Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 11
Unglingar að störfum Það sem ekki síst gerir land- græðslustarfið í Grafningi áhuga- vert er að það hefur alfarið verið unnið af unglingum, enda hefur yf- irlýst stefna borgarinnar verið sú að, auk orkunýtingar, ætti að nýta jarðirnar þrjár til uppgræðsluverk- efna fyrir skólafólk. Unglingarnir hafa unnið undir stjórn mjög hæfra verkstjóra og leiðbeinenda Orku- veitunnar, þeirra Eggerts Lárus- sonar, deildarstjóra útivistarsvæða, og Kristins H. Þorsteinssonar, deildarstjóra garðyrkju. Á þrettán ára tímabili, á árunum 1989–2001, unnu samanlagt um 3.000 fimmtán ára unglingar á veg- um Vinnuskóla Reykjavíkur að uppgræðslu og skógrækt á Nesja- völlum og Ölfusvatni yfir sumar- mánuðina. Vinnustundir þessa hóps voru um 441.000. Á sama tímabili unnu um 400 eldri skólanemar úr framhaldsskólum borgarinnar að uppgræðslu og uppbyggingu úti- vistarsvæða fyrir almenning á Hengilssvæðinu, fyrst á vegum Hitaveitu Reykjavíkur en frá árinu 1999 á vegum Orkuveitu Reykja- víkur. Um það verkefni verður ekki fjallað nánar hér, en vinnustundir þessa hóps voru um 225.000. Á þrettán árum unnu því um 3.400 unglingar að þessum verkefnum og lögðu í heild af mörkum um 666.000 vinnustundir. Á Úlfljótsvatni hefur fram- kvæmd skógræktar og uppgræðslu verið með nokkuð öðrum hætti. Hún á sér lengri sögu og þar hafa fleiri aðilar komið að starfinu, eins og áður var getið; starfsmenn Raf- magnsveitunnar, síðar Orkuveit- unnar, hófu þar merkið á loft, en síðan hafa bæst þar við t.d. Skógar Starfsmannafélags Reykjavíkur, Skátaskógar, Bernskuskógar og Skólaskógar, þar sem börn úr grunnskólum Reykjavíkur gróður- setja árlega trjáplöntur á vegum Yrkjusjóðs. Úlfljótsvatnsjörðin hefur orðið jörð æskunnar, bæði vegna tengsl- anna við skátahreyfinguna og vegna þess hve vel hún er fallin til kennslu í umhverfisfræðum. Uppgræðslan Með uppgræðslu er hér átt við hvers konar landgræðslu aðra en skógrækt. Á jörðunum þremur hef- ur uppgræðslan í meginatriðum verið fólgin í lokun rofabarða og dreifingu áburðar og sáningu gras- fræs og lúpínu á land þar sem gróður hafði spillst af náttúru- eða mannavöldum. Áburðargjöf hefur verið endurtekin eftir þörfum, oft í 2–3 ár eða lengur, þangað til upp- græðslusvæðin hafa verið orðin fullgróin. Lokun rofabarða er forgangs- verkefni í landgræðslu hér á landi því að út frá þeim breiðist gróður- og jarðvegseyðing eins og illkynjað mein, uns landið verður örfoka, sé ekkert að gert. Lokunin er fólgin í því að græða upp með grasfræi op- inn fokjarðveginn neðan við börðin og út frá þeim. Síðan er börðunum sjálfum lokað með því að stinga þau niður eða stuðla að því að þau falli niður af sjálfu sér. Þetta getur verið erfitt verk vegna þess að rofabörð eru oft á hallandi og jafnvel snarbröttu landi þar sem erfitt er að athafna sig, og börðin sjálf eru oft há og brött. Þannig hagar einmitt víða til í fjall- lendi Nesjavalla. Af þessum ástæð- um er oft erfitt að koma við vél- knúnum tækjum við þessi störf, og þau geta valdið miklu raski á land- inu. Niðurfelling