Morgunblaðið - 17.07.2003, Side 6

Morgunblaðið - 17.07.2003, Side 6
6 B FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR ir. Munurinn kemur svo fram í ólíkri áhættu og ávöxtun, sérstaklega til skemmri tíma litið. Samtryggingadeildirnar eru með 31,7% eignanna í verðbréfum með breytilegar tekjur, svo sem hluta- bréfum, og 51,6% í verðbréfum með fastar tekjur, þ.e. skuldabréfum. Þá eru 16,3% eigna þessara deilda líf- eyrissjóðanna í veðlánum til sjóðs- félaga. Séreignadeildirnar eru með 67,7% eigna sinna í verðbréfum með breyti- legum tekjum og 25% í skuldabréf- um. Þá eru 3,4% í veðlánum. Hlutabréf og sambærilegar eignir eru almennt talin áhættusamari en skuldabréf, sérstaklega til skamms tíma, og það á væntanlega sinn þátt í að skýra að séreignadeildirnar skil- uðu að meðaltali lakari ávöxtun en samtryggingadeildirnar á síðasta ári, eins og sjá má í meðfylgjandi töflum. Annað sem eykur áhættu sjóðanna og á þátt í að skýra ávöxtun þeirra eru eignir í erlendum gjaldmiðlum. Hjá séreignadeildunum var erlend eign 26,6% en hjá samtrygginga- deildunum var erlend eign 15,6%. Fleira hefur áhrif á samanburð ávöxtunar, svo sem uppgjörsaðferðir skuldabréfa, og þess vegna er ástæða til að taka samanburði milli sjóða og deilda með fyrirvara, sér í lagi til skamms tíma litið. Séreignin vex hraðar Samtryggingadeildir lífeyrissjóð- anna eru mun stærri en séreigna- deildirnar, enda séreignadeildirnar tiltölulega nýjar. Hrein eign sér- eignadeildanna til greiðslu lífeyris nam í árslok í fyrra tæpum 50 millj- örðum króna, en samsvarandi tala fyrir samtryggingadeildirnar var 629 milljarðar króna. Séreignahlut- inn er því 7,3% af heildareignum sjóðanna til greiðslu lífeyris. Iðgjöld séreignadeildanna námu 9,8 milljörðum króna í fyrra, en ið- gjöld samtryggingadeildanna námu 57,1 milljarði króna. Iðgjöld sér- eignadeildanna eru því 14,6% heild- ariðgjalda lífeyrissjóðanna og eins og sjá má af þessum tölum eru sér- eignadeildirnar að stækka í hlutfalli við samtryggingadeildirnar. Lífeyrisbyrði séreignadeildanna, sem er lífeyrir sem hlutfall af ið- gjöldum, er mun lægri en hjá sam- tryggingadeildunum. Lífeyrisbyrði séreignadeildanna er 7%, en 44% hjá samtryggingadeildunum. Gera má ráð fyrir að þessi munur eigi eftir að jafnast út eftir því sem árin líða, enda eru séreignadeildirnar það ungar að sumar þeirra eru ekki enn farnar að greiða út neinn lífeyri. SAMTRYGGINGADEILDIR líf- eyrissjóðanna eru með ríflega tvöfalt hærra hlutfall eigna sinna í skulda- bréfum en séreignadeildirnar. Þetta er lýsandi fyrir þann mun sem er á eignasamsetningu lífeyrissjóðanna eftir því hvort um er að ræða sam- tryggingardeildir eða séreignadeild- Ávöxtun lífeyrissjóðanna - samtryggingardeildir Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins Lífeyrissjóður verslunarmanna Lífeyrissjóðurinn Framsýn Lífeyrissjóður sjómanna Sameinaði lífeyrissjóðurinn Lífeyrissjóður Norðurlands Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda Lífeyrissjóður bankamanna Frjálsi lífeyrissjóðurinn Lífeyrissjóðurinn Lífiðn Samvinnulífeyrissjóðurinn