Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.07.2003, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA 4 B MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BJARKI Gunnlaugsson gerði á laugardag sitt fyrsta deildamark í ár og var það honum greini- lega mjög hjartnæmt. Bjarki fagnaði eins og hann hefði aldrei áður skorað á ævinni og sam- herjar hans samglöddust honum innilega. „Það var kominn tími til að skora loksins. Ég var hálfpartinn búinn að gleyma því hvernig til- finning það er að skora mark, og það er óhætt segja að það hafi verið ljúft – sérstaklega í svona mikil- vægum leik. Við urðum að vinna þennan leik. Þetta var mikill baráttusigur en sanngjarn að mér fannst. Við KR- ingar virðumst hins vegar alltaf vilja fara erfiðu leiðina að sigri og tekst aldrei að gera út um andstæðinga okkar.“ Bjarki fór í smá frí fyrir um tveimur vikum og hann segist hafa haft gott af því. „Ég kom alveg end- urnærður eftir fríið. Ég þurfti á þessu að halda því líkami minn ræður ekki við mikið álag. Hugsanlega þarf ég að taka aftur smá frí þegar líða fer á tíma- bilið.“ Bjarki Gunnlaugsson endurnærður eftir frí UNGMENNALANDSLIÐ kvenna skipuðum leikmönnum 21 árs og yngri heldur í lok þessa mánaðar til Danmerkur og tekur þátt í Opna Norðurlandamótinu. Auk Norður- landanna taka Grikkir, Þjóðverjar og Bandaríkin einnig þátt í mótinu. Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt landsliðshópinn sem tekur þátt fyrir Íslands hönd. Í mótinu er leyfilegt að nota allt að fjóra eldri leikmenn og af því tilefni voru Edda Garðarsdóttir, Hrefna Jóhannesdóttir, Íris Andrésdóttir og Rakel Logadóttir valdar. Áður mátti nota tvo eldri leikmenn. Markverðir: Dúfa Ásbjörnsdóttir, Breiðabliki, María B. Ágústsdóttir, Stjörnunni, Aðrir leikmenn: Björg Á. Þórðardóttir, Breiðab., Elín A. Steinarsdóttir, Breiðab., Ólína G. Viðarsdóttir, Breiðab., Edda Garðarsdóttir, KR, Embla S. Grétarsdóttir, KR, Hólmfríður Magnúsdóttir, KR, Hrefna H. Jóhannesdóttir, KR, Sólveig Þórarinsdóttir, KR, Þórunn H. Jónsdóttir, KR, Dóra María Lárusdóttir, Val, Dóra Stefánsdóttir, Val, Íris Andrésdóttir, Val, Laufey Jóhannsdóttir, Val, Málfríður E. Sigurðardóttir, Val, Rakel Logadóttir, Val, Ásta Árnadóttir, Þór. Ungmennalandsliðið til Danmerkur SKAGAMENN ætla að setj- ast niður með færeyska landsliðsmanninum Julian Johnsson í vikunni og gera við hann nýjan samning en Færeyingurinn er samn- ingsbundinn ÍA út leiktíð- ina. Gunnar Sigurðsson, for- maður Rekstrarfélags meistaraflokks karla hjá ÍA, sagði í samtali við Morgun- blaðið að ÍA vildi gera við hann tveggja ára samning en það gæti farið svo að samningurinn yrði bara til eins árs. Johnsson, sem er 28 ára gamall miðjumaður, kom til Skagamann uði frá fære og hefur spi með Akurne bankadeildi Johnson s netmiðilinn hann sé ánæ veruna á Sk islegt haft k óvart. „Kna leikin er á Í öðruvísi en Íslandi er m sendingar f mér finnst h mikill í leikj Færeyjum,“ Skagamenn vilj halda Johnsson KR 2:1 Þróttur R. Leikskipulag: 4-3-3 Landsbankadeildin, 10. um- ferð KR-völlur Laugardaginn 12. júlí 2003 Aðstæður: Rigning, völlur blautur en góð- ur Áhorfendur: 1.841. Dómari: Erlendur