rofabarða og upp- græðslan í Grafningi hefur því al- farið verið unnin á handvirkan hátt. Lokun rofabarða hefur, auk skógræktar, verið einn snarasti og tímafrekasti þátturinn í upp- græðslustarfinu á jörðunum þrem- ur í Grafningi. Meginhugsunin að baki þeirra uppgræðsluaðferða sem beitt var er sú að loka sem fyrst hinu ógróna landi með grastegundunum sem sáð er, og binda jarðveginn. Gras- gróður er hins vegar ekki lokatak- markið heldur er hann aðeins upp- haf og áfangi að því marki að koma af stað annarri gróðurframvindu og þegar grasþekjan er orðin nægi- lega þétt er dregið úr áburðarnotk- un, og loks er henni alveg hætt. Þá hnignar sáðgresinu vegna þess hve áburðarfrekt það er, og staðbundn- ar, villtar og þurftarminni plöntu- tegundir taka við í gróðurþekjunni. Þær tegundir eru fræbanki fyrir sjálfbæra gróðurþróun á upp- græðslusvæðunum og þess vegna er mikilvægt að innistæðan í þeim banka, þ.e. fræmagnið, sé ekki rýrt með beit. Mikilvægt er að geta komið slíku ferli af stað á örfoka eða lítt grónu landi með áburði og fræi, því að án þess getur það dregist í mjög lang- an tíma – áratugi og jafnvel aldir – eins og reynslan hér á landi hefur sýnt. Uppgræðslan í Grafningi var framkvæmd við hin ólíkustu skil- yrði, t.d. allt frá 150 m hæð í Botnadal og á Nesjavöllum upp í nær 400 m hæð í Dyradal í hálend- inu við Hengil. Þar eru gróðurskil- yrði mjög erfið en þörfin fyrir lok- un rofabarða og aðra uppgræðslu að sama skapi mikil. Skógræktin Loftslag setur skógrækt þrengri mörk en grasrækt hér á landi en segja má að í Grafningi séu skilyrði fyrir skógrækt allt upp að 200–250 m hæð yfir sjávarmáli, og hærra hefur þar ekki verið plantað trjám að neinu marki. Langmest hefur verið plantað á Ölfusvatni, eða um 430.000 trjá- plöntum, einkum af birki, töluvert af stafafuru og rússalerki en minna af öðrum tegundum. Skógurinn á Ölfusvatni verður þannig fjöl- breytilegur og aðlaðandi til útivist- ar í framtíðinni. Gróðursettar hafa verið um 200.000 trjáplöntur á Nesjavöllum, aðallega birki, og á Úlfljótsvatni er áætlað að gróðursettar hafi verið um 200.000 trjáplöntur ýmissa teg- unda. Trjáplöntunin hefur öll verið unnin á handvirkan hátt, eins og uppgræðslan. Reynt hefur verið að velja hverri trjátegund þær landgerðir sem þeim henta best, einkum á síðari árum, og hefur það skilað sér í bættum árangri. Tekið hefur verið eðlilegt tillit til menningarminja, náttúrufarslega mikilvægra svæða og svæða sem hafa sérstakt gildi vegna útivistar. Þannig hefur ekki verið gróðursett í votlendi, nærri vatnsbökkum, í góða útsýnisstaði eða fornminjar, og berjalönd hafa víða verið látin halda sér. Árangur uppgræðslu og skógræktar Á árunum 1989–2001 hafa ung- menni á vegum Orkuveitunnar og Vinnuskóla Reykjavíkur grætt upp og fellt niður rofabörð sem samtals eru um 57,5 kílómetrar að lengd á Nesjavöllum, Ölfusvatni og Úlf- ljótsvatni. Til viðmiðunar má nefna að þetta svarar til lengdar leiðsl- unnar frá Nesjavöllum að Reyn- isvatnshæð ofan Reykjavíkur og aftur til baka. Græddir hafa verið upp um 230 hektarar ógróins eða lítt