Lífeyrissjóður Austurlands Lífeyrissjóður lækna Lífeyrissjóður Vestfirðinga Almennur Lífeyrissjóður VÍB Lífeyrissjóður verkfræðinga Lífeyrissjóður Suðurnesja Lífeyrissjóður bænda Lífeyrissjóður Vestmannaeyja Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga Lífeyrissjóður Vesturlands Eftirlaunasjóður FÍA Lífeyrissjóður arkitekta og tæknifræðinga Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands hf. Íslenski lífeyrissjóðurinn Lífeyrissjóður Suðurlands Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga Séreignalífeyrissjóðurinn Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar Eftirlaunasj. starfsmanna Íslandsbanka hf. Lífeyrissjóður Eimskipafélags Íslands hf. Lífeyrissjóður Rangæinga Lífeyrissjóður Flugvirkjafélags Íslands Lífeyrissjóður Bolungarvíkur Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogsbæjar Eftirlaunasj. slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugv. Lífeyrissjóður Tannlæknafélags Íslands Eftirlaunasj. starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar Lífeyrissjóður Mjólkursamsölunnar Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar Eftirlaunasjóður starfsmanna Olíuverslunar Ísl. Eftirlaunasjóður Sláturfélags Suðurlands Eftirlaunasjóður Reykjanesbæjar Lífeyrissj. starfsmanna Áburðarverksmiðju ríkisins Lífeyrissjóðurinn Skjöldur Lífeyrissjóður starfsmanna Húsavíkurbæjar Lífeyrissjóður Neskaupsstaðar Eftirlaunasjóður starfsmanna Útvegsbanka Íslands Lífeyrissjóður starfsm. Vestmannaeyjabæjar Lífeyrissjóður starfsm. Reykjavíkurapóteks Lífeyrissjóðir samtals 2,5% 3,1% 5,7% 4,0% 3,2% 3,6% 3,6% 1,9% 1,9% 3,7% 3,2% -0,5% 0,3% 2,2% 4,6% 4,6% -3,3% 2,4% 1,0% 8,1% -0,6% 1,1% 0,7% 1,5% 3,4% 2,5% 3,4% 3,5% 1,5% 5,1% -0,1% 1,3% -4,6% 0,5% -4,3% 2,6% 1,8% 4,7% 2,6% 4,4% 4,6% -0,5% 2,0% 0,1% -3,6% 3,6% 4,5% 3,4% 3,3% 5,3% 1,4% 1,5% 4,4% 7,0% 4,6% 2,8% 2,4% 2,2% -3,5% -0,7% 6,2% 6,6% -2,8% -1,2% 0,5% -10,0% -9,3% -2,2% 0,5% -0,7% 0,4% -9,2% -4,0% 1,5% 0,3% -11,2% -4,0% -6,2% 7,9% -6,9% -10,6% -4,4% -5,1% -0,3% -2,5% 0,0% -3,7% -6,9% 5,3% -2,3% -5,4% -2,2% -2,4% -3,6% 3,3% -3,1% 6,8% 1,6% 3,8% 2,7% -7,5% -7,7% -3,5% 0,7% -2,1% 2,7% -2,1% -3,9% 6,0% 2,5% -3,9% 6,8% 6,6% 4,8% 4,0% 1,9% 2,0% 8,0% -2,7% Meðal- ávöxtun 1998-2002 Hrein raunávöxtun 2002 1) 2 ára ávöxtun, 2) 3 ára ávöxtun, 3) 4 ára ávöxtun 3) Heimild: Skýrsla Fjármálaeftirlitsins, Lífeyrissjóðir, gefin út í júlí 2003. A-deild B-deild Alþingismannadeild Ráðherradeild Stigadeild Aldurstengd deild Hlutfallsdeild Stigadeild Stigadeild Aldursháð deild Samtryggingadeild L-deild A-deild V-deild Deild I Deild II 3) 1) 1) 3) 3) 3) 3) 2) 2) Ávöxtun lífeyrissjóðanna - séreignadeildir Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins Lífeyrissjóður verslunarmanna Lífeyrissjóðurinn Framsýn Lífeyrissjóður sjómanna Sameinaði lífeyrissjóðurinn Lífeyrissjóður Norðurlands Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda Frjálsi lífeyrissjóðurinn Lífeyrissjóðurinn Lífiðn Samvinnulífeyrissjóðurinn Lífeyrissjóður Vestfirðinga Almennur Lífeyrissjóður VÍB Lífeyrissjóður verkfræðinga