Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 12
Svar: Þögnin. ÚTILÍFSSKÓLINN að Hömr- um, sem er rétt ofan við Akur- eyri, heldur viku ævintýranám- skeið þar sem boðið er uppá margvíslega fræðslu, leiki og útiveru. Fullt af krökkum frá Akureyri og víðar að taka þátt í þessu mikla stuði. Anna Eyfjörð Eiríksdóttir sér um Útilífsskól- ann og sagði Barnablaði Mogg- ans að í allt yrðu það um 270 krakkar sem myndu mæta á námskeiðin í sumar, sem er ekk- ert smá! Það verða því haldin níu námskeið í sumar svo allir komist að. Kveikjum eld og súrrum „Það er margt um að vera hjá okkur. Í morgun voru krakkarn- ir að læra að kveikja eld og núna eru þau að súrra, en það eru þessar týpísku skáta trönu- byggingar og á eftir þá fara þau að leika sér að róa á bátum á vatninu. Við förum einnig í gönguferðir í „Gamla“ sem er skátaskáli hér fyrir ofan en sú ferð tekur um 3 tíma, leikum okkur í vatnasafaríi sem er búið að búa til á svæðinu, föndrum til dæmis með því að búa til gifs- grímur og förum í leiki. Krakk- arnir læra hina fjóra klassísku hnúta og við kennum þeim líka hvernig á að meðhöndla hnífa, við öxum og sögum. Í skemmu sem er á svæðinu er svo búið að útbúa aðstöðu til að læra að síga. „Survivor“-torfærukeppni Það fer eftir veðri hvað gert er á hverjum degi, ef það er vont veður þá erum við inni og föndr- um, en ef veðrið er eins og það er í dag þá erum við úti allan daginn. Við erum með einskonar „survivor“ keppni sem við köll- um Lipru laufin, en „Laufi“ er merki Útilífsskólans. Á hverjum degi er keppt í einhverju sem krakkarnir hafa verið að læra þann daginn. Við reynum að hafa það þannig að þau læri eitt- hvað á hverjum degi og geri einnig eitthvað skemmtilegt. Sá flokkur sem vinnur hvern dag fær að hafa lukkutröll um háls- inn, fram að næstu keppni. Í gær var keppt á BMX-torfæru- hjólum í sérútbúinni torfæru- braut sem er á svæðinu. Í dag keppa þau í að kveikja eld. Þau fá ker sem þau eiga að kveikja eld í. Yfir kerið verður strengt band sem er fest í poka og þegar það brennur þá skýst Akureyr- arfáni upp eftir fánastöng. Á síðasti degi námskeiðisins er veisla og þá grillum við pyls- ur. Við höfum yfirleitt farið í grillhúsið í Kjarnaskógi og farið þar í leiki eftir matinn,“ sagði Anna. Kem alltaf til Akureyrar á sumrin Það er algengt að krakkar komi oftar en einu sinni á nám- skeiðin, en sennilega á hún Aðal- björg Assa Björnsdóttir metið í því hve oft er mætt á námskeið- in. Anna sagði að algengt væri að krakkarnir mæti tvisvar, en Assa, eins og hún er kölluð, er á sínu fjórða námskeiði í sumar og þetta er jafnframt þriðja sum- arið sem hún kemur á ævintýr- anámskeið í Útilífsskólann. „Þetta er alveg rosalega gam- an. Mér finnst skemmtilegast að vera á vatnasvæðinu og leika mér. Það er líka gaman að búa til grímur og vera með öllum krökkunum. Ég er frá Akureyri en bý í Reykjavík. En ég kem alltaf hingað til Akureyrar á sumrin til að vera hjá afa og ömmu,“ sagði Assa, sem er að fara í þriðja bekk í Háteigsskóla næsta vetur. Hér eru krakkarnir að læra að súrra, en þá eru þau að búa til hinar dæmigerðu trönubyggingar, sem skátarnir eru þekktir fyrir að búa til. Alltaf gaman á Akureyri Fjör á ævin- týranámskeiði Hér er Aðalbjörg Assa Björns- dóttir með Laufa í baksýn, sem er merki Útilífsskólans. Þetta er þriðja sumarið sem hún kemur í Útilífsskólann og í sumar er hún búin að vera í fjórar vikur. