Morgunblaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar KÓRESKI bílaframleiðandinn Hy- undai kynnti á dögunum nýja út- gáfu af Hyundai Elantra og er það fjórða kynslóð þessa bíls í milli- stærð. Bílablaðamenn frá nokkrum löndum í Evrópu reyndu gripinn á margs konar vegum í Ungverja- landi og er hægt að gera sér þokkalega góða hugmynd um eig- inleika bílsins eftir aksturinn. Sé það dregið saman er óhætt að segja að Elantra er mjúkur bíll og hljóðlátur, með snaggaralegri og þokkalega öflugri tveggja lítra vél. Það fer ágætlega um ökumann undir stýri sem og farþega hvort sem er í fram- eða aftursætum. Elantra með nýju sniði er sæmi- lega frísklegur í útliti. Þar hafa þó engar byltingar átt sér stað, miklu fremur er endurnýjunin núna eins konar rökrétt framhald af fyrri kynslóðum. Tóku forráðamenn þannig til orða við kynninguna að þeir sem þekktu Hyundai fyrir sæju strax svipinn, nýja gerðin kæmi ekki það mikið á óvart. Einn- ig var nefnt á kynningarfundi að Hyundai ætlaði sér mikið með þessa nýju gerð, sækja nýja kaup- endur og stækka hóp þeirra sem líta á Hyundai sem valkost við bíla- kaup. Fyrsti Elantra bíllinn rann af færibandi Hyundai í Ulsan í syðsta hluta Suður-Kóreu haustið 1990. Í mars 1995 og aftur í apríl árið 2000 var bíllinn tekinn í nokkra endur- nýjun. Elantra er mest selda Hy- undai gerðin utan heimalandsins og hafa þrjár milljónir bíla verið smíðaðar frá upphafi. Af þeim hafa um 700 þúsund selst í Evrópu. Mýkri útlínur En aftur að útlitinu. Línurnar hafa mýkst nokkuð og hefur náðst að lækka vindstuðulinn nokkuð. Framendinn, vatnskassahlífin, luktir og stuðari eru verklegri að sjá og gefa bílnum ákveðnari svip en fyrri gerð. Séður á hlið sker bíllinn sig ekki úr hópi margra annarra bíla af svipaðri stærð og að aftan er fátt sem kemur á óvart. Innan stokks eru helstu breyt- ingar í mælaborðinu, en sætin eru einnig ný og ökumannssætið er bú- ið nauðsynlegri hæðarstillingu sem aldrei verður of oft minnt á að verður að vera staðalbúnaður. Ágætt pláss er bæði í fram- og aft- ursætum og höfuðrými er líka ágætt þrátt fyrir að bíllinn sem var prófaður væri með sóllúgu. Oft þrengja þær örlítið að en í þessu tilviki ekki. Sóllúga verður hins vegar væntanlega aukabúnaður í bílunum sem koma á markað hér- lendis. Ökumaður kann strax vel við sig undir stýri. Mælar eru skýrir og fyrirhafnarlaust er að ná tökum á stjórntækjum. Skemmtileg vinnsla Trúlega er áhugaverðasta breyt- ingin á Hyundai Elantra ný og stærri vél. Hann er nú boðinn með tveggja lítra og 143 hestafla vél auk 1,6 lítra vélar sem er 104 hest- öfl. Talsmenn umboðsins hér, B&L, hyggjast leggja höfuð- áherslu á bílinn með öflugri vélinni og jafnvel bjóða hann eingöngu. Með tveggja lítra vél er Elantra skemmtilega snaggaralegur. Bæði er viðbragðið viðunandi og vinnsl- an er góð niður á lágan snúning ef menn vilja temja sér vistakstur eða sparakstur. Vélin er líka hljóð- lát og þótt spanað sé á hraðbraut (á að minnsta kosti 130 km há- markshraða sem leyfður er í Ung- verjalandi) finnst heldur ekki að ráði fyrir hraða eða vindgnauði – jafnvel þótt laumast sé yfir þau hraðamörk. Uppgefinn hámarks- hraði bílsins er 199 fyrir sjálfskipt- an bíl og 208 km fyrir þann bein- skipta. Skiptingin er þægilega liðug og stöngin fer lipurlega milli gíra og allt er þetta fyrirhafnarlaust fyrir ökumanninn. Hvernig ætti líka annað að vera? Góður aðbúnaður Þá er fjöðrunin mjúk og þótt ekki væri ekið alltof mikið á malar- vegum fékkst ágæt mynd af fjöðr- unareiginleikum á gömlum og þreyttum malbiksvegum. Þeir voru líka nógu krókóttir til að reyna að bíllinn svínliggur og kemur öku- manni á engan hátt á óvart í hegð- un þótt nokkuð hranalega sé ekið. Ítreka má að vel fer um farþega í aftursæti þar sem nóg pláss er og hægt að fá sér lúr á löngum leið- um. Það gekk einnig þótt íslenskir fulltrúar væru fluttir með hraði á flugvöllinn við borgina til að ná í vél áleiðis heim. Á þeirri leið voru valdir krókóttari sveitavegir frem- ur en umferðarmiklar hraðbrautir og mátti vel festa blund í góðri hvílu mjúkra sæta með hnakka- púða. Samkeppnisfær Enn er verð á hinum nýja El- antra óákveðið fyrir íslenskan markað en vafalaust verður reynt að miða það við helstu keppinauta. Takist það verður Elantra þar með sterka stöðu enda í heild vel heppnaður bíll, byggður á tals- verðri reynslu og með ýmsum um- bótum. Og veðja ætti hiklaust á þann með stærri vélinni. Öflugur og mjúkur með nýju sniði joto@mbl.is Morgunblaðið/JT Elantra verður í boði hérlendis öðru hvoru megin við næstu áramót. Nokkuð góð tilfinning fékkst fyrir bílnum eftir nokkur hundruð km akstur. Hyundai Elantra er laglegur bíll og umhverfið í Ungverjalandi, þar sem bíllinn var prófaður, var það líka. Hyundai Elantra verður einnig boðinn í nokkrum nýjum litum. Mælaborðið er smekklegt og hægt er að stilla sæti ökumanns á marga vegu. REYNSLUAKSTUR Hyundai Elantra Jóhannes Tómasson Vél: 1.975 rúmsenti- metrar, fjórir strokkar. Afl: 143 hestöfl við 6.000 snúninga á mínútu. Tog: 186 Nm við 4.500 snúninga á mínútu. Hámarkshraði: 208 km/klst. Lengd: 4.525 mm. Breidd: 1.725 mm. Hæð: 1.425 mm. Hjólhaf: 2.610 mm. Þyngd: 1.278 kg. Gírar: Fimm gíra handskipting. Hemlar: Diskar með hjálp- arátaki, hemlalæsivörn. Farangursrými: 367 lítrar. Stærð bensíntanks: 55 lítrar. Umboð: B&L. Hyundai Elantra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.