Lífeyrissjóður Vestmannaeyja Lífeyrissjóður Vesturlands Eftirlaunasjóður FÍA Lífeyrissjóður arkitekta og tæknifræðinga Íslenski lífeyrissjóðurinn Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga Séreignalífeyrissjóðurinn Lífeyrissjóður Tannlæknafélags Íslands Séreignadeildir samtals -2,6% -3,1% 2,0% 0,0% 7,8% 8,7% 4,6% -1,3% -2,1% 1,2% 2,7% 4,7% 4,1% 2,6% 1,5% 7,0% 6,2% 1,2% 1,2% 1,2% 4,4% 3,7% 2,7% 2,9% -10,3% 8,2% 6,7% -2,7% 7,3% 9,3% -6,2% 0,8% 2,8% -9,5% 7,0% 7,9% 5,6% -1,2% -9,6% 1,8% 6,6% -9,8% 7,0% 0,8% 6,8% -11,3% -6,9% 2,2% 4,7% 5,3% 5,7% 1,2% -4,0% -4,1% -6,9% -3,7% 0,2% 4,5% -7,6% 6,7% 3,9% 1,9% -3,7% -10,1% 6,4% 3,7% -6,3% Meðal- ávöxtun 1998-2002 Hrein raunávöxtun 2002 1) 4 ára ávöxtun, 2) deild stofnuð á miðju ári 2002, 3) deild stofnuð 1.10.02, 4) deild stofnuð í árslok 2002 1) Heimild: Skýrsla Fjármálaeftirlitsins, Lífeyrissjóðir, gefin út í júlí 2003. Leið I Leið II Leið III Framtíðarsýn 1 Framtíðarsýn 2 Leið I Leið II Leið III Leið 1 Leið 2 Safn I Safn II Leið I Leið II Leið III Leið I Leið II Ævisafn I Ævisafn II Ævisafn III Ævisafn IV Safn I Safn II Líf 1 Líf 2 Líf 3 Leið I Leið II Leið III Ávöxtl. 1 Ávöxtl. 2 Ávöxtl. 3 Séreignabók 2) 2) 2) 2) 1) 1) 1) 3) 1) 4) Ólík eignasamsetning Samtryggingadeildir lífeyrissjóðanna eru með ríflega tvöfalt meira í skuldabréfum en séreignardeildirnar ● FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Atorka hf. hefur keypt 32% hlutafjár í Afli fjárfestingarfélagi hf. á genginu 1,70. Kaup- verðið er rúmur milljarður króna. Uppgjörsdagur við- skiptanna er 21. júlí nk. Hlutur Fjárfestingarfélagsins Atorku í Afli fjárfesting- arfélagi var 7,2% af heildahlutafé Afls, en er nú 39,2%, að því er segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Þorsteinn Vilhelmsson, stjórnarformaður Afls fjárfesting- arfélags, er jafnframt stjórnarmaður í Fjárfestingarfélaginu Atorku og Magnús Jónsson er stjórnarmaður í báðum fé- lögum Sama dag var tilkynnt að Þorsteinn Vilhelmsson hefði selt allan sinn hlut í Afli eða 19,5%. Jafnframt að Ránarborg – en stjórnarformaður félagsins er Þorsteinn Vilhelmsson ogMagnús Jónsson, stjórnarmaður í Afli, er framkvæmda- stjóri Ránarborgar – hafi selt allan sinn hlut í Afli eða 15,3%. Auk þess var tilkynnt að Skessa ehf. – en Þorsteinn Vilhelmsson er stjórnarformaður Skessu ehf. og Magnús Jónsson er framkvæmdastjóri Skessu – hafi selt hlut sinn í Afli fjárfestingarfélagi en Skessa átti 2,1% í félaginu. Alls seldi Þorsteinn Vilhelmsson og félög tengd honum 39,6% í Afli og er söluverðið tæpir 1,2 milljarðar króna. Mávur ehf. sem er í eigu Ránarborgar keypti í gær 8,49% hlut í Afli. Fjárfestingarfélagið Atorka hét áður Íslenski hlutabréfa- sjóðurinn og er í vörslu Landsbanka Íslands. Afl fjárfestingarfélag hét áður Íslenski fjársjóðurinn. Landsvaki ehf. sér um daglegan rekstur þess og Lands- bankinn um vörslu eigna. Atorka komin með 39,2% í Afli FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Evrópusambandslandanna hafa ákveðiðað skipa Jean-Claude Trichet, seðla- bankastjóra Frakklands, eftirmann