Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 6
6 C SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ritari óskast í fullt starf í móttöku á lækningastofu frá 28. ágúst nk. Þjónustulund skilyrði. Reyklaus vinnustaður. Æskilegur aldur 20—35 ára. Áhugasamir leggi inn umsókn ásamt mynd og nauðsynlegum upplýsingum til augldeildar Mbl. merkt: „Ritari — 13915“ fyrir 25. júlí nk. Fiskbúðin Vör óskar eftir góðum starfsmanni Viðkomandi verður að vera einstaklega þjón- ustulipur, með reynslu í afgreiðslu á fiski, sam- viskusamur og kurteis. Mjög gott væri ef við- komandi kynni að flaka eða væri með reynslu úr fiskbúð eða fiskvinnslu, þó ekki bráðnauð- synlegt. Við leitum eftir starfsmanni frá klukkan 9.00—18.30, og einnig frá klukkan 8.00—15.00. Áhugasamir hafi samband við Kristján í síma 896 0602 eða í fiskbúðinni Vör, Höfðabakka 1, 110 Reykjavík. Ekki yngri en 24 ára nema við- komandi hafi góða reynslu og þekkingu á fiski. Góð laun geta verið í boði fyrir góðan starfs- mann. ATVINNA ÓSKAST Verktakar Tek að mér tippvinnu og snyrtingar, er með nýja 17 tonna jarðýtu, vanir menn. Upplýsingar í síma 895 7258. Fasteignasala Sölumaður óskast á framsækna en rótgróna fasteignasölu. Góð starfsaðstaða. Aðeins duglegt, sjálfstætt og ábyrgt fólk kemur til greina. Laun eru árangurstengd. Vinsam- lega sendið umsókn með tölvupósti á box@mbl.is merkt: „Fasteignasala — 13895.“ „Au pair“ Óskum eftir að ráða „au pair“ til að gæta eins árs gamals drengs auk léttra heimilisstarfa. Tími, frá ágúst eða eftir samkomulagi. Bílpróf nauðsynlegt. Búum í Frakklandi við Genf í Sviss. Upplýsingar í síma 849 7313. Löggiltur fasteignasali Óskum eftir löggiltum fasteignasala til sam- starfs. Áhugasamir sendið upplýsingar á fasteignasala@hotmail.com Rúmfatalagerinn í Holtagörðum óskar eftur starfsfólki til almennra verslunar- starfa. Eingöngu um framtíðarstarf að ræða. Upplýsingar veittar á staðnum. Loftorka Reykjavík óskar eftir vönum vélamanni á hjólavél. Upplýsingar í síma 565 0877. Lager/afgreiðsla/ viðhald Innflutningsfyrirtæki í byggingariðnaði sem m.a. sérhæfir sig í leigu, sölu og viðhaldi á Doka steypumótum leitar eftir framtíðarstarfs- manni. Æskilegt að viðkomandi hafi réttindi á lyftara. Upplýsingar og umsóknir fást á skrifstofu Formaco ehf., Gylfaflöt 24-30, 112 Reykjavík, sími 577 2050, netfang: formaco@formaco.is. Sundþjálfari Sunddeild UMF Selfoss óskar að ráða yfirþjálf- ara til starfa til að annast þjálfun iðkenda fé- lagsins sem og uppbyggingu þess í nánu sam- starfi við stjórn. Upplýsingar um stöðuna veita Svala Þrastardóttir formaður í síma 483 1034 eða Guðbjörg Stefánsdóttir gjaldkeri í síma 456 4098. Umsóknir sendist Sunddeild UMF Selfoss, Kirkjuvegi 25, 800 Selfoss. Umsóknar- frestur er til 8. ágúst nk. Stjórnin. