í gær. Jón Arnar hlaut samtals 8.023 stig, sem er talsvert frá hans besta, enda setti flensa, sem hann nældi sér í fyrir mótið, strik í reikninginn og hafði mikil áhrif á frammi- stöðu hans. Tékkneski heimsmethafinn Roman Sebrle sigraði á mótinu en hann fékk 8.606 stig og Þjóðverjinn Seabastian Knabe varð þriðji með 7.600 stig. Guðmundur Hilmarsson skrifar Jón Arnar annar á tugþrautarmótinu í Ratingen í Þýskalandi í gær og í fyrradag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.