Morgunblaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 B 7 bílar Á HLAÐINU hjá Sverri Ólafssyni, myndlistar- og bílaáhugamanni, við Esjuberg á Kjalarnesi stendur mik- ilúðlegur trukkur sem fátt virðist geta stöðvað. Þarna er um að ræða Mercedes-Benz Unimog U1300L Turbo, sem upphaflega var sér- smíðaður fyrir París/Dakar akst- urskeppnina, en Sverrir festi kaup á bílnum þegar áhöfnin hætti við þátttöku í keppninni vegna mikils kostnaðar. Árgerð bílsins er 1980 en hann lítur nánast út eins og nýr eftir að hafa verið gerður upp fyrir keppnina. Sverrir segist hafa átt fjölda Unimog-bíla en þetta sé topp- urinn af þeim öllum. „Ég hef alltaf átt skemmtilega fólksbíla en fór fljótlega út í þessa trukka og er búinn að eiga fjöldann allan af Unimog-trukkum. Elsti bíll- inn sem ég hef átt af þeirri tegund er ’62-módelið, en þessi bíll er alveg toppurinn. Þetta er rosaleg græja. Hann nær um 120 km hraða en er með alveg gríðarlegan togkraft. Þessi bíll þolir síðan akstur á allt að 3ja metra dýpi í vatni og ég get því leikið mér að því að keyra upp og niður Krossána þó hún sé í góð- um vexti.“ Að sögn Sverris er bíllinn með 8 gíra kassa, 352 rúmþumlunga dísil- mótor, 6 strokka með túrbínu sem gefur honum 200 hestöfl til að knýja áfram þau 5 tonn sem bíllinn vegur. Hann stendur á 52" Michelin-dekkj- um sem eru á 20" sérsmíðuðum felg- um til þess að miðjan á dekkinu sé nákvæmlega yfir hjólalegunum. Í bílnum er öflugt bremskukerfi með diskabremsum á öllum hjólum, tvö- földu demparakerfi með bæði gas- og vökvadempurum og þá stendur hann á tvöföldum gormum allan hringinn. Allt vökva- og loftkerfi er tvöfalt og er bíllinn útbúinn öflugri loftpressu með slöngu og því auð- velt að blása í dekkin þegar þörf krefur. Sverrir segist aka um á göt- unum með 42 punda þrýstingi en nóg sé að vera með 3ja punda þrýst- ing í akstri á snjó. „Þessir 52" hjólbarðar eru ný teg- und frá Michelin. Þeir eru búnir að laga hliðarnar í þeim þannig að dekkin þola mjög vel lágan þrýsting án þess að hliðarnar fari að springa. Hann flýtur því mjög vel á snjó,“ segir Sverrir. Til sölu á fjórar og hálfa milljón Hann segist hafa komið á réttum tímapunkti inn í kaupin á bílnum til þess að fá hann settan upp fyrir ís- lenskar aðstæður, fá réttu hæðina og stífari fjöðrun en gerist og geng- ur í þessum bílum, þó ekki séu allir sammála því að hafa mjög stífa fjöðrun í torfæru. „Upprunalega er hann mjög mjúkur, enda eru þessir bílar mjög þægilegir og í langkeyrslu eru þetta bestu bílar sem ég hef nokkru sinni keyrt. En ég vildi fá þennan í meira keppnisformi, sem gerir m.a. að verkum að hann liggur alveg eins og skata á veginum. Í klungrinu á há- lendinu vilja menn aftur hafa langa fjöðrun, en þá eru bara engin vandamál hjá mér því bíllinn er svo rosalega hár að ég er ekkert að klungrast.“ Bíllinn er útbúinn keppnissætum með fjögurra punkta beltum, þann- ig að ökumaður og farþegi sitja vel skorðaðir. Þá bætti Sverrir við öfl- ugu Werner-spili á bílinn. „Mér áskotnaðist notað spil og lét taka það allt í gegn, en þetta eru öfl- ugustu spil sem Bens notar og kosta um eina milljón króna. Það togar á meðan vírinn heldur.