gróins lands. Plantað hefur verið 800–900 þús- und trjáplöntum ýmissa tegunda í um 200 hektara lands, og svarar það til um þriðjungs þess skóglend- is sem plantað hefur verið í Heið- mörk á nálega 50 árum. Þetta eru gríðarmikil afköst, ekki síst í ljósi þess að störfin eru þess eðlis að þau hefur að nær öllu leyti orðið að handvinna. Uppgræðsluþátturinn, þ.e. lokun rofabarða og græðsla örfoka lands, hefur í heild tekist mjög vel. Óvíða hefur uppgræðsla misheppnast og þá hefur það yfirleitt verið af óvið- ráðanlegum, náttúrulegum orsök- um sem ekki verða umflúnar. Sjálf- bær gróðurframvinda er hafin á flestum uppgræðslusvæðunum. Á öllum jörðunum hefur gróðurfar og yfirbragð landsins tekið stakka- skiptum fyrir tilverknað þessara aðgerða. Opnum jarðvegssárum, sem jarðvegur rauk og skolaðist úr, hefur fækkað og gróðurhula lands- ins er orðin samfelldari og fallegri. Á sama hátt hefur vel tekist til við skógræktina á jörðunum þrem- ur, og uppvaxandi tré eru að verða sýnileg öllum þeim sem um þær fara. Afföll urðu helst á trjám á fyrstu árum gróðursetningarinnar og þá einkum vegna rangs vals á trjáteg- undum og kvæmum og aðferðum við plöntun. Framkvæmd skóg- ræktarinnar hefur orðið betri með árunum, og flestar gróðursetningar síðustu sjö ára hafa heppnast vel. Áhrif friðunar fyrir beit á gróð- urfar jarðanna eru ótvíræð. Þó verða ákveðin svæði enn illa úti vegna beitar, og hún hefur valdið talsverðum skaða á ungum trjá- gróðri, einkum á Nesjavöllum. Hinn mannlegi þáttur, sem felst í aðferðafræði og vinnubrögðum starfsmanna Orkuveitu Reykjavík- ur við landgræðslustörfin, hefur verið til fyrirmyndar. Verkefnin hafa verið vel skipu- lögð og bestu aðferðum og verklagi verið beitt. Mikil alúð og samviskusemi hef- ur verið lögð í starfið sem þó hefur víða verið unnið við mjög erfiðar landfræðilegar aðstæður. Þá hefur verið mikil endurnýjun í starfsliði frá ári til árs og stöðugrar starfs- þjálfunar verið þörf. Heildarniðurstaða þeirrar út- tektar sem gerð var árið 2001 er sú að bæði á sviði uppgræðslu og skógræktar hafi árangurinn orðið mjög góður og á sumum svæðum frábær. Hafa þarf í huga hve erf- iðar náttúrufarslegar aðstæður eru víða á svæðinu og umhverfið við- kvæmt, einkum á Nesjavöllum, og að við mikla byrjunarörðugleika var að etja. Starfið hefur orðið markvissara með ári hverju. Í ljósi þess hve ástand gróðurs á jörðunum, ekki síst á Nesjavöllum, var lélegt þegar uppgræðslu- og skógræktarverkefni Orkuveitunnar í Grafningi hófust, hefur það verið afar stórt og mikilvægt skref að því marki að stöðva frekari gróður- og jarðvegseyðingu og endurheimta fyrri landgæði á Nesjavöllum, Ölf- usvatni og Úlfljótsvatni. í Grafningi Landgræðslugirðing í Ölfusvatnsfjöllum. Opin og uppgrædd flög og rofabörð á Nesjavöllum. Austurhlíð Úlfljótsvatnsfjalls. Höfundur er náttúrufræðingur.                                  !  " #  $   $  $     % &         ''(''' !'(''' ''('''      # "  #  #  #   %)      "  "   *  MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 C 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.