Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 12
12 C SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ AÐ varðveita sögu okkar er merkilegt og þýðingarmikið verkefni. Meðal þess sem vaxið hefur og dafnað vel er söfnun sú sem minja- og byggðasöfn hafa staðið fyrir. Það sem ekki þótti merkilegur hlutur eða gripur um miðja síðustu öld er nú forvitni- legt börnum nútímans. Söfn fyrirtækja og stofn- ana eru oftast tengd þeim, starfsemi þeirra og framleiðslu. Slík söfn eiga m.a. Landssími Ís- lands, Orkuveita Reykjavíkur og Vegagerðin. Sérstök söfn eru t.d. safn Slysavarnafélags Ís- lands, Íþróttasafnið á Akranesi, Bátasafnið í Keflavík, Stríðsminjasafnið á Reyðarfirði og Vesturfarasafnið á Hofsósi. Byggðasöfnin eru mörg og fremst þeirra safnið í Skógum. Hin margvíslegu og nær óteljandi söfn sem sprottið hafa upp síðustu áratugi sýna sterkan vilja nútíma Íslendinga til þess varðveita sögu og lifnaðarhætti genginna kynslóða til fróðleiks í framtíðinni. Vel sýnilegur hluti þessa eru bílar, vélar, brýr og vegir. Hér verður þessa getið að nokkru í máli og myndum. Söfnun bíla og saga þeirra Bjarni Einarsson frá Túni á Eyrarbakka er einn sá fyrsti sem í hug kemur þegar söfnun bíla og sögu þeirra ber á góma. Bjarni hélt ásamt sonum sínum fyrstu fornbílasýningu á Íslandi. Upp úr því varð síðan Fornbílaklúbbur Íslands til árið 1977. Félagar þar hafa síðan safnað og gert upp ótölulegan fjölda bíla. Félög og stofn- anir hafa lagt sitt til með ýmsum hætti. Póstur og sími lét smíða upp bíl sem sinn fyrsta póstbíl, Reykjavíkurhöfn er að gera upp þann grjót- flutningabíl sem kalla má fyrsta risabílinn í landinu. Vífilfell á nú Coke-bíl af sömu árgerð og fyrsti Fordinn í landinu var. Mjólkurbú Flóa- manna á uppgerðan mjólkurbíl með tveimur fé- lögum í Fornbílaklúbbnum. Sæmundur Sig- mundsson í Borgarnesi á góða Ford-rútu árgerð 1946 og Vestfjarðaleið mun hafa átt rútu líkrar árgerðar og leigubílastöðin Hreyfill styrkir eign Hudson-drossíu árgerð 1947. Bifreiðaumboð eiga gömul eintök sinna gerða t.d. Bifreiðar og landbúnaðarvélar og Toyota umboðið P. Sam- úelsson. Svona mætti lengi telja. Það fyrirtæki sem einna myndarlegast hefur stutt Fornbíla- klúbbinn við að útbreiða verndaráhugann og hefur afar myndarlega byggt upp eigin fornbíla er Olíufélagið h/f. Stuðningur þess við klúbbinn hefur verið fjárframlög nýtt til ferðalaga og sýn- inga um landið. Sá styrkur hefur orðið til þess að klúbburinn hefur síðan 1987, þegar samstarfið hófst, náð að heimsækja með sýningu fornbíla hvert einasta pláss í landinu sem í vegasam- bandi er utan þó Hauganess við Eyjafjörð. Vest- mannaeyjar hafa verið heimsóttar með sýningu en Grímsey, Hrísey og Flatey eru utan svæðis sem kalla má. Í fyrstu hringferð klúbbsins um landið var afar glæsilegur GMC-trukkur Olíufé- lagsins í fararbroddi og var hinn elsti í þeim hóp Ford árgerð 1929. Sýningar þessar hafa ávallt verið auglýstar vel og haldnar við bækistöðvar ESSO þar sem því er viðkomið. Á þessar sýn- ingar kemur ávallt fjöldi manns og algengt er að við þjóðveginn sitji áhugasamir fyrir flokknum og þá