Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 3
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2003 B 3 Fallegur og endingargóður litur - fullkomlega varin húð í sólinni. Flott taska fylgir þegar keyptar eru tvær vörur úr sólarlínunni. Snyrtibudda fylgir þegar keypt er ein vara. Notkun Sôleil varanna er sannarlega fjárfesting í framtíðinni. Undir verndarvæng Lancôme er húðinni tryggð hágæðavörn og silkimjúk áferð Útsölustaðir LANCÔME UM land allt. N Ý J U N G SÔLEIL VÍTAMÍNBÆTTAR SÓLARVÖRUR MEÐ SUN SOFT SKIN™ TÆKNI Sôleil vörurnar frá Lancôme boða byltingu í sólarvörn. Fullkomið kerfi UVA og UVB sía verja húð þína auk þess sem mýkt hennar er varðveitt. Uppgötvaðu einstaka ánægju og fallegan lit með Sôleil. TRÚÐU Á FEGURÐ heimsæktu lancome.com ÞEGAR kylfingurinn kunni,Johnny Miller, sagði aðenginn yrði meistari ánhjálpar, átti hann við alla – jafnvel frískustu íþróttakappa. Ein- mitt þessi hugmyndafræði svífur yfir vötnum hjá fötluðum sem iðka nú golf af miklum móð; rétt eins og allir aðrir þiggja þeir góða tilsögn. „Golf fyrir fatlaða á ekki undir neinum kringumstæðum að kenna með öðrum formerkjum en golf fyrir ófatlaða,“ segir Hörður Barðdal, for- maður Golfsamtaka fatlaðra, þegar spurt er út í aðferðina við að útbreiða íþróttina vinsælu. „Við erum ekki að kenna neitt nema það eina rétta. Golf er ekki hægt að leika með neinni plástursaðferð, siða- og leikreglur í golfi hafa sinn tilgang sem verður að hafa í heiðri. Því erum við með bestu fáanlega kennara, þá Magnús Birgis- son og John Garner, sem er ekki neitt smánafn í golfheiminum, enda tvisvar í Rydercup-liði Evrópu. Magnús er aftur menntaður þroskaþjálfi og þannig vel heima í anatómíunni – við leggjum því allt undir.“ Sumarnámskeiðið framlengt Upphafið að golfiðkun fatlaðra má rekja til Golfsambands Íslands en í kringum 1994 tóku þeim að berast boð um golfmót fyrir hreyfihamlaða í Svíþjóð. „Þá virðist sem fatlaðir víða í Evrópu hafi farið að huga að ein- hverri félagslegri starfsemi. Frímann heitinn Gunnlaugsson hjá GSÍ fram- sendi mér þennan póst, og svo fór að GSÍ og Íþróttafélag fatlaðra stofnuðu nefnd ári síðar um þessa starfsemi. Í nefndinni var með mér Hildur Jóns- dóttir, fyrrverandi formaður Sjálfs- bjargar í Vestmannaeyjum og eigin- kona Frímanns. Við héldum þá um haustið fyrsta golfmótið og var keppt um mjög veglega farandgripi sem Málningarverksmiðja Slippfélagsins hf. gaf og keppt er um enn.“ Þess má geta í framhjáhlaupi að Slippfélagið gaf lika fyrsta bikar sem fatlaðir kepptu um, en það var bikar fyrir lyftingar og keppt hjá ÍF í Reykjavík. Hörður bætir við að árið 1998 hafi íslenskir kylfingar úr röðum fatlaðra fyrst keppt erlendis. „Þar var á ferðinni Gunnar Hjartarson, fyrsti „Íslandsmeistarinn“ okkar, einnig þekktur úr snókernum, og gerði hann sér lítið fyrir og náði jöfnu í fyrsta sæti í Swindon þar sem voru allir bestu kylfingar Evrópu á þeim tíma.“ Árið 2000 voru stofnuð Evrópu- samtök fatlaðra kylfinga og stóðu GSÍ og ÍF að því. Í framhaldinu var farið að huga að því að styrkja stoðir starfseminnar hérlendis og í nóvem- ber 2001 voru stofnuð Golfsamtök fatlaðra á Íslandi eða GSFÍ. Í lögun- um stendur: „Tilgangur og markmið samtakanna er að efla og auka golf- iðkun félaga sinna, að efla samskipti þeirra og samráð, að koma upp safni fræðsluefnis og upplýsinga um golf- iðkun fatlaðra hér á landi sem og er- lendis, að skapa sem best aðgengi og skilyrði fyrir golfiðkun fatlaðra á golf- völlum innan vébanda GSÍ, standa ár- lega fyrir röð stigamóta með útnefn- ingu Íslandsmeistara fatlaðra kylfinga að markmiði.