Eiríksson, Fram, 4. Aðstoðardómarar: Ingvar Guðfinnsson, Eyjólfur Finnsson. Skot á mark: 14(5) - 11(5) Hornspyrnur: 5 - 5 Rangstöður: 5 - 2 Leikskipulag: 4-5-1 Kristján Finnbogason M Gunnar Einarsson (Sverrir Bergsteinsson 78.) Kristján Örn Sigurðsson M Sigursteinn Gíslason M Kristinn Hafliðason M Jón Skaftason Veigar Páll Gunnarsson M Arnar Jón Sigurgeirsson (Sigurður Ragnar Eyjólfsson 46.) Bjarki B. Gunnlaugsson M Garðar Jóhannsson (Sölvi Davíðsson 84.) Fjalar Þorgeirsson M Ingvi Sveinsson (Erlingur Þ. Guðmundsson 88.) Eysteinn P. Lárusson Hilmar Ingi Rúnarsson (Hjálmar Þórarinsson 68.) Ólafur Tryggvason M Guðfinnur Þ. Ómarsson M Jens Sævarsson Halldór A. Hilmisson Páll Einarsson M Charles McCormick M Sören Hermansen (Björgólfur Takefusa 46.) 1:0 (50.) Veigar Páll Gunnarsson sendi knöttinn fyrir mark Þróttar, og Sigurður Ragnar Eyjólfsson skallaði boltann inn að markteig. Þar kom varn- armaður Þróttar og skallaði boltann frá marki en beint til Kristins Haf- liðasonar sem fékk boltann fyrir utan vítateig og skoraði með við- stöðulausu skoti, glæsilegt mark. 2:0 (61.) Garðar Jóhannsson sendi á Veigar Pál sem lék boltanum inn að víta- teig. Dró til sín varnarmann Þróttar og sendi á Bjarka Gunnlaugsson sem skoraði með vinstrifótarskoti. 2:1 (74.) Charles McCormick tók aukaspyrnu frá vinstri. Kristján Finnbogason markvörður ætlaði að slá boltann frá marki en sló sinn eiginn sam- herja. Guðfinnur Eyjólfsson náði boltanum við endalínu á hægri kannti og sendi á Pál Einarsson sem skoraði af öryggi. Gul spjöld: Veigar Páll Gunnarsson, KR (51.) fyrir brot.  Ingvi Sveinsson, Þróttur R. (54.) fyrir brot.  Kristján Örn Sigurðsson, KR (71.) fyrir brot.  Rauð spjöld: Engin. Það vakti athygli áhorfenda á laug-ardag að Ásgeir Elíasson, þjálfari Þróttar, ákvað að láta Björgólf Takef- usa, markahæsta leik- mann efstu deildar, byrja á varamanna- bekknum. KR-ingar voru meira með boltann í byrjun en það voru gestirnir úr Þrótti sem fengu betri í færi í fyrri hálfleik. Guðfinnur Þórir Ómarsson var mjög sprækur á hægri kanti og átti fyrsta færi leiksins á 14. mínútu en Kristján Finnbogason, markvörður KR, varði skot hans. Áfram héldu Þróttarar að sækja og á 26. mínútu tætti Páll Ein- arsson upp vörn KR og lagði boltann á Sören Hermansen en Kristján í marki heimamanna varði meistaralega. KR- ingar fengu aðeins eitt umtalsvert færi í fyrri hálfleik, þá átti Veigar Páll Gunnarsson góða sendingu inn á Krist- in Hafliðason sem skaut framhjá úr dauðafæri af markteig. Fyrri hálfleikur var vægast sagt slakur hjá KR-ingum. Liðinu gekk illa að spila út úr vörninni og leikur þeirra var tilviljunarkenndur og ómarkviss. Báðir þjálfararnir notuðu hálfleikinn til innáskiptinga og sendu sóknarmann inn á völlinn. Sigurður Ragnar Eyjólfs- son kom inn á í liði KR og Björgólfur Takefusa í liði Þróttar. Síðari hálfleik hófu Íslandsmeistar- arnir af krafti og í hönd fór besti leik kafli liðsins á þessu Íslandsmóti. Á tuttugu mínútna kafla kaffærðu KR ingar nýliðana og gerðu tvö glæsile mörk, en um leið og Bjarki Gunnlaugs son hafði gert seinna mark KR og sit fyrsta í ár var sem Vesturbæinga væru saddir og í stað þess að hald áfram að