gjarnan með gamla bíla eða traktora. Hugsanlega hefur ekkert félag tengt menn- ingarstarfsemi kynnt sig með sýningarhaldi jafnvíða og Fornbílaklúbbur Íslands. Þetta ber að þakka Olíufélaginu h/f sem auk þessa hefur styrkt og staðið að uppgerð nokkurra bíla. Fyrst skal geta GMC 10 hjóla tankbílsins árgerð 1942, þá Chevrolet tankbíls árgerð 1946 og þjónustu- bíls International árgerð 1953 og er nú með þjónustubíl Ford árgerð 1946 í vinnslu. Þeir tveir síðastnefndu af Keflavíkurflugvelli. Í porti bækistöðvar ESSO að Gelgjutanga sést Bed- ford-tankbíll sem ánægjulegt væri að sjá upp- gerðan. Hugsanlega á félagið fleiri gripi sem væru fróðlegir sögugripir í framtíðinni. Sögu fé- lagsins voru gerð góð skil í bókinni Svartagull eftir Jón Þ. Þór og hefur Olíufélagið h/f þannig í rituðu máli og með varðveislu bíla og muna sýnt virðingarvert fordæmi öðrum fyrirtækjum og verið í því efni í fararbroddi. Olíuverslun Íslands hefur fylgt fordæminu og gert sögu sinni góð skil í þessa veru. Gamlar og áhugaverðar vélar Gott og fjölbreytt vélasafn á Sjómannaskól- inn í Reykjavík með margar gamlar og áhuga- verðar vélar, en auk þess á skólinn mikið og fróðlegt safn muna og minja. Þá er merkilegt safn véla í hinni frægu vélsmiðju Guðm. J. Sig- urðssonar og Co. á Þingeyri. Véla- og tækjasafn Vegagerðarinnar er stórkostlega gott og margt þar að sjá. Smiðju og sjóminjasafn Jósafats Hin- rikssonar sem senn verður enduropnað, nú í Neskaupstað er mjög gott. Traktora- og tækja- safnið á Hvanneyri er afar merkilegt og geta má safnsins á Seljanesi í Reykhólasveit með bíla, vélar og tæki, Bíla- og vélasafnið í Ystafelli í Köldukinn, Flugsögusafnið á Hnjóti og Sam- gönguminjasafnið í Skógum. Ótalin eru fjöl- mörg einka-, véla-, traktora- og bílasöfn víða um land og væntanleg söfn svo sem véla, tækni og bílasafn að Egilsstöðum. Gömul og merkileg samgöngumannvirki Brýr eru þegar orðnar safngripir og má þar til nefna hina fögru bogabrú yfir Fnjóská sem á sínum tíma var lengsta bogabrú á Norðurlönd- um, byggð árið 1908 og er nú friðuð. Hvítárbrú í Borgarfirði er afar fögur og hengibrúin yfir Hvítá hjá Iðu í Biskupstungum þykir mjög fal- leg. Eldri brýr munu á dagskrá hjá Vegagerð- inni sem hugsanleg verndarmannvirki og má víst nefna brúna yfir Bláskeggsá innan við Þyril í Hvalfirði sem er fyrsta steinsteypta og járn- benta brúin á Íslandi, byggð árið 1907. Ein afar söguleg brú er ofarlega í Norðurárdal í Borg- arfirði, brúin við Kattarhrygg. Þar hefur verið komið fyrir fróðleiksskilti við þjóðveginn, hand- an Norðurár en þaðan blasir brúin og hinn ill- ræmdi Kattarhryggur vel við, en hann var lengi ásamt Giljareitunum í Öxnadalsheiði glæfraleg- asti kafli vegarins norður til Akureyrar. Nokkra vegarkafla mætti líka geyma og vernda ókomnum kynslóðum til fróðleiks og ánægju. Má í þessu sambandi nefna veginn yfir Siglufjarðarskarð en hann er einstaklega vel og fagurlega gerður, eru hleðslur kantanna þar sem farið er í sneiðing eða fyllt upp í smálægðir verulega snyrtilega hlaðnar úr grjóti. Siglfirð- ingar munu hreinsa veginn reglulega fyrir sitt stórgóða síldarævintýr