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Gamla bíó/Óperan— skrifstofuhúsnæði Gegnt Íslensku óperunni að Ingólfstræti 1, er til leigu 134 fm skrifstofuhúsnæði á efstu hæð (3. hæð) frá og með 1. ágúst 2003. Leiguverð er 125.000 á mán. Uppl. gefur Viðar 892-1596 FYRIRTÆKI Til leigu eða kaups ein af betri efnalaugum borgarinnar. Góð og vönduð tæki. Mjög góð staðsetning. Allar nán- ari uppl. á skrifstofu Eignalistanns. HÚSNÆÐI ERLENDIS Orlandó — Flórída Ventura Country Club. Hús og íbúðir til leigu á golfvelli. Sund, tennis o.fl. á staðnum. 20 mín. frá flugvelli, 30 mín. frá Disney World. Uppl. í símum 691 6598 og 001 407 207 4596. Netfang: hinrsab@aol.com Geymið auglýsinguna. LÓÐIR Lóð Lóðin er 10.000 fermetrar, á fallegum stað með miklu útsýni skammt norðan við Reykjavík. Leyfileg stærð bygginga allt að 1000 fermetr- ar t.d. hesthús eða iðnaðarhús auk íbúðar- húss. Áhugasamir sendi upplýsingar á augl- deild Mbl. eða á box@mbl.is merkt „Lóð— 13910“. SUMARHÚS/LÓÐIR 3  +   !  Þú ert velkomin(n) á skrifstofu okkar og fáðu allar nánari upplýsingar. Hús og heimili - Bjálkahús ehf., Borgartúni 29, 105 R. S. 511 1818. www.husogheimili.isVið látum drauminn rætast! Hágæða sumarhús hefur skapað sér orð fyrir vönduð hús, hús sem eiga að endast öldum saman. Við höldum nú upp á 11 ára afmæli okkar og erum stolt af því að hafa byggt yfir 300 glæsileg hús víða um landið. Bjálkahús ehf. Heilsársbústaður til sölu á Farbraut 9, Norðurkotslandi, Grímsnesi, ca 50 km frá Rvík. Húsið er 47 fm + 20 fm svefnloft. Heitt og kalt vatn, rafmagn á lóða- mörkum. Allt innbú fylgir. Verönd vantar. Nýflutt á steyptar undirstöður. Eignarland. Verð 3,9 millj. Upplýsingar í síma 896 1163 eða hjá Ella á Eign.is TILBOÐ / ÚTBOÐ Tilboð óskast í iðnaðarhúsnæði á Smiðshöfða 8, Reykjavík 13138 Smiðshöfði 8, Reykjavík. Um er að ræða iðnaðarhúsnæði (innréttað sem íbúðarherbergi) á 2. hæð í steinsteyptu húsi, byggt árið 1978. Stærð húsnæðisins er 201,9 fermetrar. Brunabótamat húsnæðisins er kr. 16.180.000 og fasteignamat er kr. 12.006.000. Húseignin er til sýnis í samráði við Ríkiskaup, Borgartúni 7, 105 Reykjavík í síma 530 1400. Til- boðseyðublöð liggja frammi á sama stað ásamt reglum um frágang og útfyllingu á tilboðseyðu- blaði. Tilboð skulu berast Ríkiskaupum fyrir kl. 11.00 hinn 6. ágúst 2003 þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda er þess óska. Tilboð í flutning Óska eftir tilboði í flutning á húsi úr Mývatns- sveit í Andakílshrepp, Borgarfjarðarsveit. Húsið er samt. um 130 fm, en verður hlutað niður í 4 einingar u.þ.b. 4x8 m hver um sig. Miðað er við að flutningurinn eigi sér stað um 20. ágúst. Vinsamlegast hafið samband í síma 568 8715/ 568 8714/893 9733, steinis@islandia.is UPPBOÐ Uppboð Þessi dráttavél er af gerðinni Valtra-Valmet 8150 árgerð 1998, vinnustundir 5224. Hún verður boðin út hjá Þjónustumiðstöð VÍS Smiðjuvegi 2, Kópavogi, mánudaginn 21. júlí 2003, milli kl. 8—17. Einnig er hægt að gera tilboð á heimasíðu VÍS á www.vis.is til kl. 8 á þriðjudagsmorgun. Dráttavélin er skemmd eftir veltu. Búið að gangsetja vélina. Vefsíða Tilboð óskast í vefsíðugerð fyrir verslun. Upplýsingar óskast sendar á vefsíða@hotmail.com fyrir 1. ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.