“ Hörður segir að á undanförnum þremur árum hafi verið haldin þrjú golfmót. „Þau voru ágætlega sótt, miðað við það að við auglýstum þau ekki. Hingað kom í boði Flugleiða og Hótel Esju Englendingur að nafni William Hennessey, mikið skaðaður af CP [Cerebral Palsy], hann sýndi listir með golkylfum sínum og tók þátt í síðasta móti. Mikill snillingur. Í vetur var svo farið í námskeiðs- hald í Sporthúsinu í Kópavogi sem hófst í byrjun febrúar og stóð fram í apríl. Svo byrjuðum við aftur nú í júní og er kennt á hverjum miðvikudegi á æfingasvæði Oddfellowa, fyrir sunn- an Heiðmörk á svonefndri flótta- mannaleið, ekið framhjá Vífilstaða- vatni og suður úr. Þessu námskeiði átti að vera lokið, en það hefur verið framlengt, allavega út júlí og ég vona áfram út sumarið, ef við getum aflað okkur styrktaraðila – en í lögum okk- ar stendur einnig að við eigum að leita eftir styrktaraðilum. Ég auglýsi því hér eftir aðilum sem vilja hugsanlega styrkja okkur,“ segir Hörður og bendir á að sambandið sé með „gal- opna bankabók“ í Landsbanka Ís- lands nr. 0117-05-68777, kt. 420101- 2320. Þá sé hægt að hafa samband við hann sjálfan um tölvupóst. Erum það sem við höldum að við séum „Á þessi námskeið höfum við fengið um 15–20 efnilega kylfinga, allt frá tíu ára hetjum til fullorðinna einstak- linga. Skaðaeinkenni þeirra eru ýmiss konar lömun í höndum eða fótum eftir slys, veikindi, heilablóðfall. Ein stúlka kom einhent, einn einfættur og einn blindur, einnig höfum við verið með þroskahefta, þetta er öll flóran. En okkur þykir líklega mest gaman að fá krakkana, þar er gleðin svo einlæg.“ Þegar spurt er út í framtíðina, verður svipurinn blendinn. „Það má ljóst vera að okkur mun ekki skorta skjólstæðinga, nánast daglega slasast einhver og börnin okkar verða eftir sem áður misjafnlega úr garði gerð,“ svarar Hörður en áréttar að einmitt þess vegna sé brýnt að félagið haldi sínu striki. „Starf okkar verður að vera byggt á traustum grunni, við verðum að sanna okkur og það höfum við verið að reyna. Við fórum á Evr- ópumót í Hollandi í fyrra og öfluðum okkur mikils efnis og er þessa dagana verið að vinna það efni í myndband. Nú í ágúst förum við aftur, líklega 5–6 góðir spilarar, því við verðum að fylgjast vel með. Golf fatlaðra þróast ekki nema þar sem það er iðkað og þar viljum við vera.“ Hann bætir við að lögð verði meg- ináhersla á nokkur atriði næsta vetur, fyrir utan kennsluna. „Þar er fyrst að nefna fræðslu fyrir golfkennara. Einnig verðum við að ná góðu sam- bandi við golfvallastjórana því næstu árin förum við vonandi að sjá iðkend- ur í rafdrifnum þrí- og fjórhjólum sem þurfa að fá heimild til að fara inná flatirnar. Og síðast en ekki síst er að efla heimasíðuna og koma okkar fróð- leik á framfæri til sem flestra.“ Einkunnarorð Golfsamtaka fatl- aðra eru Golf fyrir alla. Hörður vísar einnig til orða Garry Players: „Segðu aldrei sjálfum þér að þú getir ekki leikið golf. Munum að við erum það sem við höldum að við séum.“ Og með iðkun íþróttarinnar er líka margt annað fengið, að sögn for- mannsins, því áhugi á golfi er smit- andi og sameinar heilu fjölskyldurnar og starfsmannahópana. „Mestu varð- ar að fatlaðir einstaklingar eigi kost á samvistum með foreldrum, systkin- um og vinum rétt eins og ófatlaðir. Og til þess eru golfvellirnir tilvalinn vett- vangur.