sem haldið er við miklar vinsældir á hverju sumri. Á svipuðum slóðum er hinn frábærlega skemmtilegi vegarkafli niður af Lágheiði Ólafsfjarðarmegin, meðfram gilinu. Þann kafla verður að varðveita. Skorað er hér með á áhugafólk í Ólafsfirði að huga að þessu. Enn einn fjallvegur sem er þess virði að halda sumarfærum er Breiðadalsheiði á Vestfjörðum. Vilji til þess virðist þó næsta takmarkaður fyrir vestan því vandlega var veginum ýtt í sundur að sunnanverðu þegar göngin opnuðust og ekki er hirt um að stinga í gegnum skaflinn í Kinninni, dapurt mjög. Gamli vegurinn frá Kerlingar- skarði hjá Grákúlu og um Hraunsfjörð á Snæ- fellsnesi er sérlega skemmtilegur og fær öllum bílum. Áhugafólk á svæðinu mun hafa snyrt hann og jafnvel hlaðið upp vörður. Þennan kafla verður að varðveita og heimila gegnumakstur yfir Hraunsfjarðarbrúna þótt laxeldi sé stundað þarna. Loks vil ég benda á vegarkafla í Eldhrauni sem æskilegt væri að varðveita. Þar liggur gamli vegurinn þráðbeinn meðfram nýja veginum en í smáhæðum og stundum gegnum smáhraunhóla. Hér hefur rétt verið stiklað á stóru um verndun þess sem fellur undir bíla, vélar, brýr og vegi en lengi lengi enn mætti nefna eitt og annað sem vel hefur verið gert og margt sem enn er ógert en brýnt að huga að. Sú vakning sem orðin er um verndun þeirrar sögu sem skráð er í verkum okkar, vél- um, áhöldum og farartækjum verður án efa til þess að bjarga mörgu því sem ella hefði týnst og glatast. Á Héraði og Austfjörðum er mikil sérþekking um herbíla og fjölskrúðug eign þeirra, margra af- ar vel uppgerðra. Hér eru tveir Dodge Weapon og tveir GMC-herbílar frá því um 1942 sem Austfirðingar sýndu á mikilli forngripasýningu fyrir nokkrum árum. Vélskóflur frá því um miðja síðustu öld segja líka sína sögu um vélasögu Íslands. Fjölbreytt úrval fornbíla. Volga, Villys og dráttarvélar eru hluti safngripanna að Seljanesi. Gamall brunninn Trabant gæti líka verið for- vitnilegur safngripur. Slökkvilið landsins eiga marga kjörgripi. Hér er Chevrolet frá um 1940 í eigu slökkviliðsins á Fáskrúðsfirði. Rúta Sæmundar Sigmundssonar, Ford árgerð 1946. Rútur voru hópferðabílar fyrri tíma kallaðir og eru reyndar enn. Gjarnan er talað um Borgarnesrútuna, Norðurleiðarútuna o.s.frv. Bifreiða- og vélasöfn má nú finna víða um land. Þessi mynd er frá safninu að Hnjóti og sýnir rússneska flugvél í eigu safnsins, auk rússajeppa sem var í heimsókn. Greinarhöfundur til vinstri og Hjálmar Axelsson, eigandi nokk- urra fornbíla, til hægri. Brúin við Kattarhrygg handan Norðurár í baksýn. Tveir góðir gripir í einkaeigu á Húsavík, Ford- traktor og Chevrolet-vörubíll árgerð 1947. Uppgerður GMC, árgerð 1942, tankbíll Olíufé- lagsins h/f. Chevrolet-tankbíll Olíufélagsins h/f, árgerð 1946, fagurlega uppgerður. Bílar, vélar, brýr og vegir fortíðar Bifreiðasaga landans hefur ekki hvað síst verið varðveitt fyrir tilstilli Fornbílaklúbbs Íslands, en fjöldi bíla- og véla- safna hefur litið dagsins ljós undanfarna áratugi. Kristinn Snæland fjallar hér um nokkur þeirra. Höfundur er leigubílstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.