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Okkur finnst skemmtilegast að byggja stíflu í Nauthólsvík. Ljósmyndasamkeppni Taktu flotta mynd! Kanntu að taka fína, flotta og skemmtilega mynd? Reyndu alla vega, því nú efnir Barnablað Moggans til ljósmyndasamkeppni og er þemað „Úti er fjör!“ Gerðu allt til að myndin þín verði sem áhugaverðust og sýni sem best hvað þér finnst fjör að gera úti á sumrin, því einn allra besti ljósmyndari Moggans mun dæma í keppninni. Skoðaðu myndirnar í Mogganum og sjáðu hversu ólíkar þær eru. Það gæti gefið þér hug- mynd að því hvernig þú vilt taka þína mynd. Hans Petersen gefur ekkert smá flott verð- laun. Aðalverðlaunin eru lítil njósnamyndavél á stærð við lyklakippu sem heitir Digital Dream eða Stafrænn draumur. Ein minnsta myndavél í heimi! Síðan verða veitt þrenn aukaverðlaun fyrir næstflottustu myndirnar, þar sem hver vinningshafi fær mjög flotta einnota Kodak- myndavél og framköllun fylgir! Það er því eins gott að vanda sig! Eftirfarandi atriði má hafa í huga við mynda- tökuna: + Oft er betra ef fólkið sem á að mynda veit ekki af þér. + Sést fólkið vel? + Hvað er í bakgrunninum? + Skoðaðu myndefnið frá öllum hliðum. + Hafðu gaman af. Sendu myndina fyrir 29. júlí til: Barnablað Moggans - Úti er fjör! - Kringlan 1 103 Reykjavík Mörgum krökkum finnst gaman að fást við það fyrirbæri sem hér leynist á bakvið númerin. Litið og leysið Á meðan sólin skín er fínt að dunda sér við að safna alls konar sandi sem síðan má gera fínustu listaverk úr, þegar veðrið er verra. Sandflaskan fríð Það sem til þarf: + Sand + Gamla Mogga + Alls konar lita krítarstubba + Glæra flösku að eigin smekk + Trekt + Mjótt prik + Föndurlím eða tappa Það sem gera skal: 1)Breiðið Moggann á vinnusvæðið. 2) Settu sand á það. 3) Rúllaðu krítunum upp úr sandinum, þar til hann tekur lit. 4) Settu trektina í flöskuna og helltu sandinum þar í gegn. 5) Gerðu hóla í sandinn með prikinu. 6) Endurtaktu atriði 2–5, og notaðu nýja litakrít í hvert sinn. Fylltu flöskuna þar til 1–2 cm eru eftir. 7) Haltu fast um flöskuna og þrýstu sandinum niður. 8) Settu tappann í, eða fylltu stútinn með föndurlími. Sandmyndin mín Það sem til þarf: + Föndurpappa + Lím + Sand Það sem gera skal: 1) Veljið ykkur föndurpappa. 2) Notið límið til að teikna mynd með eða skrifa stafi á hann. Passið að ekki komi klessur á einn stað. 3) Áður en límið þornar setjið þið venjulegan sand eða litaðan yfir . 4) Bíðið í nokkrar mínútur og hristið síðan aukasandinn burtu. 5) Leyfið að þorna í um hálftíma, jafnvel lengur, ef mikið lím var notað. Sannkölluð sandlist Fjör að föndra ÞESSI leikur felst í því að allir þátttak- endur fara í leiðangur og finna fjóra eða fleiri hluti úti í náttúrunni. Það getur verið hvað sem er: fífill, steinn, skel, dauð fluga, en ekki beittir hlutir. Síðan hittist þið aftur, og nú skiptist þið á að fela hlutina ykkar í pappakassa sem viskustykki er sett ofan á. Þið skiptist á að þreifa á hlutunum, og sá vinnur sem veit oftast hvaða hlutir þetta eru. Svo má líka gefa aukastig fyrir frumlegustu hlutina. Svaka stuð! Hvað er nú þetta? Góður leikur Flókinn flugdreki Það er brjálað fjör að eiga flugdreka á sumrin og best að flækja ekki snúruna. Þræddu þig í gegn- um þennan áður en þú hendir honum á loft. Ein snúin… Ef þú segir nafn mitt, er ég ekki til lengur. Hver er ég?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.