Wim Duis- enberg, seðla- bankastjóra Evrópu. Trichet er skipaður yf- irmaður Seðlabanka Evr- ópu til átta ára en hann tekur við starfinu 1. nóvember næstkomandi. Jean-Claude Trichet var í síðasta mánuði sýknaður af ákæru um að hafa aðstoðað Credit Lyonnais-bankann, sem var þá í ríkiseigu, við að falsa bókhaldsgögn. Trichet var ásamt átta öðrum frönskum banka- mönnum og fjármála- sérfræðingum ákærður fyrir að hafa átt aðild að meintri yfirhylmingu yfir tap sem varð á háum fjár- hæðum er franski ríkissjóðurinn hljóp undir bagga með Credit Lyonnais í byrjun tíunda áratugarins, er bankinn átti í miklum rekstrarerfiðleikum. Á þeim tíma var Trichet einn af æðstu mönnum franska fjár- málaráðuneytisins, en hans deild bar m.a. ábyrgð á eftirliti með ríkisreknum fyrirtækjum. Trichet nýr seðlabanka- stjóri Evrópu Jean-Claude Trichet verður næsti seðlabankastjóri Evrópu. ● Opin kerfi Group hf., OKG, hefur selt allan hlut sinn í dótturfyrirtækinu Tölvu- dreifingu hf. til tveggja framkvæmda- stjóra þess, Kristjáns Ólafssonar og Viggós H. Viggóssonar. Um er að ræða 67% eignarhlut og miðast viðskiptin við 30. júní sl. en söluhagnaður Opinna kerfa er óveru- legur, að sögn Frosta Bergssonar stjórnarformanns. Með sölunni á Tölvudreifingu fara um það bil 600 milljónir króna úr veltu OKG á seinni árshelmingi en áhrif á afkomu eru lítils háttar. Á síðasta ári nam hagnaður Tölvu- dreifingar 35 milljónum króna en rekstrartekjur félagsins á síðasta ári námu 1.150 milljónum króna. Tölvudreifing er almenn heildverslun og að sögn Frosta fellur starfsemi fé- lagsins því ekki undir kjarnastarfsemi OKG og var því eignarhlutur félagsins seldur. „Opin kerfi Group leggur áherslu á sölu- starf þar sem virðisaukandi þjónusta er mjög stór þáttur. Þess vegna erum við að kaupa öll hlutabréfin í Skýrr. Stór hluti rekstrar Opinna kerfa á Íslandi er ýmiss konar þjónusta á tæknisviðinu og hið sama gildir um starfsemi OKG í Svíþjóð og Danmörku. Ætlun okkar er að ná fram aukinni samlegð milli fyr- irtækja innan samstæðu OKG á Norðurlöndum þannig að Tölvudreif- ing, sem heildsala, fellur ekki þar undir þar sem við höfum ekki áætl- anir um að fara út í þannig rekstur í Danmörku og Svíþjóð,“ segir Frosti. Frosti segir að þegar fram- kvæmdastjórar Tölvudreifingar hefðu sýnt áhuga á að kaupa fyrirtækið var ákveðið ferli sett á stað og sam- komulagi náð um verð. Kaupþing Búnaðarbanki hafði milli- göngu um viðskiptin. Hluthafafundur 24. júlí OKG mun halda hluthafafund fimmtudaginn 24. júlí næstkomandi. Þar verður lögð fram tillaga stjórnar félagsins um staðfestingu á samn- ingi frá 27. júní sl. um kaup á 24% eignarhlut í Skýrr og yfirtökutilboði fé- lagsins í Skýrr. Jafnframt mun stjórnin leggja til að hlutafé Opinna kerfa Group verði auk- ið um tæpar 43 milljónir króna að nafnverði til að standa við skuldbind- ingar félagsins vegna kaupa og yf- irtöku á Skýrr. Í tillögu stjórnar er kveðið á um að hluthafar falli frá for- kaupsrétti að þessum eignarhlutum. Opin kerfi selja Tölvudreifingu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.