sækja fóru þeir til baka o freistuðu þess að halda fengnum hlut Þróttarar gengu á lagið og þjörmuð að marki KR. Páll Einarsson minkað munninn þegar um 20 mínútur lifðu a leiknum. Halldór Hilmisson átti skot 78. mínútu sem Kristján í marki Þrótt ar varði en hélt ekki og Hjálmar Þór arinsson náði frákastinu en Kristján s einnig við honum. Undir lokin reyndu Þróttarar a jafna metin en allt kom fyrir ekki og Ís landsmeistararnir fögnuðu dýrmætum sigri. Leikur KR-liðsins var mjög kafla skiptur. Fyrri hálfleikur var slakur en upphafi síðari hálfleiks sýndi liðið sann kallaða meistaratakta. Kristján Finn Charles McCormick skrefinu á undan Jóni Skaftasyni í boltann. Halldór Hilmisson fylg Risinn rums KR sigraði nágranna sína úr Þótti, 2:1, í fyrsta leik 10. umferðar Lands- bankadeildar karla á KR-vellinum á laugardag. Þeir Kristinn Hafliðason og Bjarki Gunnlaugsson komu heimamönnum yfir í upphafi síðari hálf- leiks en Páll Einarsson minnkaði muninn fyrir gestina. Þrátt fyrir sigur er ekki hægt að segja að Vesturbæjarrisinn sé vaknaður þó að vissulega hafi hann rumskað í upphafi síðari hálfleiks. Bæði lið léku sinn þriðja leik á sjö dögum og leikmenn voru margir hverjir orðnir örþreyttir undir lok leiks. Hjörvar Hafliðson skrifar Willum Þór Þórsson var hæst-ánægður í rigningunni í Vest- urbænum á laugardag eftir sigurinn á Þrótti sem færði liði hans annað sætið í deildinni, alltént um stundarsakir: „Allt liðið barðist vel í leiknum. Við náðum aldrei tökum á leiknum í fyrri hálfleik en þó lögðu leikmenn sig fram og um það snýst fótboltinn. Í stöðunni 2:0 fórum við að gera okkur lífið erfiðara. Það var alls ekki ætlunin að hopa aftar á völl- inn, stundum gerist þetta bara ómeðvitað. Ég var vissulega orðinn mjög spenntur þegar Gunnar Ein- arsson þurfti að fara af leikvelli en ég er með unga stráka á bekknum sem ég treysti fullkomlega. Nú setjumst við KR-ingar niður og förum yfir stöðuna í hópnum og ákveðum hvaða leikmenn verður farið með í langt ferðalag til Armeníu.“ Þreyttir Þróttarar Ásgeir Elíasson, þjálfari Þróttar, var vonsvikinn í leikslok. „Ég er aldrei sáttur við að tapa. Það hefði óneitanlega verið afar gott að vinna þennan leik. Ég óttaðist það að mínir menn væru orðnir þreyttir sem varð raunin. Yfir heildina var þetta jafn leikur en við misstum einbeitinguna þegar við vorum orðnir þreyttir. Við vorum sterkari aðilinn í fyrri hálf- leik. Willum [þjálfari KR] var klókur í hálfleik og setti Sigurð Ragnar inn á og Veigar komst framar á völlinn þar sem hann nýtist betur.“ Hvers vegna lést þú Björgólf Takefusa, markahæsta leikmann deildarinnar, byrja á varamanna- bekknum? „Björgólfur hefur beðið um skiptingu snemma í síðari hálf- leik í undanförnum leikjum. Hefði ég byrjað með Sören [Hermansen] og Björgólf inni á hefði ég þurft að skipta þeim báðum út af. Því skipti ég hálfleikjunum á milli þeirra.“ „Nú ætlum við Þróttarar okkur að halda ótrauðir áfram að safna stigum og halda okkur í deildinni,“ sagði Ás- geir Elíasson, þjálfari Þróttar. Þjálfararnir eftir viðureignina á KR-vellinum „Gerðum okkur lífið erfitt“ Eftir Hjörvar Hafliðason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.