“ Við leggjum allt undir Morgunblaðið/Jón Svavarsson Aðstandendur námskeiðsins: Magnús Birgisson, Guðmundur Blöndal, Hörður Barðdal og John Garner. Enginn verður meistari án hjálpar Efnileg stúlka á upphafsreit með John Garner kennara. Sigríður Jónsdóttir slær með vinstri, en hún er einhentur kylfingur. John Garner lifir sig inn í kennsluna og lagar líkams- stöðu kylfinga með tilþrifum. Golfæfingar standa fötl- uðum til boða í kvöldsól- inni í sumar. Sveinn Guðjónsson heyrði af starfseminni og brenn- andi áhuganum. TENGLAR ..................................................... www.golf.is – Eru mæðurnar ekki ánægðar með þessa tilhögun? Hallgrímur: Jú, ég held að það sé almenn ánægja, þó að það hafi heyrst einhverjar stunur og uml. Eggert: Já, þær eru almennt ánægðar með þetta, held ég. Bjarki: Þær þurfa líka svo oft að læra mikið heima svo þetta sunnu- dagsfrí er kærkomið. Hallgrímur: Konan mín er til dæmis einmitt að lesa núna uppi í skóla og ég veit að konan hans Bjarka er í lesherberginu á Kollegi. Eggert: Svo eru einhverjar sem þurfa að sofa úr sé auðvitað! (Almennt hláturskast.) – Hafa krakkarnir gaman af þess- um ferðum? Bjarki: Þau hafa mjög gaman af þessu og bíða þess jafnan að það komi sunnudagur. Hallgrímur: Já, þau eru glöð með þetta og hafa hérna gott tækifæri á að kynnast betur. Eggert: Svo kynnast krakkarnir líka öðrum pöbbum og það getur auðveldað pössun. Hallgrímur: Það er einmitt mjög gott, vegna þess að það skortir oft einhvern til að passa þegar maður býr svo langt frá fjölskyldu, þannig að við styrkjum hérna bönd sem geta nýst síðar. Bjarki: Krakkarnir þekkjast orðið mjög vel innbyrðis og líka okkur pabbana. – Þið minntust eitthvað á árshátíð, viljið þið segja meira frá henni? Eggert: Já. Við fórum í árshátíð- arferð til Gdansk um daginn. Hallgrímur: Það var mikil reisa. Bjarki: Svo héldum við líka „jule- frokost“. Hallgrímur: Þá komu allir með eitthvað. Einn kom meira að segja með heimalagaðan ís! Stoltið skín úr andliti Hallgríms og það fer ekki á milli mála að þessi eini hefur verið hann sjálfur. Bjarki: Já, svo hittumst við líka í fótbolta og blaki, svo eitthvað sé nefnt. – Voru krakkarnir ekkert með í öllu þessu? Eggert: Hmm. Hallgrímur: Ha, nei nei. Bjarki: Þeim finnst alveg nógu gaman á sunnudagsmorgnum! Nú brestur á mikil vatnsbyssu- árás, greinilegt að það er ekki vel lið- ið af nokkrum hér að mönnum sé haldið uppi á snakki. Bjarki formað- ur búinn að lána Tómasi syni sínum og Ísaki Eggertsyni skóna sína í von um að geta keypt sér smá tíma í við- bót. En skórnir hrökkva skammt, það bráðvantar menn í úlfaleik og þeir Eggert og Bjarki biðja mig að hafa sig afsakaða og hlaupa af stað. Una Hallgrímsdóttir er sest í fang föður síns, hún er elst þeirra barna sem eru með í för í dag, er orðin sjö og úlfaleikurinn virðist ekki heilla hana jafn mikið og hina. Hún upp- lýsir hins vegar að það sé gaman í pabbaklúbbnum og best af öllu var sundferðin til Svíþjóðar. Eftir spjallið og einn kaffibolla til og kökubita kveð ég. Krakkarnir moldugir upp fyrir haus og brosandi út að eyrum. Feðurnir mettir af kaffi, kökum og góðum félagsskap. Það er ekki laust við að ég öfundi þá vegna þess að ég á ekki séns á að vera með. Ég verð aldrei pabbi! Höfundur nemur kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu í Höfn. Remiseparken. Þorbjörg: Já, þá förum við stund- um í hestakerru og gefum geit- unum mat. Arnór: Það er skemmtilegast að gefa dýrunum að borða. – Hverjir eru bestir, stelpur eða strákar? Auður og Arnór: Strákar! Þorbjörg: Stelpur. Auður: Strákar og stelpur. – En hver er flottasti liturinn? Auður og Arnór: Rauður. Þorbjörg: Rauður og … gulur. Arnór: Og blár er líka flottastur. – Hvað er svo skemmtilegast í heiminum? Arnór: Sundlaug! Auður: Að borða popp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.