“ Nýr Unimog svipaðrar gerðar og þessi bíll kostar líklega á bilinu 15– 20 milljónir, að sögn Sverris, sem hefur auglýst bílinn til sölu á fjóra og hálfa milljón króna. Hann segist mjög ánægður með það hvernig bíll- inn var smíðaður hjá Hellgeth Engineering í Þýskalandi. „Þetta verkstæði er mjög skemmtilegt og þar gera menn einfaldlega ná- kvæmlega það sem þú biður um. Það er t.d. einn bíll frá þeim hjá björgunarsveitinni í Mosfellsbæ,“ segir Sverrir. Stendur öðrum fjórhjólabílum langtum framar Í gegnum tíðina hefur Sverrir átt á annað hundrað bíla, tekið þátt í aksturskeppni í Bandaríkjunum og rallkeppnum hér á landi, enda hefur bílaáhuginn alltaf verið til staðar frá því að hann fékk bílprófið á sín- um tíma. Þá eignaðist Sverrir fyrst Willis-jeppa, árgerð 1942, en hvað skyldi hafa heillað svona mikið við Unimog-trukkana? „Unimog-bíllinn er svo gríðarlega sterkur, ég veit ekki til þess að neinn hafi brotið drif eða öxla eða neitt annað. Það er enginn milli- kassi, bara gírkassi með extra lág- um gírum, bíllinn er síðan átta gíra en ég tek hann alltaf af stað í 5. gír og fer síðan beint þaðan í 7. gír og síðan í 8. Hann veit ekki af því. Mér finnst þeir síðan bæði þægi- legir og sjarmerandi og hreint íðil- fagrir bílar, en auðvitað er það af- stætt og fer eftir fegurðarsmekk hvers og eins. En þetta eru mjög snjallir bílar og ég hef ekki séð fjór- hjóladrifsbíl í dag sem kemst með tærnar þar sem múgginn hefur hæl- ana, tæknilega séð, það er svo langt frá. Hummer og slíkir bílar eru bara dót við hliðina á þessum bíl- um.“ Að sögn Sverris þarf aðeins að passa sig á einu atriðið varðandi bíl- inn. Hann segir bílinn einhvern besta vatnabíl sem völ er á, drif- kerfið sé allt lokað inni í rörum þar sem drifsköft og hjöruliðir sulla í ol- íu, en hins vegar sé niðurgírunin úr öxlunum niður í hjólin eini veiki hlekkurinn að því leyti að passa verður að þar komist ekki vatn inn. Bíllinn framlenging á kyngetuna „Ég hef reyndar aldrei lent í því og annað bilar bara ekki í þessu, þetta gengur bara og gengur. Þar að auki er bíllinn framlenging á kyngetuna, það er ekki nokkur vafi og ég tek fyllilega undir það. Það er voðalega gott að hafa svona fram- lengingu, maður er miklu stærri og meiri maður þegar maður er kom- inn um borð í svona og lítur yfir völlinn og sér bara ofan á þökin á hinum. Þannig að þetta er mikil vítamínsprauta líka,“ segir Sverrir. Hann segist í góðu sambandi við Unimog-aðdáendur víða um heim og að vaxandi áhugi sé á þessari tegund trukka, m.a. í Bandaríkjun- um, en hér á landi sé formleg stofn- un aðdáendaklúbbs innan seilingar. „Við erum tveir miklir áhugamenn um þessa bíla, ég og Erlingur Ólafs- son garðyrkjubóndi í Reykjadal, og erum tveir í Múggavinafélaginu. Það stendur til að stofna það form- lega og í framhaldinu að halda nokkurskonar Íslandskeppni í kappakstri á Unimoggum, sem kæmu þá jafnt frá Bandaríkjunum og Evrópu. Þetta er orðin alger della vestra og orðið erfitt að fá góða múgga í Þýskalandi út af bandaríska markaðnum,“ segir Sverrir. Keypti Mercedes-Benz Unimog sem var sérsmíðaður fyrir París/Dakar-aksturskeppnina Eitt rosaleg- asta torfæru- tröll landsins Það kemur sér vel að vera á stórum dekkjum og hafa hátt undir þegar ekið er yfir svona torfærur. Sverrir Ólafsson, myndlistarmaður og bílaáhugamaður, hef- ur átt fjölmarga Mercedes-Benz Unimog-trukka, sem hann segir bæði ótrúlega sterka og íðilfagra ásýndum. Eiríkur P. Jörundsson fræddist um nýja múggann sem Sverrir hefur eignast og segir rosalegasta torfærutröll landsins. Sverrir Ólafsson, myndlista- og bílaáhugamaður, styður hendi á 52" dekkin á nýjasta Unimog-bílnum sem hann hefur eignast. Sverrir Ólafsson glaðbeittur undir stýri á Unimog-torfærutröllinu. 480 8000 SELFOSSI Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is Toyota Avensis Wagon Terra árg. 2000, 5 gíra, ekinn 106 þús. Verð 1.050 þús. Suzuki Jimmy árg. 2000, 5 gíra, ekinn aðeins 15 þús. Verð 1.050 þús. Toyota Yaris Sol árg. 1999, 5 gíra, ekinn 81 þús. Verð 790 þús. Toyota Land Cruiser 100 V8 árg. 2000, sjálfsk., ekinn 45 þús. Verð 4.600 þús. 480 8000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.